Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Hoinstraidir aðlifna NÚ ER nóttin á Homströndum að mestu orðin björt og fiðringur kominn í þá sem fyrstir leita norð- ur í þessa náttlausu furðuveröld. Menn eru farnir að huga að húsum sínum, en óvenju snjóþungt er víða nyrðra á þessu vori. Aðrir huga að reka og nokkuð hefur verið sótt í svartfugl sem fyllir sjóinn út af björgunum. Rekahlunnindi hafa löngum ver- ið talin mikilvæg búbót, en auk lögbýlanna, sem að sjálfsögðu eiga reka á sínum fjömm, hafði kirkjan og yfirvöld komið málum þannig fyrir að margar góðar rekafjörur urðu utan lögbýla á svokölluðum almenningum. Gísli fréttaritari var á rekafjöru í byrjun maí. Svo virð- ist sem norðvestan áttin í vetur hafi valdið því að megin rekinn hafi lent austan Hombjargs. Stór- viðrin í vetur hafa valdið því að Ækinn er hátt uppi og margt áhugavert að skoða fyrir þá sem þama verða í sumar. Innan skamms halda svo eggja- tökumennirnir í Hornbjarg, en þangað leitar hvert vor sveit full- huga sem fara á handvöðum um bergið og safna svartfuglseggjum, sem lenda svo á borðum fólksins í bæjum og borg, sem margt dreymir um ævintýrin í björgunum. ■ Úlfar Ágústsson, ísafirði Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson UM HELGINA ÚTIVIST EFNT er til dagsferðar sunnudag 14. maí og verður þá farið í létta fjallgöngu á Miðfell, austan við Þingvallavatn. Fjallið er ekki hátt en gefur einstakt útsýni yfir Þing- vallavatn, Grafning og Þingvalla- sveit. Frítt er fyrir böm yngri en 16 ára. Lagt af stað frá BSÍ kl. 10.30. Stansað við Árbæj- arsafn og í Mos- fellsbæ fyrir þá sem eiga hægara með að komast þangað. FÍ Föstudag 12. maí kl. 20 er brottför í ferð- ina SnæfelIsjökuII- Snæfellsnes. Geng- ið á jökulinn á laug- ardag og er um 7 klst. ganga. Gist í svefnpokaplássi á Lýsuhóli. Laugardag 13.maí verður hin ár- lega fuglaskoðunarferð í samvinnu við Hið ísl. náttúrufræðifélag. Brott- för er kl. 10 frá BSÍ og Mörkinni. Áhugi fólks á náttúrufræði hefur farið mjög vaxandi og ekki síst á fuglum og lifnaðarháttum þeirra. Síðan 1967 hefur FÍ farið fuglaskoð- unarferð um Miðnes og Hafnarberg í maí þegar flestir farfuglar eru komnir. í Hafnarbergi má sjá allar bjarg- fuglategundir landsins, að haftyrðli undanskildum. Af bjargbrún sér til Eldeyjar þar sem súlan heldur sig og flýgur oft nærri berginu. Þá má e.t.v. sjá skrofuna syndandi en hún verpir í Eyjum. Straumandarstegg- urinn þykir hvað fegurstur fugla og skyggnst verður sérstaklega eftir straumöndinni þama. í fuglaskoð- unarferð 1970 var farið að skrá þær fuglategundir sem sáust í ferðum frá ári til árs og þátttak- endur era með í að gera þessa fuglaskrá. Loks er að nefna raðgöngu FÍ, nátt- úruminjagangan, sem farin er í tilefni náttúravemdarárs Evrópu. Fjórði áfangi er á sunnudag og leiðin er þvert yfir Reykj anesskagann, en hún hófst á Sel- tjarnamesi 23.apríl. Henni lýkur á Selatöngum 25.júní. Með göngunni er vakin athygli á stöð- um og svæðum sem eru á náttúra- minjaskrá og í flestum áfanganna er fræðsla um náttúrufar staðanna. í áfanganum nú sem lagt er í kl. 13 á sunnudag verður gengið frá Elliðavatni niður í Selgjá við Vífils- staðahlíð. Margir hafa verið með frá bytjun en nú er tækifæri til að vera með í þeim hluta leiðarinnar þar sem gengið er með Reykjanesfjallgarði. Fimmti áfangi er kvöldganga í Búr- fellsgjá miðvikudag 17.maí. ■ Valhúsa- thaáJ 3. ferð: 3. maí, « kl. 20:00 { Fossvogsdalur- Elliðavatn Suðurncj Höskuldar- vellir á 1. ferð: 23. aprfl, kl. 13:00L Suðumes - Valhúsahæð 2. ferð: 30. apríl, kl. Valhúsahæð'Öskjuhlið 