Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LENGI vel var litið svo á, að rekst- ur hugbúnaðarfyrirtækja væri fremur einfalt mál. Allt, sem til þyrfti, væri að geta lagt út fyrir gerð nýs forrits, sem síðan mætti íjölfalda fyrir næstum ekki neitt og selja fyrir nokkra tugi þúsunda kr. stykkið. Staðreyndin er þó dá- lítið önnur. Hönnunarkostnaður við ný forrit hefur rokið upp úr öllu valdi en verðið hefur lækkað þar sem neytendur kjósa oft heldur að fá sér „endurbætt“ forrit fyrir nokkur þúsund kr. en alveg nýtt. Á síðasta ári voru þrjú stór hug- búnaðarfyrirtæki í Bandaríkjun- um, Lotus Development, Borland og Computervision, rekin með tapi og afkoma flestra annarra versn- aði mikið. Það er því ekki að undra þótt menn velti því fyrir sér hvað sé til ráða. Nýr markaður búinn til Það, sem flestir staldra við í þessu sambandi, er að tengja sam- an sterkustu hliðina á þessum iðn- aði, lítinn dreifingarkostnað, og helsta veikleikann, sem er fjölföld- un á forritum eða hugverkaþjófn- aður. Tölvudisklingar hafa alltaf verið ódýrir í framleiðslu og auð- veldir afritunar. Geisladiskur, sem getur geymt gífurlega mikið af efni, kostar ekki nema um 60 kr. í fjöldaframleiðslu og hægt er að frímerkja hann og senda síðan með póstinum hvert á land sem er. Forrit, sem sent er beint til kaup- VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrir- tækin reyna nýjar söluaðferðir Gefa frá sér sum forrit til að geta búið til markað fyrir önnur anda um tölvunet, til dæmis Inter- netið, er enn ódýrara í dreifingu. í stað þess að reyna að koma í veg fyrir mikla íjölföldun í gegnum tölvunetin, eru framleiðendur nú farnir að nýta sér netin í því skyni að búa til nýjan markað. Það þýð- ir, að þeir eru tilbúnir til að gefa sum forritin til þess að geta selt önnur. Netscape Communications hefur náð undir sig meira en 70% af markaðinum fyrir uppflettihug- búnað, sem notaður er til að ferð- ast um Intemetið, með því einfald- lega að gefa hann. Málið er hins vegar, að hann býr yfir ákveðnum eiginleika: Hann getur dulbúið sendingar þannig, að notandinn getur óhræddur notað greiðslu- kortið sitt við innkaup í gegnum netið. Það hefur aftur búið til markað fyrir annað, sem Netscape hefur til sölu, svokallaðan „þjón- ustuhugbúnað", sem kostar rúm- lega 300.000 kr. Hann nota bein- tengdar verslanir og aðrir, sem vilja taka við dulbúnu sending- unum. Fyrir þremur árum reyndi hug- búnaðarfyrirtækið Adobe að koma á staðli með forriti, sem gerði fólki kleift að skiptast á tölvuskjölum. Var krafist þóknunar jafnt fyrir forritið, sem bjó til skjalið, og það, sem sýndi það. Þetta mis- tókst algerlega en á síðasta ári gerði Adobe aðra tilraun. Að þessu sinni fór það að dæmi Netscape, gaf forritið, sem sýnir skjalið, en seldi hitt. Salan hefur líka aukist hröðum skrefum og IBM hefur nú ákveðið að búa flestar einkatölvur sínar sýniforritinu. Flugfrelsi með aðstoð smáríkja NÝTT viðskiptaátök vofa yfir milli Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins, ESB, og að þessu sinni vegna tilrauna Bandaríkjamanna til að koma á auknu frelsi í Atlantshafs- fluginu, að mati bandaríska við- skiptatímaritsins Business Week. Þar segir að fyrri ágreiningsmál þessara viðskiptablokka hafi yfirleitt verið mjög afmörkuð, til dæmis snúist um markaðsaðgang fyrir banana og kvikmyndir, en nú hangir miklu fleira á spýtunni. Tilraun Bandaríkjamanna til að opna evrópska flugmarkaðinn er að- eins fyrsta atlagan að hundruðum samninga um allan heim, sem hafa það að meginmarkmiði að takmarka aðgang erlendra flugfélaga að við- komandi heimamarkaði. Ef vel tekst til í Evrópu munu þeir snúa sér að Asíu og S-Ameríku. Til liðs við sig í þessari baráttu hafa Bandaríkjamenn fengið ýmis smáríkjanna í Evrópu en þau eru meira en fús til að auka flugfrelsið og ijúfa um leið það fyrirkomulag, sem flugfélögin í stóru löndunum, til dæmis Frakklandi og Bretlandi, hagnast mest á. Nú þegar hafa Bandaríkjamenn gert bráðabirgða- sampinga við Sviss, Austurríki, Belg- íu, ísland og Luxemborg og líklegt er, að