Morgunblaðið - 27.05.1995, Síða 4
4 D LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Sár fortíðarinn-
ar eru að gróa
Kínverski ríthöfundurínn Jung Chang er stödd hér á landi til að fylgja
eftir útgáfu á þýðingu bókar sinnar Villtir svanir. Súsanna Svavars-
dóttir ræddi við hana um Kína í dag og áhrifín sem bókin hefur haft
álíf þeirrar fjölskyldu sem hún fjallar um.
KÍNVERSKI rithöfundurinn
Jung Chang er stödd hér á
landi en eins og marga rek-
ur eflaust minni til kom bók hennar,
Villtir svanir, út hjá Máli og menn-
ingu, í íslenskri þýðingu Hjörleifs
Sveinbjörnssonar, síðastliðið haust.
Bókin, sem er saga þriggja kynslóða
kvenna í Kína, hefur farið sigurför
um heiminn; verið þýdd á 25 tungu-
mál frá því hún kom út 1991.
Þær þrjár kynslóðir kvenna sem
sagan fjallar um segja þó meira en
sína eigin sögu. Þær segja sögu kín-
versku þjóðarinnar á þessari öld. Sögu
þvílíkra byltinga og breytinga að það
er nánast hægt að tala um umpólun
og maður veltir því oftar en ekki fyr-
ir sér við lestur bókarinnar hvort
hægt sé að halda lágmarks sönsum
við þessar aðstæður. Áfallið sem ís-
lenska þjóðin fékk við það að breyt-
ast úr sveita- og þorpasamfélagi í
nútíma vestrænt samfélag í seinni
heimsstyijöldinni, verður ofboðslega
hlægilegt í samanburði og ég get
fullyrt að engin bók hefur haft viðlíka
áhrif á mig og Villtir svanir.
Bókin hefst á sögu ömmunnar, sem
var hjákona stríðsherra í Mansjúríu
árið 1924, þá aðeins fímmtán ára
gömul. Hún deyr 1969 og hefur þá
lifað undir spilltum harðstjómum kín-
verskra stríðsherra, japanska keisar-
ans, Kuomintang; rússnesk ættaðra
kommúnista og síðast Maókommanna
með sínu hámarki í menningarbylt-
ingunni sem stóð frá 1966 til 1969.
Það má segja að móðir Jung Chang
hafí lifað allt þetta, því hún fæddist
1931 - og er enn á lífí. Býr í Kína
við góða heilsu.
„Líf hennar hefur gerbreyst vegna
útkomu bókarinnar," segir Jung
Chang, þegar blaðamaður innir hana
eftir afdrifum móðurinnar í Kína.
„Henni hefur verið boðið til margra
landa frá því bókin kom út og fólk
hefur komið alls staðar að úr heimin-
um til að sjá hana. Japanir með
myndavélar og ailt. Það má segja
að hún sé orðin ferðamanna-„attrak-
sjón“.“
Hefur Villtir svanir komið út í
Kína?
„Nei. Bókin er bönnuð þar en kín-
verska þýðingin hefur komið út í
Hong Kong og Taiwan - og hefur
selst vel. Hún hefur borist inn í Kína
þar sem margir hafa lesið hana.“
Hvernig hafa kínversk stjómvöld
brugðist við þér og fjölskyldu þinni
í kjölfarið?
„Stjómvöld hafa ekki valdið móð-
ur minni neinum erfiðleikum. Alveg
látið hana í friði. Og þau hafa látið
það afskiptalaust að fólk lesi bókina.
Almennt skipta þau sér ekki af lestri
bóka enda er ekki hægt að stjóma
því hvað fólk les. Hins vegar er
hægt að stjórna útgáfu. Ég hef líka
getað komið og farið eins og mér
sýnist til landsins. Ég er núna að
skrifa ævisögu Maós og stjómvöld
hafa ekki á neinn hátt reynt að
hindra mig í heimildavinnu og öflun
gagna. Ég get komið og farið að
vild til landsins."
Heldurðu að það sé af ótta við
álit umheimsins, þar sem Villtir
svanir hefur vakið mikla athygli?
„Auðvitað veitir frægðin manni
alltaf vissa vemd. En stjómvöld í
Kína eru ekkert mjög áhyggjufull út
af bókinni, vegna þess að þau vita
að það er mjög takmarkaður fjöldi
sem les hana, sérstaklega í Kína. Þar
er svo litlu hægt að breyta með einni
bók. Hún verður ekki hvati að fjöld-
auppreisn, sem er það eina sem þeir
era hræddir við. Ef ég færi inn í
Kína og héldi mótmælafund væri ég
í vondum álum. En svo lengi sem ég
kem og fer hljóðlega, fæ ég að sinna
mínum verkefnum óáreitt.
