Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir TRYGGVI Jóhannsson sem dreif sig í hússljórnarnám eftir grunnskólanámið. Kom á óvart hvað það er erfitt að strauja ATVINNA óskast. Strákur sem er að verða sautján ára og hefur próf úr hússtjórnarskóla óskar eftir vinnu ... Eitthvað á þessa vegu hljóðaði smáauglýsing nýlega. Ætli það sé algengt að svona ungir strákar séu með hússtjórnarpróf? „Við vorum tveir sem vorum í hússtjómarnámi á Hallormsstað með sextán stelpum," segir Tryggvi Jóhannsson sem auglýsti á þennan hátt eftir vinnu. Þegar hann lauk í fyrra 10. bekk í grunnskóla minntist mamma hans á að hann hefði gott af því að fara í hússtjórnamám og læra tiltekt og eldamennsku. Honum fannst hug- myndin ekki fráleit, sló til og dreif sig í hússtjómarnám á Hallorms- stað þar sem hann lærði í eina önn ýmis húsverk, til dæmis að elda, sauma, vefa, skúra, strauja og þvo. „Þetta var rosalega gaman og ég lærði heilmikið.“ Hann segir að þegar hann hafi lokið skyldunámi í grannskóla hafi hann ekkert vitað hvað hann langaði til að gera og í staðinn fyrir að hanga eins og hann orðar það þá dreif hann sig í þetta nám. „Það þurfa allir að kunna að elda og þrífa í kringum sig.“ Gaman að kynnast stelpunum Tryggvi segir að það hafi verið gaman fyrir sig og hinn strákinn í hópnum að umgangast stelpurnar með þessum hætti. „Við kynntumst öll vel og þetta voru mjög hressar stelpur." Eftir að skólanum lauk eru krakkarnir allir dreifðir um landið en meiningin er að halda hópinn og hittast í sumar. Tryggvi segir að námið hafi ver- ið stíft, þau hafi stundum verið til sjö á kvöldin í skólanum. Þegar hann er spurður hvað hafi komið honum mest á óvart við nám- ið er hann ekki í vafa. „Hvað það er erfitt að strauja." Eldar tvisvar í vlku - Gengurðu öðravísi um heima hjá þér eftir þessa skólun? „Já, það er að sjálfsögðu allt annað mál. Ég sé um herbergið mitt og síðan hef ég tekið að mér að elda tvisvar í viku.“ Þegar hann er spurður hvað hann langi núna að taka sér fyrir hendur segir hann það ekki skipta svo miklu máli, hann vanti bara góða vinnu, flest komi til greina nema kannski skúringar. „Það getur vel verið seinna að ég drífi mig í að „læra kokkinn“, mér fannst elda- mennskan að minnsta kosti skemmtilegur hluti af náminu.“ ■ grg DAGLEGT LÍF Einmana karlar og kvenmannslausir í Asíu því allt of fáar stúlkur fæðast nú þar GRAFIR meybarna í Rajasthan á Indlandi staðfesta að útburður nýfæddra stúlkna tíðkast enn. FÆÐING lítils, skáeygðs hnokka í Kína hefði sjálfsagt ekki verið í frásögur færandi nema af því hann var 1.200.000.000. íbúinn í þessu íjölmennasta ríkis heims. Fæðing hans vekur einkum athygli vegna þess að kínversk yfirvöld hafa beitt ýmsum ráðum til að takmarka barneignir og höfðu það yfirlýsta markmið að verða ekki 1,2 milljarð- ur fyrr en um næstu aldamót. Þykir sumum kaldhæðið að drengurinn, sem hlaut nafnið Zho Xu, skyldi fæðast 14. febrúar, sem er tileinkaður ástföngnum, í Kína eins og mörgum Vesturlöndum. Þegar tilkynnt hafði verið um fæðingu hans vora lúðrar þeyttir og þjóðin gladdist. Ekki leið á löngu þar til menn fóra að velta fyrir sér hvort yfirvöld þyrftu að ganga harðar fram í að framfylgja reglum um takmarkanir barneigna, en þær miðast við að hjón eignist helst ekki nema eitt barn og