Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LÍF SKAMMVINN • Tvöföld verkun» Örvandi of skynjunarefni • Skyld amfetamíni • Neyslan getur veriö lífshættuleg* Seld á fölskum forsendum • Framleidd viö ófullkomnar aöstæöur • Oft blönduö hættulegum efnum ALSÆLA er örvandi of- skynjunarlyf í hylkjum eða pillum og oft blandað öðrum og ef til vill hættulegri efn- um. Áhrifin valda því að fólk missir tilfinningu fyrir þorsta, hungri, hita, kulda og sárs- auka. Efnið getur þess vegna leitt til dauða, en það er í tísku og þá er úr vöndu að ráða. Alsæla seld á fölskum forsendum „Neytendur alsælu sækjast eftir ákveðnu umhverfí. Þeir geta aldrei verið kyrrir og vilja helst dansa þindarlaust í góðu rými við ofsalega háværa síbyljutónlist og flöktandi diskóljós," segir Ólafur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í forvamardeild lögreglunnar. Hann neitar því ekki að sumir skemmti- staðir í Reykjavík bjóði upp á slíkt umhverfi og a.m.k. einu sinni hafi lögreglan afstýrt dansleik, sem halda átti í bragga í borginni. „Fyr- ir þremur árum lögðum við hald á alsælu, en þá hafði ákveðinn aðili, sem stóð fyrir innflutningi á efninu, og menn tengdir honum smalað saman hópi framhaldsskólanema og selt þeim aðgöngumiða án þess að geta um hvar dansleikurinn skyldi haldinn. Yfir framkvæmdinni hvíldi mikil leynd og skömmu síðar birtist auglýsing í DV um að hópurinn ætti að hittast við Kjarvalsstaði, en þaðan átti að aka í rútu á dansleik- inn.“ Fyrir tveimur vikum reyndi ung stúlka að smygla 300 alsælutöflum hingað frá Amsterdam og síðastlið- ið föstudagskvöld lagði fíkniefna- deild lögreglunnar hald á 20 slíkar; fimm fundust á tveimur mönnum á skemmtistað, fjórar og hálf á mönn- um fyrir utan húsnæði þar sem hafði verið skemmtanahald helgina á undan og ellefu fundust inni á staðnum. Áður hafði einungis verið lagt hald á örfáar alsælutöflur. ÓI- afur segir fundina renna stoðum undir orðróminn um að alsæla sé í umferð, en lögreglunni hafði eink- um borist til eyrna að eldri grunn- skólanemar og framhaldsskólanem- ar neyttu efnisins. „Óprúttnir sölumenn ná til ung- menna, sem ekki hafa verið í vímu- efnaneyslu áður, með því að telja þeim trú um að alsæla sé með öllu hættulaus og neyslunni fylgi engar aukaverkanir. Þetta er algjör fjar- stæða, alsæla er ofskynjunarlyf og neysla hennar getur verið Iífshættu- leg. Neytendur virðast hafa ótak- markáð þol til að dansa, finna ekki til þorsta og þá er hætta á ofþorn- un. Raunar ráðleggja sumir sölu- menn neytendum að passa sig að drekka nóg, en undir áhrifum al- sælu er hætta á að neytendur gleymi slíkum leiðbeiningum." Ekki dæmigerðir fíkniefnaneytendur Ólafur hefur miklar áhyggjur af að neysla alsælu eigi enn eftir að aukast og grandalausir krakkar láti TISKAN TÓNLISTIN OG FÍKNIEFNIN HIPPAKYNSLÓÐ, pönkarakynslóð, uppakynslóð, og X-kyn- slóð. Þó ekki sé litið lengra aftur en til ársins fræga 1968, hafa nokkrar stefnur mótað ungt fólk með tilheyrandi fata- tísku, tónlist og lífsstíl. Mismunandi vímuefni hafa fremur höfð- að til einnar kynslóðar en annarrar. Hass ogönnur kannabis- efni virtust höfða mest til friðelskandi hippa, kókaín til vel- stæðra uppa, spítt, þ.e. am- fetamín, til stálharðra pönk- ara og nú virðist alsæla eiga upp á pallborðið hjá X-kyn- slóðinni. Þeir sem best þekkja til mála segja þó að mjög fá- mennur hópur ungs fólks, af svokallaðri