Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 E 7 FERÐALÖG Mýrdælingar bua sig undir gott ferðasumar Fagradal - Ferðamálafélag Mýr- dalshrepps var með námskeið fyr- ir stuttu um þjónustu og samstarf og var það haldið með starfsfólki sem starfar við verslunar- og þjón- ustustörf í Mýrdalnum. Á námskeiðið mættu 32 og var ætlunin að skerpa viturid þeirra sem starfa við þjónustustörf og eru í beinum samskiptum við við- skiptavini. Félagið fékk Gísla Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafa, sem fyrirlesara að stjórna nám- skeiðinu. Gísli fjallaði um hvað er góð þjónusta og nefndi að góður starfsandi og samstarf starfsfólks, orðspor, ímynd fyrirtækisins, hreinlæti, klæðnaður, hvernig við getum aukið söluna og öll mikil- vægu smáatriðin; allt þetta þyrfti að hafa í huga. Gísli var með könnun sem var unnin fyrir bandaríska tímaritið US News & World Report á því hveijar væru ástæður þess að þjónustufyrirtækin misstu við- skiptavini sína. 1% féll frá, 3% fluttu úr hverfinu, 5% tóku upp nýjar neysluvenjur, 9% hættu vegna verðlags, 14% vegna lélegra gæða vöru og 68% vegna viðmóts (þjónustu) starfsmanna. Nejrtend- ur kvarta yfirleitt ekki yfir lélegum gæðum, þeir flytja einfaldlega við- skipti sín. Mottó þeirra sem vinna við þjón- ustustörf í Mýrdalnum næsta sum-- ar verður því jákvætt hugarfar, þjónustulund og þolinmæði. ■ Hútímalistasafn opnað í Tókíó STÆRSTA listamið- stöð í Tókíó hefur ver- ið opnuð og til að halda upp á það verður sér- stök sýning á jap- anskri list frá 1985- 1995. Meðal þeirra sem sýna verk sín eru ýms- ir frægustu listmálarar Japana, t.d. þeir Nobuyoshi Araki og Yukinopri Yanagi. Sýningin var opnuð viku og í öðrum sölum miklu byggingar verða nútíma- í síðustu listaverk frá Japan og allmörgum þessarar öðrum löndum. ■ Kynningarbæklingur um Víkingahátíðina ÚT ER kominn kynningarbæklingur um Víkingahátíðina, sem haldin verður i Hafnarfirði 6-9. júlí nk. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku eða ensku. Auk ýmiss konar fróðleiks um vikingatímabilið er dagskrá há- tíðarinnar gerð skil og birt kort af Víðistaðatúninu, sem verður aðal- mótssvæðið, og miðbæ Hafnarfjarðar. Bæklingurinn liggur frammi á ferðaskrifstofum, upplýsingamið- stöðvum um allt land og á skrifstofu hátíðarinnar að Vesturgötu 8 í Hafn- arfirði. Að sögn Rögnvaldar Guð- mundssonar, ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðar og framkvæmdastjóra % Landnáms hf., sem er hlutafélag um verkefnið, verður enski bæklingurinn sendur víða um heim til kynningar. 1 1 FLUGID? Genf - Kaupmanna- höfn með Swissair Andlitsböð pepn ofhurrki í fluginu VERIÐ gæti að farþegar Virgin Atlantic á leið frá New York til London vilji skrá sig í flugið í fyrra lagi. Þeim sem fljúga á fyrsta farrými er nefnilega boðið upp á andlitsbað á flugvellinum til að undirbúa ferðina. Næst á dagskrá flugfélagsins eru fljúg- andi andlitsböð og ekki af verri endanum því vörurnar eru sam- settar af húðsérfræðingum René Guinot í París. Þangað til að þessu kemur geta flugfarþegar vökvað húðina með vatni á úðaflöskum, rakakr- emi og nógu vatni að drekka. FAGRANESIÐ verður í ýmsum at- hyglisverðum ferðum í dymbilviku og má m.a. nefna ferð á Hesteyri laugardaginn 15. ap'ríl. Þaðan verð- ur svo gengið á skíðum til Aðalvík- ur. Brottför er frá ísafirði kl. 10. Einnig verður útsýnisferð með Fagranesinu frá ísafirði á sama tíma um Jökulfirði meðfram Morgunblaðið/Kristinn VATN á úðabrúsa ásamt raka- kremi er ágætt fyrir þá flugfar- þega sem ekki fá andlitsbað. Þeir klókustu hafa með sér pip- armyntudropa til að anda að sér og setja á gagnaugun, krem fyr- ir naglabönd, því flugferðir eru upplagðar fyrir allskyns dútl, og sandala til að skórnir þrengi ekki að. ■ Grænuhlíð í Aðalvík og til ísafjarð- ar. Geta má þess að þriðjudag 11. apríl fer skipið á Arngerðareyri kl. 10 og miðvikud. 