Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ „+ Eimskip kynnti dótturfélög sín á stærstu flutningasýningu Evrópu Aukin áhersla á flutninga til Eystrasaltslanda ALÞJÓÐLEG flutningasýning var lög. Hins vegar var kynnt alhliða haldin í Ahoy sýningarhöllinni í Rotterdam í Hollandi dagana 9. til 12. maí síðastliðinn. Þar kynntu um 350 fyrirtæki víðs vegar að úr Evrópu þjónustu sína á fjöl- mörgum sviðum flutningaþjón- ustu. Samtals heimsóttu yfir 21 þúsund sýningargestir sýningar- svæðið að þessu sinni, en sýningin ' hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1983. Eimskip tók þátt í sýningunni með um 45 fermetra sýningarbás, en fyrirtækið hefur verið þátttak- andi frá árinu 1987, eða fimm sinnum, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Upphaflega var markmið Eimskips með þátttöku í sýningunni að ná fótfestu á flutn- ingamarkaðinum í Evrópu og kynna skrifstofu fyrirtækisins í Rotterdam, en hún var stofnuð árið 1985. Nokkur áherslubreyting varð á þátttöku Eimskips að þessu sinni. Annars vegar var lögð áhersla á að kynna Eimskips Tran- sport BV, dótturfýrirtæki Eim- skips í Rotterdam, sem hefur umboð fyrir ýmis erlend skipafé- flutningaþjónusta Gelders Spetra Shipping BV, sem Eimskip keypti meirihluta í fyrr á þessu ári. Nýtt umboð til Litháen í starfsemi Eimskips erlendis hefur undanfarin ár verið lögð áhersla á að byggja upp starfsemi pg þjónustu við Eystrasaltslönd. í Rotterdam hefur þetta meðal annars verið gert með umboði Eimskips Transport BV fyrir Maras Linija, sem annast vikuleg- ar áætlanasiglingar milli Rotterd- am, Riga í Lettlandi og St. Péturs- borgar. í síðasta mánuði tók Eim- skip svo að sér umboð fyrir Kurs- iu Linija sem er nýtt skipafélag og annast áætlanasiglingar milli Rotterdam og Klaipeda í Litháen. Þessar siglingar hafa farið vel af stað og áformað er að bæta öðru skipi við með haustinu og mun Kalningrad í Rússlandi þá bætast inn í áætlunina. Þjónusta þessara félaga var kynnt sérstaklega á sýningunni í Rotterdam og þá einkum nýja umboðið fyrir Kursiu Linija. Bækur og rit ** Evrópusambandsins LÁRUSAR BLÖNDAL Skólavörðustíg 2 Sími 551 5650, Fax 552 5560 ■¥ Aðalfundur Félags rekstrar- og iðnrekstrar- fræðinga (FRI) Aðalfundur Félags rekstrar- og iðnrekstrarfræð- inga verður haldinn á Veitingahúsinu Esju, Scandic Hótel Esju, miðvikudaginn 31. maí 1995 kl. 17.00. Félagið býður alla núverandi og tilvonandi félags- menn velkomna á aðalfundinn með kaffiveitingum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. NOKKRIR starfsmenn Eimskips við bás fyrirtækisins á flutn- ingasýningunni í Rotterdam, f.v. Jón B. Stefánsson forstöðumað- ur MGH í Bretlandi, Hjörtur Hjartar, forstöðumaður skrifstofu Eimskips í Hamborg, Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, Erlendur Hjaltason, forstöðumaður utanlandsdeildar og Höskuldur H. Olafsson, forstöðumaður skrifstofu Eimskips í Rotterdam. Innkaupastofnun Reykj avíkurborgar Hitaveiturör fyrir 230 milljónir INNKAUPASTOFNUN Reykja- víkurborgar hefur samið við danska fyrirtækið ABB I.C. Möller A/S um kaup á foreinangruðum hitaveiturörum og fylgihlutum fyr- ir Hitaveitu Reykjavíkur. Samn- ingurinn hljóðar upp á 230 milljón- ir íslenskra króna og er sá stærsti sem Innkaupastofnunin hefur gert til þessa. Samningur Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og ABB I.C. Möller A/S var gerður í framhaldi af opnu útboði sem fór fram í desember á síðasta ári. Samning- urinn kveður á um afhendingu hitaveituröranna og fylgihluta á fjórum árum. Rörin, sem