Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Bækur um Skotland SKOTLAND hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn sem setja ekki rysjótta veðráttu fyrir sig. Sólin skín oft og hitastigið er ágætt, en rigning er vel þekkt fyrirbæri líkt og hér á landi. Til þess að auðvelda ferðamönnum að finna áhugaverða hluti hafa Skotar gefið út fjölda bóka, sem kosta flestar á bilinu 3-18 pund (um það bil 400-2.000 íslenskar kr.). Þama er að fínna bækur sem íjalla um ferðamáta í Skotlandi eins og Ból og býti, Tjaldferðalög, Hótel og gistihús. í öðrum flokki Qalla bækur um einstök málefni eins og hvar er að finna whisky- verksmiðjur, kastala eða uppruna hinna mismunandi gerða skota- pilsa. Þama eru einnig bækur eins og „Handy Road Atlas Scotland" og „Scotland For Beginners", svo dæmi séu nefnd. Þá eru í boði bækur um skosku eyjamar, fuglalíf, ýmiss konar garða, hvort sem eru stórir eða smáir, og ljóð á gelísku þýdd á ensku. Svo og sögulegar bækur um Skotland, „Historic Scotland (Photographs)", „The Story of Scotland" eftir Nigel Tranter, NOKKRIR af þeim fræðslubæklingum sem hægt er að kaupa í Skotlandi. „Collins Scottish Clans and Family Encyclopedia" (25 pund). Þetta er aðeins brot af því sem Skotar bjóða upp á af fræðslubók- um um land og þjóð. Frekari upp- lýsingar má fá hjá: Scottish Book Marketing Gro- up, Scottish Book Centre, 137 Dundee Street, Edinburgh EHll ÍBG Scotland ■ Misjafn flugtími í SKANDINAVÍSKA ferðafrétta- blaðinu Stand-by kemur fram áð miðað við Boeing- 767 fljúga flugmenn SAS um 600 tíma á ári, flugmenn ítalska flugfélagsins Alitalia 500, en hjá ástralska flugfélaginu Ansett em tímamir 1000. Árið 1994 voru flugmenn Flugleiða með 630 tíma á ári. Vélar félagsins eru Fokker-50, Boeing-737 og 757. Guðmundur Magnússon, flugrekstrarsjóri, seg- ir að með þeim náist verri nýting á mönnum en á Boeing-767, sem yfirleitt séu notaðar á lengri leið- um. Flugtími er reiknaður frá því vé( hreyfist frá flugstöð og þar til hún stöðvast á ákvörð- unarstað. Guðmundur segir ekki til neinn staðlaðan, alþjóðlegan mælikvarða á útreikn- ing meðalflugtíma og hæpið sé að bera sam- an flugtíma hinna ýmsu flugfélaga. Sum taki ekki með í reikn- inginn þann tíma sem fari í þjálf- un, veikindi, orlof o.s.frv. í upp- gefnum meðaltíma flugmanna Flugleiða sé tekið tillit til þessara þátta, og því gæti félagið komið verr út í samanburði við flugfélög sem ekki geri slíkt hið sama. ■ Bandaríkjamenn á ferð kaupa gjafir fyrir á 9. þús. kr. ÁTTATÍU og þijú prósent banda- rískra ferðamanna kaupa minja- gripi eða gjafir á ferðalögum. Meðalupphæð telst vera 80 sterlingspund eða á 9. þús. ÍKR. Árið 1993 fóru 42% Bandaríkja- manna í hjólaferð í fríinu, 10% fóru á skíði upp í fjöll. Og hæstur veitingahúsaskattur þar í landi er í Minneapolis, Nor- folk, Washington DC og Chicago. Ferðamenn í viðskiptaerindum telja mjöt til kosta að ísskápur með drykkjum sé á hótelherbergj- unum og þar næst er vekjara- klukka eftirsóknarverð._ Þessir fróðleiksmolar koma fram í banda- ríska ferðaritinu Conde Nast Tra- veler. ■ Hvar er vefnaður mikilvægastur til útflutnings Rfki útflutningi Nepal 85% Bangladesh 72% Pakistan 69% Maurítíus 54% Sri Lanka 52% Hong Kong 40% Tyrkland 39% Kína 30% Portúgal 30% Gríkkland 27% Indland 25% Marokkó 25% Suður-Kórea 20% Egyptaland 18% Taíland 17% Ungverjaland 14% Ítalía 11% Perú 10% Austurríki 7% Belgía 7% ísrael 7% Danmörk 5% Frakkland 5% Bretland 4% Tógó 3% FERÐALÖG Rokkað hótel í Las Vegas NÝR kafli var skráður í sögu Hard Rock Cafe-veitingahúsanna í síðasta mánuði, þegar opnað var Hard Rock-hótel ásamt spilavíti í Las Vegas í Bandaríkjunum. Á hótelinu eru 340 herbergi og um allt eru minjagripir, tengdir rokk- tónlist, sem metnir eru á um 150 milljónir íslenskra króna. Þar á meðal er gylltur jakki sem Elvis heitinn Presley notaði eitt sinn á tónleikum og gítarar sem slegnir voru og plokkaðir af Bruce Spring- steen og gítarleikara hljómsveit- arinnar Nirvana. Einnig hefur mótorfáki verið komið þar fyrir, sem hljómsveitarmeðlimir Guns ’n’ roses áttu. Úr útvörpum á hótelherbergjum er lítið