Morgunblaðið - 27.05.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.05.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 D 7 FYRSTA teiknimyndasagan, Yellow Kid, sem kom fram á sjónarsviðið fyrir 100 árum. Teiknimyndasagan 100 ára Bandaríkjamenn samfagna Stjána bláa og Andrési önd Kór Is- lensku óp- erunnar í Hveragerði KÓR íslensku óperunnar heldur tónleika í Hveragerðiskirkju kl. 17 á sunnudag ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni. Á efnisskránni eru þekkt og vinsæl atriði úr óperum og óper- ettum. Kórinn byijar ferðina með því að syngja við messu í Skálholts- kirkju kl. 14. Þar flytur kórinn trú- arleg atriði úr annars veraldlegum óperum. Á tónleikunum í Hveragerði verð- ur að auki slegið á léttari strengi. Þar verða m.a. flutt atriði úr óper- ettunum Leðurblökunni, Kátu ekkj- unni og Sardasfurstynjunni, atriði úr Porgy og Bess eftir Gershwin og þekkt kóratriði úr óperum Ver- dis. Píanóleikari í ferðinni er Iwona Jagla, en í Skálholti leikur organisti kirkjunnar, Hilmar Öm Agnarsson, með kómum. Stjómandi Kórs ís- lensku ópemnnar er Garðar Cortes. -----» ♦ ♦---- Skúlptúrar og vegg- myndir í Gerðarsafni GRÍMUR Marínó Steindórsson opn- ar sýningu í Gerðarsafni í Kógavogi laugardaginn 27. maí kl. 15. Á sýn- ingunni em skúlptúrar og vegg- myndir. Grímur hefur haldið milli 20 og 30 einkasýningar og verið þátttak- andi í samsýningum hér heima og erlendis. Við opnun sýningarinnar leikur Hallfríður Ólafsdóttir á flautu fmm- flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsáon. Einnig syngur Bergþór Pálsson lög úr nýútkominni nótna- bók með lögum eftir Halldór Lax- ness og Kristjönu E. Guðmunds- dóttur. Sýningunni lýkur 18. júní. TEIKNIMYNDASAGAN verður 100 ára í þessum mánuði. Svo fullyrða Bandaríkjamenn að minnáta kosti, en þeir minnast tímamótanna með mikilli sýningu í „The National Gall- ery of Caricature and Cartoon", sem er til húsa í Baltimore, svo og í stærsta bókasafni heims, „Library of Congress", bókasafni Bandaríkja- þings í Washington. Þá gefur póst- þjónustan út tuttugu ný frímerki í tilefni tímamótanna. Upphafið er rakið til teiknimynda- sögunnar „Yellow Kid“ (Guli strákur- inn), eftir Richard Outcault sem birt- ist í New York World árið 1895. Blaðakóngurinn Willam Randolph Hearst heillaðist af hugmyndinni og bætti um betur í blaði sínu Moming Journal þar sem teiknimyndasaga birtist stuttu síðar í lit. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og nú eru teiknimyndasögumar eitt mest lesna efni dagblaða um allan heim, að því er segir í Politiken. Þrátt fyrir að fyrsta teiknimynda- sagan sé að öllum lík- indum bandarísk, á sú aðferð, að setja teikn- ingamar upp líkt og á filmu, sér ekki upphaf vestanhafs. Það var Þjóðverjinn Wilhelm Busch, höfundur „Max og Moritz", sem fyrstur fékk þá hug- mynd. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ráðið lögum og lofum á markaðnum. Tinnabækur Belgans Hergés og sögurnar um Ástrík sem Goscinny og Uderzo sömdu heyra til undantekninga. Stjáni blái lifir Fyrstu teiknimyndasögumar eru vissulega merk söguleg héimild en eiga hins vegar fæstar nokkurt er- indi til lesendur teiknimyndasagna nú. Til undantekningar heyrir þó t.d. „Stjáni blái“ eftir Elzie Chrisler Sag- ar, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1919. Mestu framfarirnar urðu á fjórða áratugnum þegar ævintýri og ofur- menni ýmiskonar litu dagsins ljós. Harold Foster og Bume Hogart kynntu Tarsan og Prins Valiant til sögunnar, Chester Gold Dick Tracy og í lok áratugarins birtist sjálft Ofurmennið. Þá má ekki gleyma Walt Disney, sem gerði Andrés önd, Mikka mús og félaga ódauðlega. Da Vinci og hellamyndir Hart hefur verið deilt um áhrif teiknimyndasagna á böm, sem margir telja afar óæskileg. Þeir era þó einnig til sem telja þær vera eitt merkasta framlag Bandaríkja- manna til vestrænnar menningar. Flestir sérfræðingar era sammála um að teiknimyndasögurnar séu skilgetin afkvæmi skopteikningarinnar sem þekktist þegar á dögum Leonardos da Vincis. TARSAN, frá 1956. geti orðið „fqosamur vettvangur íslenskra ný- bókmennta“ samkvæmt því sem ritstjórinn skrif- ar. „Merkilegar“ bókmenntir Það vekur athygli að ritnefndin sem er sú sama og stjóm forlags- ins lætur fara frá sér leiðbeiningar til höfunda þar sem meðal annars þessi orð standa: „Kröf- umar era einkum þær að um innihald sé að ræða, málfar þarf að vera rétt og frágangur texta almennilegur. Ritnefndin setur sig ekki í dómarasæti yfir hvaða bók- menntir séu „merkilegar“ en áskilur sér þó rétt til að hafna mjög vondum skáldskap.