Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 D 5 jr Finnbogason Hér situr spekingurinn Konfúsíus á asna sínum falur fyrir 5.000 jen á glerhillu í Oriental Bazaar. Meðan ég horfi á hann minnist ég ungs manns er einnig reið ösnufola og menn báru greinar af pálmatrjám á götu hans. Hvort mun samtíð mín aka þá um koll á hraðferð sinni til lífshamingj ulandsins Af þessu ljóð Hvort mun og öðrum að dæma var Japan kannski ekki það land drauma sem Rögnvald hafði byijað að dreyma fjörutíu árum fyrr, eða hvað? „Nei,“ segir hann hugsi, enda spyr hann í næsta ljóð Hvar er land drauma og segir: „aðeins í inn- heimi hugans/fæ ég stigið yfir mörk þeirra,“ þ.e. draums og veruleika, fortíðar og nútíðar, hraða og kyrrðar. Innheimur hugans er vettvangur fyrsta ljóðsins Kvöld í kirkjunni. Þar takast á hinir mannlegu þættir; standa andspænis kröfum samfélags- ins, kirkjunnar, kenninganna og ein- hvern veginn fær maður það á tilfinn- inguna að hinir mannlegu þættir, án hismis, séu ieið okkar til Guðs, jafn- vel þótt þeir séu ekki mannlegu sam- félagi þóknanlegir. „Þetta er prólógus; einskonar sam- andregin mynd af lífshlaupi mínu,“ segir Rögnvaldur. „Eiginlega ætlaði ég ekki að hafa hann með í bókinni en vinir mínir Hannes Sigfússon og Gyrðir Elíasson, sem lásu fyrir mig handritið og töldu til ávirðirigar sem í mínum huga voru fáar og smáar, hvöttu mit til að birta þetta ljóð.“ í ljóðinu kemur fram mikil tog- streita milli Guðs og manna, Guðs og kenninga, mennskunnar og sam- félagsins. Hvers vegna? „Það eru gerólíkir heimar guð- fræðin og trúin, þótt vissulega sé þetta allt saman skylt, því það stend- ur ekkert sér og einangrað. En það má segja að annað sé eins og að rækta kartöflur og hitt að borða þær. Það er hægt að vera trúaður - og ég kann að álíta að ég sé trúað- ur... en er það kannski ekki. Ég er svo fífldjarfur að telja mig trúaðan og ég held að ekki sé hægt að lifa lífi sem er einhvers virði án þess að eiga sér trú. Ég sætti mig sjálfur við mína vafasömu trú, sem kann að virðast svo að dómi margra vegna þess að ég hef allmjög frábrugðnar skoðanir á kristindómnum sem hefur viðgengist hér í útjaðri hins kristna heimshluta. Ég held það þætti mjög djarft af mér að tala um trú mína og Hallgrím Pétursson í sömu andrá. Hann var mjög trúaður. Hvað er ég í sam- anburði við hann? Þetta er kannski fáránlegur sam- anburður en það er jafn fáránlegt að bera saman trú allra annarra manna. Eini marktæki samanburð- urinn sem gildir er hinn sígildi sem meistarinn frá Nasaret benti á að menn gætu aðeins metið trú mann- anna eftir verkum hvers og eins, ekki orðagjálfri um trú. Ég hef alla tíð verið að búa mig undir að segja nokkur orð að lokum sem gætu verið í ætt við trú og það er ég að gera í þessari bók. Það getur verið ofdramb eða fallið undir þá samlíkingu að fjöllin hafi tekið jóðsótt og það hafi fæðst mús. Þessi kvæði eru myndir af ferða- lögum og það sem stendur mér fyrir hugsjónum þegar ég lít til baka. Ég er ekki frá því að það sem sé fyrir Yesturlandabúa - hafi hann mannúð í sér - sé að finna hjá þeim fátæku. Ég get ekki gert að því að það orkar mest á mig sem er fótum troðið af samtíð minni og minnst metið.