Morgunblaðið - 16.05.1995, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.05.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 C 3 HM I HANDKIMATTLEIK Leikur Rohers kom okkur í opna skjöldu - sagði Valdimar Grímsson eftir leikinn gegn Sviss Valdimar Grímsson var ekki ánægður eftir leikinn gegn Sviss. „Ég leyni því ekki að ég er hálf „sjokkeraður" og vonsvikinn eftir þennan leik. Við reyndum að undirbúa okkur eins og hægt var fyrir þennan leik en það gekk því miður ekki betur en þetta. Það var ákveðið óöryggi í sóknarleiknum, boltinn fékk ekki að fljóta nægilega vel. Þegar við vorum komnir í hálf- færi slepptum við boltanum í stað þess að láta bijóta á okkur og ég er ekki ánægður með það.“ „Markvarslan var líka alveg í lágmarki. Við verðum að veija 15 til 20 bolta í svona leik til að eiga raunhæfa möguleika móti liði eins og Sviss. Þetta er auðvitað samspil markvarða og varnar. Svisslending- ar eru með mjög öflugar skyttur og þeir voru að skjóta langt fyrir utan punktalínu og við vorum kannski of seinir út á móti þeim.“ REYKJAVÍK - Patrick Roher kemur irm í lið Svisslertdinga og á stórleik, skorar níu mörk úr 10 skotum. Þið hafið væntanlega ekki reiknað með hon- um í aðalhlutverki? „Nei, það er engin launung að þessi leikmaður kemur okkur mikið á óvart. Við höfðum aldrei séð þenn- an leikmann áður. Hann kom aðeins inná í öðrum leik þeirra og gerði enga stóra hluti og við reiknuðum því ekki með miklu af honum. Við vorum fyrst og fremst búnir að undirbúa okkur gagnvart Rubin. Hann er leikmaður sem kemur mik- ið inná miðjuna, en síðan kemur þessi leikmaður sem við reiknuðum ekki með og það setti okkur út af laginu." - Verður ekki erfitt að ná sér upp eftir þessa tvo tapleiki í 16-Iiða úrslitum? „Nei, alls ekki. Við höfum sýnt það og sannað að við leggjum okk- ur alla fram. Um leið og við bökkum hvorn annan uppi og komum tví- efldir til leiks gengur þetta betur. Þetta þýðir að við verðum að fara svolítið aðra leið að undanúrslitum en við ætluðum okkur í upphafi." Strákarnir eru komn- ir til Reykjavíkur ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, ákvað eftir leikinn gegn Svisslendingum, að skipta um umhverfi — landsliðið er komið til Reykjavíkur, eftir að hafa verið á Hótel Örk í Hvera- gerði í síðustu viku. „Eg vildi vera áfram með strákana í Hvera- gerði, en eins og málin hafa þróasttel ég að það sé nauðsynlegt að skipta um umhverfi," sagði Þorbergur. Dvalarstaður landsliðs- ins er nú Hótel Saga. Eftir leikinn gegn Svisslendingum fór landsliðshópurinn saman í leikhús og síðan heim til sín. Landsliðs- hópurinn mætti síðan á landsliðsæfingu á sunnudag, fóru á leik Rússiands og Tékklands í Kaplakrika á sunnudagskvöldið og þaðan til Hveragerðis til að sækja farangur sinn — gera sig klára til að yfirgefa Hveragerði í gærmorgun. Til Reykjavíkur kom liðið um hádegi. 'ELANL: Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RÁÐÞROTA! íslendingar áttu ekkert svar við leik Svisslend- inga. Þorbergur Aðalstelnsson, landsliðsþjálfari, hafði greinilega áhyggjur af gangi mála. Vantaði allt frumkvæði - sagði Geir Sveinsson, íyrirliði íslands Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, var eini leik- maður íslands, sem spilaði af eðli- legri getu eins og hann hefur reyndar gert í allri keppninni. Hvaða skýringu hefur hann á frammistöðu liðsins gegn Sviss? „Það er kannski einfalt. Við vorum ekki að spila góðan hand- bolta. Við fáum ekki það út úr þeim einstaklingum, sem eru að spila, sem við eigum að fá. Ein skýring er sú að markverðirnir og við hinir þekktum ekki þennan Rohr. En það afsakar það ekki að hann skuli skora níu mörk úr tíu skotum." - Sóknarleikurinn var nú ekki heldur til að hrópa húrra fyrir? „Nei, ég held í raun að það sé sama hvar mann ber niður. Það var allt lélegt og vantaði frum- kvæðið í öllu.