Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heíma 18.v i 19Ívl'0 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 465,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 57,3 tonn á 76,40 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 43,8 tonn á 77,33 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 364,8 tonn á 83,88 kr./kg. Af karfa voru seld 55,4 tonn. í Hafnarfirði á 48,95 kr. (18,01), á Faxagarði á 48,61 kr./kg (4,51) en á 53,26 kr. (32,91) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 129,0 tonn. í Hafnarfirði á 43,49 kr. (31,91), á Faxagarði á 37,92 kr. (1,11) og á 51,22 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (96,01). Af ýsu voru seld 167,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 69,86 kr./kg. Karfi Kr./kg 80 70 60 50 40 Ufsi Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi i síðustu viku, samtals 762,8 tonn á 94,64 kr./kg. Þar af voru 27,1 tonn af þorski seld á 108,75 kr./kg. Af ýsu voru seld 309,5 tonná 75,19 kr./kg, 162,9 tonn af kola á 98,51 kr./kg, 90,8 tonn af grálúðu á 163,37 kr./kg. og 12,6 tonn af karfa á 87,22 kr. hvert kíló. Þorskur —<i"nn Karfi ■■■■■» Ufsi «■■■■ Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi 207,6 tonn á 93,66 kr./kg. Þar af voru 160,9 tonn af karfa á 96,79 kr./kg, en 25,4 tonn af ufsa á 60,99 kr./kg. Vinsældir síldarinnar dvínandi I Þýskalandi mmmmm ÞÝSKALAND er einn stærsti markaður heims fyrir neyslusíld, árleg lir SÍÓ neysla tæP 200.000 tonn upp úr sjó. Síld hefur gegnum árin verið vinsælasta fiskitegundin í Þýskalandi. Árið 1993 var síldin með um 23,2% markaðshlutdeild af heildarfiskneyslunni í landinu. Þetta samsvarar tæplega 117.000 tonnum af neyslusíld, eða rúmlega 194.000 tonnum uppúr sjó.-Vinsældir síldarinnar virðist þó á undanhaldi. Árið 1993 var neyslan 26.000 tonnum minni en árið 1992. Árleg neysla t 200.000 tonn upp Rúmlega 18% samdráttur var í neyslu síldarafurða í Þýskalandi árið 1993 samanborið við árið áður. Þar með tók sú samfleytta neyslu- aukning seinustu ára enda. Neyslan náði hámarki 1992 þegar Þjóðveijar neyttu tæpra 143.000 tonna af síld- arafurðum, en það magn samsvarar tæplega 260.000 tonnum upp úr sjó. Þrátt fyrir að neysla hafi dreg- ist saman er síld ennþá með hæstu markaðshlutdeild allra fiskitegunda í Þýskalandi eða 23,2% árið 1993. Til samanburðar var hlutdeildin 28,6% árið 1992. Ástæða þessa samdráttar í síldameyslunni er margþætt. Talið er að einna þyngst vegi aukin samkeppni, samfara auknu framboði af hinum ýmsu fiskitegundum á markaðnum fyrir sjávarafurðir í Þýskalandi, og breyttir neysluhættir. Til að stemma stigu við þessari þróun var á sein- asta ári lagt út í stórt markaðsátak sem hafði það að markmiði að auka síldarneysluna. Hvort það starf hef- ur skilað árangri er ekki að fullu vitað þar sem tölur um neyslu sein- asta árs liggja ekki fyrir. Bráða- birgðatölur gefa hins vegar í skyn aukningu í síldameyslunni árið 1994. Þannig að markaðsátakið virðist hafa skilað einhverjum ár- angri. Mikill innflutningur Það sem einkennir markaðinn fyrir síldarafurðir í Þýsklandi einna mest er hversu háður innflutningi hann er. Enda hafa síldveiðar Þjóð- veija minnkað mjög mikið seinustu áratugi og dekka þær í dag einung- is um 20% af því magni sem mark- aðurinn þarf. Innflutningurinn er því í kringum 80% af því magni sem fer til neyslu eða