“ En hvers vegna ljóðform? Afhverju skrifaðir þú ekki ferðasögu? „Ég byijaði að skrifa ljóð fyrir þremur til fjórum árum. Ég var lasinn og þetta var aðallega til að reyna að lækna mig, því ég veit ekki um neitt sem er áhrifaríkara til lækninga en ljóð; bæði til að létta hugarangri og til að afbera þá samtíð sem maður hrærist í. Það er ekki nokkur hlutur sem opnar manni sýn til lífsins eins og list, hvort sem maður vill kalla hana þessu nafni eða hinu. Það er ekki nokkur leið að lýsa þeim heimi sem við lifum og nærumst í nema í listinni. Sé það ekki fagur heimur eða falleg mynd er það vegna þess að þú getur ekki breytt honum í list- inni. Hann er svona. Maður þarf bara að finna leið til að afbera hann.“ Og svo kemur lífið og dauðinn og brúin á milli í lokin. „Það getur verið svo furðu langt. milli draums og veruleika og að sama skapi stutt milli lífs og dauða. Þann- ig er það fyrir mínum sjónum. Það hefur verið sagt í mín eyru að lífið sé það sterkasta af öllu sterku og veikasta af öllu veiku....“ Hvað svo? í einu ljóði þínu er myrk- ur eftir lífið. „Ef til vilLendar lífið í myrkri fyr- ir nútímamanninum, sem gerir lífið auðvitað að einum allsheijar dauða. Fyrir þorra allsnægtarfólksins er dauðinn ógn sem tekur við að lífi loknu og allt virðist vera barnaskap- ur. Fyrir mér er það ekki þannig. Þetta er aðeins hluti af því að túlka viðhorf minnar samtíðar; vonlausustu samtíðar sem ég hef haft spurnir af og ég tilheyri sjálfur. Við lifum við meira en lítið brenglað gildismat.“ Er engin leið að snúa því gildis- mati við? „Það er hvergi til leið nema í trúnni. Ekki þó endilega því sem við höldum að sé trú.“ Hvað er trú? „Það er að mínu viti að samsama sig neyð og.hörmungum samferðar- manna sinna ekki síður en hamingju og gleði. En við erum svo ógurlega eigingjörn að við látum okkur hörm- ungar annarra í léttu rúmi liggja. Við erum svo gáfuleg, fín og mennt- ** uð. En ég kalla það enga menntun ef afleiðingarnar eru ekkert annað en eftirsókn eftir vindi; titlum og stöðum sem skipta engu máli.“ nn í Tehuantepec Reuter Tilvísanir í rauðu seldist sjálfsmynd Fridu Kahlo eiginkonu Riveras, „Sjálfsmynd með apa og páfagauk" frá 1942 á 3,19 millj. August Uribe, yfir- maður þeirrar deildar Sothebys sem metur mið- og suðurameríska málaralist segir að verkin séu ein af bestu verkum listamannanna og var jafnvel búist við að enn hærra verð fengist fyrir þau. MYNPLIST Hafnarborg/Gallcrí Sólon íslandus MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI HARPA BJÖRNSDÓTTIR Hafnarborg: Opið alla daga (nema þriðjud.) ld. 12-18 til 28. maí. Gallerí Sólon íslandus: Opið alla daga til 30. maí. Aðgangur ókeypis ÞESS hafa verið ýmis dæmi undan- farin misseri, að myndlistarmenn hafa valið að sýna verk sín á sama tíma á tveimur einkasýningum. Ein ástæða þessa kann einfaldlega að vera skortur á nægilega stóru sýningarhúsnæði til að hýsa allt sem viðkomandi vill sýna, en þó virðist tilgangur- inn oftar en ekki tengjast áhersl- um í listinni fremur en magni hennar. Með þessu móti geta listamenn t.d. kynnt ólíka þætti í sinni listsköpun á sama tíma, án þess að til verði ósamræmi innan einnar sýningar; einnig geta þeir