Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 G 5 LAUGARDAGUR 22/4 „Þetta eru atvinnumennirnir," segir Stevens um fuglana. „Ég er bara fúskari." Húkkar far á áætlunarieiðum MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson Á SVIÐIIMU OGUTAN DRAMA Leikhúslíf („A Life in the Thea.tre“) k * Leiksljóri Gregory Mosher. Handrit David Mamet. Tónlist David Michael Frank. Kvik- myndatökustjóri Freddie Franc- is. Aðalleikendur Jack Lemmon, Matthew Broderic. Bandarisk sjónvarpsmynd. Turner Pictures 1993. _Sam-myndbönd 1995. 96 mín. Ollum leyfð. ÞAÐ er eng- inn annar en sjálft leikrita- skáldið og kvik- myndahandrita- höfundurinn David Mamet sem stendur að baki þessarar sjónvarpsmynd- ar um leikaralíf. Þeir Jack Lemmon og Mathhew Broderic fara með hlutverk tveggja leikara; Roberts, sem orðinn er gamall og lúinn og finnur að hans tími er að verða búinn á sviðinu, og Johns, sem á framtíðina fyrir sér. Leikhúslíf státar af góðum leik tveggja ágætisleikara sitt af hvorri kynslóðinni og mörgum skörpum tilsvörum og bollaleggingum Mam- ets um lífið utan en einkum inná sviðinu. Myndin er samt sem áður ekki hugsuð sem annað og meira en æfing fyrir þá Lemmon og Brod- eric. Ristir ekki djúpt og er fjári leikhúsleg en þetta tríó svíkur held- ur engan. NÁGRANNA- ERJUR SNÚAST í ILLT SPENNUMYND Grannarnir („Next Door") kk Leikstjóri Tony Bill. Handrit Barney Cohen. Tónlist Van Dyke Parks. Kvikmyndatökustjóri Thomas Del Ruth. Aðalleikendur James Wods, Randy Quaid, Kate Capshaw, Lucinda Jenney, Miles Feulner, Billy L. Sullivan, Joe Minjares, Ivory Ocean. Banda- rísk sjónvarpsmynd. Tristar/ Showtime 1994. Skifan 1995. 91 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞEIR eiga fátt sameiginlegt, grannarnir Matt (James Woods) og Lenny (Randy Quaid). Matt er menntamaður, háskóiakennari, stríðinn og þyk- ist klárari en aðrir. Slátrarinn Lenny er líka góður með sig á yfirborðinu en hann öfundar Matt í rauninni af því sem hann stendur fyrir, menntun, góðri stöðu og gáfum. Þetta brýst smám saman út í hat- urssambandi og samfara minni háttar árekstrum, sem sumir hveij- ir stafa af hegðun hins siðfágaða Matts, breytast illkvittnar ná- grannaerjur í lífshættuleg átök. Grannarnir kemur á óvart og lengi framan af stendur hún langt uppúr meðalmennskunni. Einkum sakir prýðilegs handrits sem býr yfir góðum stíganda og laglegri persónusköpun. Leikurinn er einnig vel yfir meðallagi, einkum er Quaid trúverðugur sem daglaunamaður sem er af ýmsum ástæðum, m.a. yfirvofandi uppsögn, minnimáttar- kennd og vaxandi ofsóknarbijál- æði, að tapa glórunni. Þetta er það besta sem Quaid hefur gert í háa herrans tíð, svo Woods, sá ágæti leikari, hverfur í skuggann. En myndin gerist langdregin, eijumar fara úr böndunum og lokakaflinn er því miður ekki jafn vitrænn og aðdragandinn. Samt sem áður er myndin vænsti kostur. ALLADÍN SNÝR AFTUR BARNAEFNI Jafar snýr aftur k k Leikstjórar Toby Shelton, Ted Stones og Alan Zaslove. Tónlist Mark Watters. Leikraddir Felix Bergsson, Þórhallur Sigurðsson, Orn Arnason, Edda Heiðrún Backmann, Eggert Þorleifsson, ofl. Leikstjórn raddsetningar og þýðing Agúst Guðmundsson. Upptaka og eftirvinnsla Júlíus Agnarsson og Gunnar Smári Helgason. Bandarísk teikni- mynd, Walt Disney Home Video 1994. Sam-myndbönd 1995. 64 mín. Ollum leyfð. HÉR er um að ræða nýjung frá Walt Disney í markaðssetn- ingu, Jafar snýr aftur, framhald- ið af hinni bráð- skemmtilegu Aladdin, kemur út beint á mynd- bandi. Enda gerð með það í huga. í styttri kantinum, lög og textar öllu fátæklegri. Teikningarnar eru engu að síður í hinum háa Disney- gæðaflokki og þetta nýja ævintýri um Aladdin, Jasmínu, andann, Jaf- ar, Jagó, og þá félaga alla, vönduð og góð barnaskemmtun. Sem fyrr er íslenska raddsetningin undir stjórn Ágústar Guðmundssonar, Júlíusar Agnarssonar og Gunnars Smára Helgasonar, aldeilis óað- finnanleg og leikhópurinn með Felix Helgason í fararbroddi stend- ur sig með sóma. Myndin verður engöngu til sölu og óhætt að mæla með henni sem tækifærisgjöf fyrir yngstu áhorfendurna þótt hana skorti mikið uppá snilldarbrag for- vera síns. