Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 Kvóti við Japan • STJÓRNVÖLD í Japan hafa ákveðið að sefja kvóta á veiðar innan efnahagslögsögunnar við landið og kemur hann til framkvæmda á fjárlagaárinu 1997. Kvótinn mun ekki aðeins takmarka veiðar Japana, heid- ur einnig erlendra skipa, sem stunda veiðar innan japönsku lögsögunnar, t.d. suður-kóre- skra, og búist er við, að í kjöl- farið muni Japanir neyðast til að auka innflutning á fiski. Ákveðinn verður heildar- kvóti fyrir hveija tegund ár- lega og verði veitt umfram hann kemur það til skerðingar á næsta ári. Auk þess verður fjöidi fiskiskipa takmarkaður og dregið úr sókn með nokk- urs konar banndagakerfi. Til að byija með verður lögð mest áhersla á að draga úr veiðum á geimef, sardínu og makríi. Morgunblaðið/Sverrir FTC-beinhreinsivéiin hefur verið aðlöguð að þörfum almennrar fisk- vinnslu. Gísli Karel Eggertsson sýnir hvernig vélin vinnur og hjá honum er Gunnar Óskarsson framkvæmdatjóri FTC á íslandi hf. Ný vél hreinsar bein úr helstu fiskflökum ***^*^^**^^^^*****^* FTC á íslandi hf. hefur gert breytingar nTíílin milro m/tinmi a beinhreinsivélinni frá FTC og segir X atm ctuivct iry tiiig u Gunnar óskarsson framkvæmdastjóri flakn lim 4-1 0% að nú sé mögulegt að heinsa beinin úr flestum tegundum fiskflaka með viðunandi afköstum og öryggi. Telur hann að þessi nýja vinnsluaðferð geti aukið nýtingu flaka um 4-10% sem þýtt geti eins til tveggja milljarða kr. aukningu aflaverðmætis á ári ef notkun hennar yrði nokkuð almenn. FTC á íslandi hf. hefur flutt bein- hreinsivélina inn í fjögur ár til notkun- ar við laxavinnslu. Gunnar segir að hún hafi ekki hentað nógu vel til notkunar í bolfiskvinnslu vegna þess að hún vildi bijóta beinin og við hana hafi verið nokkuð mikil handavinna. Á þessum tíma hefur fyrirtækið þróað vélina áfram með þarfir fiskvinnslunnar í huga og telur hann að búið sé að leysa helstu vandamálin. Nýtt borð sem þróað var af FTC á íslandi og framleitt er hér á landi gerir alla vinnu við vélina einfaldari og þægilegri en áður. í stað þess að halda á vélinni er hún fest í borð og er flakinu rennt yfir beinahjólið og flakið verður beinlaust. Afköstin 10 flök á mínútu í upplýsingum frá fyrirtækinu kem- ur fram að fyrstu prófanir vélarinnar gefi til kynna að með nægilegri þjálf- un geti afköst hennar orðið að minnsta kosti 10 flök á mínútu þegar um ufsa, ýsu og karfa er að ræða og 4-8 þorskflök. Ennfremur er hægt að fá sérstakt flæðilínuborð fyrir vélina sem auðvelt á að vera að koma fyrir í öllum stærri fiskvinnsluhús.um. Ákveðið að byggja fjóra mjöltanka á Eskifirði mmmmmmmmmmmmmmmm^m stjórnendur Hraðfrystihúss \ llíll’ fnlTíii' Eskifjarðar hafa ákveðið að byggja rviiai gtry iiiöiui i uiiui f sumar fjóra mjöltanka við loðnu. verksmiðju fyrirtækisins, fyrir alls um 3.600 tonn af mjöli. