Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 9
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 9 HM I HANDKNATTLEIK S-Kóreumenn léku við hvern sinn fingur SUÐUR Kóreumenn komi frískir til leiks íheimsmeistarakeppn- inni og léku við hvern sinn fingur, sérstakelga ífyrri hálfleik gegn Ungverjalandi. Þeim tókst fljótlega í að ná sjö marka forystu gegn áttaviltum Ungverjum og það dugði þeim til sig- urs þrátt fyrir að Ungverjar næðu að saxa á forskotið fsíðari hálfleik. Lokatölur 29:26 og nú er bara spurningin su hvort Suður-Kóreumönnum tekst að halda dampi út keppnina. Ivar Benediktsson skrifar SÓKNIN, MÖRKIN OG MARKVARSLAN 13 23 57 F.h 11 23 48 14 25 56 S.h 5 24 21 27 48 56 Alls 16 47 34 Langskot Qegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lfna Víti Morgunblaðið/RAX irforingi. Hér sést hann gefa fyrirsklpanir. Aðrlr á myndinni eru Ólafur Stefánsson og Júlíus tan stendur Guðmundur Hrafnkelsson í markinu. 12 Varin skot (víti) 6 6 Aftur til mótherja 1 Suður Kóreumenn refsuðu Ung- verjum miskunarlaust á upp- hafsmínútum leiksins. Ungverjar léku þunglamalega, lítt kerfisbundið og enduðu sóknir sínar með slökum skotum. Kóreumenn notuðu því tækifærið og keyrðu hvert hraðaupp- hlaupið á fæt- ur öðru og skoruðu fimm af fyrstu níu mörkum sín- um á þann hátt. Sóknar- leikur þeirra kom Ungverj- um á óvart því Kóreumenn léku með örv- hentan mann á miðjunni sem er óvenjulegt. En Ungverjar létu ekki bug- ast þrátt fyrir mótlætið og breyttu um BANDARÍKIN Mö* Sóknir % varnaaðferð, fóru úr 5:1 vörn í 6:0 og léku agaðri sóknarleik, en í byrj- un. Allt þetta bar þann árangur að þeim tókst að minnka forskot Suður Kóreumanna niður í þrjú mörk fyr- ir hlé, 14:11. Ungverjum tókst ekki að fylgja góðum lokakafla í fyrri hálfleik eft- ir þegar sá síðari hófst. Liprir Kóreumenn náðu fimm marka for- ystu og þó þeir gæfu talsvert eftir þegar á leið var sigur þeirra aldrei í hættu. íslendingar eiga að leika gegn báðum þessum þjóðum. Ekkert í leik Ungverja á að koma leikmönn- um íslands á óvart. Þeir eiga sterk- an línumann og reyna mikið að koma boltanum inn á hann. Suður Kóreumenn eru með ungt lið og hávaxnara en áður. Þeir leika mjög kerfisbundin og hraðan sókn- arleik. Þeir refsa miskunarlaust með hraðaupphlaupum verði and- stæðingnum hinn minnsti fóta- skortur í sóknarleik sínum. Varnar- leikurinn er hins vegar veikleiki þeirra. Skyttan örvhenta Yoon Ky- ung-shin er frábær leikmaður og var þeirra besti maður ásamt þeim Cho Bum-yon og Moon Byung- wook. irstemmning í Laugardalshöll lenska liðsins var hægur og byggð- ist fyrst og fremst á einstaklings- framtaki Patreks og öryggi Geirs á línunni en Valdimar gerði líka góð mörk. Sóknarnýtingin var reyndar ágæt en sprengikraftinn vantaði. Varnarleikurinn var traustur á miðj- unni og gerðu Bandaríkjamenn að- eins tvö mörk með langskotum en hins vegar komu þrjú eftir hraðaupp- hlaup í kjölfar ónákvæmni og kæru- leysis íslendinga. Guðmundur stóð í markinu en hélt boltanum aðeins tvisvar eftir markvörslu. Bandaríkjamenn létu boltann ganga hratt manna á milli en sköp- uðu litla sem enga hættu og því var óþarfi að láta þá skora 11 sinnum. Hins vegar tóku áhorfendur þá á taugum og þrisvar var dæmd leiktöf áþá. Ekki mark í stundarfjórðung Allt annað var að sjá til liðanna eftir hlé. íslendingar fóru á kostum en Bandaríkjamenn gerðu hverja vitleysuna á fætur annarri. Munur- inn var tvö mörk