eru 700 mm að innanmáli, verða notuð til endurnýjunar á Reykjaæð og í nýlagningu svonefndrar Suðuræð- ar. Báðar eru aðveituæðar í kerfi Hitaveitu Reykjavíkur. Umboðsaðili ABB I.C. Möller A/S á íslandi er Johan Rönning hf. Samningur Innkaupastofnunar Reykjavíkur og ABB I.C. Möller A/S var undirritaður nýlega. A myndinni eru f.v. Jens Ove Petersen, Hólmgrímur Þorsteinsson, Michael Hansen, Gunnar Sverrisson, Eyjólfur Kolbeins, Sigþór Jóhannesson og Sigurgeir Tryggvason. Seglagerðin Ægir hefur útflutning SEGLAGERÐIN Ægir hóf fram- leiðslu á nýrri gerð af tjöldum á síðasta ári. Tjöldin teljast til svo- kallaðrar lýðveldistjaldagerðar og nýlega var lokið við að setja eitt slíkt upp á eyjunni Flakfortet í Eyrasundi á milli Danmerkur og Svíþjóðar þar sem það hýsir veit- ingasölu. Seglagerðin Ægir hefur framleitt sjö tjöld af lýðveldisgerð, þ.á.m. eitt undir veitingastað við Bláa lón- ið. Flest tjöldin eru 220 fm að stærð, en vegna plássleysis á Flakfortet var það tjald sem þangað var selt, minnkað um þriðjung. Tjöldin fást því nú í tveimur stærðum 220 og 150 fm. Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuður, hannaði tjaldið en um járnsmíðavinnu sá Járnsmíðaverk- stæði Jóns Þórs í Kópavogi. Marks & Spencer hagnast London. Reuter. BREZKA fata- og matvöru- verzlanakeðjan Marks & Spencer hefur skýrt frá 8,5% tekjuaukningu, en þótt það sé met urðu fjárfestar fyrir von- brigðum og hlutabréf í fyrir- tækinu hríðféllu í verði. Hagnaður fyrir skatta fjár- hagsárið til marzloka jókst í 924.3 milljónir punda úr 851.5 milljónum. Sala jókst í 6.8 milljarða úr 6.4 milljörðum. Hagnaður jókst þrátt fyrir lítinn kaupmátt neytenda og harða samkeppni. Vonað hafði verið í kauphöllum að Marks mundi skila hagnaði upp á 950 milljónir punda og vonbrigði leiddu til þess að hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 13 pens í 406 pens. Ryanair gegn aðstoð við Aer Lingus London. Reuter. ÓHÁÐA flugfélagið Ryanair á írlandi hyggst stefna fram- kvæmdastjóm ESB fyrir að heimila nýja ríkisaðstoð að upphæð 50 milljónir írska punda við ríkisflugfélagið Aer Lingus að sögn Irísh Times. Ryanair ætlar að skjóta málinu til Evrópudómstólsins í Lúxemborg, þar sem fram- kvæmdastjómin hefur ákveðið að heimila nýja greiðslu, sem er liður í heildaraðstoð frá rík- inu upp á 175 milljónir punda. Ryanair hefur kallað styrk- inn „óverjandi" Vinna hefst hjá Hyundai Seoul. Reuter. HYUNDAI-bílaverksmiðjurn- ar í Suður-Kóreu tilkynntu á miðvikudag að vinna hæfist á ný eftir sex daga lokun vegna verkfalls, en félag starfs- manna í öðrum fyrirtækjum Hyundai hótaði nýjum mót- mælum. Að sögn Hyundai hefur lok- unin leitt til þess að fram- leiðsla 25.518 bíla hefur stöðv- azt og sala upp á 262 milljón- ir dollara farið forgörðum. Undirverktakar Hyundai segjast hafa orðið fyrir 179 milljóna dollara sölutapi. Verksmiðjum Hyundai í Ulsan var lokað á þeirri for- sendu að ólöglegt verkfall hefði lamað eðlilega starfsemi. Umskipti hjá Thyssen Bonn. Reuter. THYSSEN AG, stái- og verk- fræðifyrirtækið í Þýzkalandi, skilaði hagnaði á ný á fyrri hluta fjárhagsárs síns og hefur heitið hluthöfum að fá að taka þátt í umskiptunum. Hagnaður Thyssens fyrir skatta á sex mánuðum til marzloka nam 411 milljónum marka miðað við tap upp á 182 milljónir marka á sama tíma ári áður. Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir góðri afkomu allt til loka fjárhagsársins 30. september býst það við að greiða „viðun- andi“ arð af hlutabréfum. i "T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.