10:30 Náttúru- minja- gangan Raðganga Ferðafélags ^ íslands 1995:<://y 4. ferð: 14. maí, kl. 13:00 Elliðavatn-Selgjá Fjölskylduganga: kl. 13:00 Vifilsstaðahlfð-Selgjá f-x-rr‘VK 5. ferð: 17. maí, kl. 20:00 Selgjá-Búrfellsgjá-Kaldársel I *v |Kaldársel 7. ferð: 11. júní, kl. 10:30 Vatnsskarð-Eldborg-Djúpavatn Fjölskylduganga: kl. 13:00 Höskuldarvellir-Djúpavatn Kcilir Húsfcll y 6. ferð: 25. maí, kl. 13:00 Kaldársel-Vatnsskarð yVfS ögmundar- hraun Selatangar / Vigcíísar-, vellir {/ 'I\r ' /"} !? Kiýsuvík;/ Mælifdl' K ■ J r 1 r'fti'0 O'suv/kurberg 8. ferð: 25. júní, kl. 10:30 Djúpavatn-Núpshlíðar- háls-Selatangar Fjölskylduganga: kl. 13:00 Selatangar Vinnuvikan stytt í Kína KÍNVERSKIR ráðamenn hafa ákveðið að stytta vinnuviku fólks úr 44 stundum í 40 og gekk þetta í gildi frá 1. maí. Þetta mun skapa um það bil eina milljón nýrra starfa, einkum í iðnaði og þjón- ustugreinum. Atvinnumálaráðuneyti Kína stytti vinnuvikuna í fyrra úr 48 stundum í 44 og varð það til að framleiðni í iðnaði jókst um 30% á árinu. Frá þessu er greint í tíma- ritinu Far Eastern Economic Revi- ew. ■ Farfuglaheimili í Hafnarfirði UM MÁNAÐAMÓTIN tók til starfa farfugla- heimili, Arahús, í Hafnarfirði og er það í hjarta bæjarins, við Strandgötu 21. I upp- hafí aldarinnar hét hús á þessari lóð því nafni. Þar er rúm fyrir 20 gesti og áætlað að bæta við fimm 2ja manna herbergjum í haust. Gisting í Arahúsi kostar frá 1.250 kr. nóttin og kostur er gef- inn á morgunverði fyrir þá sem þess óska. Eig- endur segjast í framtíð- inni ekki síst sækjast eftir íslendingum sem koma utan af landsbyggðinni til útréttinga eða hvíldar á höfuðborgarsvæðinu eða Stórhafnarfjarðarsvæðinu eins og einn Gaflarinn orðaði það. Frá far- fuglaheimilinu er stutt í sund, versl- anir, pósthús, banka eða veitinga- hús og almenningsvagnar stoppa rétt hjá. Eigendur Arahúss era Ingvar Geirsson og Sigurður S. Bjarnason og er heimilið félagi í Bandalagi Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR S. Bjarnason, annar eigenda far- fuglaheimilisins í Hafnarfirði, við Arahús. ísl. farfugla. Þeir Sigurður og Ing- var vildu koma því á framfæri við þá sem þekktu ekki til á farfugla- heimilunum að gestir ættu aðgang að eldhúsi með öllum tækjum og geta eldað sér máltíðir þar og snætt í borðstofu heimilisins. Morgunverð er hægt að kaupa með gistingu og er hann framreiddur af veitinga- staðnum Ólsen Ólsen og ég sem er á götuhæð hússins. I Mynd im etriár Hamsuns í BLAÐINU Norwaysegir frá því að nú standi yfir gerð myndar um síðustu æviár rithöfundarins Knuts Hamsun og Maríu konu hans sem var 25 árum yngri en hann. Það er sænski kvikmynda- leikstjórinn Jan Troell sem stendur að gerð myndarinnar. Max von Sydow fer með hlutverk Hamsuns og danska leikkonan Gita Nörby leikur konu hans. Hamsun var mjög umdeildur á árunum fyrir síðari heimsstyijöld- ina og meðan á henni stóð vegna meintrar hollustu við nasisma. Ekki tóku við betri ár eftir að stríð- inu lauk og var Hamsun hnepptur í fangelsi og leiddur fyrir dómstól fyrir landráð. Ákærur voru látnar niður falla vegna aldurs en Hams- un var þá á tíræðisaldri. ■ Beint tlug til Toronto SAMVINNUFERÐIR-Landsýn efna til beinnar ferðar til Toronto í Kanada þann 15. júlí og heim- ferð er 4. ágúst. Verð flugferðar með sköttum er 48.600 kr. á mann. Bent er á í fréttatilkynn- ingu SL að frá Toronto sé stutt til allra átta, bæði fyrir þá sem vilja skoða íslendingabyggðir í Kanada eða halda til Bandaríkj- anna. Borgin er við Ontariovatn á landamærum Kanada og Banda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.