Finnland, Ðan- mörk, Noregur og Sví- þjóð bætist við. Máttlaus hótun Stjórnvöldum í stóru löndunum líst illa á þessa þróun og svo er einnig um embættis- menn ESB. Þeir hóta að faraí mál til að ógilda fyrrnefnda samninga á þeirri forsendu, að samningar af þessu tagi séu aðeins á valdi sambandsins sjálfs en sú hótun er ekki tekin alvarlega. Bretar og Frakkar hafa nefnilega alltaf ver- ið á móti samræmdri stefnu að þessu leyti vegna ótta við að missa tökin á sínum eigin heimamarkaði. Tímaritið segir að tilgangur bandarísku flugfélaganna með auknu frelsi í fluginu sé að sjálf- sögðu auðsær. Þau eru stærst og skilvirkust og myndu því hagnast mest á fijálsræðinu. Þau stefna að því að taka upp samstarf við evr- ópsku flugfélögin en enn sem komið er hafa aðeins Northwest Airlines og hollenska flugfélagið KLM látið verða af því. Árangurinn er hins vegar sá, að mikill vöxtur hefur hlaupið í bæði félögin. Líklegt er, að bandaríska flugfé- lagið Delta Air Lines verði þunga- miðjan í nýju samstarfi af þessu tagi en það hefur nú þegar nokkurt sam- starf við Swissair, Sabena og Austr- ian Airlines. Með augastað á Bretlandi Fyrir Bandaríkjamenn er þó eftir mestu að slægjast í Bretlandi. Heat- hrow-flugvöllur er sá stærsti í Evr- ópu en bandarísku flugfélögin hafa þó fremur takmarkaða aðstöðu þar. Bandaríkjamenn og Bretar hófu samninga um aukið flugfrelsi í mars sl. og verið að vinna að samningi við Þýskaland þar sem flugfrelsið er þó einna mest í Evrópu. Mjög þungt er undir fæti hjá Bretum í þessum við- ræðum og ekki er búist við samningi við þá eða Þjóðveija alveg á næst- unni. FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 C 3 Kostar ekkert að horfa Fyrir mörg stórfyrirtæki í öðrum greinum eru þetta bara gamlar fréttir. Gillette og Kodak hafa lengi næstum því gefið frá sér rakvélar og myndavélar til að hagnast aftur á rakvélarblöðunum og filmunum. Segja má hins vegar, að nýjasta hugmynd hugbúnaðarfyrirtækj- anna sé sótt til elstu atvinnugrein- arinnar: Það kostar ekkert að horfa en vilji menn nota vöruna, verða þeir líka að borga. Fyrirtæki eins og Softbank, jap- anskt dreifingarfyrirtæki, og PC Warehouse hafa sett forrit frá mörgum framleiðendum á geisla- disk og selja hann síðan fyrir nokk- ur hundruð kr. Forritin eru hins vegar læst að hluta. Það er hægt að prófa þau en sumar mikilvægar skipanir, til dæmis innritun og út- prentun, eru óvirkar. Ef mönnum líkar við forritið geta þeir hringt í fyrirtækið, gefið upp greiðslu- kortsnúmerið og fengið lykilinn að lásnum ef svo má segja. Kosturinn við þetta er auðvitað sá, að menn geta kynnt sér forritið vel áður en þeir kaupa það. Þessi viðskiptamáti hefur raunar gengið misjafnlega og sum fyrir- tæki hafa gefist upp á honum vegna lítilla undirtekta hjá þeim, sem fengið hafa diskana senda. Enginn vafi er þó á, að alls konar ný tilboð af þessu tagi eiga eftir að koma fram neytendum til hags- bóta. Coca-Cola meðaukna hlutdeild Wilmington. Reuter. COCA-Cola fyrirtækið jók hlut- deild sína í markaði fyrir ókolsýrða svaladrykki árið 1994. Henry Schimberg, forstjóri Coca-Cola Enterprises Inc., sagði í gær, að gert væri ráð fyrir því að hlutdeild fyrirtækisins í þessum markaði ykist 1995. Að sögn Schimberg nam hlut- deild fyrirtækisins í markaði fyrir ókolsýrða drykki 25,1% árið 1994 eða 3,5 prósentustigum meira en árið áður. Er hér einkum um að ræða ávaxtadrykki á borð við Min- ute Maid, Fruitopia og Hi-C, íþróttadrykki og íste. Óviss aukning Á ársfundi Coca-Cola Enterpri- ses, sem er að 43,7% hluta í eigu Coca-Cola fyrirtækisins, gat Schimberg þó ekki um við hve mikilli hlutdeildaraukningu væri búist á þessu ári. Á markaðssvæði fyrirtækisins búa 54% bandarísku þjóðarinnar. FUNDAR SALUR sími 588-6040 I_____ L:Æ ^ndbrÁ.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Simi 5573100 Örugg tengsl vib netib Hayes mótöldin eru þau þekktustu í heimi og viðurkennd fyrir gæði. Henta frábærlega fyrir þá sem vilja tengjast Internetinu og gagnabönkum nær og fjær. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.