“ - Nú erum þið með marga sér- fræðinga og aðstoðarmenn, var undirbúningnum fyrir leikinn ábótavant? „Nei, hann var eins góður og kostur er. Hann var reyndar mjög stuttur. Við komum austur í Hveragerði klukkan níu í gær- kvöldi og vorum að til miðnættis og byijuðum svo aftur klukkan tíu í morgun og vorum til_ hádegis. Þannig að við nýttum þennan stutta tíma mjög vel og ekkert út hann að setja. En þegar inn á völlinn er komið eru það við sem eigum að standa klárir á því sem fyrir okkur var lagt. Þjálfarar og aðrir geta þá ósköp lítið gert ann- að en séð um innáskiptingar." - Er það kannski þessi mikla pressa sem er á leikmenn sem gerir það að verkum að þeir gera ekki\ það sem fyrir þá er lagt? „Ég get ekki svarað fyrir hina leikmennina. Ég hef sjálfur mjög gaman af því að spila hér í Laugar- dalshöll fyrir þessa áhorfendur sem eru alveg meiriháttar. Ég nýt hverrar mínútu sem ég spila hér. Aðrir verða að svara fyrir sig, hvort það sé of mikil pressa á þeim.“ Morgunblaðið/RAX GEIR Sveinsson tekur hraustlega á einum leikmanni Sviss, sem sækir að marki. Elnar Gunnar Sigurðsson og Guðmund- ur Hrafnkelsson eru einnig á myndinni. Hemandez varði vel VLADIMIR Rivero Hern- andez, markvörður frá Kúbu hefur varið flest skot í keppn- inni, 91 talsins en hann hefur þurft að eiga við 217 skot frá mótherjum sínum. Suk-hyung Lee, markvörður Suður- Kóreu, er ekki langt undan með 42% nýtingu eins og Hernandez. Hann hefur varið 68 af þeim 162 skotum sem hann hefur fengið á sig og Roif Dobler er með 68 af 160 skotum varin. Slök nýting hjá Kúveit YOUSEF Alfadhli, maikvörð- ur Kúveit var sá markvörður sem hafði slökustu nýtinguna í keppninni, varði 40 af þeim 125 skotum sem hann fékk á sig, eða 32%. Andreij Lavrov markvörður Rússa varði 41 af 109 skotum, 38% og Ro- lando Pusnik frá Slóvéníu varði 42 skot af 122 og var með 34% nýtingu. Patrekur „Við höfðum svar við öllu“ Urs Múhlethaler, þjálfari Sviss- lendinga, var ánægður með leik sinna manna. „Við lékum mjög vel bæði í sókn og vörn og Patrick Rohr átti stórleik og ég held að það hafi komið íslenska liðinu á óvart eins og mér hversu sterkur hann var. Við leystum vörn íslenska liðs- ins vel. Við leystum 3-2-1-vörn Kóreumanna vel og gerðum það einnig gegn íslensku vörninni. Þetta sýnir vissan styrk. Við höfðum svar við öllu — bæði sóknar- og varna- raðgerðum íslenska liðsins. Við erum með gott lið og góða leikmenn í hverri stöðu.“ Hann sagðist hafa verið svolítið hraéddur við það að láta Rohr leika í stað Rubins, sem var meiddur, því hann vissi ekki hvernig hann myndi leysa það hlutverk. „Hann fékk gott rými vegna þess að íslendingar reiknuðu ekki með honum. Þeir lögðu áherslu á að stöðva Marc Baumgartner." „Þetta var erfiður leikur og hann var ekki auðveldur fyrir okkur. ís- lenska liðið var inni i leiknum allt þar til fímm mínútur voru eftir. Við undirbjuggum okkur mjög fyrir þennan leik. Skoðuðum myndband með leik íslenska liðsins og koit- lögðum það og eins skoðuðum við hvað íslensku leikmennirnir, þjálfari og aðrir sögðu í fjölmiðlum fyrir leikinn. Ég held að þetta hafi hjálp- að okkur með þessi tvö til þrjú mörk sem við þurftum til að sigra," sagði þjálfarinn. Liðsheildin skóp sigurinn Patrick Rohr var ekki að státa sig af afrekum sínum og sagði að liðið ætti fýrst og fremst hrós skil- ið fyrir frammistöðuna en ekki hann einn. „Ég hefði aldrei getað unnið íslendinga einn og því er það fyrst og fremst góð liðsheild sem skóp þennan sigur. Þjálfarinn undirbjó okkur mjög vel fyrir þennan leik og við vorum einbeittir frá fyrstu mínútu." „óþekkur" PATREKUR Jóhannesson hefur þurft að hvíla í 12 mín- útur samkvæmt ákvörðunum dómaranna, en samkvæmt brottrekstxarlistanum eru það Mashiko Tanaka frá Jap- an og Péter Kóvacs frá Ung- verjaiandi sem eru harðastii- í horn að taka, eða „óþægast- ir“ því báðum var skipað að hvíla sig í 14 mínútur. Þeir hafa báðir lokið keppni þaim- ig að þeir halda ekki þessum vafasama titli, en margir leik- menn hafa þurft að hvíla í 12 mínútur eins og Patrekur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.