X-kynslóð, neyti alsælu og landinn sé frekar vímuefni þeirrar kynslóðar hérlendis, enda öllu aðgengi- Iegri. Þeir, sem nota alsælu, virðast öðrum fremur vilja tolla í tískunni; vera töff. Trúlega telja þeir alsælu bæta ímyndina og hugsa ekki um mögulegar afleiðingar, líkamlegar eða andlegar, skammvinnar eða til frambúðar. Kannski trúa þeir bara kænskulegri markaðs- setningu sölumannanna, sem segja efnið hættulaust. X-kynslóðin - Nafngiftin er talin eiga rætur að rekja til skáld- sögunnar „Generation X“ eftir Douglas Coupland. Bókin kom út fyrir nokkrum árum og varð víða metsölubók. Fjölmiðlar gripu nafnið á lofti, en sagan fjallar um þrjú metnaðarlaus ungmenni, sem sáu lítinn tilgang með lífinu, trúðu ekki á neitt og höfðu allt annað gildismat en kynslóðirnar á undan. Tónlistin sem sameinar X-kynslóðina er fyrst og fremst dans- tónlist, svokölluð reiftónlist, sem byggist á stöðugum hrynj- anda, blönduðum hljóðum úr hljóðfærum og tölvum og yfirleitt án söngs. í bandaríska tímaritinu Rolling Stone var menningu X-kynslóðarinnar nýverið lýst sem ruslakistu; ófrumlegu sam- sulli af tónlist, list og tísku áranna á undan. Frá 1987 hafa erlend tímarit mikið fjallað um svokallaða „E-menningu“, sem ýmsir hópar innan X-kynslóðarinnar hafa tileinkað sér og virð- ist einkum felast í neyslu ec-stasy-vímuefnisins, öðru nafni al- sælu, og dansleikjahaldi í hinum ýmsu bröggum og vörugeymsl- um. Sumir telja að rekja megi þróun danstónlistar undanfarinna ára til alsæluáhrifa og kalla alsælu dans-dóp. Ekkert er lagt upp úr glæsileik húsakynna; allt fremur hrátt, en öllu meiri áhersla lögð á hljómburð og dansrými. Auglýsingar eða að- göngumiðar á samkomur af þessu tagi eru gjaman afhentir líklegum þátttakendum undir borðum í tísku- og hljómplötu- verslunum í stórborgum víða um heim. glepjast vegna þess að þeir haldi að efnið sé skaðlaust og „í tísku“. í samantekt frá 1992, sem forvarn- ardeild lögreglunnar gerði um neyslumynstrið lögreglumönnum til glöggvunar á fyrirbærinu, segir m.a.: „Neyslan virðist helst vera hjá uppum, „inn-Iiðinu“, tískufólki, tón- listar-/diskótekbransanum, ... tón- listin er „hard-core“ og „rapp“, ... efnið virðist koma frá Bretlandi, ... yngsti neytandinn, sem við höf- um heyrt um, er 14 ára. .. .um neysluna er harður kjami, sem markaðssetur efnið sem hættulaust, efnið er í hylkjum (belgjum) og töfl- um mismunandi að lögun og lit, .. . heyrst hefur að pillan kosti allt frá 2.000 kr. til 7.000 kr. Til að stemma stigu við út- breiðslu alsælu segist Ólafur ekki vera hlynntur því að farið yrði af stað með allsherjar herferð, slíkt segir hann einungis skila árangri í stuttan tíma. Hann vill markvissa kynningu á hættunni og stöðugan áróður. Skömmu eftir áramót komu starfsmenn landlæknisembættisins og lögreglunnar í Reykjavík saman til skrafs og ráðagerða um leiðir til árangurs. í kjölfarið voru for- menn nemendafélaga framhalds- skólanna fengnir til samstarfs um að koma upplýsingum á framfæri á kynningarfundum í skólunum. Einnig var hafin samvinna við Fé- lagsmálastofnun, Rauða kross hús- ið og útideildina. „Þeir sem nota alsælu virðast ekki vera dæmigerðir fíkniefna- neytendur, heldur dæmigerðir framhaldsskólanemendur,“ segir Ólafur Ólafsson, landlæknir. í sama streng tekur Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá landlækn- isembættinu og fangelsismálastofn- un. Hún segir