Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 2

Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 2
2 B LAUGARDAGUR 8.' APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGAR 8. APRÍL Vont er þeirra ranglæti - verra er þeirra réttlæti MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA hefur í undangenginni kosn- ingabaráttu vikið sér undan óþægilegum spurningum um afleið- ingar laga um LÍN. Ráðherra fékk sig jafnvel til þess að saka námsmenn um að dreifa röngum tölum um afleiðingar laga um LÍN og skrökva þannig að frambjóð- endum annarra flokka, í rökræðum frambjóð- enda á Reykjanesi í Ríkissjónvarpinu 26. mars síðastliðinn. Námsmenn gera eðlilega kröfu um að yfírmaður menntamála í landinu dragi þessi stórkarlalegu ummæli til baka og svari rökum með rökum. Ólafur Einarsson tekur þann kostinn að misskilja allt og alla í Morgunblaðs- grein á fímmtudag og sendir svo gott sem gamja grein um afleiðing- ar laga um LÍN til endurbirtingar í blaðinu. Hlutfallstölur skekkja skýra mynd Eins og ráðherra vitnar til sendi Lána- sjóður íslenskra náms- manna tölur um lán- þegafjölda eftir kjör- dæmum til fjárlaga- nefndar þingsins. Þar kemur fram að náms- mönnum skráðum í V estíj arðakj ördæmi fækkar langmest eða um tæp 40% á meðan fækkun á Norðurlandi er um eða undir 20%. Dagur B. Það er helmings mun- Eggertsson ur £ þróun lánþega- fjölda í þessum kjördæmum. Þessi mikli munur á þróun lánþegafjölda milli kjördæma kemur þó hvergi fram ef fjöldi lánþega í kjördæminu er athugaður sem hlutfall af heild- arfjölda lánþega. Á Vestfjörðum hefði námsmönnum „Lygi, haugalygi og tölfræði" þurft R,ð fsekka, UITl í grein ráðherrans kveður við gamalkunnan tón. Þar er lögð höf- uðáhersla á það að námsmönnum hefur aftur tekið að fjölga. Gumað er af geysilegri fækkun lánþega og reynt að sýna fram fram á með hlutfallstölum að hin nýju lög hafi ekki bitnað sérstakleg illa á ein- stökum lánþegahópum. Hlutfalls- tölur eru augljóslega ekki fallnar til að skýra þessa umræðu. Það sést meðal annars á því að náms- mönnum á Vestfjörðum hefði þurft að fækka um meira en 50% til þess að það kæmi fram i hlutfalls- tölum ráðherra. Það er haft eftir fyrrum forseta Bandaríkjanna að til væru þtjár leiðir til að bera á borð blekkingar: lygi, haugalygi og tölfræði. Víkjum að því seinna. Kjarninn í stuttu máli Afleiðingar breyttra laga um LÍN eru í stuttu máli þær að mikil fækkun varð í hópi námsmanna á háskólastigi í kjölfar gildistöku laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna frá 1992 eða alls um 1.000 námsmenn heima og erlendis. Þessi fækkun varð þvert á allar spár um stöðuga fjölgun í námi á háskóla- stigi um komandi ár. Fækkun varð í íslenskum skólum þrátt fyrir að fjöldi íslenskra námsmanna erlend- is hefði hrakist þaðan frá námi og fækkun varð þrátt fyrir viðvarandi atvinnuleysi og ládeyðu á vinnu- markaði. meira en 50%, segir Dagnr B. Eggertsson, til þess að það kæmi fram sem fækkun í hlut- fallstölum ráðherra. Þurfti Vestfirðingum að fækka um 50 prósent? Raunar hefði Vestfirðingum á lánum þurft að fækka um meira en 50% til að fækkunar yrði vart í tölum ráðherrans. Þessir sömu hlut- fallsútreikningar