tæp 95.000 tonn árið 1993. Það er ekkert sem bend- ir til að hlutfall þetta muni breytast til muna á næstu ámm. Þannig að Þýskland mun halda áfrarg,að flytja inn mikið magn síldarafurða . Helstu innflutningsþjóðir era Danmörk, Holland, írland, Noregur og Kanada. Þar af er Danmörk stærsti innflytjandinn með innflutn- ing á bæði ferskum og frosnum síld- arafurðum. Kanadamenn flytja nær eingöngu frosnar síldarafurðir til landsins og Hollendingar era með mestan innflutning saltsíldar. írar og Norðmenn flytja aðallega inn ferskar síldarafurðir, en einnig eitt- hvað af frosinni. Ef við lítum á þró- unina í innflutningi á síldarafurðum seinustu ára er athyglisvert að inn- flutningur á afurðaflokknum fersk flök, hefur dregist mikið saman milli áranna 1992 og 1993. Á sama tímabili hefur innflutningur á kryddsíld aukist verulega. Fyrir hina flokkana eru breytingarnar minni. Innflutningur heillar, ferskrar síldar og heilfrystrar síldar eykst á tímabilinu 1990 til 1993, en inn- flutningur frosinna flaka og saltsíld- ar dregst saman. Því mesta af veið- um Þjóðveijanna sjálfra er landað sem heilli síld bæði frosinni og ferskri, en mun minna sem flök. Sú neyslusíld sem kemur á land í Þýsk- landi fer að mestu leyti til frekari vinnslu hinna ýmsu síldarrétta. Það er mikil hefð fyrir síldarneyslu í landinu og fjölbreytt framboð af hinum ýmsu síldarréttum i verslun- um. Sem dæmi um það er: reykt síld, marineruð síld, ýmis salöt og matjessíld. Síldar er einnig neytt ferskrar í talsverðum mæli. Sveiflur í útflutningi Það er athygglisvert að þrátt fyr- ir að Þýskaland þurfí að flytja inn um 80% af sinni neyslusíld er út- flutningur á síld frá landinu tals- verður. Árið 1993 vora rúmlega 26% af þeirri síld sem kom á land í Þýska- landi flutt út. Þetta er stór aukning í útflutningi þar sem einungis rúm- lega 10% þeirrar síldar sem í land kom árið 1990 voru flutt út. Annars er útflutningurinn mjög sveiflu- kenndur milli ára og erfitt að gera sér grein fyrir þróun hans. Þó virð- ist hann fara vaxandi sé tekið mið af allra seinustu árum. Það er aðal- lega marineruð síldarflök sem Þjóð- veijar flytja út, en útflutningur heil- frystrar síldar og frosinna og fer- skra síldarflaka er einnig talsverður. Útflutningur heilfrystrar síldar sýnir að Þýskaland er „transit“- markaður fyrir þessa afurð. Þær breytingar hafa verið helstar í út- flutningi síldarafurða frá Þýska- landi að mun minna er flutt út af heilfrystri síld árið 1993. Árið 1992 voru tæp 25.000 tonn af þessari afurð flutt út og var það rúmlega 18.500 tonnum meir enn árið áður. Töluvert hefur dregið úr þessum útflutningi síðan og var hann kom- inn niður í rúmlega 11.300 tonn árið 1993. Önnur markverð breyting er sú að árið 1993 var flutt út mun meira af söltuðum síldarflökum en árið áður. Það sem einkennir framleiðslu íslendinga af síldarafurðum er hversu stór hluti aflans fer til bræðslu. Þróunin í útflutningi ís- lendinga síðustu árin hefur verið sú að stöðugt meira af aflanum fer til bræðslu. Þetta má að miklu leyti rekja til hruns saltsíldarmarkaðar- ins í Rússlandi. Af þeim u.