notað þessa aðferð til að sýna fram á skylda nálgun við svipuð viðfangs- efni, sem verður væntanlega til að styrkja hvora sýningu fyrir sig um leið og tengsl þeirra eru undirstrikuð. Nú standa yfir tvær sýningar Hörpu Björnsdóttur, sem falla undir síðarí skilgreininguna hér að ofan. Á báðum sýningunum eru einfaldar til- visanir og tákn uppistaða verkanna, sem eru samsett úr smáum einingum myndflata, sem með einni undan- tekningu liggja lárétt á veggjunum í sölunum tveimur, og skapa þannig sýningunum vissa ró og jafnvægi. Aðgreining sýninganna felst að nokkru í efnisvali og grunnlitum, þar sem viðfangsefnin eru sömu ættar á báðum stöðum. Harpa hefur verið virkur þátttak- andi á myndlistarsviðinu um árabil og haldið rúman tug einkasýninga, auk þess að hafa átt verk á fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis. Eins og sést er táknmál orðs- ins jafnt sem listarinnar henni hug- leikið, en slíkt þarf hvorki að vera fiókið né fræðilegt til að ná tilgangi sínum. Hafnarborg í Sverrissal Hafnarborgar sýnir listakonan ellefu verk, og í flestum þeirra er grunnurinn dimmur en ríku- legur rauður litur. Stundum felst imyndin í einfaldri mynd á ógrunnað- an strigann, en í öðrum tilvikum kemur grá múrhúð i stað litarins; heildin byggir þó öðru fremur á dökkum litbrigðum rauða litarins, sem að sjálfsögðu hefur einnig sínar tilvísanir og tákngildi. Harpa notar hvorki mörg né flók- in tákn í þessum myndum; þar ber hæst þroskuð epli, hofsóleyjar og skondin línuteikn hunds. Einnig kemur fyrir sterkt andlit í klassiskri umgjörð, og loks er orðaleikur á ensku uppistaða eins verksins (sem síðan á sér sterka hliðstæðu í hinni sýningunni). Þessi verk eru misgrípandi, og til- vísanir þeirra misjafnlega skýrar. „Life is hard Lionheart (nr. 5) býður upp á skemmtilega fléttu, og „Tungl- beri (nr. 1) er fróðleg samsetning, en einhverra hluta vegna verkaði „Rosary (nr. 10) einna sterkast á undirritaðan; einfaldleiki bæna- bandsins- kom strax upp í hugann. Gallerí Sólon íslandus Verkin sem Harpa sýnir hér byggja á fleiri táknmyndum en eru í myndunum í Hafnarborg, þannig að heildin verður íjölbreyttari; þó eru afar sterk tengsl milli sýninganna, eins og áður segir. Mörg verkanna eru máluð á tré í stað striga, sem gefur þeim sér- stakan blæ. Lögunin og samsetning- in minna jafnvel á kubbaleiki æsku- áranna, þegar Prins Valíant og Rík- harður ljónshjarta voru hluti hetju- safns hvers drengs - en nú munu þeir löngu horfnir á vit gleymskunn- Þannig er sjálfSagt að skoða mörg táknanna sem tilvísanir í minningar- brot, sem listakonan vill deila með áhorfendum, án þess þó að binda um of við eigin persónu; rauður liturinn sveipar þær síðan hlýjum hjúp þess, sem hverjum er kært. Það er nokkur galli á þessum sýn- ingum báðum að þeim fylgir ekkert kynningarefni frá hendi listakonunn- ar; aðeins listi yfir verkin. Örfá orð um viðfangsefnin hefðu getað skipt miklu fyrir marga gesti, sem fyrir vikið eru ef til vill í nokkru reiðileysi við að lesa úr þessum tilvísunum í rauðu. Slíkt reyðileysi getur þó ekki síður verið kostur en galli fyrir þann sem hefur fijótt ímyndunarafl. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.