Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 C 5 VIÐSKIPTI nýiðnaðarríkjunum í Asíu, áhrif upplýsingabyltingarinnar og tölvu- væðingar í framleiðslu, frelsi í við- skiptum og samkeppni á milli landa, allt þetta hefur áhrif og veldur því að torvelt er að líkja framvindunni í hagsveiflu tíunda áratugarins við hinar fyrri á þessari öld. Almennt er gert ráð fyrir því að hagvaxtar njóti í stærstu ríkjunum út þennan áratug. Fram yfir aldamótin þora fæstir að spá. Ólík viðfangsefni hagstjórnar nú og fyrir fjórum árum Þetta er bakgrunnur íslenskra efnahagsmála í upphafi nýs kjör- tímabils. Eftir tvær gengisfellingar krónunnar árin 1992 og 1993 og skattalækkun hefur hagur fyrir- tækja lagast árin 1993 og 1994 þótt enn vanti mikið á að íslensk fýrirtæki séu jafnarðsöm og keppi- nautar þeirra í útlöndum. í almenn- um kjarasamningum nú eftir ára- mótin tókst eftir föngum að skipta því sem til skiptanna var. Um 1,5-2% framleiðniaukning og 2-2,5% prósenta verðbólga gefur aðeins tilefni til um 4% launahækk- ana á ári þannig að jafnvægi hald- ist. En það eru ýmsir þættir sem ekki eru í jafnvægi og viðfangsefni hagstjórnar næstu misserin er að nýta væntanlegan tekjuauka til að lagfæra þá. Á samdráttarskeiðinu síðan 1988 hefur fjárfesting í þjóð- arbúinu minnkað sem hlutfall af landsframleiðslu og er nú komin niður í 15-16% af framleiðslu úr 20-25% árin 1980 til 1985 (sjá miðjumyndina til vinstri). Fjárfest- ing fyrirtækja nægir ekki einu sinni til að viðhalda núverandi tækjum og búnaði, hvað þá til kaupa á nýrri tækni til að auka framleiðni og gæði. Sparnaður þjóðarinnar hefur nægt fyrir innlendri fjárfestingu árin 1993 til 1995 (samkvæmt spá) þannig að ekki kemur til viðskipta- halla þegar fjárfesting er aðeins 15-16% af landsframleiðslu. En fjárfesting þarf að aukast um sem svarar 5% af landsframleiðslu eða 20-25 ma.kr. Til að sú aukning leiði ekki til viðskiptahalla verður neysla að minnka eða sparnaður að aukast - eða hallinn á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga að minnka niður í ekki neitt. Aðhald alþjóða fjármálamarkaðs að aukast Reynsla annarra þjóða bendir ekki til þess að stjórnvöld hafí ráð til að auka sparnað einstaklinga að marki eða minnka neysluhneigð þeirra nema þá á löngum tíma. Þar koma til allt önnur áhrif, t.d. ýmis- leg þjóðfélagsleg áhrif, tæknibreyt- ingar á fjármálamarkaði (t.d. greiðslukort með lánamöguleikum, raðgreiðslur, eignaleiga), fyrir- komulag eftirlaunaspamaðar o.s.frv. Reynsla annarra þjóða bend- ir heldur ekki til að auðvelt sé að draga úr umframeyðslu hins opin- bera. Það er samt mögulegt og minni umframeyðsla hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) er eina leiðin til þess að viðhalda jafnvægi í þjóð- arbúinu þegar umsvif í atvinnulífínu taka að aukast á næstu misserum. Hratt vaxandi skuldir hins opin- bera eru önnur ástæða fyrir því að minni útgjöld umfram tekjur eru óhjákvæmileg' (sjá neðstu mynd til hægri). Svo virðist sem aðhald að ríkjum með of háar skuldir eða of öra skuldaaukningu sé að aukast á alþjóðlegum íjármálamarkaði. Op- inberar skuldir í ríkjum OECD juk- ust sem hlutfall af landsframleiðslu úr 40% árið 1980 í um 60% núna en þar af eru skuldir Kanada- manna, Belga og ítala langt yfír 100% af landsframleiðslu. Eins og myndin sýnir eru horfur á því að opinberar skuldir á íslandi nái hátt í 60% á næstu árum jafnvel þótt verulega dragi úr aukningunni á þessu kjörtímabili og hagvöxtur verði um 2-3% árlega. Geysihár fjármagnskostnaður krefst aukins aga I rauninni er það ekki aðeins skuldahlutfallið sjálft heldur geysi- háar vaxtagreiðslur af háum skuld- um sem mestu máli skipta nú. Neðsta myndin til hægri sýnir áætl- un um raunvexti á Íslandi á tímabil- inu 1980 til 1995 og raunar laus- lega áætlun til 1998. Þar sést glögg- lega hve mikið raunvextir hafa hækkað síðustu tíu árin. Myndin sýnir meðalvexti á innlendum fjár- málamarkaði og hið opinbera greið- ir heldur lægri vexti, a.m.k. ennþá. Engu að síður hafa raunvextir af ríkisskuldabréfum á íslandi verið ofan við 5% lengst af síðan snemma á síðasta áratug og hagvöxtur (tekjuaukning) neðan við 5% alltaf nema árin 1986 