Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2
2 E FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
DAGLEGT LIF
Ráðherrabústaðurinn
hefur tekið stakkaskiptum
HURÐIR gerðar upp, þær
lakkaðar, skipt um gler og
hurðarhúnar pússaðir upp.
Hér hefur litað gler verið sett
í hurðina.
NÝ SALERNISAÐSTAÐA á
fyrstu hæðinni og á efri hæð-
inni voru einnig gerð karla
og kvensalerni.
NYJAR raflagnir, pípulagn r, nýtt
gler í glugga, málað og lakkað, hurð-
ir gerðar upp, sérsmíðaður panill upp
að gluggakistum, eikarparket á gólf-
in, veggfóðrað, búið til lítið fram-
reiðslueldhús, nýr stigi niður í kjall-
ara, aðstaða gerð fyrir fjölmiðlafólk,
endurbætt salernisaðstaða, hand-
unnar austurlenskar mottur á gólfin,
nýtt fundarborð, skrifstofa og sér-
stakt bókaherbergi. Þetta er aðeins
brotabrot af því umfangsmikla starfi
sem hefur verið unnið inni í ráðherra-
bústaðnum að undanfömu en fyrir
skömmu voru gerðar miklar endur-
bætur á húsinu að utan og innan.
Húsið keypt tilsniðið frá Noregf
Húsið sem reist var fyrst að Sól-
bakka við Önundarljörð árið 1889
var keypt tilsniðið frá Noregi. Þegar
norski hvalfangarinn Hans Ellefssen
snéri síðan aftur heim gaf hann
Hannesi Hafstein húsið eða seldi
honum það fyrir krónu eins og sagan
segir.
Húsið sem er bjálkahús var tekið
í sundur og flutt til Reykjavíkur og
árið 1907 var búið að reisa það við
Tjamargötuna. Þá er það endur-
byggt í breyttri mynd, _t.d. hækkað.
Talið er að Rögnvaldur Ólafsson fyrr-
um Húsameistari ríkisins hafi unnið
að þeim breytingum.
Þegar Hannes lét af embætti árið
1909 komst húsið í eigu íslenska rík-
isins og hafa ráðherrar íslands haft
það til afnota. Fyrstu árin bjuggu
forsætis- og utanríkisráðherrar í
húsínu en seinni árin hefur það verið
notað sem móttökuhúsnæði ríkis-
stjórnarinnar.
Reynt að nýta það sem til var
innanhússarkitekts og samstarfs-
manns Húsameistara ríkisins Garð-
ars Halldórssonar við þetta verkefni
var reynt að nýta allt sem hægt var
og þegar nýtt var smíðað eða keypt
var tekið mið af aldri og útliti húss-
ins.
Niðri þar sem eru stofur og borð-
stofa var komið fyrir fatahengi við
innganginn og sett nýtt gestasal-
erni. Bjartara er yfír stofunum, ljóst
veggfóður á sinn þátt í því og allt
tréverk, hurðir, gluggar, listar og
áfellur eru hvítlökkuð. Létt silki-
gluggatjöld í þremur mismunandi lit-
um prýða glugga hússins.
Borðstofan var hinsvegar höfð
dekkri en áður til að skapa notalegt
andrúmsloft. Þar er nú grænleitt
veggfóður á veggjum og gyllt silki-
gluggatjöld í stíl við stólana sem eru
með bláu og gylltu áklæði.
Stofurnar voru parketlagðar og
keyptar handhnýttar austurlenskar
mottur á gólfin. Engin ný húsgögn
voru keypt á fyrstu hæðina en eitt-
hvað var um að gömul húsgögn
væru yfirdekkt og lagfærð.
Skipt var út málverkum sem Lista-
safn Islands lánar ráðherrabústaðn-
BÓKAHERBERGI var útbúið
á efri hæðinni. Hillurnar eru
islensk smíði.
Að sögn Auðar Vilhjálmsdóttur
MEISTARAKOKKARIMIR
Óskar oglngvar
Heilhveiti pönnupizza venjulega. Setjið pönnuna á vel heita hellu í nokkrar mínútur eða þar til pizzubotninn byijar að losna frá pönnunni í hliðunum, passið að brenna ekki botninn. Til þess að elda pizzuna ofan frá er henni stungið undir grillið í ofninum í 3-4 mínútur og er hún þá tilbúin. Pizza sem er elduð á þennan hátt er bezta útgáfa af heima- lagaðri pizzu sem til er.
Bofri: 250 g hveiti 200 g heilhveiti
3 msk. ólífuolía
1 tsk. salt 1 bréf þurrger
2 dl volgt vatn (má vera tæplega þetta magn) Fylling: Jaróarberja- jógurtis
Pizzusósa Hróefni:
paprika 175 g sykur
sveppir safi og saxaóur börkur af sítrónu
pepperoni 1 dl vatn
rifinn ostur 450 g fersk jarðarber
Aðferð:
Þessi uppskrift dugar í 2-3 pizzur
eftir pönnustærð.
Blandið saman hveiti, heilhveiti
og salti í skál. Leysið gerið upp í
vatninu og hellið í skálina og hnoð-
ið, bætið olíunni í og hnoðið á
borði þar til deigið er orðið slétt
og jafnt. Setjið deigið aftur í
skálina og setjið plastfilmu
yfir og Iátið deigið hefast
á volgum stað í 30-40
mínútur. Takið þá
deigið úr skálinni,
hnoðið aftur og
skiptið í 2-3 hluta
og fletjið út í kring-
lóttar kökur á hveit-
istráðu borði. Takið því n-
æst venjulega steikarpönnu og
smyrjið ögn af olíu á hana með
bréfi og leggið pizzubotninn i pönn-
una. Athugið að botninn má liggja
aðeins upp á hliðarnar á pönnunni.