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson „Blown Away“ STEPHEN Hopkins, sem á nokkrar þokka- legar smá-hasar- myndir að baki („Judgement Night", „Predat- or 2“, „Nig- htmare on Elm Street 5“), virð- ist ekki alveg tilbúinn í fýrstudeild- arslaginn. í öllu falli skilur þessi sprengjumynd fátt eftir annað en hlustarverk og smávegis afþrey- ingu. James Bridges leikur írskætt- aðann sprengjusérfræðing hjá lög- reglunni í Boston. Dag einn verður gífurleg sprenging í borginni og kemur strax í ljós að sá sem að henni hefur staðið kann til slíkra verka. Bridges grunar að á ferðinni sé gamall félagi hans frá Norður-ír- landi, kolgeggjaður hermdarverka- maður (Tommy Lee Jones). Það reynist svo vera og kemur í hlut Bridges að sljákka í manninum. Átti að verða myndin sem kæmi Bridges endanlega á toppinn og MGM eitthvað áleiðis á þann eftir- sótta stað. Það fór á annan veg enda er talsvert tómahljóð í mynd- inni þrátt fyrir prýðilegt afþreying- argildi — ekki síður á skjánum en tjaldinu. Hlutverkin eru öll klisju- kennd og efnisþráðurinn með mikl- um ólíkindum og álappaleg ástar- saga bætir lítið úr skák — frekar en hrikalegur ofleikur Tommys Lees Jones. Með Lloyd Bridges og Forest Whittaker. 115 mín. Aldurs- takmark 16 ára. TERRY Stevens hefur atvinnu af því að fljúga álfuglum og bjargar afvegaleiddum fyrirmyndum þeirra þess á milli. Stevens er 46 ára og flýgur fyrir flugfélagið America West í Phoenix-borg í Arizona og hefur getið sér gott orð fyrir það að flytja villta hauka, uglur eða pelíkana til réttra heim- kynna og sára fugla í dýra- athvarf. Terry hefur þann háttinn á að húkka sér far með fuglana sína á áætlunarleiðum og situr jafnan fyrir aftan aðstoðarflugmanninn, með skjólstæðingana í kassa við fætur sér. „Það er ekki gert mjög mikið grín að mér fyrir vikið. Reyndar fæ ég meiri stuðning en hitt,“ segir Stevens. Rakst á særða gæs Terry hóf ferilinn í björgunar- starfinu árið 1909 þegar hann rakst á gæs sem lent hafði í hunds- kjafti í grennd við heimili sitt í úthverfi Phoenix-borgar. Tók hann að velta fyrir sér hvað væri til ráða og uppgövaði tilvist sam- taka undir heitinu „Liberty Wild- life Foundation" sem að markmiði hafa að koma særðum dýrum til hjálpar. Samtökin bentu Stevens á dýra- lækni og sonur hans bauðst til að skutla fuglinum í pallbílnum sín- um. Þar með var teningunum kast- að. Hjálparstarfið vatt smáma saman upp á sig og þegar Stevens frétti af pelíkana sem villst hafði frá Kaliforníu lengst inn í land fæddist sú hugmynd að feija fugl- inn flugleiðis. „Ég hugsaði með mér, við fljúgum til San Diego átta sinnum á dag,“ segir Terry. Að fengnu leyfi frá yfirmönnum félagsins varð starfsemin nánast að daglegu brauði. „Hann hefur sparað okkur þúsundir bandaríkja- dala,“ segir einn talsmanna „Li- berty" samtakanna en að öðrum kosti eru fuglamir sendir i flugfragt. Stevens hefur einnig lært af biturri reynslu. „Það er ekki góð hugmynd að setja fjóra hauka og uglu saman i stjórnklefa flugvélar. Einnig er betra að geyma pelíkan- ana í farangursgeymslunni út af fiskilyktinni og flónum,“ segir hann. Loks má geta þess að Ste- vens er hættur að borða kjúkl- inga. „Það passaði einfaldlega ekki saman, að bjarga sumum fuglum og fara síðan heim til þess að borða aðra.“ k+'A UTVARP Rós 2 itl. 16.05. HainiMiMfir. Mwgrél Knstin Blöndoi og Sigwjón Kjorianuon. