Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 6
HÓTEI
6 E FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
J-
FERÐALÖG
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÞÁTTTAKENDUR og leiðbeinendur að lokinni atvinnu-
og ferðamálaráðstefnu á Egilsstöðum.
Atvinnu- og ferða-
mál í brennidepli
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
FERÐAÞJÓNUSTUFÉLAGIÐ For-
Argentína peso
Austurríki shillingur
Belize . dollar
Bólivía pula
Eþíópía birr
Filippseyjar peso
Gabon CFA-franki
Gíbraitar pund
Guatemala quetzal
Indónesía rúpia
Japan yen
Jórdanía dinar
Kína yuan
Kongó franki
S-Kórea won
Lesotho maluti
Madagascar franki
Mósambik metical
Nepal rúpia
Níger franki
Panama dollar
Reunioneyjar franki
Slóvakía koruna
Úganda sillingur
Yemen rial
skot stóð fyrir ráðstefnu um at-
vinnu- og ferðamál. Tilgangur með
ráðstefnunni var að velta fyrir sér
ímynd héraðsins og setja sig í spor
gestkomanda á svæðinu.
Fyrirlesarar voru Kristófer
Ragnarsson, ferðamálafulltrúi
Austurlands, sem ræddi m.a. um
samskipti ferðaþjónustumanna við
ferðamanninn, Guðrún Jónsdóttir,
atvinnu- og ferðamálafulltrúi Borg-
amess, rakti starfsemi Markaðs-
ráðs Borgamess og sagði frá sam-
starfi fyrirtækja og sveitarfélaga í
gegnum Markaðsráðið á því svæði.
Sveinn Jónsson, formaður atvinnu-
málanefndar Egilsstaðabæjar, íjall-
aði um atvinnumál á Austurlandi
og aðalfyrirlesarinn, Haukur Har-
aldsson, ráðgjafi frá Stjómunarfé-
laginu, ræddi um mikilvægi ímynd-
ar, stýrði hópvinnu, en þátttakend-
ur fóm í vísindaleiðangur á þijá
staði.
Að lokinni ráðstefnunni var gest-
um hennar boðið á tískusýningu þar
sem föt vom sýnd eftir hönnun og
útfærslu Signýjar Ormarsdóttur,
fatahönnuðar á Egilsstöðum. ■
Ferð á vit
lífsorkunnar
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
SIGURBORG Kr. Hannesdóttir á
Egilsstöðum er að skipuleggja heilsu-
ferð í Snæfell sem hún kallar „Á vit
lífsorkunnar". Farið er í Snæfell og
gist þar í 2-3 nætur og í Geldinga-
fell og gist þar í 1-2 nætur. Þetta
er önnur heilsuferðin sem farin er,
ein var á sl. ári.
Heilbrigði og
upplifun á fjöllum
Sigurborg sem er kripalujógakennari
hafði farið í tvær snjóbílaferðir áður.
Hún kom endumærð og hlaðin orku
til baka eftir að hafa
tengst náttúra hálendis
íslands. Sigurborg
borðar sérfæði og
fannst því erfitt að
borða venjulegan mat
í slíkri ferð auk kyrr-
setunnar sem oft fylgir
þessum hefðbundnu fjallaferðum.
„Mér datt í hug að gaman væri að
skipuleggja ferð tengdi saman hreyf-
ingu, hollt mataræði, andlega þætti
og hópefli við þessa stórkostlegu
upplifun sem maður skynjar á íjöll-
um,“ segir Sigurborg. „Ferðin í fýrra
hófst á því að hópurinn hittist daginn
fyrir brottför og fór yfir ferðaáætlun
og grannþætti jóga. Brottfarardag
snæddum við saman morgunverð í
kyrrð. Síðan var haldið af stað á
Fljótsdalsheiði þar sem snjóbíllinn
beið. Við fengum vont veður og þurft-
um að láta fyrir berast í snjóbílnum
um nóttina. Það var auðvelt, við gerð-
um slökunaræfíngar þannig að allir
vora vel afslappaðir þegar þeir höll-
uðu sér.“
Létt mataræði og
gleðín í fyrirrúmi
„Nestið sem tekið var með í ferðina
var ekki hefðbundið nesti heldur mik-
ið af ávöxtum, en á morgnana eru
eingöngu borðaðir ávextir. Engar
mjólkurvörar, hvorki kjöt né fískur,
ekkert kaffí en soyamjólk, grautar,
heimabakað brauð og kökur. Engin
fíta, hvítt hveiti, sykur eða salt. Það
kom svo á óvart hvað fólk þurfti í
raun lítið að borða. Það
era engar kröfur gerðar
til ferðalanga, þetta er
fyrst og fremst ferð, allt
annað er tekið inn í og
flestir era tilbúnir að
upplifa eitthvað alveg
nýtt bæði fyrir líkama
og sál og fínna hvað það er gott að
skilja hlutverkin sín eftir heima. Ef
veður er gott þá er farið á göngu-
skíði á hverjum degi og gengnjr
a.m.k. 10 km. Jóga er gert á hveijum
morgni ásamt öndunaræfíngum og
slökun fyrir svefninn." Þeim sem
hyggja á slíka ferð ráðleggur Sigur-
borg að byija á því að neyta léttara
fæðis nokkram dögum fyrir brottför
og að stilla sig inn andlega fyrir öðru-
vísi ferðalag. „Markmiðið er að fara
á fjöll, gera saman eitthvað skemmti-
legt og ef upp kemur vandamál að
leggja áherslu á að halda stefnu og
leyfa gleðinni að ráða ferðinni." ■
Anna Ingólfsdóttir, Egilsstöðum
Ferö sem tengir
saman hreyfingu,
hollt mataræði og
andlega þætti
Tveggja hæða
hótelherbergi í
gömlu íbúðarhúsi
TVEIMUR árum eftir bylting-
una í Tékkóslóvakíu skilaði
tékkneska ríkið Sieber-fjöl-
skyldunni aftur sex hæða
byggingu við Slezska-stræti í
Prag. Kommúnistar höfðu slegið
eign sinni á húsið og gamlir leigj-
endur sem borguðu litla leigu
bjuggu enn í húsinu.
