Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 C 7 Bragðskynið breytisl í háloftwium SÉRFRÆÐINGAR í smökkun hjá British Airways hafa komist að þeirri niðurstöðu að bragðskynið breytist eftir því hve hátt uppi menn eru - þ.e. í flugvél. Að þeirri niður- stöðu fenginni hefur BA í samvinnu við kampavínsfyrirtæk- ið Piper Heisieck þróað og látið fram- leiða nýja tegund kampavíns sem drekka skal í flug- vél í 35 þúsund feta hæð. Fyrir- tækið hefur sam- ið um fram- leiðslu á 1,5 milljón smá- flöskum af kampavíni fyrir British Airways farþega næstu tvö ár. Frá þessu segir í skandin- avíska frétta- blaðinu Board- ing ■ FERÐALÖG í VÍNHÉRUÐUM Austurríkis hanga iðulega kransar á stöng til merkis um að vínbóndinn hafi vín ársins til sölu. Þetta vín er kallað Heuriger og það á dijúgan þátt í því hvað lífíð í Austurríki getur verið notalegt. Austurríkismenn fá sér Heurig- en reglulega. Einn þeirra naut til dæmis ekki frísins á Ítalíu fyrr en hann rakst á Heurigen-stöng á svæði þar sem Habsborgarar réðu áður ríkjum. Þegar hann kom heim úr öðru fríi fékk hann sér Heurigen áður en hann fór heim með töskurnar og heilsaði upp á fjölskylduna. Ferðamenn fara auðvitað líka á Heurigen. Staðir eins og Grinzing við Vín eru vinsælir. Þar er margt um ferðamanninn á hlýjum sumar- kvöldum og skemmtileg stemmn- ing. En Austurríkismenn halda sig yfírleitt á rólegri og fábreyttari stöðum - alvöru Heurigen-stöð- um. Vínbændur Habsborgarakeis- ara fengu leyfi fyrir nokkur hund- ruð árum til að selja hluta af vín- uppskerunni beint til kaupenda. Þeir settu út stöng til merkis um að þeir ættu vín og fólkið í kring og ferðamenn fengu sér hressingu hjá þeim. Seinna fengu þeir einnig leyfi til að selja létta málsverði úr eigin afurðum með víninu. Vínstofurnar voru aðeins opnar þegar bændur höfðu tíma til að sinna gestum og svo_ lengi sem vín ársins entist. Á „alvöru“ Heurigen-stöðum gilda þessar reglur enn. Bændur skiptast á að hafa opið í nokkra daga til vikur í senn. Nágrannam- ir taka eftir Heurigen-krönsunum og fara þangað sem er opið. Sum bæjarblöð birta einnig lista yfir staðina sem hafa Heurigen hverju sinni. Hvítvín er mun algengara en rauðvín og það er oft drukkuð til hálfs með vatni. Gestirnir drekka sinn „Spritzte", spjalla saman eða spila og fara oftast ófullir heim. ■ Arma Bjamadóttir Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir HEURIGEN-stöngin hékk úti í Michaelerhof við Baden í Austur- ríki frá 1.- 19. mars nú í vor. Þau hjónin nutu síðdegisvínsopa í einföldum notalegheitum í Michaelerhof. Lítið vinglas kostaði þar frá 100 til 250 ísl. krónur. ^■HVERNIGJB VAR RUTUFERÐIN Landleiðin til Bagdad SYRLAND ^ Beirúto LÍBANOI) Bagdad Damasku! ÍSRAE Jerúsale Amman EINS og alkunna ætti að vera flestum em engar flugsamgöngur við írak og hafa ekki verið frá því Flóastríðinu lauk. Eina leiðin til íraks er frá Amman í Jórdaníu; um 1.500 kílómetra leið. Ferðir eru nú með nýjum og fínum rútum og farið frá Amman til Bagdad kostaði 10 jórdanska dínara sem er rétt um þúsund krónur. Rútan var nokkuð þéttskipuð. Við lögð- um af stað kl. 8.30 og í útjaðri Amman var stoppað og allir þustu út og komu til baka hlaðnir — í orðsins fyllstu merkingu, brauðum og angaði nú rútan eins og bakarí í morgunsárið næstu klukku- tímana. Ég horfði forvitin á samfarþega mína og velti fyrir mér erindi þeirra; Bagdad er ekki beinllnis í alfaraleið ferðamanna nú um stundir og ég hélt að fáir færu ótilneyddir til Bagdad nema kannski blaðamenn. Og það reyn- ist einatt þrautin þyngri að fá vegabréfsáritun til Iraks. Þarna var ung fjölskylda, hann íraki og hún bresk. Þau sögðust vera að fara í heimsókn til fjöl- skyldunnar og ætluðu að stoppa í tvær vikur. Þárna var írösk kona, June, sem er Armeni og hún hefur búið í Bretlandi í 30 ár og ekki farið heim eins og hún kallaði það enn frá því 1988. Þegar var stopp- að við veitingastað og sjoppu klukkutíma áður en kom að landa- mærunum drukkum við saman kók og hún sagði mér að hún væri dauðkvíðin, hún væri með þrjár úttroðnar töskur af lyfjum, mjólkurdufti og fatnaði handa fjöl- skyldunni. Alllr útlendingar á eyðnlpróf fyrir 100 dollara Ég hafði þá heyrt að írakar gerðu enga athugasemd við það sem inn færi í landið af því tagi og hún róaðist. „Svo vona ég þeir taki gilt eyðniprófið sem ég fór í,“ sagði hún. Þegar ég hváði fræddi hún mig á því að hún hefði fengið þær upplýsingar