hafa t.d. verið not- aðir til að breiða klaufalega yfír það að tala einstæðra foreldra á lánum hefur hrunið úr 740 niður í 431 frá' gildistöku laganna. í reikningum ráðherrans kemur þetta fram sem örlítil sveifla milli 7 og 8% af heildar- Qölda lánþega. Það eru þessar breytingar sem ráðherrann hefur geð í sér til að kalla „að stuðla að eðlilegri sókn íslenskra námsmanna í lánshæft framhaldsnám og stuðla að jafnrétti til náms“. Sanngirni bíður birtingar Dagblöð landsins eru ekki öf- undsverð af því hlutskipti að skila umræðu þessara kosninga til kjós- enda. Komið getur fyrir að greinar frambjóðenda og jafnvel ráðherra þurfí að bíða lengur birtingar. Menntamálaráðherra birtir rök sem hafa verið marghrakin á síðustu vikum, tölur sem hefur verið vísað frá sem tölfræðilegri ónákvæmni og villandi gögnum. Menntamála- ráðherra hefur sjálfsagt skrifað aðra grein þar sem alvarlegar ásak- anir hans í garð námsmanna eru dregnar til baka. Hann hefur sjálf- sagt sent frá sér undirtektir eða mótrök við málflutningi okkar. Birt- ingar þeirrar greinar er beðið í of- væni. Til skýringar: Hér eru birtar tölur frá LÍN um lánþegaljölda í tveimur kjördæmum þar sem fækkun er tvöfalt meiri í öðru þeirra án þess að það komi fram sem breytt hlutfall af heildar- lánþegafjölda. Þá aðferð notar menntamálaráðherra þó sem mæli- stiku á þróun lánþegafjölda og dreg- ur af því ályktanir um að sama þróun sé alls staðar á landinu. Einn- ig er birt samsvarandi dæmi um þróun ijölda einstæðra foreldra á námslánum. Mismikil fækkun lánþega milli kjördæma við breytt lög um LÍN Norðurl. vestra Vestfírðir Úr 161 í 123 Úr 128 í 78 23,60% fækkun 39,06% fækkun Hlutfall af heildarfj. lánþega fyr- ir og eftir breytingar Norðurl. vestra Vestfirðir 3% óbr. 2% óbr. Fækkun einstæðra foreldra frá breytingum til 1994. ’91-’92 ’92—’93 ’93-’94 740 487 431 Alls 42% fækkun Hlutfall af heildarfj. lánþega hjá einstæðum foreldrum ’91-’92 ’92-’93 ’93-’94 8% 7% 7% Höfundur er fráfarandi formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Jóhanna berst fyrir jafnrétti kynjanna! JÓHANNA Sigurð- ardóttir hefur með margvíslegum aðgerð- um beitt sér fyrir því að ná fram jafnrétti kynjanna. Hún beitti sér m.a. fyrir sérstakri framkvæmdaáætlun sem snýr að öllum ráðuneytum og kveður á um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj- anna. Nýleg könnun um launamun kynj- anna var m.a. gerð á grundvelli þessarar áætlunar. Þar er einn- ig að fínna ákvæði um að hlutur kvenna í nefndum á veg- um ríkisins skuli hafa náð 30% í lok gildistíma áætlunarinnar, sem er 1997. Þjóðvaki - hreyfing fólks- ins - leggur mikla áherslu á að ná fram kerfisbundnu starfsmati á störfum ríkisstarfsmanna. í fram- Jóhanna Sigurðardóttir hefur með margvís- legum aðgerðum beitt sér fyrir jafnrétti kynj- anna segir Kristín Björk Jóhannsdóttir. Hún hvetur fólk til að kjósa Þjóðvaka. kvæmdaáætluninni um jafnrétti kynjanna er kveðið á um slíkt starfsmat til að framfylgja ákvæð- um jafnréttislaga um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, en þar átti ekki síst að leið- rétta kjör láglaunastéttanna sem vinna umönnunar- og uppeldis- störfin. Ný