alls ekki fleiri en tvö. Utan Kína, helst þó á Vesturlönd- um, velta menn vöngum yfir háu hlutfalli drengja meðal nýbura. Að meðaltali fæðast 6% fleiri drengir en stúlkur í heiminum, en í Kína era þeir 17% fleiri. Í S- Kóreu og á Indlandi er hlutfallið svipað, en merkilegt nokk: í öllum þessum löndum era karl- menn almennt í meiri metum en konur. Tímaritið Asiawe- ek birti nýlega grein um fólksfjölg- un í Asíu. „Konur í þessum löndum láta í vaxandi mæli eyða fóstri ef sýnt þykir að þær gangi með stúlku,“ segir í blaðinu. Kvenmannslaus í Kína Þar er einnig greint frá því að fjölskyldulíf sé sett á oddinn hjá flestum Kínveijum, S-Kóreumönn- um og Indveijum. í ljósi þess er þróunin ekki vænleg. Yfir 400 þús- und fleiri drengir en stúlkur fæðast árlega í Kína og því er ljóst að með sama áframhaldi verða um 70 millj. kínverskra karla kvenmannslausir um næstu aldamót. í S-Kóreu er gert ráð fyrir að um aldamót verði einhleypir karlar 22% fleiri en einhleypar kon- ur. Einhig vottar fyrir ójafnvægi á Indlandi, þar sem konur eru 927 á móti hveijum 1.000 körlum. Með lög að vopnl Til að stemma stigu við þessari þróun hafa Kínveijar og Indveijar bannað að hljóðbylgjutæki séu not- uð til að greina kyn fósturs. Slíkt hefur aldrei verið löglegt í Kóreu, fremur en fóstureyðingar, þótt hvort tveggja sé algengt. Yfirvöld þar hafa áhuga á að bæta líf íbúa sinna fremur en draga um of úr fæðingatíðni. Lögfróðir menn und- irbúa nú samningu laga, sem eiga að veita kóreskum konum erfðarétt og bæta þannig stöðu þeirra. Hagfræðispekúlantar hafa varp- að fram þeirri spá að framboð og eftirspurn eftir konum á þessum svæðum Asíu, muni sjálfkrafa rétta I stöðu þeirra. í Asiaweek er haft eftir þeim: „Heimanmundur mun minnka. Auk þess má gera ráð fyr- ir að konur sem hingað til hafa ekki gifst, muni giftast. Kínveijar munu þá kvænast sér eldri konum, hindúar ekkjum, sem nú era taldar boða ógæfu, og karlar í Kóreu munu kannski ganga í hjónaband með útlenskum konum.“ Aðrir telja að vaxandi hlutfalls- legur íjöldi karla í þessum löndum auki hættu á að kornungar stúlkur verði seldar sem brúðir eða gleði- konur og einnig aukist hætta á að Sumar láta eyða fóstri ef það er stúlka. Selur íslenskan æðardún í Lúxemborg og annar ekki eftirspurn SÍÐASTLIÐIÐ ár flutti fyrirtækið Atlantic trading í Keflavík út 180 kíló af æðardúni sem er um 5% af þeim dúni sem fluttur er út frá íslandi. í byijunvar ætlunin að hafa þetta sem aukabúgrein en nú er manneskja í fullu starfi í Lúxemborg og tvær konur hér heima sem sinna skrifstofunni. Hermann Bragi Reynisson er flugmaður hjá Cargolux í Lúxem- borg og formaður íslendingafé- lagsins þar. Hann hefur verið bú- settur í Lúxemborg ásamt eigin- konu sinni, Matthildi Kristjáns- dóttur, frá árinu 1991. Þegar hann stóð frammi fyrir því að velja milli fyrirtækisins og flugmannsstarfs- ins réð hann fólk í vinnu. „Ég hætti ekki í fluginu,“ segir hann. Gekk treglega í byrjun „Ég beitti japönsku aðferðinni þegar ég byijaði með fyrirtækið," segir hann alvarlegur. „Japanir taka sér langan tíma í undirbúning þegar þeir setja á stofn fyrirtæki." Það kemur uppúr dúrnum að sú er ekki raunin þeg- ar hann slær um sig með þessari japönsku aðferð heldur að það gekk ekkert hjá hon- um með fyrirtækið fyrsta árið en það