“ Sameiningarafl skálda Sjálfsútgáfuforlagið er hugsað sem sameiningarafl skálda sem gefa út bækur á eigin kostnað. Út era komn- ar á vegum Andblæs bækur eftir Bjama Bjamason, Þórarin Torfason og Ásdísi Óladóttur. Væntanlegar í haust era bækur eftir Hrafn Harðar- son og Steinunni Ásmundsdóttur. Ætli ritnefndin að standa við það að hafna mjög vondum skáldskap má búast við að hún taki viljandi vondan skáldskap upp á arma sína. Fjölbreytni Nýútkominn Andblær er fjöl- breytilegur, ekki síst fyrir það að í Meðal þess sem gam- an var að kynnast í Andblæ var skáldskap- ur eftir Einar Ólafsson, Þórð Helgason, Stefán Snævarr, Birgi Svan Símonarson, Kjartan Árnason, Þorvald Þor- steinsson, Ásdísi Óla- dóttur og Fjólu Ósk Bender. Gunnhildur Siguijónsdóttir er nýr höfundur sem fer óvejiju vel af stað. Útgáfubækur And- blæs, Vísland Bjama Bjamasonar og Dögun eftir Þórarin Torfason, hafa fengið góðar viðtökur. Birta nætur eftir Ásdísi Óladóttur er fyrsta bók hennar og er gefin út í hundrað tölusettum eintökum. Ljóðin era til- finningalegs eðlis og í anda einfald- leikans. Þess er gætt að segja sem minnst, en í Ijóðunum búa engu að síður heitar kenndir: í hvitri skúffu geymi ég myndir málaðar af þögn þinni. Ég geymi þær næst sálinni og þegar enginn sér til tek ég þær upp og greini það litla sem enginn sá. Birta nætur er geðþekkt ljóða- kver. Sum Ijóðanna benda til annars og meira en ljóðrænna æfinga; dæmi um það er lokaljóðið Steinninn um fuglinn stóra og söguna sem var greypt í steininn. Jóhann Hjálmarsson Góður skaldskap- ur o g vondur ANDBLÆR er tíma- rit og líka sjálfsútgáfu- forlag. Annað tölublað annars árgangs And- blæs hefur undirtitilinn Bókmenntir og draum- bókmenntir. Ritnefnd skipa Bjami Bjamason, Valdimar Tómasson og Þórarinn Torfason. Rit- stjóri og ábyrgðarmað- ur er Steinunn Ás- mundsdóttir. Áhersla er lögð á framsamdar íslenskar bókmenntir og vonir standa til að Andblær Steinunn Ásmundsdóttir honum er að fínna for- vitnilegan skáldskap og „skáldskap“ sem varla getur kallast því nafni. Við hlið kunnra höf- unda era nýgræðingar sem virðast vera að stíga fyrstu sporin í ritl- ist. Engum er gerður greiði með því að birta fálmkenndar framtil- raunir, en sá tími er víst að mestu liðinn að ung skáld taki mark á ströngum dómum séi eldri manna. Tlo frriQrmvnríír __ Ásdís Óladóttir Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Englar þeyta lúðra og skjóta örvum Kirkjulistahátíð 1995 verður haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík 3. -18. júní. Ein- kenni hátíðarinnar sem er sú fimmta í röðinni eru frumsam- ið íslenskt efni, erlendar gesta- komur og sérstök áhersla á efni fyrir böm. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 1995 verður sett við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju laugardag- inn 3. júní kl. 14. Framfluttir verða nýir ís- lenskir bamasálmar og opnaðar tvær sýning- ar. Við setninguna verður leikin tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigurbjöms- son. Séra Kristján Valur Ingólfsson hefur sam- ið níu sálma að beiðni hátíðarinnar og eru þeir ætlaðir til söngs í bamakórum. Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið ný lög við sálmana sem verða fluttir af samkór bamakóra í Reykjavíkurprófastdærnunum báðum. Aðal- stjórnandi samkórsins er Þórunn Björnsdóttir og undirleikari Jón Stefánsson. Við setningar- athöfnina verða sálmarnir tengdir saman í eina heild með þeim ritningartextum sem þeir vísa til. Hjálmar H. Ragnarsson hefur tónsett ritn- ingartextana og verða þeir sungnir af karlakór úr Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Tónmenntasjóður kirkj- unnar gerði Kirkjulistahátíð kleift að panta þessi verk. Englar eru þemað í myndlistarsýningu barna og unglinga, 6 -16 ára, úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Sýningin er ávöxtur samvinnu skólans og hátíðarinnar. Mynd af engli sem þeytir lúður eftir Ólöfu Ólafsdóttur, 14 ára nemanda Myndlistarskólans, prýðir veggspjald og dagskrárrit hátíðarinnar. Norska listakonan Else Marie Jakobsen sýn- ir myndvefnað, en hún hefur meðal annars ofið altaristöflur. í vefnaði listakonunnar má greina mikilvægi þess að koma á framfæri boðskap og taka afstöðu. Á hvítasunnudag er hátíðarmessa í Hall- grímskirkju kl. 11 þar sem sérstaklega er vand- að til tónlistarflutnings. Orgeltónleikar Franco- is-Henri Houbart verða kl. 20. Á efnisskrá er frönsk tónlist frá fjórum öldum. Houbart er organisti Madeleinekirkjunnar í París, en for- verar hans í því embætti vora meðal annarra Saint-Saens og Fauré. Annan dag hvítasunnu verður nýtt íslenskt leikrit flutt í kór kirkjunnar. Leikritið er eftir Steinunni Jóhannesdóttur og nefnist Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju ENGILL eftir Ólöfu Ólafsdóttur. Hallgríms. í leikritinu sem er skrifað að beiðni Kirkjulistahátíðar er fjallað um píslarsögu Guðríðar og ástarsögu hennar og Hallgríms Péturssonar. Með aðalhlutverk fara Helga Bachmann, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd og búninga gerði Elín Edda Árnadóttir. Hörður Áskelsson er höfundur tónlistar og leikur á orgel Hall- grímskirkju. Höfundur er leikstjóri. Þriðjudaginn 6. júní kl. 20 leggja kirkjukór- ar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra saman krafta sína í tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna. Efnisskrá er messa eftir Schubert og norræn kórtónlist. Örvar englanna er konsert þar sem Nils Henrik Asheim og Anne-Lise Bemtsen túlka norska alþýðusálma. Konsertinn verður fluttur fimmtudaginn 8. júní kl. 20 í Hallgrímskirkju. Nils Henrik Asheim er afkastamikið tónskáld, fæddur 1960. Hann er nú tónskáld ársins hjá Sinfóníuhljómsveit Þrándheims. Þekktustu verk hans era óratorían Upprisa Martins Lut- hers Kings (1992) og kynningarlag Vetra- rólympíuleikanna í Lillehammer 1994. Anne- Lise Berntsen er víðkunn sópransöngkona. Föstudaginn 9. júní kl. 20 leikur Þjóðveijinn Edgar Krapp Bach og rómantísk orgelverk á orgel Hallgrímskirkju. Krapp er einn af þekkt- ustu organistum Þýskalands. Sunnudaginn 11. júní kl. 17 leikur breski orgelleikarinn Gillian Weir í Hallgrímskirkju. Um hana hefur verið sagt: „Ef þér fellur ekki við orgeltónlist, þá er það vegna þess að þú hefur ekki heyrt Gillian Weir spila.“ Fimmtudag og föstudag 15. og 16. júní kl. 20 verða Sálumessa og Litanía KV 243 eftir Mozart flutt í Hallgrímskirkju. Sálumessan er í flutningi Sólrúnar Bragadóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur, Gunnars Guðbjörnssonar, Magnúsar Baldvinssonar, Mótettukórs Hall- grímskirkju, Sinfóníuhljómsveitar íslands og Islenska dansflokksins. Stjómandi er Hörður Áskelsson. Kirkjulistahátíð pantaði dansverk vi Sálumessuna hjá Nönnu Ólafsdóttur og hef- ur hún samið verk fyrir íslenska dansflokkinn sem tilheyrir vissum þáttum messunnar. Sigur- jón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. Sunnudaginn 18. júní kl. 20 er á dagskrá Óratoríukór Gustavs Vasa-kirkju í Stokkhólmi og hin virta Konunglega sænska hirðhljóm- sveit undir stjórn Anders Ohlsons. Á efnisskrá er Sálumessa og Te deum eftir Otto Olsson. Aðstandendur Kirkjulistahátíðar era Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Þjóðkirkjan. Framkvæmdastjórn skipa Einar Karl Haralds- son, Hörður Áskelsson, sem er foi-maður, Jó- hann E. Björnsson, Valgerður Bergsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir. Framkvæmdastjóri er Jóhanna Ámadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.