Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 13
ÍÞRÓTTIR
Kemur vel undan vetri
NÖKKVI frá Vestra Geldíngaholti kemur vel undan vetri og
hlaut góðar einkunnir, knapf er Eiríkur Guðmundsson.
Klárhestarnir góðir
GENGI klárhestanna var býsna gott. Hér situr Elías Þórhalls-
son Gals frá Ytri-Skógum sem hlaut 8,5 fyrir tölt og brokk.
Bikarinn í höndum eiganda
Sprota frá Hæli Aðalbjargar
Aðalsteinsdóttur, knapi er
Eiríkur Guðmundsson.
Ekkert stjömuflug á
stóðhestastöðinni
Hestadagar í reiðhöllinni
FÁNAREIÐINNI í upphafi var sleppt en þess í stað riðu skart-
klædd ungmenni á vaðið með vel útfærðri munsturreið.
Stóðhestarnir í
aðalhlutverkum
ENGIR stórskörungar skutu upp
kollinum á sýnlngu Stóðhesta-
stöðvarinnar í Gunnarsholti á
laugardag eins og gjarnan hefur
gerst síðustu árin. Hæst dæmdi
hesturinn í fjögurra vetra flokki
í fyrra, Hjörvar frá Arnarstöð-
um, varð nú að gera sér að
góðu annað sætið í fimm vetra
flokki en Hrynjandi frá Hrepp-
hólum var einhverjum aukastöf-
um hærri að þessu sinni og
hreppti fyrsta sætið.
Báðir eru þessir hestar skeiðlaus-
ir og- verður ekki betur séð en
vegur þeirra, þ.e. klárhestanna í
■■■■■■■■ röðum stóðhesta,
Valdimar fari áfram vaxandi.
Kristinsson Er það vel, í þeirri
skrifar viðleitni að bæta
töltið í hrossastofn-
inum og eyða skeiðtöltinu sem er
og hefur verið landlægt alltof lengi
í stofninum. í fjögra vetra flokki var
klárhesturinn Sproti frá Hæli efstur
með býsna góðar tölur ef undan er
skiiinn réttleiki 7,5 og hófar 6,5 sem
er reyndar dapurlegt á svo jafngóð-
um hesti að öðru leiti. Hann fékk
m.a. 9 fyrir háls og herðar á sýning-
unni, hækkaði í 9 fyrir brokk. Lík-
legt verður að teljast að tölteinkunn-
in 8,5, eigi eftir að hækka að ári
þótt dálítið hafi hann verið klárgeng-
ur á sýningunni en betri að sögn í
dómunum á miðvikudag. Sproti er
undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og
má sýnt vera að þessi gamli undra-
hestur haldi áfram að gefa af sér
úrvals stóðhesta fram í andlátið hve-
nær sem það nú ber að garði en
Hrafn er nú 27 vetra gamall.
Hrynjandi frá Hrepphólum hækk-
.aði nokkuð í einkunn frá því í fyrra
og stelur topp sætinu frá Hjörvari
frá Arnarstöðum sem var lækkaður
um sjö kommur í byggingu. Báðir
hækkuðu þe'ssir keppinautar um
hálfan fyrir brokk í laugardagssýn-
ingunni og eru því jafnir með 8,09.
Ætla má að þessir tveir hestar séu
verðmætir fyrir ræktunarstarfið
næstu árin. Segja má að af stöðvar-
hestum hafi þetta verið einu hestarn-
ir sem eitthvað kvað að en aðeins
átta hestar þaðan hlutu dóm að
þessu sinni. Einnig vaknar óneitan-
lega sú spurning hvort úrvals stóð-
hestsefni séu hætt að skila sér til
uppeldis og tamningar á stöðina.