jafnréttislöggjöf Sérstaklega ber einnig að nefna nýja jafnréttislöggjöf, þar sem fam- ar eru nýjar leiðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Þar er að finna ákvæði sem opna konum leiðir til að ná fram rétti sínum í launamál- Kristín Björk Jóhannsdóttir um og ýmsum rétt- indamálum. Má þar nefna að kveðið er á um að sérstaklega skuli bæta stöðu kvenna til að ná fram jafnrétti ogjafnri stöðu kvenna og karla á öll- um sviðum. Þar segir einnig að kynjum skuli með stjómvaldsað- gerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar. Einnig að sérstakar tímaabundnar aðgerð- ir, sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna, séu heimilar. Með þessu ákvæði er veitt heimild til aðgerða sem em konum sérstak- lega til hagsbóta á ákveðnum svið- um. Þannig gæti verkalýðshreyf- ingin beitt sér fyrir sérstökum að- gerðum til að ná fram launajafn- rétti kynjanna, líkt og Lára V. Júl- íusdóttir lögmaður og frambjóðandi Þjóðvaka hefur reifað. Þjóðvaki - hreyfíng fólksins telur brýnt að all- ar leiðir verði kannaðar til að ná fram jafnrétti í launum og að í samráði við verkalýðshreyfinguna eigi sérstaklega að skoða þetta ákvæði til að ná fram því sjálfsagða réttlætismáli sem sömu laun fyrir sambærileg störf er. Trúverðug sveit forystukvenna í Reykjavík skipa 4 konur fímm efstu sætin á lista Þjóðvaka. Allar hafa þær beitt sér mjög í jafnrétt- ismálum: Jóhanna, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Lára V. Júlíusdóttir fyrrv. framkvæmdastjóri ASÍ og Guðrún Árnadóttir fyrrv. fram- kvæmdastjóri BSRB, en Lára og Guðrún hafa báðar verið formenn Kvenréttindafélags íslands. Ég hvet fólk til að kjósa Þjóðvaka, því í forystusveit Þjóðvaka er fólk sem er staðráðið í að beita sér fyrir jafnrétti í eigna- og tekjuskipting- unni í þjóðfélaginu, m.a. að jafna launamun kynjanna. Höfundur skipar 17. sæti Þjóðvaka íReykjavík. Skilgreiningarvandi vinstrimanna þ.e. að öll hreyfíng hefyist frá miðju. Þessi nýja Höllustaðalógík er í fullu samræmi við títtnefndan skil- greiningarvanda íslenskra vinstri- manna og hætt við að tími hugsan- legrar félagshyggju fímmfætlu ríkisstjómar fari í deilur um skil- Einföld rök tala skýru máli Námsmenn taka undir það að fækkun lánþega þarf ekki í öllum tilvikum að þýða að fólk hrekst úr námi eða treystir sér ekki í það. Við bendum hins vegar á það að stórir hópar þurfa nauðsynlega á lánum að halda, ekki síst barna- fólk, einstæðir foreldrar og náms- menn utan af landi. Þó að nú hafí aftur fjölgað í skólum skiptir það litlu í þessari umræðu, þegar það er staðreynd að fækkun lánþega er mest í þessum hópum. Þessir hópar halda áfram að minnka þrátt fyrir að námsmönnum sé aftur far- ið að fjölga í lánshæfu námi. Ljóst er að breytt lög um LÍN hafa haft í för með sér breytta samsetningu námsmannahópsins, þessu fólki í óhag. Barnafólki hefur fækkað um 34% og einstæðum foreldrum um 42%. Vestfirðingum og námsmönn- um af Austfjörðum fækkaði svo um 35-40%. Þetta fínnst okkur alvarlegt og undan þessum stað- reyndum getur enginn skotið sér með því að segja að tölur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna séu rangar. NOKKRU fyrir þinglok voru haldnar