Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + HM I HANDKIMATTLEIK Sviss fékk fyrstu stig mótsins íslendingar eiga ekki að þurfa að óttastTúnis Skúli Unnar Sveinsson skrifar SVISSLENDINGAR urðu fyrstir til að krækja sér í stig í heims- meistarakeppninni íhand- knattleik, en lið þeirra vann Túnis, 26:22, ífyrsta leik móts- ins, í Á-riðli, sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudaginn. Þessi fyrsti leikur fær eins og búast mátti við, alls engin fegurðarverðlaun enda virtust leik- menn liðanna nokk- uð taugatrekktir, eins og oft vill verða í fyrsta leik á stór- móti. Túnis byrjaði með knöttinn en missti hann í sókninni. Svisslendingar hófu sókn en dæmd var lína á þá og marka- hæsti leikmaður Túnisliðsins, Mo- hamed Madi skoraði fyrsta mark mótsins með langskoti er 1,26 mínúta var liðin. Túnis byrjaði betur og komst í 1:3 en þegar staðan var 8:8 skor- uðu Svisslendingar fimm mörk í röð og sá munur hélst svo gott sem til leiksloka. Lið Túnis lék 3-3 vörn og áttu Svisslendingar í nokkrum erfiðleikum með að finna svar við þeirri vörn framan af og aldrei að vita hvernig leikurinn hefði þróast hefðu markverðir Túnis varið eitt- hvað, en þeir áttu dapran dag. Leikmenn Túnis létu boltann ganga ágætlega í sókninni, en gallinn var sá að hornamennirnir fengu varla boltann og því aðeins þrír menn sem ógnuðu fyrir utan. Engar stórskyttur eru í liðinu en tveir leikmenn virðast geta ógnað og skotið ef sá gállinn er á þeim. REYKJAVIK Erfitt að eiga fýrsta leik Þetta var erfiður leikur, sagði Urs Miihlethaler, þjálfari Sviss eftir að lið hans hafði sigrað Túnis í fyrsta leik heimsmeistara- keppninnar og Mohamed Machou, þjálfari Túnis tók í sama streng. „Ég held að bæði lið hafi leikið ágætlega miðað við að þetta var fyrsti leikur mótsins og það er alltaf erfitt að leika slíka leiki." „Mitt lið lék ágætlega, bæði í vörn og sókn, nema fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks. Ég er bara nokkuð ánægður með mína menn, miðað við að þetta var fyrsti leikur. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að við verðum að leika hraðar og betur gegn Suður Kóreu," sagði Muhlethaler. „Mitt lið lék ágætlega í 45 mínútur en það er ekki nóg því leikurinn er í 60 mínútur. Sumir leikmenn léku ekki eins og þeir eiga að geta," sagði Machou og þegar hann var inntur eftir hverja hann ætti við svaraði hann; „markverðirnir og Belhareth geta allir leikið betur." Þetta eru Madi (nr. 8) og Belhar- eth (nr. 7). Svisslendingar léku langar sóknir og leikmenn voru allt of staðir þannig að vörn Túnis virk- aði sterk. Engu að síður var nýt- ingin ágæt hjá liðinu og Marc Baumgartner var með 67% nýtingu í skotum auk þess sem hann lék vel í vörn. Martin Rubin og Stefan Schárer átti einnig ágætan dag svo og Roman Brunner. íslenska liðið á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af liði Túnis, en liðin mætast í kvöld. Þó er rétt að hafa í huga að okkur gengur illa að eiga við vörn sem leikinn er framarlega, eins og Túnis gerir. Mohamed Madl Fyrsta markið ÞAÐ var Mohamed Madi, aðalskytta Túnis, sem, gerði fyrsta markið í