Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 B 3 FRÉTTIR Loðnuverksmiðja Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði tekur til starfa um áramót Lykill að auknum umsvifum Af vettvangi Kraftur er í uppbyggingu Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfírði. Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri segir í samtali við Helga Bjarnason að verksmiðjan sé lykillinn að auknum verkefnum frystihúsanna á svæðinu við loðnu- og síldarfrystingu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason UNNIÐ er af fullum krafti við byggingu verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Albert Kemp VERKSMIÐJUHÚSIÐ var reist á nokkrum dögum og myndin var tekin þegar unnið var við klæðningu þess. Morgunblaðið/Helgi Bjamason STARFSMENN huga að tækj- um sem sett hafa verið upp. BYGGING verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði stendur yf- ir og er mikið um að vera í atvinnulífi staðarins á meðan. Fyrirtæki heimamanna vinnur við undirstöðurnar, vélar og tæki eru komin frá Japan og fleiri löndum á athafnasvæðið, þau stærstu á und- irstöður sínar, og verktakar eru að reisa verksmiðjuhúsið. Auk þess hefur verið bætt við mörgum mönn- um á vélaverkstæði Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga vegna byggingar loðnuverksmiðjunnar. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er langstærsti hluthafi Loðnuvinnsl- unnar hf. og er Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að fjórir hráefnistankar til viðbótar tönkum gömlu verksmiðj- unnar á Fáskrúðsfirði verði fluttir frá Stöðvarfirði á næstunni. Búið sé að gera samning við Héðin hf. um að reisa fjóra mjöltanka og á hver þeirra að taka 1.000 tonn. Þá á eftir að gera 40 metra viðlegu- kant við athafnasvæði verksmiðj- unnar. 45% fjármögnuð með hlutafé Gísli segir áætlað að verksmiðjan kosti um 600 milljónir kr. Stofn- kostnaðinn á að íjármagna að 45% hluta með hlutafé og að 55% með stofnláni frá Fiskveiðasjóði. Félagið hefur fengið loforð fyrir 300 millj- óna kr. láni hjá Fiskveiðasjóði. í upphafi skrifuðu stofnendur sig fyr- ir tæplega 200 milljóna kr. hlutafé og nú hafa þeir lofað að greiða 250 milljónir kr. Kaupfélag Fáskrúðs- firðinga er langstærsti hluthafinn með tæpar 100 milljónir. Aðrir stór- ir hluthafar eru Andri hf. og Búða- hreppur, einnig Lífeyrissjóður Aust- urlands, OHufélagið hf., Vátrygg- ingafélags íslands hf. og Útvegsfé- lag samvinnumanna hf. Þá hefur fjöldi einstaklinga skrifað sig fyrir hlutafé. Gísli segir að meginhluti hlutaíjárloforðanna sé greiddur. Loðnuvinnslan hf. keypti notaða loðnuverksmiðju frá Japan og á afkastageta hennar að vera 700 tonn. Til viðbótar hafa verið keypt tæki úr öðrum verksmiðjum í Japan og Danmörku og verður hægt að vinna 1.000 tonn af hráefni á sólar- hring. Gísli segir' að möguleikar verði á stækkun og að setja upp tæki til loftþurrkunar til að fram- leiða verðmeiri afurðir í framtíð- inni. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa um áramót. Gísli Jónatansson segist vera vongóður um reksturinn, þegar hann er spurður um rekstrargrund- völl fyrirtækisins, en tekur fram að vissulega séu miklar verðsveiflur á afurðunum. Gert sé ráð fyrir að verksmiðjan þurfi að fá að lág- Morgunblaðið/Silii EIGENDUR íslenskra sjávarrétta: Hólmfríður Sigurðardóttir, Geirfinnur Svavarsson og Margrét R. Magnúsdóttir. Islenskir sjávarrétt- ir í eigið Húsavík - íslenskir sjávarréttir hf. framleiða aðallega svokallaða kútt- ersíld og voru í eigu Fiskiðjusam- lags Húsavíkur þar til fyrir 5 árum að þrír starfsmenn keyptu fyrirtæk- ið ásamt fleirum. Fyrirtækið flutti nýlega í ný húsakynni í Haukamýri. Þetta er um 220 fm bygging og í henni eru tveir kæliklefar, góður vinnslusalur og geymsla. Allt er húsnæði þetta mjög hreinlegt. Alls framleið- ir fyrirtækið 8 tegundir síldaráleggs í mismunandi sósum sem gestum við opnunina smakkaðist vel. Kúttersíld er seld um allt land og stærsti sölumarkaðurinn er á Reykjavíkursvæðinu og fer hann stöðugt vaxandi því framleiðslan líkar vel. Skipstjórar og útgerðarmenn athugið Slægingartímabilið hefst að venju þann 12. maí og stendur út september. Þá skal slægja allan afla, sem komið er með að landi að undanskildum karfa, síld, loðnu og öðrum sjávarafla sem samkvæmt eðli og venju er ekki slægður. Fiskistofa marki 50-60 þúsund tonn af loðnu á ári. Segir hann að vissar umræð- ur hafi farið fram um hráefnisöflun og telur sig geta fengið nauðsyn- legt hráefni. Til viðbótar geri menn sér vonir um að fá síld á næstu árum. Hann bendir á að verksmiðj- an sé vel staðsett til öflunar loðnu og síldar og höfnin á Fáskrúðsfirði sé ein sú besta en þess sjáist oft merki í brælum á loðnuvertíð, þá leiti fjöldi báta þar hafnar. „Þetta er vissulega ákveðin áhætta, en við erum vongóðir um að okkur verði vel tekið,“ segir Gísli. Mlkilvæg hliðaráhrif Settur verður upp flokkunarbún- aður fyrir loðnufrystingu og búnað- ur til hrognatöku. „Við vonumst til að stórauka frystingu á loðnu, síld og loðnuhrognum í fjórum frysti- húsum á svæðinu, það er í Goða- borg á Fáskrúðsfirði, í frystihúsun- um á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, auk okkar frystihúss, þegar verk- smiðjan hefur starfsemi. Þegar bol- fiskkvótinn dregst stöðugt saman eru þessi hliðaráhrif mikilvæg til að auka vinnslu í frystihúsunum á svæðinu. Verksmiðjan er lykillinn að því,“ segir Gísli. Styrkleiki verksmiðjunnar í sam- keppni við aðrar loðnuverksmiðjur er að mati Gísla hátt hlutfall eigin- fjár og tiltölulega ódýr tæki. „Við erum því bjartsýnir á að þetta geti tekist,“ segir Gísli Jónatansson. FISKI OG SLOGDÆLUR = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.