Heldur náðu aðkomuhestarnir að
teygja sig lengra upp kvarðann og
stóð þeirra efstur Nasi frá Hrepphól-
um, klárhestur með örlitlu skeiði ef
marka má einkunn en hann sýndi
ekkert skeið á laugardagssýning-
unni. Góður dagur hjá Hrepphóla-
bóndanum. Af fimm vetra hestum
bar Nökkvi frá Vestra Geldingaholti
nokkuð af þótt ekki munaði verulega
í einkunnum. Nökkvi er afar fasmik-
ill hestur, prúður á fax og tagl og
verklegur í allri framgöngu en sjálf-
sagt stórbrotinn í lund enda dálítill
Hornfirðingur í honum. Af fjögra
vetra aðkomuhestum má geta
tveggja. klárhesta þeirra Jarls frá
Búðardal og Galsa frá Ytri-Skógum,
báðir með 8,5 fyrir tölt og brokk en
tæpir í byggingareinkunn. Þá var
Snældusonurinn Byrnjar frá Árgerði
nokkuð frískur á skeiðinu en ein-
kunnir fyrir fætur afar slakar og
ekki bætir úr að ennistoppurinn er
býsna rýr.
Ráðunautarnir Þorkell Bjarnason
og Kristinn Hugason lýstu dómum
á líflegan hátt en hinsvegar tók sýn-
ingin óþarflega langan tíma og
mætti án efa stytta tímann. Aðeins
tveir knapar sýndu hesta stöðvarinn-
ar og mynduðust oft eyður þegar
þeir sóttu nýja hesta. Væri vafa-
laust til bóta ef þeim yrðu færðir
hestarnir tilbúnir að vellinum eða
þá að aðkomuhestarnir kæmu á
milli. Einnig mættu vera tveir til
fjórir hestar á brautinni í senn og
herða má kröfurnar um gæði hross-
anna sem fram koma. Á laugardag-
inn mátti sjá hest í sýningu sem
ekkert erindi átti á samkomuna.
Ráðunautarnir tilkynntu þegar hestar
hækkuðu sig í einkunn sem gerir
sýninguna skemmtilegri og áhorfend-
ur verða virkari í sínu persónulega
mati. Tamningamenn á stöðinni í
vetur voru þeir Eiríkur Guðmundsson
og honum til aðstoðar Elías Þórhall-
son og sýndu þeir stöðvarfolana.
HESTAUNNENDUR fjölmenntu
á Hestadaga Fáks og sunnlend-
inga um helgina í reiðhöliinni í
Víðidal um helgina enda lítið um
reiðhallarsýningar í vetur. Boðið
var upp á nokkuð hefðbundin atr-
iði, gæðinga kynbótahross og
ýmislegt léttmeti með. Á sunnu-
dag var fyrri sýningin sérstak-
lega sniðin fyrir yngri kynsióðina.
Alls var boðið upp á fjórar sýn-
ingar og var vel mætt á þær allar
og uppselt á laugardagskvöidið.
Stóðhestarnir, með þá Galsa frá
Sauðárkróki og Svart frá Unalæk
í broddi fylkingar, vöktu athygli.
Þá vann gæðingshryssan Krafla
hug og hjörtu áhorfenda með
góðri endurkomu en hún er orðin
áiján vetra gömul og hefur átt
10 foiöld en kom eigi að síður vel
fyrir. Voru sýningargestir al-
mennt ánægðir með þessa iang-
þráðu hestadaga.
HAUKUR frá Hrafnagili og
eigandinn Gísli á Hofstöðum
mættu í afkvæmasýningu
Gáska frá Hofstöðum og
slógu enn og aftur í gegn.
GALSI frá Sauðárkrókl var
með eftlrminnilega sýningu
um helgína ásamt Svarti frá
Unalæk, knapi er Baldvin Ari
Guðlaugsson.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Miller hetja en
Jordan klúðraöi
REGGIE Miller var hetja helgar-
innar í NBA-deildinni og var mað-
urinn á bak við sigur Indiana á
New York. „Töframaðurinn“ Mill-
er gerði átta stig á síðustu 18
sekúndunum og stal sigrinum frá
New York, 107:105. Þetta var
fyrsti leikur liðannq í undanúrslit-
um og lokaspretturinn talinn ótrú-
legasti í 45 ára sögu NBA.