þ.b. 117.000 tonnum af síld sem veidd vora á íslandi 1993 fóra um 60% í bræðslu, til samanburðar fóru yfir 70% aflans í bræðslu árið áður. Það magn sem fer til bræðslu virðist því hafa minnkað nokkuð. Hlutdeild íslenskrar síldar lítil á markaðnum Lítið af síldarafla íslendinga fer til Þýskalands. Það er helst landfiyst síldarflök sem Þjóðveijar kaupa af okkur. Um 26% af þeim flökum sem framleidd vora hér á landi fóra til landsins árið 1993. Þetta er um 1.400 tonn. Frá árinu 1990 hefur þessi útflutningur aukist veralega. Einnig vor flutt út lítils háttar magn af söltuðum síldarflökum, heilsalt- aðri síld og saltaðri heilskorinni síld. Hlutdeild íslenskrar síldar er samt mjög lítil á markaðnum. Verðmæti þeirrar síldar sem fer til bræðslu er mun minna en ef um neyslusíld væri að ræða. Það er því áhugaverð spurning hvort Þýska- landsmarkaður geti tekið á móti meira magni neyslusíldar frá ís- landi. Það er, eftir því sem best verður á komist, tvennt aðallega sem gerir að verkum að Þjóðverðar vilja ekki íslensku síldina. Fyrir það fyrsta er fituinnihald hennar of lítið að mati þýskra kaupenda og passar því ekki í framleiðslu þeirra afurða sem Þjóðveijar gera úr síldinni. Einnig hafa verið háir tollar á síld frá Islandi og hefur það haft sín áhrif. Höfundur er Andri Þorieifsson sjávarútvegsfræðingur Afli GRANDI hf.: Afli 1993 og 1994 37.148 tonn Annar afli 31.495 16,9% Úthafs- 11,0% karfi 63,3% 47,2% Karfi 1993 1994 12,3% 11,5% Ufsi ■MP Þorskur 7.- 1 Mesti afli í sögu Granda hf. HEILDARAFLI skipa Granda hf. var í fyrra hinn mesti í tíu ára sögu fyrirtækisins, annað árið í röð. Alls veiddust 37.148 tonn á móti 31.495 tonnum árið áður. Aukningin nemur 5.653 tonnum eða 17,9%. Afli Grandatogaranna utan kvóta jókst mikið, var liðlega 34% heildaraflans en var innan við 13% árið 1993. Mest munar um margföldun úthafskarfa sem á síð- asta ári var tæplega 31% af afla skipa Granda hf. Uthaldsdögum fjölgaði um 236, úr 2.199 í 2.435, enda fjölgaði um einn togara í skipastól fyrirtækisins. Vegna góðra úthafskarfaveiða jókst afli á úthaldsdag um 7%, eða úr 14,3 tonnum árið 1993 í 15,3 tonn á síðasta ári. Aflahæsti togari fyr- irtækisins var Þemey með 6.207 tonn að verðmæti 502 milljónir kr. Ráðstöfun GRANDI hf.: Ráðstöfun aflans 1993 og 1994 37.148 tonn Innl. mark. Erl. 31.495 16,9% 25,1% | 42,3% markaðir 29,2% Sjó- vinnsla 43,3% 37,2% Land- vinnsla [/1993 1994 GRANDI hf. vann meiri fisk úti á sjó en í landi á síðasta ári. Áður hafði stærri hluta aflans verið landað til vinnslu í landi. Þá dró mjög úr siglingum á erlenda fisk- markaði. Afla Grandatogaranna var í fyrra ráðstafað þannig að liðlega 37% fóru til vinnslu í landi, liðlega 42% í sjóvinnslu, siglt var með tæplega 17% aflans á erlenda markaði og 3,6% aflans var boð- inn upp á innlendum fiskmörkuð- um. Innvegið hráefni til land- vinnslu í Norðurgarði minnkaði lítillega í heildina. 1.000 tonna aukning í loðnufrystingu fór langt með að jafna samdrátt í botnfiskvinnslunni. Botnfiskaflinn í helstu verstöðvum landsins sept. 1994 til apríl 1995 32.545 tonn 30 þús. tonn - 25 --- 20 ----- 15 I i- : u.: I.CÖi 10 | ! Ci : C! 5i CO! if j </>i n iSi & ■*Q -c: o XX i q>: ?! o co: •«Oi : iteri I S « iilt I í tt sc m ss mto 3 3 1 v.' *2 3 io C VS* S jg 5 C3 .co ■*- S Q. iLi ^ í »| ; | CO j >- 3 3 c 'D 3 “5 :o 3 ■E § to . ■p ^ 3 :o íg. *§ « ;o S V. 3 42 Á5 O o' V) 4C 1 .v :g £ ! 11 $ 1 2 & 03 c Q Tð S C 43 :0 •S2 £ & "p > f ^ 42 g cp 45 -íc ^3 CO *o ÍO O) § Q. co ’ C 1 C3 S 3 j ] ^ 0) QC Ll S P p-j ; CO, ÍB Q' e Oi il s. i 1 C.7J C3 3 íid L-J \ká U LJ [ j IfU í. 1 sl o -O g 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.