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 150 milljónir kr. 100 þúsund kr. styrkur á meðalbát • BYGGÐASTOFNUN sendir á næstunni út bréf til smábátasjó- manna þar sem beðið er um ákveðnar upplýsingar vegna fyr- irhugaðrar útdeilingar á 40 millj- óna kr. styrkjum sem Aiþingi ákvað að veita triiiukörlum á aflamarki vegna skerðingar á aflaheimildum. LIU krafðist þess að stærri bátar nytu einnig styrkjanna en ákveðið hefur verið að miða þá við báta undir 10 tonnum. Búast má við að um 350 bátar af þess- ári stærð njóti styrkjanna og verður þá meðaltalsstyrkur á bát liðlega 100 þúsund kr. Björn Kristinsson verksmiðjustjóri segir að mikil vandræði hafi verið með geymslupláss fyrir afurðir verksmiðjunn- ar. Mjölið frá loðnuvertíðinni er geymt í kössum í verksmiðjunni og stórsekkjum í síldarskemmum um allan bæinn. Hann segir að nú séu fil í birgðum 5.000- 6.000 tonn af mjöli og 220 tonn bætist við á hveijum sólarhring á meðan síldin veiðist. Verksmiðjan ráði ekki almenni- lega við þetta þó öll ráð séu reynd. Laxinn sveltur Mjölverð er tiltölulega lágt um þessar mundir og hafa verksmiðjur því reynt að halda að sér höndum með sölu í von um að fá hærra verð síðar. Hágæða- mjöl frá loðnuverksmiðjunni á Eskifirði fer mikið til laxeldis en Björn segir að Norðmenn séu hræddir við offramboð á laxi og svelti fiskinn til að spara og draga úr vexti hans. Ofan í þetta hafi síldin óvænt komið svo mjög sé farið að þrengjast um geymslupláss hjá fyrir- tækinu. Nú sé að því komið að verk- smiðjan neyðist til að selja afurðir á því lága verði sem nú fæst á markaðn- um. Segir Björn að bygging mjöltank- anna sé nauðsynleg til þess að verk- smiðjan geti hagað sölu afurðanna meira eftir markaðsaðstæðum en geymsluplássi. Nýtt fólk til starfa hjá SH • í FROSTI, fréttabréfi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna, er kynning á nokkrum starfsmönnum SH sem komið hafa til starfa hjá fyrirtækinu á undanförnum mánuðum. Helgi Jóhannesson við- skiptafræðingur hóf störf sem eftirlitsmaður í skoðunarstofu SH í ársbyijun 1995. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1987 og prófi í viðskiptafræði (mark- aðssvið) frá Háskóla Islands í febrúar 1993. Helgi stundaði sjó með námi á frystitogaran- um Haraldi Kristjánssyni frá Hafnarfirði og var þar einnig að loknu námi, meirihluta árs 1993. Fyrrihluta árs 1994 vann hann í 4 mánuði í banka í Madison, Wisconsin á vegum ALESEC og um tíma við markaðs- og sölustörf hjá út- gáfufélaginu Fróða. Helgi er 27 ára gamall, fæddur á .Blönduósi, en uppalinn á Sauðárkróki og telur sig Skagfirðing. Hann er áhuga- samur um íþróttir, fyrrverandi landsliðsmaður í karate og ís- landsmeistari í tveimur grein- um. Sambýliskona hans er María Magnúsdóttir og eiga þau einn son. Teitur Arnlaugsson líf- fræðingur tók við starfi Jó- hönnu Gunnarsdóttur þegar hún fluttist í innkaupadeild síðla árs 1994. Hann er Reyk- víkingur, fæddur 1947, lauk prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1973 og stundaði nám í ferskvatnsfiskifræði við Há- skólann í Liverpool í Eng- landi, 1974 til 1976. Teitur vann hjá Veiðimálastofnun 1976 til 1982, var framleiðslu- stjóri hjá Fljótalaxi í Fljótum og síðan hjá Isþór hf. í Þor- lákshöfn 1982 til 1992. Hann var verkefnisstjóri við fiskeldi á vegum Rannsóknarráðs rík- isins til 1994. Sambýliskona Teits er