í hléi, 13:11 en í stöðunni 15:12 datt botninn endan- lega úr leik gestanna og yfírburðir Islendinga komu í ljós. Bandaríkja- menn gerðu ekki mark í stundar- fjórðung en íslendingar náðu 10 marka forystu og héldu henni. Á þessum kafla gekk allt upp hjá íslenska liðinu. Guðmundur fór að verja erfið skot, vörnin var mjög góð og sóknarleikurinn fjölbreyttur. Strákarnir björguðu andlitinu og þökkuðu áhorfendum stuðninginn með glæsibrag, bylguhreyfingu í anda stuðningsmannanna. Misjafnir íslensku leikmennirnir náðu sér misjafnleg á strik. Patrekur var frá- bær 1 sókninni, gerði sex mörk og átti tvær línusendingar sem Geir nýtti. Valdimar var ákveðinn og skoraði grimmt en var kærulaus í einu vítakasti í fyrri hálfleik og ekki nógu öruggur í vörninni fyrir hlé. Geir var frábær í alla staði, gerði hvorki mistök í vörn né sókn, og Sigurður var með góða nýtingu. Júlíus, Jón og Einar Gunnar voru sterkir í vórninni en Ólafur var lítt ógnandi í sókninni og Dagur var mistækur. Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari ist fyrsta prófið Þorbergur sagði að tími próf- anna væri hafínn. „Þetta geta mest orðið níu próf og við stóð- umst fyrsta prófið." Óþolinmóðir Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, sagði að erfitt hefði verið að fara í fyrsta leik. „Við höfum beðið lengi, í 100 daga, 50 daga, 10 daga, einn dag. Við vorum óþol- inmóðir og strekktir í fyrri hálfleik en Þorbergur talaði yfir okkur í hléi og við settum í gír. Þetta var gamla, góða stressið hjá okkur en stemmningin hjá áhorfendum var frábær og öll umgjörð góð." Þrisvar byrj- að með sigri ÞEGAR íslendingar lögðu Bandaríkjamenn að velli var það í þriðja skipti f tíu heimsmeistarakeppnum sem íslendingar taka þátt í, sem fyrstMeikurinn í HM vinnst. íslendingar lögðu Egypta að velli 16:8 í HM í Tékkóslóvakíu 1964. Það var svo aftur í Tékkóslóvakíu -1990 sem fyrsti leikurinn, gegn Kúbu, vannst 27:23. Túnis menn eru næstu mótherj- ar íslendinga og eiga ís- lensku leikmennirnir að ná að endurtaka leik ís- lenska liðsins frá IIM 1964, en þá vann ísland fyrstu tvo leiki sína — gegn Egyptum og síðan gegn Svíum, 12:10, sem frægt varð. Morgunblaðið/RAX Patrekur fagnar Patrekur Jóhannesson lék mjög vel — skoraði sex mörk og áttl auk þess Ifnusend- ingar, sem gáfu mörk. Þá var hann grimmur t vörninni. Javier Garcia Cuesta, þjálfari Bandaríkjanna Vonandi svona áhorfendur íAtlanta JAVIER Garcia Cuesta, þjálfari Bandaríkjanna, sagði að margir í bandaríska liðinu væru byrjendur — sumir hefðu ekki verið með Iandslið- inu nema í tæpt ár — og þeir væru komnir hingað til að læra. „Þetta er góð reynsla enda erum við hér til að læra. Við gátum leikið okkar leik í 30 mínútur og þá var munurinn aðeins tvö mörk. Á þessum tíma var vöruin góð og gott skipulag í sókninni en það fór alit í vaskinn hjá okkur í seiiuii hálfleik. Við vitum af mistökunum og reynum að læra af þeim til að geta gert betur næst. En þetta er munurinn á góðu oglakara liði. Hins vegar er gaman að vera hérna, áhorfendur voru frábærir og ég v ona að það verði svona áhorfendur á ólympíuleikunum í Atlanta 1996." Áhorfendur trufluðu okkur Matt Ryan, fyrirliði Bandaríkja- manna, tók undir orð þjálfarans varð- andi áhorfendur. „Þeir voru frábærir og gerðu okkur lffið leitt. Við heyrð- um ekki hver í öðitim, náðum ekki að skipuleggja leik okkar og gerðum vitleysur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.