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Sigurður Kr. Sigurðs- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregn- ir. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Gettóið í Feneyjum. Fléttu- þáttur eftir Barbro Holmberg og Eira Johansson. Þýðing: Örn Ólafsson. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. Leikendur: Stein- unn Ólafsdóttir, Valdimar Öm Flygenring, Pétur Einarsson og Sigyn Blöndal Kristinsdðttir. 10.03 Brauð, vín og svín. Frönsk matarménning ( máli og mynd- um. 3. þáttur: Grasaseyði eða fylltir svanahálsar. Umsjón: Jó- hanna Sveinsdóttir. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 I vikulokin Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. 16.05 Söngvaþing. — Smárakvartettinn syngur lög eftir ýmsa höfunda. Carl Billich leikur á píanó. •— Lög eftir Gylfa Þ. Gíslason . Róbert Arnfinnsson syngur . 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins. Að þessu sinni verða flutt tvö einleiksverk. Einar Kristján Einarsson gítarleikari leikur Hvaðan kemur lognið? frá 1990 eftir Karólínu Eiriksdóttur og Sigrún Eðvaldsdóttir leikur Spuna II frá 1989-91 fyrir ein- leiksfiðlu eftir Guðmund Haf- steinsson. Umsjón: Dr. Guð- mundur Emilsson. 17.10 Þrír píanósnillingar. 3. þátt- ur: I. Paderewski. Umsjón: Dr. Gylfi Þ. Gíslason. 18.00 Tónlist. — Kvikmyndatónlist eftir Dmitri Shostakovich. Belgíska útvarps- hljómsveitin leikur ; Jóse Serebrier stjórnar. — Kvikmyndatónlist eftir Max Steiner, Maurice Jarre o.fl. Lon- don-Festival hljómsveitin leikur; Stanley Black stjórnar. 18^8 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.30 Auglýsingar og Veðurfregnir. 19.35 Óperukvöld Utvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York 18. mars sl. La Bohéme eftir Giacomo Puccini. Flytjendur: Mimi: Barbara Frit- toli Musetta: Diana Soviero Ro- dolfo: Luis Lima Marcello: Ro- berto Frontali Schaunard: Mark Oswald Coiline: Ildebrando d'Arcangelo Benoit: Frangois Loup Kór og hljómsveit Metró- pólitanóperunnar; John Fiore stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. Orð kvöldsins flutt að óperu lokinni. Elfnborg Sturludóttir flytur. 22.35 Smásaga: Lukka eftir Vitu Andersen. Dagný Kristjánsdótt- ir les þýðingu Kristjáns Jóhanns Jónssonar. 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 Fimm fjórðu. Djassþáttur í umsjá Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Frittir ó RÁS 1 og RkS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8,05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Halidórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristin Blöndal og Siguijón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón Andrea Jónsdóttir. 22.00 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 24.10 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már henningsson. NJETURÚTVARPIB 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Nætur- tónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með The the. 6.00 Fréttir, veður færð og flug- samgöngur. 6.03 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.4B og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖÐIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur í umsjá íþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.05 Is- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Frittir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Vtðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Siminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunrti FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson í morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á léttum nótum. 17.00 Einsöngvarar. 20.00 f þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.