Það þurfti að gera húsið upp og
Sieber-hjónin ákváðu að breyta því
í hótel. En þau gátu ekki sett leigj-
endurna á götuna. Þau urðu að fínna
fyrir þá nýtt húsnæði og byijuðu
því smátt. Þau breyttu fyrst efstu
hæðinni og hafa nú rekið sex-her-
bergja hótel þar í tvö ár. Næsta hæð
fyrir neðan var fullkláruð fyrir
skömmu. Hótelherbergin eru orðin
12 og veitingastaður í kjallaranum.
Sieberhjón þekktu ekki
til hótelreksturs
Þau hjónin höfðu enga reynslu í
hótelrekstri þegar þau lögðu út í
þetta ævintýri. Hanuer kvikmynda-
tökumaður, sérhæfður í læknisað-
gerðamyndum, og frúin vann um
HERBERGIN á hótel Sieber eru látlaus og þægileg.
tíma í sendiráði Tékkóslóvakíu í
Kuweit. Þau höfðu verið þar í fimm
ár þegar írakar gerðu innrás og
flúðu þá heim. Dætur þeirra, báðar
um tvítugt, sóttu veitinga- og h’ótel-
skóla í Prag. Önnur vinnur núna á
Intercontinental og vill ekkert af
Hótel Sieber vita en sú eldri, Reg-
ína, er flugfreyja hjá CSA, tékkn-
eska flugfélaginu, og hjálpar eftir
megni á hóteli fjölskyldunnar.
Eg er svo heppin að eiga vinkonu
sem kynntist fjölskyldu frú Sieber
á kommúnistaárunum og hélt sam-
bandi við hana. Hún sendi fata-
böggla í gegnum árin til Prag en
hætti því þegar móðir frú Sieber
lést og þau hjónin voru í Kuwait.
Hún hafði ekkert heyrt frá þeim
lengi þegar bréf barst einn góðan
veðurdag frá Regínu. Hún tilkynnti
að Qölskyldan hefði opnað hótel og
bauð vinkonu minni í heimsókn.
Nokkrum mánuðum seinna kom ít-
rekunarbréf um boðið. Svo við drif-
um okkur þijár saman til Prag og
þáðum gistingu á Hótel Sieber.
Lyftan er lítil og gengur hægt
upp á sjöttu hæð. Þar beið
okkar 2ja hæða herbergi
með setustofu og baði niðri
og svefnlofti með einföldum
en framúrskarandi rúmum
uppi. Það var míníbar, út-
varp, sjónvarp og sími í stofunni en
engin hárþurrka á baðinu. Það fór
ljómandi um okkur, enda er þetta
fínasta herbergi hótelsins. Morgun-
maturinn var vel útilátinn, þjónust-
an dálítið viðvaningsleg en vingjam-
SIEBER-hótel-
fjölskyldan.
leg. Og allt var tandurhreint. Her-
bergið okkar kostar um 9.200 ÍSK
nóttin. Tveggja manna herbergi
kostar 5.300 ISK og eins manns
4.770 með morgunverði.
Þau vllja hafa
gestina ánægða
Hótel Sieber er um hálftíma gang
frá miðbænum. Það er sömu
megin við ána og gamla
ráðhúsið með astrónómísku
klukkunni. Neðanjarðarlest
stoppar skammt frá því.
Okkur fannst gaman að búa
aðeins fyrir utan mestu hringiðuna
og sjá þannig meira en ferðamanna-
svæðið í Prag. Það er einfalt að
ferðast með neðanjarðarlestinni og
herra Sieber benti okkur á ljómandi
tékkneskan matstað rétt hjá hótel-
Herbergin
eru 12
talsins
inu. Við hefðum aldrei borðað á
honum ef við hefðum ekki búið í
þessu hverfi. Maturinn var góður
og ódýr (við borguðum rúmar
10.000 ÍSK fyrir vín og mat fyrir
sex) og staðurinn smekklega inn-
réttaður.
Sieber-hjónin urðu að kaupa íbúð-
ir undir leigjenduma af hæðunum
sem nú er hótel. „Þetta er allt á
kostnað bankans,“ sagði hérra Sie-
ber og stundi. Einn leigjandinn fékk
vinnu á hótelinu. Þau hjónin gera
sitt besta til að gera gestunum til
hæfís. „Okkar draumur er að geta
uppfyllt allar óskir gestanna. Fasta-
gestur okkar frá Hamborg hafði orð
á að honum þætti góðar kanínur.
Næst þegar hann kemur látum við
elda fyrir hann kanínu.“ ■
Anna Bjarnadóttir
I