12. apríl er kvöld- ferð frá ísafirði ef næg þátttaka fæst. Á skírdag fer Fagranesið frá ísafirði kl. 12 og Arngerðareyri kl. 15.30. Á annan í páskum er brott- för frá ísafirði kl. 9. ■ FÓTARÝMIÐ vr ágætt í Fokker 100 þotunni frá Swissair á leið frá Genf til Kaupmannahafnar á dög- unum og enginn vandi að káta sér líða vel. Enda sat ég einn í þriggja sæta röðinni og gat breitt úr mér að vild. Skömmu fyrir brottför tók að snjóa ótæpilega og þegar blásið var til brottfarar á réttum tíma, allir farþegar komnir út í vél og spennt- ir í tvennum skilningi, máttum við bíða í góðan hálftíma meðan beðið var eftir afis- ingarliðinu sem hafði náttúrlega ekki undan öllum beiðnum þegar svo margar vélar leggja af stað á sama tíma í hádeginu. Til að stytta sér stundir var hægt að líta í tímarit félagsins og flugstjórinn afsakaði strax mikil- lega þessa töf og í þeim töluðu orð- um var ég kominn að grein um stundvísi flugfélaga í blaðinu - ekki síst rómaða stundvísi Swissair. Og hafi einhver haldið að óstundvísi og seinkanir væru flugfélögunum að kenna er rétt að leiðrétta það strax því samkvæmt greininni eru það sem sé ekki síður farþegarnir sem valda seinkunum. Þeir gleyma sér í fríhöfnum, fylgjast ekki með tímanum eða koma bara alltof seint út á flugvöll og í stað þess að skilja þá eftir er beðið og kallað og flug- ið tefst. En þetta var nú útúrdúr. Farþegum var boðinn ávaxtasafi eða vatn meðan beðið var og síðan fleiri drykkir skömmu eftir flugtak. í kjölfarið sigldi síðan hádegisverð- ur, paté, skinka, kartöflur, sveppir og brauð sem hægt var að skola niður með Cotes du Rhone rauðvíni 1993 frá Bouc- hard og sonum fyrir þá sem það vildu. Um leið og menn höfðu skófl- að í sig voru bakkarnir teknir og boðinn ýmis varningur til kaups. Næsta fáir höndluðu sýndist mér enda kannski hægt að kaupa ódýr- ari úr en fyrir 30 þús. kr. Tíminn leið annars fljótt við blaðalestur enda ekki nema hálfs annars tíma flug þarna á milli. Lit- ið var að sjá á leiðinni fyrr en kom- ið var yfir Sjáland og kunnuglegt umhverfi Kaupmannahafnar blasti við. Og viti menn: Þrátt fyrir 40 mínútna töf í upphafi er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Swissa- ir með stundvísina því flugmönnun- um tókst að vinna upp seinkunina. Þeir fengu nefnilega sterkan með- vind! Það væri hins vegar gaman að vita hvernig þeir hafa snúið sig út úr þessum vanda á bakaleiðinni. Jóliannes Tómasson Minnisvarði um Sölva Á ÞESSU ári eru liðin, eitt hundrað ár frá dauða Sölva Helga- sonar. í tilefni þessa verður afhjúpaður minnisvarði Eín af sjálfs- um Sölva í myndum Sölva' fæðingarsveit hans Sléttuhlíð í Skagafirði, að bænum Lónkoti. Það er Ólafur Jónsson sem stendur að baki þessu framtaki en fjölmörg fyrirtæki hafa stutt það. Gestur Þorgrímsson, myndhöggvari, vann verkið. Minnisvarðinn er mannhæðarhá blágrýtissúla með höggnu and- liti Sölva eftir einni af sjálfs- myndum hans. Athöfnin fer fram laugar- daginn 1. júlí kl. 14. Sölvi var fæddur á Fjalli í Sléttuhlíð 16. ágúst 1820 og dó á Ystahóli í sömu sveit 20. okt. 1895. ■ Fagranesferöir í dymbilviku swissair +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.