Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 B 5 Tímamótaverk um íslenskan sjávarútveg BÆKUR Fiskihagfræði THE ICELANDIC FISHERIES Evolution and Management of a Fishing Industry, eftir Ragnar Arnason. Utg. Fishing News Books 1995. HIÐ virta forlag Fishing News Books, sem lengi hefur gefíð út bækur um ýmis efni tengd fískveiðum, gaf hú í ársbyrjun út vand- aða bók eftir Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, sem ber heitið: The Icelandic Fisheri- es. Evolution and Management of a Fis- hing Industry. Bókin er um 180 bls.- og skiptist í 6 kafla, auk heimildaskrár og við- auka. Ragnar hefur um árabil stundað kennslu og rannsóknir í físki- hagfræði við Háskóla íslands, tekið þátt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfí og unnið að ráðgjöf um stjórnkerfi fískveiða meðal annarra þjóða. Ragnar er því vel undirbúinn að takast á hendur verk sem þetta. Þetta mun líka vera í fyrsta sinn sem heil bók er gefín út á enska tungu um íslenskan sjávarútveg. Áður hafa einungis birst bókakafl- ar, kynningarit, tímaritsgreinar, sérhæfð rannsóknarit, doktorsrit- gerðir o.þ.h. Hér er því á ferðinni tímamótaverk sem ætti að gagnast vel við kennslu, rannsóknir og kynningu á íslenskum sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. Það er því mjög forvitnilegt að sjá hvernig Ragnari og útgáfufyrirtækinu hefur tekist til við gerð bókarinnar. Meginefni bókarinnar Sjávarútvegur er í eðli sínu þverfaglegt viðfangsefni greina eins og fískifræði, hagfræði, verk- fræði og félagsvísinda. Við lestur bókarinnar vaknar því sú spurning á hvaða faglegu forsendum sé eðli- legt að meta hana. Ég valdi þá leið að líta á hana út frá þverfaglegu sjónarmiði, þótt hagfræðileg sjónar- mið séu eðlilega mest áberandi í bókinni. Meginniðurstaða mín er sú að mér fínnist bókin í heild vera vönd- uð og vel skrifuð. Hins vegar er uppbygging hennar nokkuð önnur en ég hefði viljað sjá. Meginkaflar bókarinnar eru að mínu mati tveir. Þriðji kaflinn, sem er stærsti kafli bókarinnar og er haglýsing á sjáv- arútvegnum, þ.e. veiðum, vinnslu og mörkuðum. Þessi kafli er mjög góður og vel skipulagður. Sömu sögu er að segja um fímmta kafl- ann, sem fjallar um núverandi stjómkerfí fiskveiða og hvemig það hefur þróast. Þrír aðrir kaflar, þ.e. annar, fjórði og sjötti, mynda að mínu mati ekki nógu góða tengingu við meginkafl- ana tvo. í öðrum kafla sem íjallar um íslenska hagkerfíð, náttúruauð- lindir, sögu o.fl. er umfjöllunin mjög almenns eðlis, t.d. er fjallað ágæt- lega um veðurfar, jarð- fræði, náttúruauðlindir á landi o.fl. sem mér fínnst óþarft í bók sem þessari, en vantar að gefa mun betri lýsingu á hafínu í kringum landið, vistfræði þess og fískistofnum. Það er að mínu mati nauð- synlegur grunnur fyrir lesandann áður en hann les þriðja og fímmta kaflann. í fjórða kafla bókar- innar er hiutverki sjáv- arútvegs í hagkerfi landsmanna lýst en í sjötta kaflanum frammistöðu hagkerf- isins og þýðingu fískveiðanna í því sambandi. Báðir þessir kaflar eru ágætlega skrifaðir en fyrir þá les- endur bókarinnar sem ekki eru hag- fræðimenntaðir hefði að mínu mati verið mun skýrara að slá þessum köflum saman í einn, einkum þar sem á milli þeirra liggur veigamik- ill kafli um fískveiðistjómun. í 6- kafla bókarinnar er Qallað um stjómkerfí fískveiðanna sjálfra. Ég tel að í bókinni hefði gjarnan mátt bæta við kafla þar sem lýst er á hnitmiðaðan hátt helstu opin- bem og hálfopinberu