var stofnað árið 1993. „Sigurður Eiríks- son dúnmatsmaður í Norðurkoti, sem er fyrir sunnan Sand- gerði, nefndi við mig hvort ég vildi ekki íhuga að flytja út æðardún." Það var sölutregða í heiminum á æðardúni, mikið Hermann Bragi Reynisson verðfall hafði orðið á þessari vöru fylltar með öðru en æðardúni. þessu hefur Hermann aðallega selt æðar- dúninn í Evrópu. „Það era að opnast ýmsir möguleikar núna og mér sýnist sem nokk- ur Evrópulönd sem ekki hafa keypt dún til þessa séu að fá áhuga. Það eru líka nokkur lönd hinum megin á hnettinum sem hafa líkt veðurfar og á íslandi sem við erum að kynna okkur núna, lönd sem hafa að mestu notað ullar- teppi eða sængur en Hermann sagðist engu að síður hafa farið að kynna sér þá í Evr- ópu sem keyptu æðardún og þegar hann flaug til Qarlægra landa heimsótti hann í stoppunum slík fyrirtæki. Pöntun frá Talwan Fyrsta pöntunin frá Taiwan liggur núna á borðinu en fram að getað fengið nægan dún frá ís- landi.“ Hann segir hluta skýringarinn- ar vera að stór hluti bænda selur dún í gegnum Kjötumboðið eða um helmingur útflutnings fer í gegnum það fyrirtæki og bændur halda sig við sama söluaðila. Þá hafa bændur líka flutt í auknum mæli út milliliðalaust _____________ og beinn útflutningur þeirra er nú fjórðungur alls útflutnings. Bændur elga óhreinsaöan dún Nærri f jögur þúsund kg af dúni voru flutt út í fyrra. Hjá fyrirtækinu í Lúxemborg starfar Gígja Birgisdóttir við- skiptafræðingur og hún hefur ver- ið að vinna með Hermanni að markaðssetningu æðardúnsins. Hann segist vera bjartsýnn, fyrir- tækið geti selt mun meira en það geti aflað. „Undanfarið höfum við því miður þurft að afþakka sö- lusamninga því við höfum ekki „Það er erfítt að fá bændur til að skipta, þeir treysta því ekki að fyrirtækið sé komið til að vera og við fáum einungis hluta af dúnin- um hjá þeim. Við höfum verið að kanna möguleika á dúnhreinsun, annað- hvort í nánari samvinnu við starf- andi hreinsistöð eða rekstur eigin hreinsistöðvar á Suðurnesjum. Margir bændur liggja á óhreins- uðum dúni. Þeir hafa fjaðratínt yfir veturinn og sú vinna hefur béðið á meðan verðið hefur verið svona lágt. Æðardúnninn er for- hreinsaður á bænum áður en hann fer síðan í hreinsistöð. Með nýrri uppskeru nú í júní kemur í ljós hversu mikinn dún við fáum.“ Á síðasta ári voru flutt út 3.793 kg af dúni og er um meira en tvöföldun magns að ræða miðað við árið 1993 þegar flutt var út um 1,6 tonn. Þá hafði útflutningur farið minnkandi og var í lág- marki. Verð er lágt miðað við fyrri ár og lægsta verðið er til Þýska- lands enda kaupa Þjóðveijar lang- samlega mest af dúni frá íslandi. Hermann telur að mikið sé um undirboð á dúni þrátt fyrir hörgul á honum og segir að honum hafi ______ til dæmis boðist íslenskur dúnn í Lúxemborg á lægra verði en hann getur keypt dúninn á hér heima. „Skýringin kann að vera sú að þeir bændur sem flytja út beint leggja lítið á dúninn, sumir nánast ekk- ert svo að kaupandinn erlendis fær hann á verði sem er svipað inn- kaupsverði á íslandi. Fyrirtæki í dúnútflutningi geta ekki keppt við slíka verðlagningu. Æðardúnssængurnar hólfaAar — Hvað kostar sæng með ís- lenskum æðardúni í Lúxemborg. „Algengt verð í Mið-Evrópu er á bilinu 90-110.000 íslenskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.