eldhúsdagsumræður á Alþingi þar sem for- ystumenn stjórnmála- flokkanna tjáðu sig um stjómmálaástand- ið. Olafur Ragnar Grímsson fór þar mik- inn og fann núverandi ríkisstjóm allt til for- áttu. Samkvæmt pól: itískum kokkabókum Alþýðubandalagsins er það hin mesta óhæfa og dæmi um getuleysi ríkisstjórn- arinnar að hafa haldið verðbólgunni í eins stafs tölu allt kjörtímabilið, náð jákvæðum við- skiptajöfnuði þrjú ár í röð, snúið vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og hafið niðurgreiðslu erlendra skulda. Svona árangri em vinstrimenn ekki vanir enda skilgreina þeir árangur út frá allt öðrum forsend- um. í augum vinstrimanna er árangur í stjórnmálum allt annar, s.s. að sitja sem lengst (eða styst), hafa sem mest ítök í atvinnulífinu, sitja í sem mestum sjóðum og síðast en ekki síst að vera fyrstir til að slíta stjórnarsamstarfi þegar í óefni er komið. En skilgreiningar- vandi vinstrimanna á ekki einungis við um pólitískan árangur heldur líka um þá sjálfa og hvar þeir eru staddir í hinu pólitíska litrófi á vinstri vængnum. Þessi mikli og alvarlegi vandi var augljós þegar formað- ur Alþýðubandalagsins lýsti með mikilli geðshræringu sögulegu framboði alþýðubandalagsfólks, félagshyggjufólks, óháðra og ann- arra vinstrimanna undir merkjum G-listanna í landinu í áðurnefndum eldhúsdagsumræðum. Ólafur var sem sagt búinn að gefast upp á því að fínna samnefnara á liðið enda ekki furða eftir alla þá geij- un, þreifingar og sameiningartil- raunir sem á undan höfðu gengið Vinstrímenn sundrast í nafni sameiningar, að mati Jóns Kristins Snæhólms, sem segir þá ósammála um utanríkismál, land- búnaðarmál og sjávar- útvegsmál. undir merkjum félagshyggjunnar og endað með stofnun Þjóðvaka. Nú er félagshyggjan ekki leng- ur samnefnari ekta vinstrimanna. Ekki síðan framsóknarmenn fóru að nota orðið um sjálfa sig og það því einungis brúkað þegar rætt er um endurreisn stjórnarhátta síðasta kjörtímabils þ.e. fjögurra eða fimm flokka félagshyggju- stjórn undir forystu Framsóknar- flokksins. Þessi súrrealismi er vel hugsanlegur þá sérstaklega eftir að framsóknarmenn komu með nýja eðlisfræðilega uppgötvun, greiningu á aðsteðjandi vanda og aðgerðir gegn honum. Já, ágætu landsmenn, það er ekki hægt að segja að við eigum leiðinlega vinstrimenn eins og Norðmenn og.Svíar. Okkar vinstri- menn eru sífellt að endurskoða stefnu sína og búa til nýja, sundr- ast í nafni sameiningar og stofna nýja flokka og félög. Forystumenn íslenskra vinstrimanna eru líka allir sjálfskipaðir forystumenn sameinaðra félagshyggjuafla á ís- landi í framtíðinni og því mjög trúverðugir til að starfa saman af heilindum og trúnaði eins og dæm- in sanna. Þeir eru sammála því að vera gjörsamlega ósammála um veigamestu stjórnmál dagsins í dag s.s. um utanríkismál, landbún- aðarmál, sjávarútvegsmál og iðn- aðarmál og hætt við að framtíð okkar íslendinga verði æði dökk undir þeirra stjórn. Því segi ég við ykkur, kæru landar mínir: Ef vinstrimaður verður við stjórnvölinn á þjóðar- skútunni næsta kjörtímabil skul- um við öll fara í land! Höfundur er sagnfræðingur. Jón Kristinn Snæhólm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.