Auðvitað er Kínverjum ekki sama
um það álit sem þeir hafa annars
staðar en þeir era ekki hræddir við
það. Efnahagur þar hefur vænkast
allverulega og því fylgir aukið sjálfs-
öryggi. Og þolinmæðin gagnvart
þegnunum eykst í réttu hlutfalli við
sjálfsöryggið sem fylgir efnahags-
bata hverrar þjóðar. Stjómvöld í
Kína hafa litlar áhyggjur af jafn-
vægi í viðskiptum við vesturlönd en
auðvitað er þeim ekki alveg sama
um orðspor sitt.“
Hvemig er afkoma hins almenna
borgara þar í dag?
„Kínveijar vinna ennþá mjög mik-
ið. En aðstæður hins almenna borg-
ara hafa breyst mikið. Það má segja
að hlutirnir hafi breyst mest til batn-
aðar fyrir hinn vinnandi borgara.
Heldur minna fyrir rithöfunda. Verk
þeirra era ennþá ritskoðuð. Á tímum
Maós vora stjómvöld alltaf að skipta
sér af venjulegu fólki en núna er það
látið í friði. Nú fer í hönd besti tími
sem KJnveijar hafa lifað á þessari
öld. Ástandið er stöðugt og friðsamt
og fólk getur lifað kyrrlátu lífí.
Eftir dauða Maós var komið á fót
stofnun sem er í samræmi við KGB
í Rússlandi. Það var mikill léttir fyr-
ir þjóðina. Maó var algerlega mótfall-
inn slíkri stofnun en beitti sjálfu fólk-
inu gegn grönnum sínum, ættingjum
og vinum. Öll þjóðin var í uppljóstr-
arahlutverki. Það var alveg hræði-
legt, því þú gast engum treyst. Fólk
njósnaði hvað um annað."
Það er ekki langt síðan það var.
Er þjóðin ekki ennþá fremur tor-
tryggin?
„Tortryggninnar gætir enn, sér-
staklega meðal eldra fólks. En
ástandið verður stöðugt betra. Sár
fortíðarinnar era smám saman að
gróa. Kína er að verða siðmenntað
samfélag. Ríkisstjórnir koma og fara
en líf fólks umtumast ekki lengur
við það. Nú er stjómað með lögum
en ekki fólki. Orð Maós vora lög.
Sem dæmi um það get ég sagt þér
smásögu.
Ég sendi vinkonu minni eintak af
Villtum svönum. Bókin var stöðvuð
í tollinum sem sendi vinkonu minni
bréf um að hún hefði fengið þessa
bók senda, en þar sem hún væri
bönnuð í landinu, yrði hún gerð upp-
tæk. Á tímum Maós hefði þetta ver-
ið óhugsandi. Bókin hefði bara verið
stöðvuð og vinkona mín verið í vond-
um málum.“
Jung Chang býr í Bretlandi, nánar
tiltekið í London. Hún hefur kennt
við háskólann þar í borg en hefur
nú lagt kennslu á hilluna, allavega
um tíma, því hún segist ekki hafa
tíma til að sinna nemendum sínum
eins vel og hún vildi vegna þess að
hún hafi viljað fylgja bók sinni eftir.
Auk þess er hún að skrifa ævisögu
Maós, ásamt eiginmanni sínum,
sagnfræðingnum Jon Halliday sem
er breskur.
„Ég kann mjög vel við mig í Bret-
landi og það á vel við mig að búa í
heimsborg þar sem ég nýt frelsis til
að ferðast þangað sem ég vil, þegar
mér dettur í hug. Þó hef ég dvalið
mikið í Kína frá því ég flutti þaðan.
Ég fer þangað á hveiju ári, bæði til
að vera með móður minni og til að
afla gagna í bækurnar. Móðir mín
kemur líka á hveiju ári til að dvelja
hjá mér í Bretlandi.“
Er verið að undirbúa kvikmynd
um Villta svani?
„Nei, það er verið að undirbúa
sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum. Það
er verið að skrifa handritið."
Verða upptökur leyfðar í Kína?
„Það vitum við ekki ennþá. Þar
breytist allt svo hratt. Það sem ekki
er hægt að gera í dag, er hægt að
gera á morgun. Ég fer heim á hvetju
ári og í hvert skipti eru breytingarn-
ar gríðarlegar. Það er aldrei að vita
nema okkur verði leyft að taka þætt-
ina upp þar þegar handritið er til-
búið.“
Áttirðu von á þeim viðtökum sem
bókin hefur hlotið?
„Nei, ekki aldeilis," svarar Jung
Chang. „Þegar ég skrifaði Villta
svani fannst mér ég vera með góða
sögu í höndunum, eins og flestum
rithöfundum fínnst. Ég vissi að ég
hafði lagt hjarta og sál í hana en
þessu bjóst ég aldrei við. Sagan átti
sér líka sérstæðan aðdraganda.
