Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 8
VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 Boðið upp á tölvuvædda síma- og faxþjónustu AdCall með nýjungar í símaþjónustu FYRIRTÆKIÐ AdCall býður nú íslenskum fyrir- tækjum nýjungar í tölvuvæddri síma- og faxþjón- ustu, þar á meðal þjónustu sem kallast „Símbréf um hæl“ og getur komið upplýsingum fljótt til fyrirspyijenda um vörur og þjónustu. AdCall hefur náð góðum árangri í sölu á íslenska upplýsinga- kerfinu FaxCall erlendis að sögn Samir A. Hasan, forstjóra AdCall á íslandi, en nýlega var skrifað undir samning við fyrirtækið Dar Saas Alissa í Saudi Arabíu um uppsetningu á FaxCall þar í landi. FaxCall-kerfið byggist á því að fyrirtæki og einstaklingar geta fengið upplýsingar úr hinum alþjóðlega gagnagrunni Kompass í gegnum símbréf. „Símbréf um hæl“ - eða FaxCall on Demand eins og það er kallað erlendis - er hins vegar ekki bundin við Kompass gagnagrunninn. Fyrirtæki geta þar sjálf hannað auglýs- ingu á A4 blað og þeir sem hringja inn til að afla upplýsinga heyra lesnar upplýsingar af tölvu og fá leiðbeiningar um hvern- ig þeir geta fengið upplýsingamar sendar um hæl af myndsendi. Samir sagði að þessi þjónusta nýttist vel fyrir- tækjum sem standa í auglýsingaherferð og fá sterk viðbrögð, sem erfitt yrði að anna ef svara þyrfti hverjum og einum viðskiptavini í síma. Með Sím- bréfi um hæl væri hægt að koma frekari upplýsing- um til viðskiptavinarins fljótt og örugglega á öllum tímum sólarhrings og kerfið gæti þar að auki skráð hvenær hringt er og þannig gefið fyrirtækinu upplýsingar um viðbrögð við auglýsingum í Ijósvak- amiðlum. fslenskt hugvit til Miðausturlanda AdCall býður upp á aðra nýjung, sem kallast SearchCall/Comserve 1.00, sem er hugbúnaðar- pakki með lista yfir öll fyrirtæki í ákveðnu landi, fáanlegur á diskettu eða CD-Rom geisladisk. Með SearchCall er hægt að leita að ákveðnu fyrirtæki á tölvuskjá og fá síðan beint samband við það í gegnum síma. Dar Saas Alissa í Saudi Arabíu hefur lýst yfir áhuga á að kaupa þangað 10- 20.000 SearchCall pakka. Fyrirtækið tók FaxCall kerfíð í notkun nú í byrjun apríl og ef búnaðurinn reynist vel hyggst það innleiða FaxCall í 4-5 löndum til viðbótar í Miðausturlöndum. AdCall og Kompass á íslandi hafa sam- ið við alþjóðlegu firmaskrána Kompass International um að hún hafi forgöngu um að selja FaxCall fyrir Kompass-gag- nagrunninn á alþjóðamarkaði. Á ráð- stefnu í Manila í Filippseyjum nú í lok mánaðarins verður umboðsaðilum Kompass í 18 Asíuríkjum kynntur búnaðurinn og verður fundargestum með- al annars sýnt hvemig hægt er að ná í upplýs- ingar úr tölvubanka á íslandi. AdCall hefur einnig verið að þróa tölvuvætt sím- kerfi, sem getur beint símtölum til fyrirtækja til réttra aðila og sent skilaboð beint inn á tölvuskjá ef viðkomandi er á tali. Þetta kerfí hefur nú verið sett upp á skrifstofu AdCall og Kompass í Hafnar- fírði og verður væntanlega boðið íslenskum fyrir- tækjum til kaups innan skamms. Kerfið þegar selt til Saudi Arabíu í STJÓRN Hástoðar eru f.v. Jósef Auðunn Friðriksson, Hilmar Þórðarson, Henry Alexander Henrysson, Kjartan Emil