heimsmeistara- keppninni að þessu sinni. Hann fékk knöttinn úti á vinstri vængnum, tók tvö skrefog lyfti sér hátt upp yfir vörn Svisslendinga og skaut föstu skoti efst í markhornið vinstra megin við markvörðinn. Þegar knötturinn söng í netinu hafði fyrsti leikurinn í HM'95 staðið í 1,26 mínútur. Morgunblaðið/Sverrir Baumgartner sterkur MARC Baumgartner sýndi í fyrsta lelk mótsins að móther- jarnir verða að hafa góðar gœtur á honum. Hann gerði átta mörk gegn Túnis og átti auk þess fimm stoðseningar. GEIR Sveinsson stjórnaði varnarlelk íslenska liðsins elns og herforini Jónasson og fyrlr aftan st« Þjóðhátíðai ISLENSKA landsliðið ruddi fyrstu hindruninni í heimsmeistara- keppninni í handknattleik úr vegi í fyrrakvöld þegar það vann Bandaríkjamenn 27:16. Fyrstu 18 mínúturnar iíseinni hálfleik gerðu gæfumuninn en þá skoruðu strákarnir níu mörk í röð án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Útkoman var góð en piltarnir réðu ekki við spennuna sem fylgdi því að hefja keppni, voru taugaóstyrkir allan fyrri hálfleik og lentu marki undir þegar líða tók á hálfleikinn en náðu að rétta úr kútrtum áður en flautað var til hlés. & ÁRANGUR SSLANDS GEGN ÞJOÐUM í A-RIÐLI ^ UNGVERJALAND Leikir 20 Unnið 7 Jáfnt2 Tap ,11 I I I BANDARIKIN Leikir 45 Unnið 33 Jafnt 3 Tap 9 TUNIS Leikir 3 Unnið 3 Jafnt 0 Tap 0 Síðast 25:15 í Bratislava SVISS Leikir 23 Unnið 16 Jafnt 4 Tap 3 Síðast 28:26 í Frakklandi1993 Síðast 25:21 f HM íSvíþjóð1993. (sland hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum gegn Ungverjalandi ¦KOREA 1989 REYKJAVIK i Arangur þjóðanna hver gegn annarri í HM ÍSLAND Sviss S-Kórea Bandarikin Leikir U 1 1 1 0 2 2 1 J T Urslit 0 0 ) 0 1 14:12 21:30 ! 0 0 61:35 UNGVERJAL. L S-Kórea 3 Bandaríkin 1 Urslit 87:81 33:18 UngVerjaland 5 I 0 4 82:101 SigmundurÓ.SBirarasontóksarTian/MoiojjnblaSioaÍI SVISS S-Kórea Túnis S-KÓREA Bandaríkin Leikir U 2 1 1 1 Leikir U 1 1 J T 0 1 Urslit 44:43 0 26:22 Úrslit 35:28 Steinþór Guðbjartsson skrifar Um 5.000 áhorfendur vissu til hvers þeir voru komnir og létu sitt ekki eftir liggja, hvöttu íslenska liðið markvisst allan leikinn og reyndu að hafa áhrif á mótherj- ana með góðum ár- angri. Það hefur oft verið sagt að íslenskir áhorfendur geti verið á við nokkur mörk og vissulega voru þeir það að þessu sinni. Það var sannkölluð þjóðhátíð- arstemmning í Laugardalshöll og vonandi verður hún áfram á öllum leikjum Islands. Lengiigang Fyrri hálfleikur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Sóknarleikur ís- lenskí ist fy framt línunr mörk. ágæt Varns unni i eins t hinsv hlaup leysis marki tvisva Bai gangí uðu li óþarfj Hins taugu á þá. Ekl All eftir l en B vitley inn v, stöðu ÞorbergurAða Stóðums Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, sagði að byrjunin hefði verið erfið „en ég er ánægður með fyrstu 17 mínúturnar í seinni hálfleik. Þá lékum við skínandi handbolta. En það er erfitt að byrja og fæðingin erfið. Hins vegar er ég ánægður með að hafa hvorki átt Túnis né Suður-Kóreu í fyrsta leik." Þ< anns mesi ums G liðsii að f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.