Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8
IMIVCiJM SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 Morgunblaðið/Þorkell BROTVÉLIN virkar. Við hana standa hönnuðirnir, Sigurður Magnússon, Egill Egilsson og Hörður Einars- son, útskriftarnemar í iðntæknifræði við Tækniskóla íslands. Hanna vélbúnað fyiir ígnlkeravinnslu ÞRÍR útskriftarnemar í iðnaðartæknifræði við Tækniskóla íslands hafa unnið að vélvæðingu ígul- keravinnslu sem lokaverk- efni náms við skólann. Hafa þeir hannað brotvél og eru með hugmyndir um vélvæðingu allrar vinnslunnar. Hafa þeir áhuga á að ráðast í markaðssetningu tækjanna erlendis. Útskriftamemar í iðnað- artæknifræði segja vél- væðingn forsendu sóknar ] Nemendur í iðnaðartæknifræði vinna gjaman að metnaðarfullum loka- verkefnum sem eiga að geta komið að notum í atvinnulífmu. Unnið er að verkefninu í tvö ár. Egill Egilsson, Hörður Einarsson og Sigurður Magn- ússon notuðu fyrstu önnina til að leita sér að góðu verkefni. Þá var mikill uppgangur í ígulkeravinnslu og bjart- sýni ríkjandi um framtíðina. Allt er unnið í höndunum, bæði hér og erlend- is, og tóku þeir sér fyrir hendur að fínna leiðir til að vélvæða vinnsluna. Þeir byijuðu á brotvél, þ.e. vél sem opnar kerið. Hafa þeir nú hannað slíka vél sem þeir segja að virki vel. Nutu þeir til þess styrkjafrá Rannsóknaráði ríkisins og íslandsbanka. Hugað að framhaldinu Á þeim tíma sem unnið hefur verið að hönnun vélarinnar hafa aðstæður í ígulkeravinnslunni breyst, fyrirtækin hafa orðið færri en stærri en áður var útlit fyrir. Um tíma unnu sextán fyrir- tæki að undirbúningi vinnslu en nú eru aðeins þijú fyrirtæki starfandi. Það hefur gjörbreytt þeim forsendum sem félagarnir gengu út frá. Þeir höfðu hugsað sér að fjármagna áframhald- andi hönnun vélbúnaðar og markaðs- setningu erlendis með því að selja vél- ina á innanlandsmarkaði. Telja þeir nú að forsenda þess að ígulker verði unnin víðar hér á landi sé að það verði aukabúgrein hjá fyrir- tækjum í annarri vinnslu, til dæmis í þeim skelfiskvinnslum sem fyrir eru. Hagkvæm vélvæðing vinnslunnar sé aftur grundvöllur þeirrar þróunar. Telja útskriftamemarnir sig hafa fundið lausnina að næsta skrefi á eftir brotvél- inni, það er tækni við að skafa hrognin upp úr kerinu, en það er nú gert með skeiðum, og em einnig með hugmyndir að vélvæðingu hreinsunar hrognanna sem nú er unnin með flísatöngum. Með slíkum vélbúnaði gætu 15 starfsmenn unnið í ígulkeravinnslu af ákveðinni stærð, í stað 25 nú. Egill, Sigurður og Hörður munu setja verkefni sitt í mat í vor. Ef allt gengur að óskum og þeir sjá möguleika á að koma hugmyndinum sínum í fram- kvæmd líta þeir mjög til helstu ígul- keravinnslusvæða heims, t.d. Banda- ríkjanna og Chile. Telja þeir að markað- ur geti verið fyrir 100-300 brotvélar í heiminum. Óánægja með þjónustuna SKIPSTJÓRNARMENN á úthafs- veiðum eru óánægðir með þjónustu Veðurstofunnar eftir breytingar á veðurspá fyrir djúpmið í útvarpi. Veð- urstofustjóri segir að ætlunin sé að veita skipstjómarmönnum á djúpmið- um betri þjónustu með öðrum fjar- skiptamöguleikum en unnt er í út- varpi. „Hún er ömurleg þessi nýja veðurspá í útvarpinu, það er engin spá fyrir djúpmiðin nema á nóttinni. Það er geysileg óánægja með þetta. Þessi skip skila það miklu í þjóðarbúið að það er lágmark að fá veðurspá hjá Veðurstofu íslands," sagði Þórður Magnússon, skipstjóri á Þemey RE, sem er á út- hafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg. Mögulelkar á betri þjónustu Magnús Jónsson veðurstofustjóri sagði rétt að breytingar hefðu orðið á veðurspá fyrir djúpmiðin, núna væri sólarhringsspá útvarpað þrisvar á sól- arhring. Sagðist hann telja að útvarp hentaði ekki fyrir þessa þjónustu, hóp- urinn sem nýtti sér hana væri fámenn- ur þó auðvitað væri hann mikilvægur. Benti veðurstofustjóri á að nú væru margir fleiri möguleikar fyrir menn að nálgast upplýsingar og sagði að ætlun- in væri að taka upp samvinnu við nokk- ur skip um það hvernig best væri að standa að veðurspárþjónustu við þau. Með því að koma á beinu sambandi væri mögulegt að veita skipstjórnarn- mönnum mun betri þjónustu en unnt væri í útvarpi. Þeir gætu fengið veður- spár fyrir allt upp í 4-6 daga fyrir það svæði sem þeir væm að veiða á eða ætluðu að fara á. Spurður að því hvort innheimt yrði gjald fyrir þjónustuna sagði Magnús að það yrðu stjórnvöld