Setjið því næst pizzusósuna á botn-
inn (best er að laga sína pizzusósu
sjálfur) og áleggið ofan á eins og
3 dl hrein jógurt (u.þ.b. 2 dósir)
Aðferð:
Þessi bragðgóði ís er án eggja
og ijóma.
Sjóðið saman sykur, vatn, sítrón-
usafa og börk í u.þ.b. 2 mínút-
ur, kælið. Skolið jarðarber-
in, maukið í blandara og
bætið í sykursýrópið
ásamt jógurt. Setjið í stál-
skál og frystið í 2-3
tíma, hrærið krapið
úr botni og hliðum
með þeytara á hál-
tíma fresti. Eftir
2-3 tíma ætti ísinn
vera orðinn saemi-
lega frosinn, takið hann þá úr fryst-
inum og maukið í blandara, frystið
aftur í 3-4 tíma. Skafið ísinn í kúl-
ur og gefið í glösum ásamt ferskum
ávöxtum.
Þessa uppskrift má nota sem
grunnuppskrift fyrir marga ísa af
þessari tegund, t.d. mætti skipta
út jarðarbeijum fyrir ananans
o.s.frv.
Minkapelsar
og aðrir loðfeldir
á lægra verði en áður
MINKAPELSAR og aðrir loðfeldir
fást nú fyrir lægra verð en oftast
áður segir í „Wall Street Journal"
23. febrúar sl. Með hækkandi sól
eru líklega fáir sem hyggja á slík
kaup í bráð. Sumir sýna þó fyrir-
hyggju, en trúlega er þess ekki
að vænta að íslendingar upplifi
annað eins blíðskaparveður að
vetri til og verið hefur víða í Evr-
ópu undanfarin ár. En það er m.a.
talin ástæðan fyrir því að sala á
loðfeldum hefur dregist saman,
þótt efnahagslegur sam-
dráttur og andóf dýra- ■■■"■
verndunarsamtaka eigi
dijúgan hlut að máli.
Bjartsýni
Boe Hansen, fram-
kvæmdastjóri „Saga
Furs“-sölusamtakanna,
sem hefur aðsetur í
Kaupmannahöfn, er
borubrattur og segir að
verðið eigi eftir að _____
hækka. Þar sem mörg
loðdýrabú hafi skorið niður fram-
leiðslu hafi heildsöluverð skinna
hækkað um 30%-35% á sl. tveimur
árum. Þar að auki segir Hansen
að eftirspurn aukist vegna nýrra
markaða í Austur-Evrópu og Asíu.
Þrátt fyrir bjartsýni Hansens
er evrópskum skinnasmásölum
mest í mun að bjarga eigin skinni
Skinna-
kaupmenn
kvarta líka
yfir því að
fólk klæði
sig ekki upp
á lengur,
sama hvert
tilefnið sé.
og hamast við að lækka verðið.
Dæmi eru um allt að 70% verð-
lækkun. Fyrir tíu árum var ódýr-
asti minkapelsinn í „Les Fourrures
du Nord“, stærstu skinnaverslun
í París, á rúmlega 370 þús. íkr.
Núna kostar sambærilegur pels
um 185 þús. íkr.
Susanne Kolb, æðsti yfirmaður
Þýsku skinnastofnunarinnar, er
jafn bjartsýn og Hansen, en hún
segir að eftir fimm ár muni ódýr-
asti minkapelsinn, sem nú sé á
um 370 þús. íkr., kosta
minnst 700 þús. Ikr.
Ymsar skýringar
Sérfræðingar gefa
ýmsar skýringar á koll-
steypu skinnaiðnaðarins.
Aðalsökudólgana segja
þeir síðastliðna fimm eða
sex vetur í Evrópu og
þá efnahagslegu lægð,
sem leitt hefur til að
sjálfir skinnakaupmenn-
irnir virðast í útrým-
ingarhættu. Skinnakaupmenn
kvarta líka yfir því að fólk klæði
sig ekki uppá lengur, sama hvert
tilefnið sé. Ennfremur hafi dýra-
verndunarsamtök stórlega skaðað
ímynd skinnaiðnaðarins, þótt erfitt
sé að meta raunveruleg áhrif
þeirra. „Dýraverndunarsamtök
eru eins og bókstafstrúarbrögðin;
SÉRFRÆÐINGAR telja að
áhugi á skinnum sé að glæðast
í tískuheiminum.
vitsmunaleg hryðjuverkastarf-
semi“, segir Alexandre Constant,
forseti sölusamtaka skinnakaup-
manna í París.
Ýmis teikn eru þó á lofti um
að skinnaiðnaður muni senn rísa
upp úr öldudalnum. Sérfræðingar
segja að áhugi á skinnum sé að
glæðast í tískuheiminum, sem
hljóti að benda til að andúð al-
mennings sé í rénun. Vegna and-
ófs dýraverndunarsinna í Þýska-
landi minnkaði sala loðfelda um
helming á fimm árum frá 1985,
var komin niður í 1,5 milljarða