Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 3
r MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 C 3 DAGLEGT LÍF á að gáfulegra væri að gefa skólan- um moltuna í afmælisgjöf. Fyrlr hvern? Þegar hér er komið er umræðan farin að snúast um hvort krakkamir séu að huga að umhverfismálum ein- göngu fyrir kennarann og skólann og í ljós kemur að hjá sumum „Nemendur ristir málefnið ekki djúpt. Hjá flestum eru um- hverfisþættir þó - - orðinn ákveðinn og setja í hluti af tilver- safnhauga." un?>- I þessum töluðu orðum kemur Vilborg Runólfsdóttir að- stoðarskólastjóri inn í stofuna og fylgist með umræðum. Hún spyr hvort þau haldi að þau muni flokka rusl þegar þau verði fullorðin. „Já, alveg örugglega," svara flest þeirra full ákefðar. Krakkamir segjast hafa lært heil- mikið af verkefninu, þrátt fyrir að hjá fáum sé umhverfisvemd farin að teygja sig í nokkmm mæli inn á heimilin. Að vísu kemur í ljós að á nokkrum heimilum er sorp flokkað að staðaldri en það er ekki nýtt af nálinni. „Við hendum samt ekki msli á göturnar,“ segja þau. Aðspurð kveðst Vilborg ekki vilja þrýsta á kennara að flokka msl í skólastofunni. „Þetta verkefni hefur einmitt verið skemmtilegt vegna þess að það sprettur af lítilli hugmynd, sem hefur vafið utan um sig. Smám saman bættust fleiri kennarar og nemendur í hópinn, sem hafa gert málefnið að sínu. Ég tel það skemmtilegri leið en fyrirmæli að ofan, enda er mikill ójöfnuður fólginn í því að allir séu að gera það sama. Margir kennarar vinna að öðmm áhugaverðum viðfangsefnum sem verðugt væri að fjalla um. Ég sé þó fyrir mér að innan skamms verði flokkun á sorpi hluti af daglegum rekstri skólans,“ segir hún. „Það er gott þegar skólanum tekst að þróast og breytast í samræmi við það sem er að gerast í þjóðfélaginu." ■ Hildur Friðriksdóttir tíu bekkja af nítjón flokka rusl daqleqa F ramleiðendur tölvuleikja eyða tugum milljóna í að þróa ljóta ofbeldisleiki „MIKIÐ ofbeldi er í bamatímum sjónvarps og 94% af efni sem bömum er boðið uppá inniheldur ofbeldi. 80% þeirra sem beita ofbeldi í barnatím- um em karlar. Það era aðallega gam- almenni, konur og minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á ofbeldis- seggjunum. Afleiðingar þess sjást nær aldrei." Þessar upplýsingar em úr banda- rískri rannsókn sem gerð var 1992 í Bandaríkjunum og Evrópu. Dr. Margaret Pollak sem flutti fyrirlestur á ráðstefnu í Norræna húsinu nýver- ið, um börn og sívaxandi tækni, vitn- aði í þessar niðurstöður. Dr. Marg- aret er fyrrverandi yfirlæknir við Kings college í London. EyAa stórfé í að þróa IJóta lelkl Það sama á við um tölvuleiki og bamaefni sjónvarps, ofbeldi er í flest- um leikjum. Margaret segir að 8 af hveijum 10 bömum á aldrinum 9-14 ára spili tölvuleiki og veltan í sölu leikja í Bretlandi er gífurleg. Hún bendir á að japönsku fyrirtækin Sega og Nintendó hafi náð undir sig 62% af breska tölvuleikjamarkaðnum og á síðasta ári eyddu forsvarsmenn Sega u.þ.b. 19 milljónum punda í að þróa leiki sem em enn hryllilegri en leikir helstu keppinautanna. Flestir áttu elnfaldar lelkjatölvur Margaret gerði rannsókn á tölvu- notkun í gmnnskóla í London. 576 nemendur vom spurðir hverjir ættu tölvur heima og í ljós kom að 78% barnanna höfðu aðgang að tölvum heima. Flest börnin áttu við leikja- tölvur á borð við Nintendó og Sega en ekki venjulegar tölvur. Margaret tók einungis þau böm með í rann- sóknina sem höfðu aðgang heima að venjulegum tölvum og það voru alls 172 böm. Hún fylgdist síðan með þeim um tíma og reyndi að komast að því hvort þau væru tölvufíklar, Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dr. Margaret Pollak ir að leika sér á tölvu, yfirleitt í of- beldisleikjum og þeir léku sér klukku- stundum saman í einu. Þeir áttu sam- eiginlegt