Árið 1988 þegar ég hafði dvalið
í tíu ár í Bretlandi kom móðir mín
í heimsókn. Hún byijaði að segja
mér sögur af sér og ömmu minni.
Mér þóttu þær heillandi og hvatti
hana til að halda áfram. Eg vildi
vita meira. Og hún hafði gríðarlega
þörf fyrir að segja mér þessar sögur
vegna þess að hana langaði svo að
Tónlistarlendur kannaðar
Þýski útgefandinn Klaus Heymann hefur náð langt
með Naxos-útgáfu sína. Hann segir þó að önnur
útgáfa hans, Marco Polo, sé sér kærari, en hún
gefur helst út tónlist sem aðrir hafa ekki gefið út.
Arni Matthíasson ræddi við Heymann um útgáfu-
mál og komst að því að hann hefur hug á að gefa
út íslenska tónlist.
Ó ÚRVAL sígildrar tónlistar
hafi stóraukist á undanföm-
um áram í takt við mjög
aukinn áhuga á tónlistinni, er það
iðulega all einsleitt. Útgáfumar
keppast við að gefa út aftur það sem
komið hefur út hundrað sinnum áður
og á meðan helstu verk tónjöfranna
era til í óteljandi útgáfum era verk
minni spámanna illfáanleg. Naxos-
útgáfa Klaus Heymanns hefur verið
í sviðsljósinu vegna útgáfu á geisla-
diskum á lægra verði en almennt
þekkist. Heymann hóf þó útgáfu á
merkinu Marco Polo, sem er ætlað
að gefa út þá tónlist sem aðrir hafa
ekki sinnt og ætti að vera til. Þann-
ig hefur Marco Polo gefíð út verk
eins og sinfóníur stjómandans
heimskunna Wilhelms Furtwánglers,
kammerverk Charles-Valentins Alk-
ans, strengjakvartetta Heitors Villa-
Lobos, heildarverk Johanns Strauss,
píanóverk Hindemiths og sinfónínur
Míakokvsíjs, svo fátt eitt sé nefnt.
Klaus Heymann er kvæntur fíðlu-
leikaranum Takako Nishizaki og
þegar hún réðist til fílharmóníu-
hljómsveitar Hong Kong fór hann
að vinna sem framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar. Hann segir að sér
hafi þótt hljómsveitin góð og fundist
rétt að hún gæfí út plötur, þar á
meðal með einleik eiginkonunnar,
sem þykir fyrirtaks fiðluleikari. Þeg-
ar á reyndi vildi enginn gefa út upp-
tökur hljómsveitarirtnar svo hann af
sinni þijósku stofnaði eigin útgáfu
og valdi henni nafn landkönnuðarins
feneyska til að minna á hlutverk
hennar; að gefá út það sem aðrir
ekki vildu og kanna ókunnar slóðir.
Marco Polo-diskar eru seldir á venju-
legu verði, en í framhaldinu varð
síðan Naxos-útgáfan á ódýram disk-
um til.
Síðrómantík
Klaus Heymann segir að þó hann
sé ánægður með velgengni Naxos-
merkisins, sé Marco Polo að mörgu
leyti honum kærari útgáfa, enda
kveikjan að öllu saman. „Framan af
réðst útgáfa á Marco Polo helst af
tónlistarsmekk mínum; síðrómantísk
sinfónísk verk og álíka, og mér fínnst
enn gaman að fást við verkefni eins
og að gefa út allar sínfóníur Líatsj-
inskíjs eða Malipieros, eða jafnvel
að gefa út heildarverk Jóhanns
Strauss, þar eru mörg frábær verk
og ég hlusta á allar plöturnar með
eftirvæntingu, því flest þessara
verka hef ég ekki heyrt áður,“ segir
hann. Það gefur augaleið að slíkar
útgáfur seljast ekki metsölu, þó ein-
staka plötur hafí gengið vel, en Hey-
mann segir að hann beiti álíka skipu-
lagi við upptökur og útgáfu og gefíð
hafí góða raun við að halda verðinu
á Naxos-diskum niðri, þannig að
hann þurfí ekki að selja svo ýkja
margar plötur til að útgáfan standi
undir sér. „Við stefnum að því að
veita fólki svipaða þjónustu og með
Naxos. Með Naxos gefum við fólki
kost á að kaupa fyrsta flokks upptök-
ur á helstu tónverkum sögunnar á
lágu verði, og Marco Polo gefur út
tónlist sem aðrir hafa ekki sinnt, en
verðskuldar að hún sé gefin út.
Marco Polo seljum við fullu verði og
ég held að það muni ekki miklu fleiri