stofnunum, samtökum og sjóðakerfí alls sjávar- útvegsins hér á landi og þróun þeirra, en það er mjög áhugavert efni fyrir erlenda aðila, sem em væntanlega stærsti lesendahópur bókarinnar. Töflur og skýringamyndir í bók- inni eru mjög góðar, en hins vegar em örfá kort í bókinni sem era langt frá því að vera góð. Þar er hins vegar að öllum líkindum fremur við útgáfufyrirtækið að sakast en höf- undinn. Samanburður við aðrar þjóðlr Það er mjög áhugavert að leita skýringa á því hvers vegna íslend- ingum hefur tekist betur upp en flestum sambærilegum þjóðum að byggja upp öflugan, hagkvæman og tæknivæddan sjávarútveg. Að þessu leyti horfa ýmsar erlendar þjóðir mjög til „fyrirmyndarlands- ins“ íslands, t.d. Kanadamenn og Namibíumenn. Ragnar tekur þetta efni til umfjöllunar í fyrsta og sjötta kafla bókarinnar. Þar gefur hann þijár meginskýringar á betri frammistöðu íslendinga. Þær era meira vinnuframlag íslendinga, stöðugt stækkandi auðlind undan- farna áratugi og hagkvæmara rekstrarfyrirkomulag sjávarútvegs- ins en meðal sambærilegra þjóða. Þessar meginskýringar byggja hins vegar á því grundvallaratriði að fískimiðin í kringum landið eru mun auðugri en meðal annarra fískveiði- þjóða, að teknu tilliti tíl íbúatölu landsins. Til fyllri skýringa má benda á að mjög stórt landgrunn er allt í kringum landið, mikil framleiðni í hafinu og hafís hamlar ekki veiðum nema mjög takmarkað. íslendingar hafa að þessu leyti yfírburði yfir Kanadamenn, Grænlendinga og Færeyinga, en í minna mæli yfir Norðmenn. Þá má líka benda á sjálfstæði íslands og ákvarðanir stjórnvalda, þar sem hagsmunir sjávarútvegsins sitja yfírleitt í fyrir- rúmi hér á landi en verða oft undir meðal annarra þjóða. Hér á landi hafa stjórnvöld stutt ötullega við tækninýjungar með íjárfestingar- lánum, litlar takmarkanir hafa ver- ið á útflutningi á ferskum físki, frystitogarar hafa fengið að þróast og gengisskráning verið miðuð við þarfír sjávarútvegsins. í Noregi og Kanada hafa þarfír sjávarútvegsins vikið fyrir meiri hagsmunum ann- arra atvinnugreina. Stjórnkerfi fiskveiða Annar af meginköflum bókarinn- ar fjallar um stjómkerfí fiskveiða. I kaflanum er fjallað um það hvem- ig stjómkerfí veiðanna hefur þró- ast. Mest er fjallað um stjómkerfí síldveiða, loðnuveiða og veiða á botnlægum tegundum. Tekið er dæmi af síldveiðum, en þar var settur kvóti á einstök veiði- skip árið 1975. Árið 1979 var í fyrsta skipti heimilt að færa kvót- ann á milli skipa. Niðurstaða Ragn- ars er sú að ekki hafí einungis síld- arstofninn stækkað í kjölfarið held- ur hafi veiði á hvert skip aukist stórlega. Hins vegar hafí aflaverð- mæti á skip ekki aukist samsvar- andi vegna lækkandi verðs á síld. Á loðnuveiðunum var kvótakerfí komið á seint á 8..áratugnum. Árið 1980 var kvóta úthlutað á hvert skip og 1986 var heimilt að færa kvóta á milli skipa. Niðurstaða Ragnars er sú að hagkvæmni loðnu- veiðanna hafí aukist veralega frá 1977 því loðnuflotinn hafí minnkað, dregið hafí úr sókn og aflaverð- mæti á sóknareiningu aukist. Ragn- ar telur líklegt að þessi árangur hafi náðst vegna tilkomu yfírfæran- legs kvóta 1980, en telur sig ekki geta sýnt fram á það tölfræðilega. í umfjöllun um stjórnkerfí físk- veiða á botnlægum tegundum bend- Ragnar Árnason I RÆKJUBÁTAR Nafn Stasrð Afll Hskur SJÓf Löndunarst. [ ÍTfiUNG KE 140 179 16 lÉÍf:; Hi Keflavík | LÚMURHF 177 295 33 3 1 Hafnarfjöröur | RIFSNES SH 44 mm 28 8 nr Rlf I GARÐAR II SH 164 142 13 