Leikurinn var harður með 57
villur, 6 tæknivítum og tveir leik-
menn reknir útaf. Flestir töldu
sigur Indiana í höfn þegar Greg
Anthony kom New York í 105:99
þegar 18,7 sekúndur voru eftir
en Miller var ekki búinn að segja
sitt síðasta orð. Hann byijaði með
þriggja stiga körfu, stal síðan
boltanum og jafnaði með annarri
þriggja stiga körfu. Síðan var
brotið á Miller og hann skoraði
úr vítaskotunum. „Þeir klúðruðu
leiknum og það á eftir að reynast
þeim dýrkeypt því við tökum þá
í fjórum leikjum,“ sagði Miller.
Hollendingurinn Rik Smits var
stigahæstur Indiana með 34 stig
og Miller gerði 31 en hjá New
York gerði John Starks 21 stig
og Oakley 17.
Stjörnur Chicago Bulls urðu að
jáfa sig sigraða gegn Orlando
Magics í fyrsta leik liðanna í und-
anúrslitum á sunnudaginn, 94:91,
og það var sjálfur Michael Jordan
sem klúðraði möguleika Chicago.
Þegar 18 sekúndur voru eftir og
Chicago einu stigi yfir, var Jordan
að reka boltann upp völlinn þegar
Nick Anderson komst á bak við
hann og stal boltanum. í næstu
sókn misfórst síðan sending Jor-
dans inná Scottie Pippen. En það
var ekki bara Jordan sem átti slæ-
man dag því Pippen nýtti aðeins
tvö af 11 skotum sínum og lauk
leiknum með 7 stig. „Svona gjafir
frá Jordan eru sjaldgæfar. Við
eigum að leika aftur við þá á
miðvikudaginn og þá verðum við
að gera enn betur ef við eigum
að sigra,“ sagði Brian Hill, þjálf-
ari Orlando, O’Neal var með 26
stig fyrir Orlando, þaraf 12 af 16
úr vítum, og Nick Ánderson gerði
20. Jordan endaði með 19 stig og
Tony Kukoc 17.
I vesturdeildinni mátti Los
Angeles Lakers þola 110:94 tap
gegn San Antonio Spurs á heima-
velli Spurs í Texas, en það var
fyrsti leikur liðanna í undanúrslit-
um. „Eg hugsa að þeir hafi verið
nokkuð þreyttir," sagði David
Robinson sem fór á kostum með
33 stig og 11 fráköst. Avery John-
son gerði 19 stig og átti 12 stoð-
sendingar. Hjá Lakers var Elden
Campbell stigahæstur með 29 stig
og 10 fráköst en Vlade Divac með
25 stig og 11 fráköst.
Boston Celtic kvaddi sinn
gamla heimavöll aðfararnótt laug-
ardagsins og um leið úrslitakeppni
NBA þegar Orlando Magics vann
95:92. Þetta var síðasti leikur í
hinum gamla heimavelli Boston
Garden sem verður nú rifinn nið-
ur. Clyde Drexler gerði 41 stig
og Hakeem Olajuwon var með 40
stig fyrir Orlando. Shaquile O’Ne-
al koma niður 25 stigum og hirða
13 fráköst.
Houston Rockets náðu að snúa
við blaðinu eftir að hafa verið 2:1
undir og komast í aðra umferð í
með því að sigra Utah Jazz í
tveimur síðustu leikjunum.
Fimmti leikurinn endaði með
95:91 sigri Houston en þegar
fimm mínútur voru þeir 7 stigum
undir. Clyde Drexler gerði 31 stig
fyrir Houston sem eiga fyrsta leik
við Phoenix í undanúrslitum. Karl
Malone gerði 35 stig fyrir Utah.