Sigurðs- son, Daði Einarsson, Hrafn Þórðarson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Sigurður Örn Gunnarsson. Ný síjórn kjörin íHástoð NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Hástoðar, nemendafyrirtækis Há- skóla íslands, fyrir skemmstu. Fyr- irtækið var stofnað fyrir tveimur árum að erlendri fyrirmynd í því skyni að gefa stúdentum færi á hagnýtri starfsreynslu samhliða námi, segir í frétt frá fyrirtækinu. Hástoð tekur að sér ráðgjöf og þjónustu af ýmsum toga, ekki síst verkefni sem krefjast þverfaglegra úrlausna þar sem starfsmenn fyrir- tækisins eru nemendur á öllum svið- um innan Háskóla íslands. Undir- búningur stríðsminjasafns á Reyð- arfirði er eitt stærsta verkefnið sem Hástoð hefur sinnt hingað til. Þar hafa þjóðfræðinemar farið í broddi fylkingar en munu njóta fulltingis landfræðinema, sagnfræðinema og annarra við áframhald þeirrar vinnu. Meginhluti verkefna sem Hástoð hefur tekið að sér hefur verið á sviði viðskipta og tækni og má þar nefna markaðsrannsóknir, tölvu- ráðgjöf og hagkvæmniathuganir. Fjölbreyttir möguleikar eru auk þess fyrir hendi við markaðsrann- sóknir og önnur verkefni erlendis þar sem Hástoð er umboðsaðili fyr- ir á annað hundrað rótgróin nem- endafyrirtæki um víða veröld. Fólk Versluimrstjóri Garnbúðarinnar Tinnu BERGRÓS Kjart- ansdóttir hefur tekið við starfi verslunarstjóra hjá Garnbúðinni Tinnu í Hafnar- firði. Bergrós er stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði og hefur undanfarin ár stundað nám í al- mennri bókmenntafræði við Há- skóla íslands. Auk þess að sjá um daglegan rekstur verslunarinnar mun Bergrós annast ráðgjöf við útgáfu á Prjónablaðinu Yr. Bergrós Kjartansdóttir GÓLFÞVOTTINN? TASKI combimat Fyrirferðalítil batterídrifin gólfþvottavél. AuSveld í notkun ó þröngum svæðum. MikiS úrval af gólfþvottavélum, bónvélum, ræstivögnum, gólfbónum, hreinsiefnum o.fl. HreinlætisróSgjafar RV aöstoöa þig við að finna réttu lausnina. Líttu við og sjáðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 TORGIÐ Ríghaldið í stólana UPPHAFLEGAR hugmyndir um sölu hlutabréfa ríkisins í Lyfjaverslun l's- lands gerðu ráð fyrir að 40-60% hlut- afjárins seldust til almennings í smáum skömmtum en afgangurinn myndi skiptast á milli stofnanafjár- festa. Það kom því fulltrúum ríkissjóðs mjög á óvart kringum síðustu áramót að bréfin skyldu öll seljast til almenn- ings á örskömmum klukkutímum í tveimur áföngum. Er hér samtals um rúmar 400 milljónir króna að ræða. Sala til hvers aðila var takmörkuð við 500 þúsund krónur en starfsmenn máttu kaupa fyrir 1 milljón. Af þeirri ástæðu á stærsti hluthafinn einungis 0,6% hlut í félaginu sem er líklega einsdæmi í íslensku atvinnulífi. Er Ijóst að eignarhaldið mun haldast mjög dreift næstu árin vegna vaxtalausra lána til tveggja ára sem veitt voru vegna kaupanna. Verða þau bréf varð- veitt hjá ríkisféhirði þar til þau eru að fullu greidd. Þessi staða vekur ýmsar spurning- ar um völd og áhrif hluthafa í slíku félagi. Nokkrir hluthafa bundust sam- tökum fyrir skemmstu undir forystu Jóns Gunnars Þorsteinssonar með það að markmiði, að komast til áhrifa í stjórn og standa