Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Arangur þjóða í HM Hér er maraþontaflan yfír árangur liða í heimsmeistarakeppninni frá upphafi, eða fjórtán HM. Fyrst er hvað þjóðirnar hafa oft tekið þátt, þá leikir, sigrar, jafntefli, töp, markatala, stig og árang- ur þjóða í prósentum. Þetta er taflan eins og hún var eftir leikina í gærkvöldi. 1. Svíþjóð......................14 77 50 1 26 1.518:1.321 100 65% 2. Rúmenía...................12 68 44 4 14 1.366:1.168 92 68% 3. Tékkóslóvakía...........12 72 41 7 24 1.443:1.207 89 62% 4. Júgóslavía.................10 59 35 5 19 1.249:1.063 75 64% 5. Sovétríkin.................. 8 5135 2 14 1.173:899 72 71% 6. Danmörk...................13 70 34 4 32 1.222:1.207 72 51% 7. Ungverjaland............11 65 32 6 27 1.333:1.265 70 54% 8. V-Þýskaland............... 9 47 30 4 12 888: 776 64 68% 9. A-Þýskaland............... 8 45 24 6 15 875: 755 54 60% 10. Spánn......................... 8 41 21 3 17 825: 848 45 55% 11. Pólland........................ 8 44 20 3 21 873: 874 43 49% 12. Þýskaland................... 5 23 16 2 5 460: 316 34 74% 13. ÍSLAND....................10 46 16 1 29 860: 937 33 36% 14. Sviss...........................10 42 13 4 25 716: 825 30 36% 15. Frakkland...................10 42 13 2 27 720: 858 28 33% 16. Japan.......................... 9 39 10 2 27 748: 983 22 28% 17. Noregur...................... 6 27 8 2 17 440: 443 18 33% 18. Rússland................... 2 8 7 10 213: 152 15 94% 19. Austurríki................... 3 12 6 1 5 213: 218 13 54% 20. Kúba........................... 4 19 4 2 13 456: 519 10 26% 21. S-Kórea...................... 4 21 5 1 15 526: 576 11 26% 22. Búlgaría...........,....:..... 2 9 2 0 7 168: 207 4 22% 23. Alsír............................ 5 22 1 2 19 407: 546 4 9% 24. Tékkland..................... 1110 0 25: 16 2 100% 25. Kúveit......................... 2 7 10 6 134: 210 2 14% 26. Egyptaland................. 3 11 2 0 9 208: 242 4 18% 27. Króatía....................... 1110 0 26: 24 2 100% 28. Finnland..................... 13 0 12 46: 60 1 17% 29. Hvíta-Rússland........... 110 0 1 28: 29 0 30. Slóvenía....................... 110 0 1 24: 26 0 31. Marokkó...................... 110 0 1 16: 25 0 32. Holland........................ 1 2 0 0 2' 18: 54 0 33. Túnis........................... 2 4 0 0 4 45: 92 0 34. Brasilía........................ 2 4 0 0 4 53: 110 0 35. Luxemborg.................. 13 0 0 3 20: 128 0 35. Kanada........................ 2 6 0 0 6 49: 165 0 37. Bandaríkin.................. 5 16 0 0 16 231: 481 0 Fargiaf okkur létt Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson 20.000. HM-markið SUÐUR-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin skoraði 20.000. markið sem er skorað í heimsmeistarakeppni síðan farið var að leika í HM innanhúss 1938 — þegar hann skoraði tíunda markið gegn Ungverjalandi, 10:4. Hann lyfti sér (sjá mynd) fyrir utan punktalínu og sendi knöttinn örugglega í netið. Suður-Kóreumenn tók fyrst þátt í heimsmeistarakeppni 1986 í Sviss og fyrstu mótherjar þeirra voru íslendingar, sem máttu sætta sig við tap, 21:30. Minnstu munaði að gamla kempan Peter Kovacs skoraði tímamótamarkið — þegar hann fékk gott f æri í hraðaupp- hlaupi, en markvörður Suður-Kóreu varði auðveldlega laust skot hans. Kovacs, sem hefur skorað 150 HM-mörk, lék ekki í sóknarleiknum hjá Ungverjum. Ivar Benediktsson skrífar - sagði Zlato Lukic, þjálfari Króatíu KRÓATAR sigruðu fyrrum sam- landa sína frá Slóveníu 26:24 í viðureign liðanna í B-riðli í Kaplakrika ígærkvöldi. Króatar voru sterkari aðilinn allan leikinn en Slóvenar voru þó alltaf innan seilingar. Lokatölur 26:24. Við erum ánægðir með þennan sigur og með honum er fargi af okkur létt. Við töpuðum fyrir Sló- venum fyrir tíu dög- um sjðan- í æfinga- leik. Ég vona að leik- um betur í næstu leikjum og það verði stígandi í leik okkar, sagði Zlato Lukic, þjálfari Króatíu að leikslok- um. „Við verðum að leika betur en í kvöld í næstu leikjum en annars óska ég Króötum til hamingju með sigurinn," sagði Slavko Ivezie, þjálf- ari Slóvena og var óánægur með tap sinna manna. Króatar skoruðu fyrsta mark leiks- ins og héldu forystunni allan leikinn að því undanskildu að Slóvenaar komust einu sinni yfir í síðari-hálf- leik. Króatar léku 6:0 vörn enda með hávaxnara lið, en þeir áttu í vandræð- um lengst af með lipra sóknarmenn Slóvena. Slóvenar léku 3:3 vörn allan leikinn og gekk frekar illa. Þeir létu mikið reka sig út af vegna klaufa- brota því þeir voru oft staðir. Bæði lið léku lítt kerfisbundin sóknarleik og fremur bitlausan. Urslit í HM/B15 StaðaníHM/B15 ^P* ^ ^B^ ^PJ^ M M ^B^ ^^^B ^PP" ¦ ¦¦•^pjPBp ^¦¦i ^j^^ Hi SPENNA og eftirvænting lá í lofti Laugardalshallarinnar á -— sunnudaginn — stóra stundin var runnin upp; heimsmeístara- keppnin í handknattleik var hafin á íslandi. Menn innan hand- knattleikshreyf ingarinnar óskuðu hver öðrum gleðílegrar há- tíðar og til hamingju með daginn og þeir gátu gert það með stolti. Umgjörðin í „nýrri" Laugardalshöll var stórkostleg og hápunkturinn var setningarathöfnin. Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan fyrsti landsleik- urinn fór fram i LaugardalshölUnni Bigrnunáur ó. tímarnótaár í sögu Steinarsson handknattleiksins á skrifar íslandi — gamli Hálogalandsbragginn í Vogahverf- inu í Reykjavík var kvaddur. Fáum hefði dottið í hug fyrir þrjátíu árum, þegar Laugardalshöllin var hrá, að heirnsmeistarakeppnin í hand- knattleik ætti eftir að verða sett þar. Maðurinn sem á heiðurinn að því, er tvímælalaust Jón Hjaltalín Magnusson, fyrrum iandsliðsmaður íslands og formaður Handknatt- leikssambands íslands, sem hefur unnið ómetanlegt starf fyrir hand- knattleikinn — starf sem lengi verð- ur þakkað. Úndirritaður var í Laugardals- höllinní þegar hún var tekin í notk- un 1965, þegar Reykjavfkurúrval- ið lék gegn tékkneska liðinu Kar- víná. Stuttu áður en tékkneskaiið- ið kom tii Reykjavíkur vantaði taisvert uppá að hún væri tilbúin tíl leikjahalda. Það var þá sern handknattleiksmenn, undir for- ystu Karls G. Benediktssonar, fyrram landsliðsþjálfara og Birgis Lúðvíkssonar hjá handknattleiks- deild Fram, hlupu undir bagga og luku nauðsynlegum undirbúningi, svo að leikurmn gæti farið fram í höilinni — unnið var dag og nótt síðustu dagana fyrir heimsókntna við smíðar. Margir voru þá vantrú- aðir á, að takast mætti að ljúka verkinu, en svo fór að endar náðu saman. Síðustu hamarshöggin hljómuðu aðeins klukkutíma áður en fyrsti leikurinn fór fram. Þá þótti Laugardaishöllin glæsi- leg, þ6 svo að hún væri hátfklár- uð. 3000 áhorfendur sáu fyrsta landsleikinn, gegn Sovétmönnum 1965. Rúmlega 5000 áhorfendur sáu leik íslands og Bandarílganna, en þess má geta til gamans að það var við hæfi að íslendingar léku gegn Bandaríkjamönnum í sínum fyrsta HM-leik. Það voru einmitt Bandaríkjamenn sem iéku fyrsta landsleikinn innanhúss á íslandi — 22. febrúar 1964 í íþróttahúsi bandaríska hersins á Keflavík'ur- flugvelli, sem var þá eini völlurinn á íslandi sem bauð upp á völl með lðglegri stærð til Íandsleikja. Þá var íslenska liðið að undirbúa síg fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu. Svo mikill áhugi var fyrir leikjunum gegn Banda- ríkjamönnum að uppselt var á leik- ina í forsölu — fyrir leikinn streymdu hundruðir bifreiða frá Reykjavík og Hafnarfírði eftir Reykjanesbrautinni; alit að tveím- ur klukkustundum fyrir leik. Þessi ævintýri lifa í minning- unni. Laugardalshöliin er orðin glæsileg keppnishöli — það hefíir tekist vel tíl með að breyta henni. Andrúrasloftið var stórkostíegt í höllinni og ekki nema eðliiegt að menn óskuðu hver öðrum til ham- ingju með daginn og sögðu; Gleði- lega hátíð!. Rubin gerði 700. HM-mark Sviss ORVHENTA skyttan Martin Rub- in, sem er á leið til þýska liðsins Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar, skoraði 700. mark Sviss- Iendinga í heimsmeistarakeppninni, síðan þeir tóku fyrst þátt í HM 1961 í V-Þýskalandi. Þetta tíma- mótamark var 10. mark liðsins gegn Túnis í Laugardalshöll á sunnudag. Rubin skoraði markið, 10:8, með skoti utan að velli eftir 24,30 mín. Islendingar voru fyrstu mótherj- ar Svisslendinga í heimsmeistara- keppni, 1961, og lauk leikniim, sem fór fram í Wiesbaden, með sigri íslendinga 14:12. ¦ DAGUR Sigurðsson hefur átt í viðræðum við svissneska Iiðið Thun í Sviss. Þjálfari liðsins er Hald sem er aðstoðarlandsliðs- þjálfari Sviss. ¦ ERWINLanc forseti IHF sagði á blaðamannafundi með Juan Antonio Samaranch að hann von- aðist til að skipulag keppninnar hér sýndi ólympíuhreyfingunni að handknattleikshreyfingin í heimin- um sé sterk. ¦ UPPLÝST var á fundinum að Samaranch hafi leikið handknatt- leik á sýnum yngri árum, þegar leikið var á knattspyrnuvelli og 11 voru í liði. ¦ LIN Jin-suk, leikmaður S- Kóreu meiddist í leiknum gegn Ungverjalandi, þegar bátsbein á hendi hans brotnaði. Lin mun ekki leika meira í HM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.