og 1987. Afar mikla aukningu opinberra skulda árin 1992 og 1993 er einkum að rekja til gengislækkunar krón- unnar þau ár sem hækkaði allar erlendar skuldir um yfír 8% hvort árið um sig. Skuldir hefðu hækkað árin 1992 og 1993 samtals um 25 til 30% vegna áfallinna vaxta, verð- bóta og gengisupphækkunar jafnvel þótt ekki hefði komið til halla á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga þessi árin. Á íslandi er sparnaður svo lítill að hann gefur ekki færi á umframeyðslu hins opinbera upp á 3-4% af landsframleiðslu. Hagræð- ing í opinberum rekstri sem leiðir til sparnaðar og minni hallareksturs er því tvímælalaust-eitt mikilvæg- asta og raunar einnig eitt vanda- samasta verkefnið við stjórn efna- hagsmála á næstu árum Skuldsettar þjóðir og þjóðir með aga í fjármálum Atburðimir á alþjóðagjaldeyris- markaði á síðustu vikum fela í sér skýran boðskap til þeirra sem bera ábyrgð við stjórn efnahagsmála. Gengi dollarans er nú komið niður fyrir 80 japönsk jen og í um 1,35 þýsk mörk. Ástæðan er ekki síst að Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt þann aga við fjármálastjórn síðustu tíu árin sem krafíst er af stórþjóðum og því hefur dollarinn ekki staðist samkeppni við þýskt mark og jap- anskt jen í viðskiptum á alþjóðlegum markaði. Skuldastaða þjóða er að verða æ mikilvægari við lántökur á alþjóð- legum markaði og nægir að nefna Mexíkó, Svíþjóð og Bandaríkin til marks um það. En innlendur spam- aður skiptir einnig miklu máli. Þannig hafa ítalir og Belgar enn komist upp með himinháar skuldir hins opinbera vegna þess hve spam- aður í þeim ríkjum er mikill og er- lendar lántökur tiltölulega litlar. Sparnaður Bandaríkjamanna er aft- ur á móti afar lítill, aðeins um 4% af tekjum heimilanna eftir skatta. Til samanburðar er sparnaður Þjóð- veija 11-12% af sömu tekjum og spamaður Japana um 15-16%. Sam- bærilegar tölur fyrir íslendinga hafa ekki séð dagsins ljós svo að vitað sé en gætu verið um 6-9%. Minni lántökur hins opinbera eru því eitt mikilvægasta verkefnið við hagstjórn á íslandi á komandi ámm. Raunvextir hér eru enn háir, jafnvel eftir 2% lækkun haustið 1993 eða 5,5-6% m.v. skuldabréf með ábyrgð ríkisins. Eftir því sem íslenskur fjár- málamarkaður tengist betur alþjóð- legum markaði gætu þessir vextir hugsanlega lækkað eitthvað, þ.e.a.s. ef mat fjárfesta á stöðugleika og festu í fjármálum hér er nægilega gott. Tíminn einn getur leitt það í ljós. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. # EuroBonus EuroBonus4 wmmmsm Þú safnar EuroBonus punktum fljúgandi, sofandi og akandi! Eurobonus er hlunnindakerfi sem SAS notar til að verö- launa viðskiptavini sína. Meö því að ferðast með SAS, gista á SAS Radisson hótelum og nota bílaleigubíla getur þú safnaö þér EuroBonus punktum sem nýtast síöar til úttektar á flugi, hótelgistingu og bílaleigum eftir ákveönum reglum. Hvort sem um er aö ræða viöskipta- eöa skemmtiferð og hvort sem þú ferðast á Euroclass eða Tourist class, færist þú stööugt nær þeirri úttekt á bónus sem þú hefur safnaö þér fyrir og viö viljum aö þú njótir. Auk þess vinnur þú þér inn aukapunkta hjá samstarfsaöilum okkar um heim allan*. 2.500 punktar við inngöngu SAS EuroBonus er fyrir alla 18 ára og eldri. Nýir meölimir fá 2.500 punkta í forgjöf og bJátt kort. Þegar safnast hafa 20.000 punktar á einu almanaksári sendir SAS viökomandi silfurkort og viö 50.000 punkta markið er gullkortiö sent út. Silfur- og gullkorthafar njóta fjölbreyttra hlunninda Þú getur fengiö allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus í síma 562 0062 eöa fyllt út seöilinn hér fýrir neðan og sent okkur í pósti eöa á faxi 562 2281. * Helstu samstarfsaöilar SAS sem veita þér aukapunkta í EuroBonus eru eftirfarandi: Flugfélög: Swissair, Austrian Airlines, British Midland, Continental Airlines, Qantas og Air New Zealand. Hótelkeöjur: Hilton International, Inter-Contlnental Hotels, Swissotel, Forum Hotels og SAS Business Hotels. Btlaleigur: Hertz og Avis Já, takk, ég vil gjarnan fá aö vita meira um SAS EuroBonus Nafn:. Heimili:. Sími:. M/S4S Sendist til: SAS á íslandi, Laugavegi 172, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.