Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8
8 E FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALOG
Kvfildsigling
með Frumskog-
ardrgttningunni
iM EFTIR að vera gengin upp
að hnjám í verslunarmiðstöð-
2 inn' Galleria í Fort Lauderd-
M ale heilan föstudag var ég í
■■ raun búin að fá nóg af búðum
og ákvað að gera eitthvað
j úr kvöldinu þó þreytan væri
farin að segja til sín. Hugsaði
með mér að maður væri svo
sem ekki á hveijum degi í
H" sólskinsríkinu Flórída og það
OC í andarslitrum fellibylsins
Gordons, sem hafði gengið
Uki yfír fylkið síðustu þijá daga.
Framboð skemmtanalífs var í
sjálfu sér nóg, en þegar aðeins er
úr einu kvöldi að spila í stuttri
viðdvöl er oft erfítt að eiga val.
Eftir að hafa rogast með allan
verslunarvarninginn upp á sjöttu
hæð þess annars ágæta íbúðahót-
els Guest Quarters, lá beinast'við
að skrúbba af sér verslunarsvitann
og fletta þeim auglýsingapésum,
sem ég hafði fengið í anddyri hót-
elsins. Og þar sem ég hafði ekki
gefíð mér tíma til að nærast allan
daginn vildi ég helst sameina
kvöldverð og skemmtun án þess
að þurfa að reyna mikið á líkam-
legt þol enda hælsæri farið að
plaga mig.
Fljótlega rak ég augun í nokkuð
fjörugan bækling, merktan
„Jungle Queen“ og þar sem að ég
var ein á ferð og án ákveðins borð-
félaga ákvað ég á stundinni að
þetta hlyti að vera eitthvað fyrir
mig. í pésanum góða var frá því
greint að lagt yrði af stað nákvæm-
lega kl. 19 frá Bah/a-bryggjunni á
Frumskógardrottningunni, sem er
2ja hæða galopin feija á alla kanta.
Ferðin tæki fjóra tíma og innifalið
í verðiværi „all you can eat“-kvöld-
verður að hætti Bandaríkjamanna
og klukkutíma skemmtisýning í
ofanálag, allt fyrir um 23 dollara
eða sem svarar um 1.600 ísl.kr.
Ég hringdi í uppgefið símanúmer
og pantaði fyrir einn.
Leigubílstjórinn, ungur maður
sem kallaði sig George, kom mér
á réttan stað þrátt fyrir meirihátt-
JUNGLE Queen býður bæði upp á dag- og
kvöldsiglingar um sikin.
I MATINN er m.a. boðið upp á grillaða kjúkl-
inga, nautakjöt og rækjur.
ar vegartálmanir af völdum Gor-
dons. Var haldið af stað á tilsettum
tíma eftir að tvær ungar blómarós-
ir með myndavélar höfðu myndað
alla þá, sem voru reiðubúnir að
kaupa af þeim sjálfsmyndir á
„spottprís" með Drottninguna í
bakgrunni sem var að þessu sinni
hálffull af farþegum. Fararstjór-
arnir tveir gerðu sig fljótt líklega
til að fanga athygli viðstaddra, en
því miður með afleitri aðstoð frá
hátalarakerfínu sem náði aðeins
til fremstu sætaraða.
Veifað til milljónamæringa
Þrátt fyrir það nutum við þess
þó næsta klukkutímann að sigla
upp eftir síkjunum með milljóna-
mæringahús á báðar hendur og
dýrindis snekkjur þeirra liggjandi
við festar fyrir framan þessi hí-
býli. Fararstjórar
báðu okkur að vera
dugleg að vinka hús-
ráðendum þar sem
ríka fólkið hefði lítið
annað fyrir stafni en
að bíða eftir Jungle
Queen svo það gæti
staðið upp úr hæg-
indastólunum og
vinkað farþegunum
þegar siglt væri
fram hjá. Sömuleiðis
yrðum við að sýna brúarmanninum
Jim virðingu okkar því það væri i
hans valdi að hífa upp brýrnar svo
að Drottningin kæmist óhindrað
leiðar sinnar um síkin.
Eftir ánægjulegan klukkutíma
um borð lagðist Drottningin að
lítilli trébryggju fyrir framan veit-
ingastað, sem minnti einna helst
á kántrýbæi vestursins, og í land
gengum við eftir litlum stígum,
umvöfnum gróðri á báða bóga.
Búsældarlegar þjónustustúlkur
vísuðu til sætis á trébekki við
langborð og hófu að útdeila mat
og drykk, eins og hver gat í sig
látið.
Kvöldstund í kántríbæ
Og þegar menn höfðu étið á sig
gat, var okkur vísað ,í hliðarsal
undir berum himni þar sem gaml-
ir, afdankaðir, bandarískirkántrý-
,,„skemmtikraftar“ létu gamminn'
geysa næstu klukkustundina við
ótrúlega kátínu jafnaldra sinna.
