Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGU NBLAÐIÐ Bróðir Cadfael og Hugh Beringar laganna vörður. Mubb sagði múkurinn Derek Jakobi í hlutverki sínu sem ráðsnjalli munkurinn Cadfael. Munkurinn snjalli bróðir Cadfael hefur verið heimilisgestur sjónvarpsáhorfenda í vetur. Arni Matthíasson komst að því að vinsældir hans fara sívaxandi um heim allan o g ætlað heimaskíri hans hefur af honum nokkrar tekjur. Fræg er sagan af Arthur Conyan Doyle og Sherlock Holmes hugarfóstri hans, sem varð til þegar skurð- læknirinn ungi stytti sér stundir er hann beið sjúklinganna. Sem betur fer fyrir milljónir aðdáenda Sherlocks um heim allan létu krankir á sér standa og ritstörfin urðu aðaliðja Doyles. Með tíman- um lifnaði Sherlock og á endanum átti Doyle í mestu erfiðleikum við að koma honum fyrir kattarnef; neyddist til að endurlífga hann vegna óska harmi sleginna aðdá- enda um heim allan. Þannig er því farið með fleiri sögupersónur; ef höfundinum tekst vel upp verður söguhetjan bráðlifandi og áður en langt er um liðið vilja allir líta heimaslóðir hans. Þannig er því að minnsta kosti farið með aðra breska sakamálahetju, að þessu sinni frá tólftu öld, bróður Cadfa- el, er tilbúningur sakamálahöfund- arins Ellis Peters, en dijúg tekju- lind íbúum Shropskíris. Sérbreskar sakamálasögur Einn merkasti íbúi Shropskíris í seinni tíð að minnsta kosti, er Edith Pargeter, sem er höfundur sagnanna um bróður Cadfael undir nafninu Ellis Peters. Edith Parg- eter hefur reyndar skrif- að grúa annarra sagna um aðra en Cadfael, þar á meðal vinsæla bókaröð um Felse rannsóknar- lögreglumann, en engin söguper- sóna hennar hefur náð öðrum eins vinsældum um heim allan og síð- ustu ár hefur hún helst skrifað Cadfael-bækur. Fyrsta Cadfael- ‘oókin kom út 1977 og eru tuttugu Edith Pargeter/Ellis Pet- ers í grasgarði Cadfaels. bækur komnar út sem unnið hafa til fjölda verðlauna og selst í millj- ónaupplagi hver. Edith Pargeter, sem sæmd var OBE-orðunni fyrir á síðasta ári, minnir um margt á Agöthu Christie, drottn- ingu hinnar sérbresku sakamálasögu, góðleg hæruskotin eldri kona sem berst lítið á, heldur sig heima í héraði og sendir frá sér hveija morðflækjuna af ann- arri. Bróðir Cadfael náði snemma hylli, enda hafa sögurnar flest það til að bera sem þarf; söguþráður- inn er hæfilega meinlaus og þó dauðinn sé hvarvetna nálægur, þá deyja fórnarlömbin ekki úr „blý- Bróðir Cadfa el er Shrop- skíri drjúg tekjulind Munklífið er ekki munlaust. eitrun“, þ.e. eru eins og gatasigti eftir kúlnahríð illvirkjanna, heldur deyja þau á lágværari hátt og ekki eins blóðugan. Morðingjarnir eru líka mannlegri og iðulega hef- ur lesandinn samúð með hinum seka, og finnst jafnvel sem hinn myrti hafí fengið makleg mála- gjöld. Sögurnar um Cadfael eru sjálfstæðar, en með tímanum hef- ur mynd söguhetjunnar orðið skýr- ari og umhverfið traustara og þó nokkurn fróðleik má hafa af myndunum um líf á miðöldum. Cadfael verður sjónvarpsstjarna Sem vonlegt er kölluðu gríðar- lega vinsældir Cadfael-sagnanna í Bretlandi á sjónvarpsþáttagerð, enda margt í þeim sem fellur vel að skjánum. Fjórar sögur voru myndaðar til að byija með og vel var vandað til, meðal annars tók sá snjalli leikari sir De- rek Jacobi að sér hlut- verk bróður Cadfaels. Þeir þóttu og mikið augnakonfekt og þegar sala á sýningarrétti hófst tóku önnur lönd vel við sér, þar á meðal ísland, og Sjónvarpið var fyrsta sjónvarpsstöð utan Bretlandseyja til að sýna þáttaröðina. Fleiri þjóð- ir hafa fetað í fótspor íslendinga, en fyrir skemmstu lauk í Sjónvarp- inu syrpu Cadfael-þátta, aukin- Framsýnir frammámenn komu á fót Cadfael-setri heldur sem bækurnar um Cadfael hafa verið þýddar af kappi, meðal annars á íslensku á vegum Fijálsr- ar fjölmiðlunar og verið vel tekið að sögn útgefanda. Vinsældir þáttanna kalla á framhald og tvær syrpur, hvor þriggja þátta, eru þegar tilbúnar ytra og samningar um sýningu þeirra hér á lokastigi, en óþreyju- fullir geta sem hægast stytt sér stundir með því að bregða sér til Shropskíris. Shropskíri og Shrewsbury Eins og áður er rakið býr Ellis Peters í Shropskíri, sem er í vesturhluta Englands við landa- mæri Wales, en Cadfael er einmitt Walesveiji. Helsta borg skírisins er Shrewsbury og framsýnir frammámenn borgarinnar komu á fót einskonar Cadfael-setri; gerðu upp gamalt klaustur Benedikts- munka sankti Péturs og sankti Páls fyrir 100 milljónir króna með viðeigandi grasgarði að hætti Cadfaels. Klausturgestir geta not- ið hvíldar í klaustrinu, steypt yfir sig kuflum og farið í munkaleik, skrautritað handrit og skreytt, les- ið lækningajurtir og numið eitur- fræði. Sé vilji fyrir hendi má einn- ig taka þátt í að leysa morðgátu að hætti bróður Cadfaels, en inni- falið í aðgangseyri er svonefnd rissbók Cadfaels, þar sem finna má margan fróðleik, og eftirmynd vinnustofu hans hefur verið opnuð gestum og gangandi. Þessu til við- bótar geta gestir svo virt fyrir sér endurgerða vinnustofu Edith Pargeters/Ellis Peters, sem er öllu nútímalegri en Cadfaels. Ferða- menn flykkjast til Shropskíris til að hverfa aftur í miðaldir og lifa sig inn í sögusvið Cadfaels og að flestra sögn er hápunkt- urinn að setjast að snæð- ingi í veitingahúsi klaustursins á harða klausturbekkina og borða álíka mat og ______ munkarnir lögðu sér til munns á þeim tíma, soð- ið kál og kjötflísar. Eftir traustan málsverð geta gestirnir síðan keypt sér ýmsa minjagripi, fjaður- penna, þurrkaðar urtir, mortél og munkakufla, til að halda áfram leiknum heima í stofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.