Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 16
HM I HANDKNATTLEIK Þorbergur bjartsýnn ANNAR leikur íslendinga í heimsmeistarakeppninni er á dagskrá í kvöld. Þeir mæta Tún- ismönnum í Laugardalshöll kl. 20, og Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, er bjartsýnn fyrir viðureignina. „Það er alveg klárt að þetta verður ekki létt. Þeir spila vörnina mjög framarlega og við höfum oft lent í vandræðum gegn liðum sem spila þannig varnarleik," sagði Þorbergur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Túnis tapaði fyrsta leik sínum, á-sunnudag, gegn Sviss. „Við erum búnir að fara mjög vel í gegnum allt hjá Túnismönn- um, og það er styrkur okkar nú að við vitum mikið um þá. Bæði var að við fengum góðar upplýs- ingar um þá fyrir mótið, og svo sáum við þá á sunnudaginn. Þetta byggist mikið á einum einstaklingi — skyttunni Mohamed Madi — og hornin virðast ekki sterk hjá þeim," sagði landsliðsþjálfarinn. „Við munum því reyna að þétta vörnina hjá okkur verulega inn á miðjuna, og pössum að láta þá ekki „læsa" okkur í sóknarleiknum — að menn reyni ekki mikið uppá eigin spýtur, heldur láti boltann ganga hratt og vel. Og við verðum að vera mjög hreyfanlegir. Það er mikil stemmning fyrir þessum leik. Þetta er einn af þeim leikjum sem við verðum að vinna — og ég er bjartsýnn á það takist," sagði Þorbergur. Hann sagði ekkert hafa komið sér á óvart í leik Túnis- manna, nema hvað þeÍRvirtust lík- amlega betur á sig komnir en hann átti von á. Óvæntustu úrslitin á HM til þessa er Alsírbúar sigruðu Dani „Öðruvísi" handbolti, en árangursríkur ALSÍR braut blað í handbolta- sögunni ígærkvöldi er liðið vann Danmörku 25:24 og um leið fyrsta sigur sinn í úrslita- keppni heimsmeistarakeppn- innar. Fögnuður Alsírmanna var mikill í leikslok enda ástæða til. Danir voru að sama skapi vonsviknir og sögðu úrslitin mikil vonbrigði. Staðan í hálf- leik var 16:9 fyrir Alsír. ÆT Ovæntustu úrslitin á heimsmeist- aramótinu til þessa var sigur Alsír í gær. Fyrirfram var búist við ¦^¦nn ai' Danir ættu auð- ValurB. veldan leik fyrir Jónatansson höndum en annað skrifar kom á daginn. Þeir voru hreinlega slegnir út af laginu í fyrri hálfleik og gengu inn í leikhléið sjö mörkum undir. Alsírmenn léku varnarleikinn maður á mann út um allan völl og Danir áttu ekkert svar. Danir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og léku þá varnarleik sinn aðeins framar og komu grimm- ari út á móti Alsírmönnum. Þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Danir búnir að saxa forskotið niður í eitt mark, 16:17. Alsír var ekki á því að gefast upp og með ótrúlegri leikgleði og hraða náði liðið að halda frumkvæðinu sem eftir var og sigra verðskuldað. Ulf Schefvert, þjáifari Dana, var svekktur í leikslok. „Auðvitað eru úrslitin mikil vonbrigði fyrir mig. Nú verðum við að vinna hina leikina í riðlinum. Við spiluðum ekki hand- knattleik í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik gekk þetta betur og það vantaði aðeins herslumuninn í lokin. Við renndum alveg blint í sjóinn varðandi alsírska liðið því við vissum ekkert um það. Ég reyndi að afla mér upplýsinga um það fyrir keppn- ina en var sagt að þeir hefðu ekk- ert verið að spilað," sagði Schefvert. „Eg er í sjöunda himni með fyrsta sigur okkar í heimsmeistarakeppni frá upphafi," sagði Mohamed Mac- hou, þjálfari Alsír. „Lið okkar leikur öðruvísi handbolta en þið eigið að venjast, en hann er árangursríkur. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson DANIR áttu erfitt uppdráttar gegn baráttuglöðum Alsírmönnum. Hér reynlr Claus Jacob Jens- en skot en elns og svo oft áður var Bouananl mættur til að hlndra skot hans. Slgur Alsírs var sá fyrstl sem þeir fagna í helmsmeistarakeppninni frá upphafl. Við erum ekki með eins stóra og sterka leikmenn og flestar hinna þjóðanna og því verðum við að nota þessa aðferð í vörninni." Um undir- búning liðsins fyrir keppnina sagði hann að liðið hefði tekið þátt í tveim- ur mótum, lék þrjá leiki í Frakk- landi og þrjá í Úngverjalandi. Úrslit/B15 KRINGLUKAST Vésteinn: 61,96 m VÉSTEINN Hafsteinsson varð sigurvegari á móti í Alabama í Bandaríkjunum á sunnudaginn, er hann kastaði kringlunni 61,96 m. Vésteinn kastaði kringlunni best 64,91 m í fyrra. HANDBOLTI Guðmundur ráðinn þjálf- ari Framara GUÐMUNDUR Guðmundsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ, hefur gert tveggja ára samning við Fram, sem leik- ur í 2. deild. „Við erum mjðg ánægðir að vera komnir með Guðmund í herbúðir okkar," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Það er engin launung að við stefnum upp í fyrstu deild. Guðmundur er búinn að sanna sig sem þjálfari og vonandi ger- ir hann góða hluti hjá okkur," sagði formaðurinn. Jón Þórðarson, vinstrihandar hornamaður úr Stjörnunni, hef- ur skipt yfir í Fram. Jón hefur verið í 21s árs landsliðinu. KNATTSPYRNA Flowers hetja Blackburn TIM Flowers, markvörður, var herja Blackburn í gærkvöldi, þegar liðið lagði Newcastle að velli heima, 1:0, með marki Alans Shearer með skalla — þetta var 36. mark hans á keppnistímabil- inu. Blackburn nálgast enska meistaratitilinn, þegar liðið á einn leik eftir er það með fimm stiga forskot á Man. United., sem á einn leik til góða. Blackburn, hefur ekki orðið Englandsmeist- ari síðan 1914, á eftir að leika gegn Liverpool í síðasta leik sín- um. Flowers varði oft mjög glæsilega á síðustu stundu. Manchester United á tvo leiki eftir — gegn Southampton í kvöld og West Ham í London á sunnudaginn. Ef United nær ekki að leggja Southampton að velli, þá verður Blackburn meist- ari. ¦ Staðan / B14 KORFUBOLTI Jaf nir riðlar í úrvalsdeild næsta vetur ÁRSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands var haldið að Flúð- um um helgina og voru Kolbeinn P;í lsson, formaður og aðrir stjórnarmenn sambandsins ein- róma endurkjörnir. Samkvæmt venju var dregið í riðla í úrvals- deildinni fyrir næsta vetur og varð útkoman sem hér segir. í A-riðli: Njarðvík, Tindastóll, Breiðablik, Haukar, ÍR og Kefla- vík. í B-riðli leika Grindavík, Valur, f A, Þór, KR og Skalla- grímur. Breyting var gerð á úrslita- keppninni þannig að eftir að riðlakeppni lýkur er búin til ein stöðutafla og mun efsta liðið mæta liði í 8. sæti, lið í 2. sæti liðinu sem verður í 7. sæti og svo framvegis. Ákveðið var að fjölga liðum um tvö í 1. deild karla og munu þvi tíu lið leika í einum riðli á næstu leiktíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.