Megininntakið í dagskránni var
óðurinn til Ameríku og hjákátlegar
uppákomur skemmtikraftanna,
sem sumir voru uppdressaðir í
fánalitum Bandaríkjanna. Dag-
skráin var eins og sumir myndu
orða það „yndislega hallærisleg"
þar sem hver á fætur öðrum tróð
upp „með stæl“ við undirleik
þriggja hljóðfæraleikara, sem virt-
ust spila frekar af vana en innlif-
un. Eftir kurteisislegt en hálfmátt-
laust lokaklapp, var kominn tími
til að snúa til baka í náttmyrkrinu
og ljósadýrðinni. Tókst fararstjór-
um að skapa einskonar „rútubíla-
stemmningu“ með fjöldasöng um
borð þar til Drottningin kom í
heimahöfn klukkan nákvæmlega
23.,
Ég mæli eindregið með slíkri
siglingu fyrir þá, sem leið eiga um
Ft. Lauderdale, en Jungle Queen
er gjarnan minnst í bæklingum
þeirra íslensku ferðaskrifstofa, sem
bjóða ferðir í sólarbæinn Fort Laud-
erdale á Flórídaskaganum. Fyrir
utan þá ferð, sem hér er lýst, býð-
ur Frumskógardrottningin einnig
síkjasiglingar að degi til. ■
Jóhanna Ingvarsdóttir
Hversu heitt t/
er á þeim?J
Meðalhiti M
í apríi /i/
Borg (j£\ °C
Abidjan 32
Anchorage 7
Aþena 20
Beirút 22
Belem 31
Bogota 20
Blantyre 27
Caracas 28
Damaskus 24
Doula 32
Dusseldorf 15
Havana 29
Istanbul 16
Jóhannesarborg 22
La Paz 19
Libreville 31
Nairobi 24
New Orleans 25
Quito 21
Peking 21
Prag * 14
Seul 17
Santo Domingo 29
Tel Aviv 23
Toronto 11
Toulouse 17
Túnisborg 21
Wellington 17
Heimild: Executive Travei
ujheh
UM HELGINA
Fl
Laugardaginn 8. apríl verður hald-
ið námskeið í snjóhúsagerð á vegum
FI. Mætin á eigin farartækjum við
Ferðafélagshúsið klukkan 13.30 og
ekið upp í Bláfjöll. Mætið hlýlega
klædd og með skóflu og nesti. Verð
1.000 krónur fyrir fullorðna. Heim-
koma um klukkan 18.00.
Sunnudaginn 9. apríl verður farið
í eftirtaldar ferðir:
Klukkan 10.30. Bláfjöll - Kleifar-
vatn, skíðaganga (um 5 klst). Kjörin
æfíngaferð fyrir skíðagönguferðir
um páskana.
Klukkan 13.00. Austan Kleifara-
vatns, skíðaganga (um 3 klst).
Klukkan 13.00. Eldborgir - Geita-
hlíð, gönguferð. Ekið áleiðis suður
fyrir Kleifarvatn og gengið þaðan.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Mörkinni 6.
Páskaferðlr FÍ
12.-17. apríl. Hveravellir - Haga-
vatn - Geysir, skíðagönguferð um
Kjöl. Ekið áleiðis að Hveravöllum,
gist þar fyrstu nóttina. Gengið síðan
sem leið liggur milli sælluhúsa að
Geysi. Skíðagönguferð með farang-
ur. Brottför klukkan 08.00. Farar-
stjóri Gestur Kristjánsson.
12.-17. apríl. „Laugavegur" á
gönguskíðum. Brottför klukkan 18.
Með rútu að Hrauneyjum og jeppum
þaðan í Laugar. Gist í skálum. Farar-
stjóri er Hildur Nielsen.
13.-15. apríl. Snæfellsjökull-Snæ-
fellsnes. Gist að Lýsuhóli. Gengið á
jökulinn (7-8 klst). Sundlaug og
heitur pottur. Fararstjórar eru Bene-
dikt H. Guðmundsson og Hilmar Þór
Sigurðsson.
13.-17. apríl. Landmannaiaugar-
Hrafntinnusker, skíðagönguferð.
Brottför klukkan 09.00. Ekið að Sig-
öldu, gengið þaðan á skíðum (25 km)
til Landmannalauga.Gist í sæluhúsi
FÍ í Laugum. Skíðagönguferðir dag-
lega m.a. í Hrafntinnusker, Farangur
fluttur til og frá Landmannalaugum.
Fararstjóri er Jón Gunnar Hilmars-
son.
13.-17. apríl. Mývatnssveit, skíða og
gönguferðir (gist á Hótel Reynihlíð).
Rútuferð til og frá Mývatni. Göngu-
skíðaferðir daglega. Matur innifalinn
í verði. Fararstjóri er Guðmundur
Hallvarðsson.
15.-17. apríl. Páskar í Þórsmörk.