4 2 Ölafsvik | FANNEY SH 34 103 16 \:>m ~ 2 GrundarfjÖrfiur j FARSÆLL SH 30 101* '~10 0 1 Grundarfjöröur G RUN DF1RÐING UR SH 12 103 21 4 2 GrundarfjörÓur HAUKABERG SH 20 1*04 “9 0 1 Grundarfjörður | SÓLEY SH 150 63 17 2 2 Grundarfjöröúr ] 'ÁRSÆLL SH8B ^ l HAMRASVANUR SH 2Ö1 : 103 168 5 13 [0 3 1 1 Stykkishóimur Stykkishólmur KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 3 104 16 0 r Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 8 1 1 4 Stykkishólmur BHYNDIS IS 69 14 2 0 Bolungarvík I HÚNI ÍS 68 14 3 0 4 Bolungarvík ÖSKAR HALLDÖRSSÖN RÉ 157 242 23 0 1 ísafjöröur 1 ÖRNlSW 29 2 0 4 ÍRafjöröur f|j BÁRA ÍS 66 25 3 6 4 Ísafjörður f DÁGNÝ ÍS34 11 4 0 4 ísafjöróur FÍNNBJÖRN i'S 37 11 ' 2 * 0 '* 4 Tsafjöröur GUNNAR SIGURÐSSON ÍS 13 HUGÍNN VE 55 11 348 1 28 0 2 1 ísafjöróur J ísafjörður \ KOLBRÚN IS 74 25 2 0 | 3 ...... ísafjöróur VÍKURBERG GK 1 328 32 oj ísafjörður VINURlSB 257 23 1 ...... 2 ísafjöröur ! SÍGURBÖRG VE 121 220 24 2 Hóimavik f BÁRABJÖRG HU 2 / 30 3 " O t-:: 2 Hvammstangi HAFÖRN HU 4 20 12 I 0 5 Hvammstangi JÖFURlS 170 254 30 1 1 ij Hvammstangi j HAFÖRNSK 17 149 12 0 r Sauöárkrókur KROSSANES SU 5 137 14 0 1 Sauðérkrokur HELGA RE 49 199 31 ~ ö r Siglufjöröur SIGLUV/KSI3 450 49 1 1 Sigluflöröur ' j SNÆBJÖRG ÓF 4 47 9 0 1 Siglufjöröur RÆKJUBÁTAR Nafn StaerA Afll Fiskur SJÓf. LAndunarst. STÁLVlKSH 364 J 31 0 1 Siglufjörður ÍINA 1 GARÐI GK IOO 138 19 O ... Siglufjöröur OTVR EA 162 68 25 0 2 Oalvik SÆÞ Ó R EA 101 134 28 0 1 Dalvík SÓLR0NEA351 147 ; 17 v§ 1 Ó»Mk STEFÁN RÖGNVALDSS EA 345 68 "23 1 2 Dalvík STOKKSNES EA 410 451 40 1 1 .. DaMk " ' SVANUREA14 218 36 1 Dalvik ÞÓRÐUR JÓNASSON EA 350 324 27 ........ 0 1 Akureyrí SJÖFN ÞH 142 199 *0 2 Grenivík í BJÖRG JÓNSDÓTTIRIIÞH 320 273 24 1 1 Húsavík HRÖNNBA99 104 10 2 1 Húsavík ÖXARNÚPURÞH 162 17 26 ......... 0 3 Kópasker ÞINGLY ÞH 61 12 6 4 Kópasker ÞÓRIRSF77 125 19] ........ 0 1 Esklfjöröur GESTUR SU 159 138 0 1 Eskifjöröur SÆUÓNSU104 252 1.17: 0 1 Eskiflöröur SKELFISKBA TAR N»ln I St-rt I Afii I 5|«.| LðnduMrst. VlStR SH 343 I 83 |_ 4 I 1 | Brjónslajkur SÍLDARBÁ TAR Natn Stseró Afll SJóf. Löndunarmt. JÚPITER ÞH 61 747 1877 2 Þórshöfn JON KJARTANSSON SU 111 775 1041 1 Neskaupstaður KAP VE 4 349 91 1 ......... Neskaupstaöur SUNNUBERG GK 199 385 157 Neskaupstaöur ir Ragnar á að samhliða aflamarks- kerfí hafí á fyrstu 5-6 áram eftir tilkomu þess meira en helmingur botnlægra tegunda verið veiddur af skipum sem voru utan afla- markskerfis, þ.e. aðallega á sóknar- marki. Ragnar bendir á að á árun- um 1985-1989, og þó einkum 1986- 1987, hafí aflamarkskerfið varla risið undir nafni. Frá og með árinu 1991 varð hér breyting á þegar sóknarmark var afnumið. Af þess- um sökum sé einungis hægt að meta áhrif aflamarkskerfis á botn- lægum tegundum frá 1991. I niðurstöðum sínum um helstu áhrif af stjómkerfí veiða á botnlæg- um tegundum telur Ragnar að reynslutíminn sé of stuttur til þess að hægt sé að leggja á þau óyggj- andi mat. Hann bendir á að þrátt fyrir stækkun flotans hafi sókn dregist lítillega saman. Hins vegar hafí verð á kvóta farið hækkandi sem sé vísbending um aukna hag- kvæmni í veiðunum. Hann telur engar vísbendingar um að afla- markskerfið hafí valdið því að físki sé í auknum mæli fleygt í sjóinn. Ragnar telur ekki heldur að afla- markskerfið hafí haft neikvæð áhrif á byggðaþróunina í landinu. Hið gagnstæða sé fremur nær sanni. Á töflu sem hann sýnir fyrir árin 1984-1992 hefur hlutur