að allir útlending- ar yrðu að gangast undir eyðni- p'róf í sjúkraskýli við landamærin og borga fyrir 100 dollara. Hún var með plögg upp á vasann frá Bretlandi, þýdd á arabísku um að hún hefði heilbrigt blóð í hvívetna og vonaði að það yrði tekið gilt. Herra Adel Ibrahim í sendiráði íraka í Amman hafði ekki minnst orði á þetta við mig. June hafði mestar áhyggjur af því að spraut- urnar sem væru notaðar til að taka okkur blóð væru ekki hreinar og það hafði ég í bamaskap mínum ekki hugsað út í. Það var gisin umferð og við jórdönsku landamærin gekk skoð- un tiltölulega eðlilega, greiddir 4 jórdanskir dínarar í brottfarar- skatt, litið lauslega á farangur og síðan keyrt um einskismannsland í nokkra kílómetra. Stór mynd af Saddam fagnaði okkur við írösku landamærastöð- ina og nú tók við hin ferlegasta skriffinnska, farangursskoðun og fyrirskipun um að útlendingarnir sem líklega hafa verið tíu alls færu í lögboðið eyðnipróf. June veifaði í örvæntingu sínum vott- orðum en það var engin miskunn, í eyðnipróf og 100 dollara takk eins og aðrir. Ég mundi þá eftir plaggi sem herra Adel hafði látið mig fá og hann sagði það ætti að greiða götu mína við landamærin. Ég gramsaði í mínu dóti og fann bréfíð og rétti það farangurs- skoðunarmann- inum sem hneigði sig snar- lega og skellti aftur skjóðunni minni. Svo sýndi ég það manninum í vegabréfaskoðuninni þar sem allir aðrir voru á fullu að útfylla aðskiljanlegar skýrslur og plögg. Hann hafði engar vöflur á; stimp- ill í passann og velkomin til íraks. Það vár ekki minnst á eyðnipróf né 100 dollara. í Bagdad frétti ég að blaðamenn og diplómatar væru undanþegnir þessari rannsókn. Bflstjórarnir tveir sem skiptust á að keyra buðu upp á te því nú tók við æði löng bið eftir öllum hinum. Ekki má gleyma að sjón- varpsskjár var í bílnum og var fljótlega tekið til við að sýna egypskan trilli. Myndin var síðan sýnd samtals þrisvar á leiðinni og undir lokin var ég farin að átta mig um hvað hún snerist. Það sakar ekki að geta að þegar ég fór þessa leið átta dögum seinna var þessi sama egypska mynd ekki sýnd nema tvisvar. Þá leið mér eins og barni sem kann ævin- týrin sín og nýtur þeirra enn betur fyrir bragðið Umkomulaus fjölskylda send aftur til Bagdad Við þokuðumst ekki af stað fyrr en nærri þremur klst. síðar og vorum stoppuð einu sinni á leið- inni út fyrir landamærastöðina og kom í ljós að ein útlend kona hafði ekki fengið nóg af stimplum svo við urðum að bíða meðan hún var færð aftur í vegabréfsskoðun. Fjögurra manna írösk fjölskylda hafði bæst í rútuna, fátækleg ung hjón með tvö berrössuð og sljóleg börn. Það kom upp úr kafínu að þau höfðu ekki reitt af hendi til- skilda upphæð til að fá að fara út úr landinu og var því snúið við. Unga konan grét hljóðlausum þungum gráti og maðurinn hennar var umkomuleysið og vonbrigðin uppmáluð. Eftir hraðbrautum til Bagdad Svo tók við seinni áfanginn, frá landamærunum til Bagdad sem er um sex klst. akstur. Ekki þarf að kvarta undan vegunum, þeim verð- ur aðeins líkt við glæsilegustu hrað- brautir Evrópu. Eg fór þessa leið nokkru eftir stríðið, þá voru vegir og brýr í þvílíku ástandi að við vorum einlægt að fara krókaleiðir. En nú var til að sjá eins og ekkert hefði gerst. Einhvers staðar hafa leynst peningar til að laga vegi og varla neinir smáaurar dugað. Tveimur tímum áður en við kom- um til Bagdad var stoppað til að fá sér hressingu, það var te og brauð og kostaði 200 íraska dínara sem á réttu gengi er um 20 krónur. Landslagið á leiðinni frá landa- mærunum er ekki tilkomumikið, flatlent en ég sá ekki betur en þarna væri verið að græða upp stór flæmi í því sem mig minnti að hefði verið að mestu urð og gijót. Svo blöstu loks við ljósin í Bagdad. Á árum áður hlýnaði mér um hjartarætur þegar ég kom hing- að og vélin bjóst til lendingar í Bagdad, þessari ilmríku, hreinu og fallegu borg. Nú var þessi tilfinning kvíða blandin; við hveiju gat ég búist nú eftir fimm ára viðskipta- bann og hremmingar sem hafa kostað mannslíf sem kannski skiptu mörg hundruð þúsundum. Umferðarmiðstöðin er rétt hjá Hótel A1 Rasheed og leigubílstjóri bauðst til að keyra mig fyrir 600 dínara, það eru 60 krónur og það er einnig sjötti hluti venjulegra mánaðarlauna. Þegar ég kom á A1 Rasheed var klukkan 2 að nóttu, ferðin hafði tekið um 17 klukkustundir. Síðan fóru í hönd dagar í Bagdad. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.