vörð um hagsmuni hinna smáu hluthafa. Var því lýst yfir að þessi hópur ætlaði að freista þess að ná meirihluta í stjórn félagsins. Þessi áhugi er í samræmi við það sem Einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarn- innar bjóst við og vonaðist eftir. En um leið og þessi samtök fóru að láta að sér kveða var upplýst að fjórir af fimm fulltrúum sem ríkið skip- aði í núverandi stjórn hygðust gefa kost á sér til stjórnarkjörs. Þá myndu starfsmenn ætla að sameinast um kjör á sínum fulltrúa enda nemur hlut- ur þeirra í félaginu 6-7%. Á fundi með á annað hundrað hlut- höfum á miðvikudag lýsti Jón Þor- steinn því yfir, að færa mætti gild rök fyrir því að hlutverk stjórnarinnar hafi eingöngu verið að tryggja það að sala á hlutabréfum ríkisins færi eðlilega fram og undirbúa fyrirtækið fyrir það að breytast úr ríkisfyrirtæki í almenn- ingshlutafélag. Þeir ættu því ekki að bjóða sig fram til stjórnar í umboöi nýrra eigenda. „Auk þess má benda á það, að hjá að minnsta kosti fjórum af núverandi stjórnarmönnum eru mögulegir verulegir hagsmuna- árekstrar milli starfa sem þeir sinna daglega og þess að vera stjórnarmað- ur í Lyfjaversluninni. Fimmti stjórnar- maðurinn er mjög áhrifamikill í stærstu valdablokk í íslensku atvinnu- lífi og óheppilegt að sú valdablokk komist þannig til áhrifa í Lyfjaverslun- inni.“ í því sambandi er bent á að for- stjóri Borgarspítalans og yfirlæknir á stórri sérhæfðri deild hljóti að vinna að því markmiði að lækka lyfjakostn- að. Þarna geti oröið hagsmuna- árekstrar. Þá gagnrýndi hann það einnig, að núverandi stjórn félagsins hefði al- gjörlega brugðist upplýsingaskyldu gagnvart hluthöfum. „Frá því við keyptum hluti okkar höfum við ekki verið upplýstir hvorki í fréttabréfi eða auglýsingum um hvað stjórnin er að hafast að og hvað hún hyggst fyrir. Með öðrum orðum hafa hluthafar ver- ið í algeru myrkri um hvað hefur verið að gerast í félaginu síðustu mánuði." Á fundinum var skýrt frá því að fjöldi hluthafa hefur veitt Jóni Þorsteini skriflegt umboð til að fara með at- kvæði sitt á aðalfundi. Liggur fyrir að þessi hópur mun bjóða fram nokkra fulltrúa í stjórnarkjöri m.a. Bolla Héð- insson, hagfræðing. Þar með lítur út fyrir að hluthafar þurfi að velja á milli tveggja fylkinga í stjórnarkjörinu, Annars vegar er um að ræða fulltrúa sem ríkið treysti fyrir stjórn fyrirtækisins og hins vegar fylg- ismenn Jóns Þorsteins. i uppsiglingu virðist vera hörð barátta um völdin í félaginu sem á sér engan líka í hlutafé- lagi hérlendis. Það má vissulega færa einhver rök fyrir áframhaldandi setu einhverra fulltrúa ríkisins í stjórninni. Þeir búa augljóslega yfir mikilvægri þekkingu og átök um félagið munu ekki verða því til framdráttar. Ákveð- inn kjarni reyndra stjómarmanna hlýt- ur auðvitað að vera dýrmæt kjölfesta í sérhverju hlutafélagi. Á hinn bóginn má færa sterk rök fyrir því að áframhaldandi seta fulltrúa ríkisins í stjórninni sé mjög óeðlileg. Þessi sjónarmið munu hluthafar þurfa að vega og meta fram að aðalfundin- um í næstu viku og ákveða hverjum þeir treysta fyrir sínum hagsmunum. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.