að ákveða. Taldi hann líklegt að innheimt yrði fyrir sér- þjónustu en það yrði ekki hátt gjald, kannski sem samsvaraði einum fiski á dag. FÓLK Audunn Karlsson Nýir stjómar- menn í SH • TVEIR nýir menn, Gunnar Tómasson í Grindavík og Auðunn Karlsson í Súðavík, voru kosnir í stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna á nýlegum að- alfundi sölu- samtakanna. Gunnar Tómasson er fertugur fram- kvæmdastjóri Þorbjörns hf. í Grinda- vík. Hefur hann unnið hjáfyrirtæk- inu í tuttugu ár sem skrif- stofustjóri, yfírverkstjóri og síðustu árin framkvæmdastjóri og rekur nú fyrirtækið með föður sín- um, Tómasi Þorvaldssyni, og bræðrum. Gunnar hefur setið í stjórnum ýmissa samtaka fiskvinnslunnar og unnið mikið að slysavarnamálum, er nú fyrsti varaforseti Slysavarna- félags Islands. Auðunn Karlsson er 51 árs stjómarformaður Frosta hf. í Súðavík. Auðunn er Isfirð- ingur og hefur frá unga aldri unnið við frystihús og físk- vinnslu, m.a. við frystihús föð- ur síns. Hann hefur búið í Súðavík frá 1972, vann fyrst við rækjuvinnslu, var með vélaútgerð í tólf ár og hefur starfað sem yfírverkstjóri hjá Frosta hf. í sjö ár. Hann hefur verið stjórnarformaður fyrir- tækisins frá árinu 1986, jafn- framt sem einn af stærri eig- endum síðustu árin. Auðunn sat um árabil í sveitarstjóm Súðavíkur og var oddviti í níu ár. Úr stjórn SH gengu Pétur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf., og Sig- hvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar hf. í Vestmannaeyj- um. Aðrir stjórnannenn vora endurkjörnir en þeir era: Jón Ingvarsson, stjórnarformaður í Reykjavík, Ólafur B. Ólafs- son í Sandgerði, Gunnar Ragnars á Akureyri, Aðal- steinn Jónsson á Eskifirði, Brynjólfur Bjarnason í Reykjavík, Finnbogi Jóns- son í Neskaupstað, Haraídur Sturlaugsson á Akranesi, Jóhannes G. Jónsson á ísafirði, Jón Páll Halldórs- son á ísafirði, Rakel Olsen í Stykkishólmi, Róbert Guð- finnsson á Siglufirði, Sig- urður Einarsson í Vest- mannaeyjum og Svavar B. Magnússon á Ólafsfirði. Aðstoðar sjávar- útvegsráðherra • ARI Edwald lögfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra. Hann hefur aðstoðað Þor- stéin í dóms- málaráðu- neytinu síð- ustu fjögur árin en áður nam hann rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum og vann um tíma í fjármálaráðuneytinu. „Mér fannst áhugavert að breyta til þegar Þorsteinn gaf mér kost á að starfa fyrir sig í sjávarútvegsráðuneytinu," sagði Ari í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að verk- efnin væra gjörólík þeim sem hann hefur verið að fást við en fólk úr atvinnugreininni hefði tekið vel á móti nýliðan- um. Ari sagði að mikil verk- efni væru framundan í ráðu- neytinu, m.a. í framhaldi af ákvæðum stjórnarsáttmálans. Signrður Bogason Nýr forsljóri til Namibíu • SIGURÐUR Bogason hef- ur látið af störfum sem for- stjóri íslensk-nígeríska út- gerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækisins Seaflower Whitefish í Lúderitz í_ Namibíu. ís- lenskar sjáv- arafurðir hf. era stærsti íslenski eignaraðili fyrirtækisins og annast sölu„á fram- (leiðsluvöram þess en nam- ibíska ríkis- fyrirtækið Fishcor er stærsti hluthafinn í Namibíu. • Sigurður hefur verið við störf í Namibíu í tvö ár en var áður gæðastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Guð- brandur Sigurðsson, for- stöðumaður nýsköpunardeild- ar íslenskra sjávarafurða, hefur tekið við rekstri Sea- flower til bráðabirgða. Guðbrandur Sigurðsson Tindabikkja með vorgrænmeti TINDASKATA, oft nefnd gaddaskata eða tindabikkja, þekkist m.a. á því að eftir miðju baki hennar og hala 'MP er af tólf til nítján stórum tindum áússEésiiUáAÍiiIAk® og af þessu dregur hún nafn sitt. Þó liún sé algeng allt í kringum landið var hún lengi lítið nýtt hér á landi. Þó er hún hinn ágætasti matfiskur og hér er birt uppskrift Guðjóns Harðarsonar, mat- reiðslumanns í Múlakaffi, að tindabikkju með vorgræn- meti fyrir fjóra. í réttinn þarf: 800 g hreinsuð tindabikkja vorlaukur spergilkál gulrætur belgbaunir blómkál súkini Grænmetið er skoríð í hæfilega munnbita og sctt í kalt vatn, saltað og suðan látin koma upp. Tindabikkj- unni er velt upp úr heilhveiti og steikt í snýöri og krydd- uð með salti og pipar. Grænmetið er borið fram með skötunni léttsoðið, einnig pastasalat og kartöflur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.