Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 B 5
IÞROTTIR
Morgunblaðið / Rúnar Þór
STAFFAN Olsson og Magnus Wislander máttu hrósa happl með að fagna sigrl á Akureyri.
Bengt Johansson, þjálfari Svía, hrósaði happi
Vorum heppnir að sigra
^engt Johansson, þjálfari Evr-
ópumeistara Svía, var fyrst
og fremst ánægður með stigin gegn
Hvíta-Rússlandi en sagði að lið
Svía gæti og yrði að gera betur.
„Ég er ánægður með stigin en
ekki leik okkar í seinni hálfleik. Þá
lékum við ekki vel. Hins vegar stóð
Erik Hajas sig með prýði og ég var
heppinn að hafa Tomas Svensson
& MATS OLSSON
MEÐ GLÆSILEGT MET, LEIKUR I FIMMTA SINN I HM
Mats Olsson.
Fæddur 12. janúar
1960 í Maimö.
Hóf að leika
handknattleik 1970
með Dalhelm,
þálOára. Gekk til
liðs við Lugi 1980,
20 ára.
Gerðist
síðan leik-
maður með
Tekaá
Spáni 1988.
Hefur leikið 20 leiki í
HM og bætir met
Gunnars Kámpendahl,
21 leik, í HM á íslandi.
Olsson hefur leikið á
átta stórmótum, HM
1982,1986,1990,
1993 og 1995,
Ólympíuleikunum
1984,1988 og 1992.
Svíar sem leikið hafa í flestum HM
Leikmaður Fjöldi HM Fj. leikja
Mats Olsson 5 1982,1986,1990,1993,1995 20
Kjell Jönsson 4 1954,1958,1961,1964 20
Gunnar Kámpendahl * 4 1958,1961,1964,1967 21
Donald Lindbrom 4 1958,1961,1964,1967 16
Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman/ Morgunblaðið GÓI
til taks þegar Mats Olsson brást í
markinu. Tomas varði vel í lokin
en við vorum heppnir að sigra. Við
getum leikið betur og það er gott
að vita til þess að við vorum ekki
að sýna okkar besta leik.“
Bengt sagði að riðillinn væri erf-
iður en sérstaklega fyrir Kúveit og
Brasilíu. „Hvíta-Rússland er með
eitt besta liðið í riðlinum en á þess-
ari stundu er erfitt að segja til með
hvernig fjögur efstu liðin raðast.“
Of mörg mistök
Spartak Mironovich, þjálfari
Hvíta-Rússlands, sagði að lykil-
menn hjá sér væru með þýskum
og spænskum liðum og vegna þátt-
töku þeirra í Evrópumótum hefði
hann ekki náð að hafa liðið saman
fyrr en nú.
„Við höfum aðeins verið saman
í viku og það er í fyrsta sinn í sög-
unni sem sterkasti hópurinn er sam-
an. Þetta er líka í fyrsta sinn í sög-
unni sem þjóð okkar tekur þátt í
Heimsmeistarakeppninni og við er-
um ánægðr með það sem og höll-
ina. En við lékum ekki nógu vel,
vorum ekki nógu samhentir. í eðli
sínu vitum við hvernig á að leika
en ég og leikmennirnir gerðum of
mörg mistök. Það er hlutur sem við
þurfum að bæta i næstu leikjum.“
Alfreð Gíslason fylgdist með leikj-
um D-riðils á Akureyri í gær
og fannst byrjun liðanna dæmigerð.
Hann var á því að Svíar hefðu sýnt
bestan leik og síðan Hvíta-Rússland
en varð fyrir vonbrigðum með Spán-
veija. .
„Spænsku leikmennirnir hafa
sagt mér að þeim finnist þreyta í
mönnum eftir Evrópuleiki félagsliða
og þeir segja að þar sem svo stutt
sé síðan þeir luku keppni sé undir-
búningur liðsins ekki nógu góður,“
sagði Alfreð við Morgunblaðið. „Þá
var Dujshebaev meiddur á ökkla og
línumaðurinn Luis Garcia var ekki
með vegna veikinda en þess vegna
varð útispilari að fara á línuna. Engu
að síður náði liðið góðri forystu í
byrjun en því tókst ekki að fylgja
henni eftir og allt fór í baklás. Hins
vegar var miklu meiri stemmning
hjá Kúveit, leikmennirnir voru dug-
legri við að hirða fráköstin og svo
fengu þeir flesta vafadóma."
Alfreð sagði að Spánveijarnir
gætu miklu meira en þeir sýndu.
„Þeir eiga eftir að verða mun betri
og það er líka ljóst að þeir verða
að bæta sig verulega ætli þeir sér
eitthvað mikið.“
Línumaðurinn Barbashinski fór
illa að ráði sínu hjá Hvít-Rússum
Kúveitar stríddu
Spánverjum
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar frá
Akureyri
Fyrsti leikurinn í D-riðlinum á
Akureyri var viðureign Spán-
veija og Kúveita. Óhætt er að segja
að leikurinn hafi
komið áhorfendum í
opna skjöldu, svo
skrautlegur var
hann. Allir bjuggust
við öruggum sigri
Spánveija en þeir máttu prísa sig
sæla með 24:21 sigur eftir að staðan
var jöfn þegar fjórar mínútur voru
til leiksloka.