Tilvalin fjölskylduferð. Gist í Skag-
fjörðsskála. Gönguferðir um Mörk-
ina. Frábær gistiaðstaða, setustofa,
tvö eldhús með öllum áhöldum. Far-
arstjóri er Ólafía Aðalsteinsdóttir.
Upplýsingar og farmiðasala er á
skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Utlvlst
Gengið á milli kjörstaða.
í opinni kjörgöngu Útivistar laug-
ardaginn 8. febrúar er gönguhraði
við allra hæfí og hægt að koma inn
í gönguna á mismunandi stöðum.
Farið verður milli gamalla og nýrra
kjörstaða í eldri hluta borgarinnar
og rifjuð upp atvik frá kosningadög-
um á árum áður.
Gangan hefst klukkan 13.30 við
Miðbæjarskólann, í portinu. Þaðan
verður gengið um Þingholtin og yfir
SkólaVörðuhoitið að Austurbæjar-
skólanum með viðkomu í Hallgríms-
kirkjuturni ef veður leyfír.
Klukkan 14.30 verður gengið úr
Austurbæjarportinu um Norðurmýr-
ina, Miklatún, Litlu Öskjuhlíð suður
í Fossvog og síðan gengið með
ströndinni út í Faxaskjól og að Mela-
skóla.
Klukkan 16.00 verður hringnum
lokað með því að ganga frá Mela-
skóla að Miðbæjarskólanum. Ekkert
þátttökugjald.
Dagsferðlr um páskahelgina
Á skírdag, 13. apríl, verður geng-
ið frá Akranesi að Innra-Hólmi.
Farið verður með Akraborg klukkan
09.30 frá Reykjavík og til baka
klukkan 17.00 frá Akranesi.
Á föstudaginn langa verður farið
í söguferð í Odda. Mæting kl. 18.30
á Umferðarmiðstöðinni.
Á annan í Páskum, 17. apríl, verð-
ur gengið með ströndinni frá Þor-
lákshöfn í Selvog. Farið frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 10.30. ■
Skfði. sðngur
og myndlist
um páska
UM páskahelgina verður
ýmislegt í boði fyrir Siglfirð-
inga og gesti þar. Fyrir utan
H skíðasvæðið í Siglufjarðar-
skarði verður fjölmargt til
skemmtunar. Örlygur Krist-
2 fínnsson, „lífskúnstner", held-
■^ ur málverkasýningu í ráðhús-
inu, Bergþór Pálsson heldur
40 tónleika í tónskólanum og
Fílapenslar frumsýna nýja
*** skemmtidagskrá í Bíósalnum.
Þá verða dansleikir og unglinga-
tónleikar í Bíósalnum og einnig
dansað á Hótel Læk. Ekki má
gleyma skíðaniótinu, þar telja Sigl-
fírðingar að menn ættu að finna
margt við sitt hæfí.
Við þetta má bæta að nýtt gisti-
heimili hefur verið tekið í notkun
þar sem áður var Hótel Hvanneyri
og er því nóg gistipláss í bænum.
Siglufjörður hefur verið að festa sig
í sessi sem ferðamannabær, meðal
annars með tilkomu Síldarævintýr-
isins um verslunarmannahelgi, en
augljóst er að þangað geta menn
sótt hressingu og skemmtun á öðr-
um árstímum líka. ■
ÚTSÝNI heitir þetta verk
Sinwels og er eitt þeirra sem
er til sýnis.
Myndverk í við-
hafnarstofu
í BETRI stofunni á flugvellinum í
Vínarborg, þar sem farþegar á
fyrsta og viðskiptamanna farrýmum
tylla sér meðan þeir bíða eftir flugi,
hefur verið komið fyrir málverkum
eftir austurríska málarann Wolf-
gang Sinwel sem er í hópi yngri
málara landsins. „Myndir hans sýna
okkur í senn fantasíur og staðreynd-
ir sem vekja jafnhliða með okkur
kvíða og fögnuð," segir i kynningu.
Það hefur færst í vöxt að lista-
verk séu sett upp í flugstöðvum og
meðal þeirra fyrstu var Changi-flug-
völlur í Singapore. Þetta vekur at-
hygli á landinu og þjóðinni þó að
menn stoppi aðeins stutt og iðulega
fáum við fyrirspurnir seinna og/eða
menn panta verk til kaups, að því
er flugvallarmenn segja. ■
Iran flir-
Tours til Oslo
IRAN AirTpurs, sem er í eigu ríkis-
flugfélags írans, hyggst taka upp
áætlunarferðir frá Teheran til Osló
og ef til vill fleiri áfangastaða á
Norðurlöndum áður en langt um líð-
ur. í frétt blaðsins Boarding segir
að stefnt sé að því að flogið verði
til allra höfuðborga Norðurlandanna
og einnig til Gautaborgar.
Ekki er minnst á Reykjavík og
liggur í orðunum að átt sé við Kaup-
mannahöfn, Stokkhólm og Helsinki.
Iran Air Tours hefur þegar samið
um tvær leiguflugsferðir frá Teher-
an alveg á næstunni. ■