Suðvestur- lands dregist saman en hlutur Norð- urlands eystra aukist, en aðrar breytingar milli landshluta era óveralegar. Ragnar bendir á nokkra veikleika sem hann telur vera í núverandi stjórnkerfi fiskveiðanna. í fyrsta lagi bendir hann á nokkur göt sem enn era á kerfinu, svo sem króka- veiðar og línutvöföldun. Einnig nefnir hann takmörkun á eignar- haldi á kvóta sem bundin er við eigendur fiskiskipa og takmarkar það að eðlilegt markaðsverð mynd- ist á kvótanum. Þá nefnir hann að of stór hluti afla sé færanlegur á milli ára og að veikt eignarhald á kvóta dragi úr hagkvæmni kerfís- ins. Niðurstaða Bók sem þessi er fyrst og fremst rituð fyrir þá sem hafa fræðilegan áhuga á fiskveiðum og fiskveiði- stjórnun, en síður fyrir þá sem starfa við fiskveiðar. Hún ætti því að nýtast vel þeim sem leggja stund á kennslu og rannsóknir á stjóm- kerfum fiskveiða og þeim sem starfa hjá opinberam aðilum vítt og breytt í heiminum við mótun fiskveiðistefnu og við fískveiði- stjórnun. Fyrir slíka aðila er ísland eitt af þeim ríkjum sem hvað áhuga- verðust era á þessu sviði. Bókin stendur mjög vel undir þeim kröfum sem gera þarf til bóka af þessu tagi. Umfjöllunin er vönd- uð, fagleg vinnubrögð eins og best verður á kosið og málfar gott, en þær athugasemdir sem gerðar hafa verið beinast fyrst og fremst að uppbyggingu bókarinnar. Sigfús Jónsson Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson SKARFUR með fullfermi af steinbít eftir fimm daga veiðiferð. Landar 90 tonn- um af steinbít ísafirði - Línubáturinn Skarfur kom með fullfermi af steinbít til ísaljarðar i gærmorgun. Aflinn er um 90 tonn og fékkst hann á fímm dögum norður af Látraröst. Línusteinbít hefur ekki verið landað á ísafirði í langan tíma, en á meðan línuútgerð var stunduð héðan var uppistaða aflans á vor- vertíð steinbítur. Þrátt fyrir mok- afla á sunnanverðum Vestfjörðum hefur lítill steinbítur gengið norðar. Á móti kemur að þar er nú aftur mikil þorskgengd og eru krókaleyf- isbátamir að moka upp þorski, ef þeir geta róið 20-30 mílur frá landi. Togveiðar eru að mestu aflagðar á Halamiðum og þar í grennd, en að sögn togaraskipstjóra sem blaðið ræddi við hefur sú breyting orðið á að árið 1990 vora togarar á þessum slóðum að skrapa nokkur tonn yfír sólarhringinn, en nú er auðvelt að ná 60-70 tonnum af þorski á sama tíma. MeAaflinn vandamál Skarfurinn landaði öllum aflan- um hjá íshúsfélagi ísfirðinga og töldu skipveijar að um 60 krónur fengjust fyrir kílóið. Helsta vanda- málið hjá þeim, eins og öðram sjó- mönnum sem físka utankvótateg- undir, er að í aflanum er alltaf eitt- hvað af þorski. Samkvæmt reglun- um verður útgerðin að afla sér leigukvóta vegna þessa meðafla, en gangverð á kvóta er nú um 95 krón- ur á meðan algengt er að 70 kr. fáist fyrir þorskinn. VINNSL USKIP Nafn SUarA Aftl Uppist. afta LAndunarst. HRAFN SVEINBJARNARSON GK 255 390 196 Grólúöa Hafnarfjörður JÖHANNES li/ÁR KÉ 85 105 3 Ýsa isafjöröur MÁNABERG ÚF 42 1006 194 Grólúða ólafsfjöröur BLÍKI EA 12 216 118 Rækja Dalvík OODEYR1N EA 210 274 107 Þorskur KOLBEINSEY ÞH 10 430 61 Gráluöa Husavík ' SNÆFUGL SU 20 599 208 UTFLUTNINGUR 19. VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir Þorsk. Ýsa Ufsi Karfi Akurey RE 3 20 200 Áætlaðar landanir samtals 0 0 20 200 Ileimilaður útflutn. í gámum 110 130 5 188 Áætlaður útfl. saintals 110 130 25 388 Sótt var um útfl. í gámum 304 354 26 426

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.