Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 1
mgmiWbiMfc 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 24. MAI BLAÐ C 1. deildarkeppnin hófst með miklum látum og óvæntum úrslitum Þrír með þrennu og þrjú rauð spjöld ÞAÐ má með sanni segja að 1. deildar- keppnin í knattspyrnu hafi hafist með miklum látum í gærkvöldi — óvænt úrslit, níl ján mörk, þar af náðu þrír leikmenn að skora þrennu og þrjú rauð spjöld voru á lofti. Keppnin hófst heldur betur með óvæntum úrslitum, þegar nýliðar Leift- urs lögðu Fram að velli, 0:4, í Laugar- dalnum. Þar skoraði Jón Þór Andrés- son þrjú mörk í fyrsta deildarleik sín- um með Leiftri, en hann kom frá Val, þar sem hann lék aðeins einn leik sl. keppnistimabil, eftir fimm ára fjarveru vegna meiðsla. Tveir Eyjamenn skor- uðu einnig þrjú mörk, þegar þeir unnu óvæntan stórsigur, 8:1, gegn Vals- mönnum. Tryggvi Guðmundsson, sem lék með KR sl. keppnistímabil, og ívar Bjarklind, sem lék með KA sl. keppnis- tímabil. Enn ein óvæntu úrslitin áttu sér stað í Vesturbænum, þar sem KR-ingar máttu sætta sig við enn eitt tapið gegn FH á heimavelli, 0:1. Nýliðar Grinda- víkur töpuðu heima fyrir Keflavík, 1:2, og Skagamenn logðu Breiðablik að velli, 2:0. Alls voru skoruð nítján mörk í fyrstu umferð, að meðaltali tæplega fjögur mörk í leik. Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiða- bliks, fékk að sjá rauða spjaldið og eirinig þeip Hörður Már Magnússon, Val og Jón Sveinsson, FH. ¦ Frásögn / C3-C6 Morgunblaðið/Þorkell Fyrsta þrennan JÓN Þór Andrésson, sem sækir hér aö Birki Kristins- syni, markverAi Fram, sem lék sinn 200. ieik fyrir IIAid, varö fyrstur til aA skora þrennu í 1. deild — sín fyrstu delldarmörk, þegar Lelftur skellti Fram, 0:4. Jón Þór hafAl veriA frá keppni vegna melAsla í flmm ár HANDKNATTLEIKUR I Guðrún setti ís- landsmet í 100 m grindahlaupi GUÐRÚN Arnardóttir úr Ármanni setti íslands- met í 100 m grindahlaupi á svæðismeistaramóti háskóla í Suð-austur fylkjum Bandaríkjanna um helgina. Guðrún hljóp á 13,32 sek. og bætti eigið met, sem var 13,39 sek. — sett árið 1993. Þessi árangur hennar er betri en B-lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið í Gautaborg, sem verður i ágúst — lágmarkið er 13,54 sek. Guðrún varð í ððru sæti á eftir Kimberly Car- son, sem hljóp á 13,23 sek. Þess má geta að Guð- rún náði einnig B-lágmarki í 400 m grinda- hlaupi, er hún hlj óp á 56,88 sek., sem er næst bestí timi sem íslensk kona hefur náð á vegalengd- inni. Hún varð sigurvegari í hlaupinu, en í sjötta sæti var Snjölaug Vilhelmsdóttir, UMSE, á 60,03 sek. Bogdan ráðinn þjálfari í París BOGDAN Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í handknattleik, er á förum til Parisar, þar sem hann mun taka við þjálfun París St. Germain Asnieres, iiðinu sem Júlíus Jónasson lék með. Gengið var frá ráðningu hans um helgina á íslandi. Nurnberg verður áhuagamannalið NÚRNBERG, sem bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir leika með, er eitt af fjórum liðum sem missa sæli sitt í atvinnumannadeildunum — 1. og 2. deild — næsta keppnistímabil. Þýska knatt- spyrnusa mbandið ákvað þetta á mánudaginn, en hin liðin sem verða einnig að leika í áhugamanna- deildum eru Ðynamo Dresden, Hertha Berlín og Saarbruggen. Félögin fjögur hafa átt í fjárhags- erfiðleikum og er það ástæðan fyrir þvi að liðin eru sett út úr atvinnumannadeildunum. Þar sem þrjú af þessum liðum eru í 2. deild hefur verið ákveðið að ekkert lið faUi úr deildinni í ár. Ravelli hrópaði „svarthaus" THOMAS Ravelli landliðsmarkvörður í knatt- spyrnu lenti heldur betur í s viðsljósinu í 7. um- ferð Allsvenskan um helgina þega Gautaborg lék gegn AIK í Stokkhólmi. Eftir stimpingar í víta- teig hans taldi hann einn miðvaUarleikmann AIK, Pascal Simpson, sem er dökkur á hörund, hafa beitt bolabrögðum og öskraði tíl hans „svarthaus" þannig að heyrðist langar leiðir upp í stúku. Hefur þetta vakið feyknaathygli, ekki síst vegna þess að sænska knattspyrnulandsUðið tók þátt í gerð áróðursmy ndbands gegn rasisma. Ravelli hefur nú beðið Simpson formlega afsokunar, en hátt settir menn innan knatspyrnusambandsins hafa látið á það skína að um leikbann vegna þessa geti orðið að ræða. Ravelli hefur sagt að ummæli sín séu auðvitað óafsakanleg, en bendir á að hann hafi verið kom- inn gersamlega úr jafnvægi eftir fyrri hálfleik- inn. Þá hafi hinn alræmdi stuðningsmannahópur AIK, Black Army, verið fyrir aftan mark hans og öskrað að honum miður falleg orð. Sænska sjónvarpið hefur sýnt upptöku af framgöngu Black Army og heyrast þar skýrt ýmis ókvæðis- orð sem eingöngu eru gerð til þess að brjóta menn niður andlega. Þorbergur hættur með landsliðið Þorbergur Aðalsteinsson til- kynnti Ólafi B. Schram, for- manni Handknattleikssambands íslands, í gær að hann sæktist ekki eftir því að halda áfram sem landsliðsþjálfari íslands í hand- knattleik. Þorbergur sagði við Morgunblaðið að fyrir Heimsmeist- arakeppnina hefði hann ákveðið að standa eða falla með gengi liðs- ins í keppninni og dæmið hefði ekki gengið upp. . „Ég ákvað fyrir HM að gengi dæmið ekki upp myndi ég hætta og sú ákvörðun stendur. Ég hef verið með liðið í fimm ár og vil líta á tímann í heild sinni. Þetta hafa verið mjög ánægjuleg fimm ár, bæði árangurslega og líka varð- andi aðra þætti í starfsemi HSÍ." Aðspurður um hvað nú tæki við sagði Þorbergur: „Það er alveg óljóst á þessari stundu." HANDKNATTLEIKUR: JASON ÓLAFSSON FERTIL BRIXEN / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.