um talað mál, enda ein- göngu útvarpað frá ijórum tónlist- arrásum. Stórt sjónvarp er í öllum herbergjum, sem eru skreytt myndum af helstu kempum rokks- ins. Stjörnur á penlngum Spilavíti Hard Rock Cafe er til- tölulega venjulegt, þótt það sé myndarlegt. Þar eru 33 spilaborð og yfir 800 spilavélar, en spilapen- ingar eru nýstárlegri, því frægir tónlistarmenn prýða þá. Á fimm dollara mynt er mynd af Red Hot Chilli Peppers, en minning Jimi Hendrix er heiðruð með mynd af honum á 25 dollara spilapening- um. Hótelið er í um tveggja kíló- metra fjarlægð frá McCarran- flugvelli og er verð á gistingu lægra í miðri viku en um helgar. Virka daga kostar 85 Bandaríkja- dali að gista þar, eða um 5.500 krónur, en um helgar er verðið nær 10 þúsund krónur. Hægt er að leigja svitu frá 20 þúsund krón- um á sólarhring. Synt f takt vlö tónlist Innifalinn í verði er aðgangur að sundlaug, sem er hönnuð í anda rokksins. A botni hennar er sandur og hér og hvar glittir í dranga sem standa upp úr vatninu. Hljómflutn- ingskerfí er þannig tengt við laug- ina að tónlistin hljómar undir vatnsyfirborði og er því hægt að synda þar í takt við dúndrandi rokktónlist. Einnig er innifalinn aðgangur að líkamsræktarstöð hótelsins, en toppurinn á öllu þyk- 30 metra hár gítar er vísbend- ing um að hótelgestir séu komnir á réttan stað. ir vera 1.200 manna tónleikasalur, þar sem fyrirhugað er að halda tónleika með helstu rokkstjörnum á hveijum tíma. ■ BT Metframleiðsla í Flugeldhúsinu FRAMLEIÐSLA Flugeldhúss Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei verið jafnmikil og hún var á árinu 1994. Alls voru fram- leiddar 950.793 matareiningar og er það um 17% meira en framleitt var árið 1993. Af þessum 950 þúsund fóru 812.998 í Flugleiða- vélar sem er 13% aukning. Veruleg söluakning hefur orðið á máltíðum til annarra félaga og voru alls 137.795 sem er nær helmings aukning. Mestu munar um sölu til kanadísks félags sem keypti um 33 þús. máltíðir 1994. Frá þessu segir í Flugleiðafrétt- um. Sýninoar hafnar ð íslandsmynd kjð Flugleiðum NÚ UM mánaða-> mótin hófust sýning- ar á kynningarmynd sem Flugleiðir hafa látið gera til sýninga í Boeing 757 vélum sínum. Hólmfríður Árnadóttir hjá þjón- ustudeild Flugleiða sagði að myndin væri alltaf sýnd fyrir lendingu eftir flug frá Banda- ríkjunum og eins oft og unnt væri að koma því við á Evrópuleiðum. Myndin er um átta mínútur að lengd og handrit var unnið hjá Flugleiðum en Sagafilm fram- leiddi. Hólmfríður sagði að myndin væri eiginlega tví- skipt: fyrst væri kynning á Flugleið- um, sagt frá því hvemig menn eiga að bera _sig að eftir komu til íslands eftir því hvort þeir væru að halda áfram eða ætluðu að hafa hér viðdvöl. Síðan væri kynnt hvemig menn kæmust frá flugstöðinni til Reykjavíkur og í seinni hlutanum væri dregin upp mynd af landi og þjóð. Þar væri einnig vikið að því og leiðbeint um hvernig fólk gæti ferðast um land- ið. ■ Siglingar á Irrawaddyíljóti BRESK ferðaskrifstofa, Estem- &Oriental Express hefur nýlega byijað sölu á nýstárlegum skemmtisiglinum, þ.e. ferðum um Irrawaddyfljót í Búrma og verður notað lúxusskip sem áðpr sigldi um Rínarfljót. Ferðirnar em í fjóra daga milli Mandalay og Pagan og verður fyrsta ferðin í október. Nú er verið að breyta Rínar- bátnum Nederland í þessu skyni og verða þar kojur fyrir 100 manns. Verið er að semja við fyrir- tæki og flugfélög að sameina Irrawaddysiglinguna flugi til Búrma, m.a. frá Bangkok, Singap- ore og Kuala Lumpur. Að svo stöddu er ekki gefið upp verð. Hversu heitt er á þeim? / Hitastig í maí Borg /g/ Hiti, °C Amsterdam (M\ 8-18° Aþena 16-25° Bangkok 25-34° Beirút 18-26° Berlín 8-19° Bermuda 18-24° Bombay 23-33° Buenos Aires 8-18° Delí 26-41° Hong Kong 23-28° Istanbúl 12-21° Jakarta 24-31° Jóhannesarborg 6-19° Kaupmannahöfn 8-16° Kuala Lumpur 23-33° Lima 16-23° Lissabon 13-21° London 8-17° Manila 24-34° Mexíkóborg 12-26° Miami 22-29° Nairobi 13-22° Río de Janeiro 19-25° Singapore 24-34° Sidney 11-19° Teheran 14-28° Tokyo 12-22° Varsjá 8-19° Zurich 8-19° Heimild: Executive Travel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.