að fangar, sem hafi verið í fíkniefnaneyslu, kannist við alsælu, en hafi lítinn áhuga á henni og vilji fremur amfetamín,“ ... sem bendir til að neyslan sé í yngri ald- urshópum, sem sækjast eftir vissri stemmningu í umhverfi þar sem dans og tíska ræður ríkjum," segir Anna Björg. Frelsaðir dóparar ömurlegir Grein sem birtist í nýverið í Xtra- blaðinu, unglingablaði sem fæst ókeypis í kvikmyndahúsum, versl- unum og víðar, fór fyrir bijóstið á mörgum, sem þótti sem verið væri að lofsyngja alsælu og hvetja til notkunar efnisins. Annars vegar er þar Ijallað um efnasamsetningu al- sælu, skammtastærð, áhrif o.fl. og hins vegar segir ungur maður frá fjölskrúðugu næturrölti undir áhrif- um efnisins. Kristinn Sæmundsson, annar ábyrgðarmaður og útg;efandi blaðs- ins, furðar sig á að einhveijir hafí misskilið boðskap greinarinnar, en fagnar umræðu um málið. Hann segir margar aðferðir til að koma skilaboðum til fólks og útgefendur hafi þvert á móti ætlað að benda á hversu hættulegt sé að neita alsælu, sérstaklega þar sem miklar líkur séu á að efnið sé blandað hættulegri efnum og sé í rauninni bara spítt og sýra. Reynslusagan var að mati Kristins raunsæ en dapurleg lýsing á bláköldum veruleika. Sjálfur segist Kristinn hafa verið í miklu rugli á árum áður, en hætt fyrir átta árum, tuttugu og eins árs. „Hræðsluáróður höfðaði á eng- an hátt til mín og mér fannst ömur- legt þegar frelsaðir dóparar voru fengnir til að lýsa hörmungarlíferni sínu og aumingjaskap fyrir okkur unglingunum. Umfjöllunin í Xtra- blaðinu var á öðrum nótum, frekar í líkingu við áróðurinum gegn al- næmi, þ.e. þú verður að nota smokk ef þú þekkir ekki rekkjunautinn, en ef þú ætlar að prófa alsælu, þótt slíkt sé hættulegt, verðurðu að passa þig að drekka nóg. Þetta tel ég vera ábyrga umfjöllun. Mér finnst mjög alvarlegt ríkj- andi viðhorf að alsæla sé hættu- laust efni. Fólk virðist kaupa og neyta hennar á sömu forsendum og blómafræfla, enda talið trú um að það hafí í höndunum eitthvert hamingjulyf eða „lífelexír“.“ Uppruni Uppruna alsælu má rekja til árs- ins 1914 er þýskt efnafræðifyrir- tæki fann upp lyfið MDA, sem ætl- að var til að minnka matarlyst. Af ókunnum ástæðum fór lyfið ekki á markað, en upphafsmaður amfet- amínsins, dr. C. Alles, komst að örvandi áhrifum þess og upp úr 1950 hóf bandaríski herinn tilraun- ir með efnið. Yfirherstjórnin hafði þá þróað nýja yfirheyrsluaðferð og átti MDA að nýtast sem nokkurs konar „sannleikslyf". Ekki fór mörgum sögum af árangrinum, en í þessum tilraunum varð til MDMA eða XTC, sem núna gengur undir ýmsum nöfnum, oft með kynferðis- legri skírskotun, t.d. ecstasy eða alsæla, Adam, Eve, love (ást), E og White dove (hvít dúfa). Efnafræðiformúlan fyrir alsælu er: 3,4 methylene-dioxin-methyl- amphetamine eða MDMA. Anna Björg Aradóttir, sem viðað hefur að sér ýmsum upplýsingum um al- sælu, segir að um 1970 hafi banda- rískir geðlæknar notað efnið í lækn- ingaskyni vegna áhrifa þess á upp- lifun og tilfinningar. Þeir hafi reynt efnið m.a. til að ráða bót á hjóna- bandsvanda, alkóhólisma og þung- lyndi. Á sama tíma hafi MDMÁ ekki verið allsendis óþekkt meðal ungs fólks í Bandaríkjunum, sem neytti efnisins í þröngum hópi og kallaði það ástarlyfið. „Frá hippatímanum virðast ekki vera til skráðar heimildir um auka- verkanir, sem rekja má beint til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.