Ingi- björg Sverrisdóttir og eiga þau tvo drengi saman, en fyrir átti Teitur tvær dætur. Elín Jónsdóttir, löggiltur endurskoðandi, hóf störf við Helgi Jóhannesson Teitur Arnlaugsson Elín Jónsdóttir Magnús Ó. Schram innri endurskoðun hjá SH í apríl 1995 og tekur við af Ásu K. Karlsdóttur, sem flytur af landi brott nú í sumarbyijun. Elín er stúdent frá Verzlunar- skóla íslands og lauk prófi [ viðskiptafræði frá Háskóla ís- lands 1989. Hún hefur unnið við endurskoðun hjá Endur- skoðunarmiðstöðinni Coo- pers & Lybrand (áður N. Manscher) og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa 1994. Elín er Rangæingur, ættuð úr Þykkvabænum. Eiginmaður hennar er Júlíus Sigurðsson og eiga þau tvo syni. Magnús Ó. Schram hóf störf í markaðsdeild SH í janúar 1995. Hnan útskrifaðist frá Verslunarskóla Islands 1956 og hefur á li.ðnum árum sótt ýmis verslunar- og stjórn- unamámskeið hérlendis og er- lendis. Magnús vann hjá Hamp- iðjunni í 22 ár, lengst af sem skrifstofustjóri, en fluttist til Bandaríkjanna 1979 og var þar til 1984, iengst af sem að- stoðarframkvæmdastjóri hjá verslunarkeðjunni Danica, síðar Scandinavian Design, í Los Angeles, Kaliforníu. Verslun þessi er þekkt fyrir sölu hús- gagna frá Skandinavíu. Eftir heimkomuna var Magnús að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Asiaco og síðar Fiskileiðum hf. sem hafði að aðalverkefni sölu- og útflutning fyrir Skag- strending hf. Magnús kom til SH þegar Skagstrendingur gekk í Sölumiðstöðina í ársbyij- un 1995 og starfar sem sölu- stjóri í markaðsdeild 1. Magnús Schram er 58 ára gamall. Eig- inkona hans er Gunnhildur Schram og eiga þau fjögur börn. Rjómasoðinn trjónufiskur SOÐNIIMGIN TRJÓNUFISKUR veiddist fyrst hér við land fyrir fjöru- tíu árum, í Rósagarðinum. Þrjú ár Iiðu þar til hans varð næst vart en síð- an hafa veiðst árlega nokkrir fiskar, suður og vestur af landinu en þar eru þeir nokkuð algengir. Hér við land veiðast tvær tegund- ir fiska af trjónuætt, langnefur auk trjónufisks. Síðar- nefnda tegundin þekkist á því trjónan er i beinu fram- haldi af haus, hún er ailbreið, slétt og lin fremst. Gunn- ar Jónsson segir í fiskabók sinni frá árinu 1992 að nyt- semi trjónufisks sé engin en tilraunir hafi sýnt að hann sé vel ætur. Guðjón Harðarson, matreiðslumaður í Múla- kaffi, hefur útbúið uppskrift að trjónufiski sem gott getur verið að grípa til ef menn ná sér í þennan sjald- gæfa fisk. Rétturinn er fyrir fjóra og í hann þarf: 800 gr. hreinsaður trjónufiskur fínsaxaður rauðlaukur dl hvítvín eða mysa smáskorin gulrót smáskorin paprika peli rjómi smáskornir sveppir söxuð steinselja kjúklingakraftur sósujafnari Fiskurinn er heinsaður vel, skorinn í sneiðar og skol- aður vel. Laukur og hvítvín er sett á pönnu og soðið niður. ltjómanum er bætt út í og suðan látin koma upp. Fiskurinn er settur út í ásamt grænmetinu og soðinn í 2-3 mínútur. Þá er fiskurinn tekinn upp úr, kraftur settur í soðið, þykkt með sósujafnara og hellt yfir fisk- inn. Þetta er borið fram með hrísgrjónum, fersku sal- ati og ristuðu brauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.