Morgunblaðið - 11.05.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.05.1995, Qupperneq 8
vmsram/JoviNNUUF FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 Fólk Verslunar- sijóri hjá Byko f! GÚSTAF B. Ólafsson, bygg- ingafræðingur, hef- ur tekið við starfí verslunarstjóra í verslun BYKO í Hafnarfirði. Gú- staf er fæddur árið 1959. Hann lauk prófi í byggingafræði frá B.T.H. í Horsens 1989. Síðastliðin 4 ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá Fit hf. Gústaf er kvæntur Björk Steingrímsdóttur.iðjuþjálfa, og eiga þau þijú börn. Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Globus-vélavers er for- maður hins nýstofnaða Félags íslenskra vinnuvélainnflytjenda. Félag íslenskra vinnuvélainnflytjenda með stórsýningu FÉLAG íslenskra vinnuvélainn- flyljenda efndi nýlega til stórr- ar sýningar á vinnuvélum á Þróttarplaninu í Reykjavík. Þar sýndu fyrirtækin Brimborg hf., Globus-vélaver, Kraftvélar, Merkúr hf. og Vélar og þjón- usta hf. vinnuvélar frá öllum helstu vélaframleiðendum heims. Markmið Félags íslenskra vinnuvélainnflytjenda er að tryggja að samkeppnisskilyrði og þar með vélainnflutningur verði á hveijum tíma jafn hag- stæður og gerist í helstu ná- grannalöndum okkar. Jafn- framt vill félagið stuðla að því að vinnuvélaeigendum gefist kostur á að fá að fá yfirsýn yfir framboð vinnuvéla á ís- lenska markaðnum með sem auðveldustum hætti, segir í frétt. Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verö fró kr. 16.996 /“ m/vsk. stgr. RETTARHALSI 2*110 REYKJAVIK • SIMI: 91-875554 T o r g i ð Ferðamannaverslun FERÐAMANNAVERSLUN er líklega í hugum margra íslendinga fyrst og fremst sala á lopapeysum og þess háttar vörum t.d. í Rammagerðinni. Þessi ímynd kemur heim og saman við tölur yfir endurgreiðslur á virðis- aukaskatti til ferðamanna á leið úr landi þar sem stærstur hluti þeirra hefur verið vegna ullarvara. Þær tölur gefa einnig til kynna að hlutur verslunar i'þeim 17 milljörðum sem erlendir ferðamenn eyddu hér á landi á síðasta ári sé mjög lítill. Töluverðir möguleikar virðast vera vera fyrir hendi á þessu sviði og inn- an Samtaka verslunar eru menn full- ir áhuga á að leita leiða til að örva þessi viðskipti. I því sambandi er horf til vaxandi fjölda erlendra ferða- manna sem líklega verða yfir 200 þúsund á þessu ári. Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Borg- arljósa, hefur kannað þessi mál fyrir samtökin. Á opnum fundi um þessi mál í gær lýsti hann því yfir að mikl- ir möguleikar væru til aukinna við- skipta við erlenda ferðamenn. Versl- unin í landinu þyrfti að taka frum- kvæðið og leita samstarfs við aðra hagsmunaaðila. Haukur vakti athygli fundar- manna á því að í Flugstöðinni væru einungis 2 verslanir sem reknar væru undir handarjaðri ríkisins. Með markvissum breytingum mætti hins vegar skipta stóru svæði flugstöðv- arinnar í sölubása og bjóða ótal verslunarfyrirtækjum að bjóða fram þjónustu sína á ýmsum sviðum. Þetta gæti skapað mörg viðskipta- tækifæri auk þess sem það gæfi ferðamanninum tilfinningu fyrir því sem í vændum væri. Þá mætti með betra skipulagi við mótttöku skemmtiferðaskipa skapa ferðafólki meiri tíma í miðbænum. Haukur varpaði fram þeirri hugmynd að sett yrði á fót svonefnd „Tax-free" verslun í miðbæ Reykjavíkur. Sú verslun myndi þjóna hinum almenna ferðamanni, skemmtiferðaskipum, sjómönnum og erlendum kaup- sýslumönnum. Loks þyrfti að vera handbær bæklingur fyrir ferðamenn um hvaða möguleikar væru fyrir hendi í verslunum. „Ég held við getum verið sam- mála um það að grundvöllur undir verslun við erlenda ferðamenn hefur aukist á síðustu misserum. Frjáls- ræði í gjaldeyrisiviðskiptum hefur aukist, verðlag í verslunum hefur stórlækkað og ferðamönnum hefur stórfjölgað. Þó eru nokkur Ijón í veginum. Vörugjald á margar al- gengar verslunarvörur gerir þá vöruflokka síður fýsilega fyrir er- lenda ferðamenn, sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði leggst hart á verslunina, trygging- argjald á verslun er mun hærra á iðnað en útgerð," sagði Haukur. Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri, hvatti verslunarmenn einnig til dáða í sínu erindi og benti á að verslun væri orðin afþreying að hluta. Það þyrfti að skapa ferða- mönnum enn frekara tilefni til versl- unar. „Ferðamönnum þarf að kynna sérstaklega þá þætti þar sem ís- lensk verslun er samkeppnishæf við þeirra heimalönd, hvort sem það er í gæðum, sérstöðu vörunnar eða verði. Vitum við það? Hefur það verið kannað í hvaða þáttum við erum betri en samkeppnislöndin. Til þess að erlendir og innlendir ferðamann noti hér peninga þarf að tryggja aðgengi þeirra. Opnunartími verður að vera í samræmi við þarfir gestanna. Hver man ekki hér fyrir örfáum árum þegar gestir lömdu utan allar hurðir á Laugaveginum á laugardögum. Flestir erlendir gestir eru í Reykjavík um helgar. Þeir vilja versla og gera það ekki nema fá tækifæri til þess." Magnús gat þess að Islensk verslun hefði nýlega haf- ið samstarf við Ferðamálaráð með því að fá áheyrnarfulltrúa í ráðinu. Það er greinilegt að ýmislegt má færa til betri vegar til að auka áhuga erlendra ferðamanna á því að versla hérlendís og nægir þar að benda á jafn einfalt atriði og bætta aðstöðu fyrir fólksflutningabíla í miðbænum. Þá þarf að tryggja að ferðamenn fái virðisaukaskatt endurgreiddan með einföldum hætti þegar þeir yfirgefa landið. Hátt vöruverð hlýtur þó alltaf að vera stærsta hindrunin og því felst stærsta verkefnið í því að auka úrval gæðavarnings á samkeppnis- hæfu verði. KB Við sjáum um hraðsendingarnar á HM 95 90 afgreiðslustaðir um land allt Viðtökustaðir sendinga eai á póst- og Æ símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. í>ar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga FORGANG SPÓSTUfí og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00. PÓSTUR OG SÍMl PJÚNUSTUAÐILI HM 1995

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.