Mikil taugaspenna og mistök ein-
kenndu leikinn framan af. Spánveij-
ar skoruðu fyrsta markið eftir fjórar
mínútur og komust i 3:0. Fyrsta
mark Kúveita kom eftir 11,16 mín.
og það var aðeins léleg frammistaða
Spánveija sem bjargaði þeim frá
afhroði í fyrri hálfleik. Spánveijar
komust þó í 5:1 og 6:2 en áhorfend-
ur fýlgdust agndofa með Kúveitum
skipta um gír og jafna. Staðan í leik-
hléi var 9:9 eftir mikil mistök á báða
bóga og lélega sóknarnýdingu.
Hafi það komið einhveijum á
óvart að Kúveitar skyldu sýna mót-
spymu í fyrri hálfleik þá bættu þeir
enn um betur eftir hlé. Þeir náðu
þriggja marka forskoti, 13:10, og
hrifu áhorfendur með sér. Flestir
bjuggust þó við að Spánveijar færu
að taka við sér og þeir náðu góðum
kafla, skoruðu sex mörk í röð á 5
mínútum og breyttu stöðunni úr
11:14 í 17:14. Á þessum kafla fór
markvörður þeirra Fort Mauri að
veija eins og berserkur og Spánver-
jarnir röðuðu inn mörkum úr hrað-
aupphlaupum.
Kúveitar gáfust ekki upp. Dyggi-
lega studdir af áhorfendum héldu
þeir í við Spánverja og jöfnuðu 21:21
þegar rúmar 4 mín. vom eftir. Þeir
vom síðan of bráðir í lokin og Spán-
veijar knúðu fram sigur.
Þegar á heildina er litið reyndist
leikurinn vera hin besta skemmtun
þótt ekki hafi gæðunum verið fýrir
að fara. Áhorfendur vom vel með á
nótunum og tengdust Kúveitum vin-
áttuböndum. Þeim var næstum búið
að takast hið ómögulega, en Spán-
veijar verða að gera betur ef þeir
ætla sér að gera rósir gegn Svíum
og Hvít-Rússum. Stórskyttan Ale-
many og hinn lipri Munaiz héldu
þeim á floti og skomðu 6 mörk hvor
en hetjan Dujshebaev sást varla.
Salah Álmarzouq gerði 5 mörk fyrir
Kúveit en liðið átti góða spretti og
gaman að sjá sérkennileg tilþrif
sumra leikmanna. Þeir em ekki bún-
ir að segja sitt síðasta.
„Gerðum okk-
ar besta<(
HINN kunni þjálfari Kúveita,
Rússinn Anatólíj Evtútsjenkó,
sagði á fréttamannafundi eftir
leikinn að þetta hefði verið
athyglisverður leikur. „Lið
okkar er reynslulaust og ekki
hægt að bera okkur saman við
Spánveija sem hafa mikla
reynslu í heimsmeistara-
keppni. Þeir eru með gott lið
en léku þó ekki vel á móti okk-
ur. Við gerðum líka mikið af
mistökum," sagði Evtútsjenkó.
Fyrirliði Kúveita bætti við
þessa yfiriýsingu afar kunnug-
legu slagorði: „Við gerðum
okkar besta.“
José Diaz, þjálfari Spán-
veija, þurfti að réttlæta slaka
frammistöðu sinna manna.
„Þetta var jú fyrsti leikurinn
og mikil taugaspenna í liðinu.
Við erum fegnir að hafa unnið
og náð í 2 stig. Kúveitum hefur
farið mikið fram í handknatt-
leik,“ sagði spænski þjálfarinn.
f • I
tyrirJL
Þii kaupir
eina pizzu
og færð
aðra ókeypis
Gildir i heimsendingu
og þegar pizza er sótt.
Alfreð Gíslason spáir í spilin á Akureyri
Spánveijar verða
aðbætasig
I veitingasal a llotel l.sju og í Mjodd:
Ahot á IVpsi og l -ils öl a goöti veröi.
Gildir ekki meö öörum tilboöum.
V' Æfr
4,
- A?
og sagði Alfreð að hann hefði bjarg-
að Svíum. „Hann hélt Svíum á floti
en þetta var besti leikurinn. Svíar
voru ekki sannfærandi í seinni hálf-
leik en héldu fengnum hlut. Ég var
hissa hvað Khalepo spilaði lítið með
Hvít-Rússum en þeir eiga eftir að
vera erfiðir."
Meistaratilboð á Tulfíp
3JJK ARA ABVRGÐ
l Tulfíp tölvumlH
Tulip Vision Line I
486 SX2/66 VJ
270MBdnl NÝHERJI B
L.IM rlD UlSKUr SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700 I
Alltaf skrefi á undan