að vera nokkuð feimnir og óframfæmir. þ.e.a.s. hvort þau væra háð því að vera í tölvu- leikjum. Mat hennar á því að vera tölvufíkill var ef vikulega var setið við tölvuleiki meira en 28 klukkustundir og líka ef tölvunotkunin gerði að verkum að barnið missti kannski af kvöldmatn- um eða öðm sem fjöl- skyldan gerði saman, missti úr svefn vegna setu fyrir framan skjá- inn eða leiddi til rifrilda milli foreldra og barns. Bara strákar sem reyndust tölvuf íklar Niðurstaðan var að 7% barnanna töldust tölvufíklar og allt vom það drengir. Þeir vom með frekar háa greindarvísitölu og höfðu tölvur í herbergjum sínum. Piltarnir voru ein- 450 ofbeldlsmyndlr á12 mánuðum - Hvaða áhrif hefur það á börn að horfa á mikið ofbeldi? „Börnin okkar eiga á hættu að missa hæfileikann til að greina milli þess hvað er rétt og hvað er rangt þegar þau horfa upp á ofbeldi nær daglega og þau verða árásargjarnari en ella“, segir Margaret. „Þau geta jafnvel farið að halda að það sé allt í lagi að beita vini sína eða aðra ofbeldi. Við sem emm búsett í Bret- landi horfðum fyrir nokkm upp á tvo drengi misþyrma og drepa 2ja ára bam. Það kom i ljós að annar dreng- urinn hafði fyrir skömmu horft á myndband þar sem myrt var með svipuðum hætti og þeir gerðu þegar þeir deyddu litla bamið. Þá kom á daginn að faðir þess pilts hafði 12 síðastliðna mánuði leigt 450 ofbeldis- myndir. Raunveruleikaskyn bama sljóvg- ast og kann að brenglast alvarlega ef þau em t.d. verðlaunuð fyrir að drepa sem flesta í tölvuleikjum. í sumum leikjum fá krakkar hámarks- stigafjölda ef þau ná að drepa sem flesta andstæðinga sína á skjánum." Nýtum okkur tæknina á jákvæðan hátt í öllu tali um ofbeldi segir Marg- aret að ekki megi gleyma því að tæknin er til frambúðar og börn hafa mjög gaman af tölvuleikjum og vilja fá að horfa mikið á sjónvarp. Með því að sitja með börnunum og fyigjast með því hvað þau em að fást við má nýta sér þessar framfar- ir á jákvæðan hátt. „Það er tilvalið að fræða þau í gegnum þessa miðla og auðséð að þau böm sem em alin upp með nútíma tækni standa betur að vígi en margt fullorðið fólk þegar kemur að því að kunna á tölvur.“ Hún álítur samt að foreldrar þurfi að setja strangari tímamörk um setu fyrir framan skjáinn. Með því að leyfa börnum sínum ekki að leigja bönnuð myndbönd og kaupa ekki ofbeldisleiki handa þeim leggja for- eldrar sinn skerf af mörkum. ■ grg Morgunblaðið/Sven KÚNSTBRÓDERAÐa fálkamyndin sómir sér vel í stofunni þ Unni og Gísla. Hannyrðir eru eftirlætisiðja Unnar, þótt hún þur núorðið að nota stækkunargler við saumaskapinn. SKÍRNARVEISLA á heimili Unnar og Guðmundar árið 1945. F.v. tengda- móðir Unnar, Guð- munda Guðmunds- dóttir, föðursystir- in og fósturmóðir- in Stefanía Jóns- dóttir, dæturnar Sjöfn og Heba, Agústina í fangi Unnar, og Guð- mundur. Ef vel er gáð sést gamla fálkateikningin í bakgrunni. UMKig M®lá)® 'jí.-jj)lyip[a .o, AilJWp fálkinn ísaumaði fáikinn hennar Unnar er nú í ramma og sómir sér vel í stofunni í íbúð 601 innan um fjölda annarra ísaumsmynda, kúnstbród- eraðra og krosssaumaðra, að ógleymdum teppum, sem Guðmund- ur hefur dundað sér við að rýja hin síðari ár. Myndarskapurinn var ekki ókeyp- is, en Unnur segir að silkigamið hafi kostað um 11 þúsund krónur. Ef til vill á mynd Unnar eftir að prýða Þjóðminjasafnið að mörgum áratugum liðnum og þykja hin mesta gersemi. Að sögn Viirtors Smára myndi gamla fálkateikningin sóma sér vel þar. Hann segir hana merki- lega vegna þess að ekki séu til marg- ar vel gerðar íslenskar teikningar frá aldamótum eða þar um bil og síst eftir óþekkta listamenn. „Teikningin er merkt G. Ólafsson, sem er að því ég best veit óþekktur listamaður. Hún er trúlega ekki eldri en frá árinu 1880, en óvenjugóð vegna þess að G. Ólafsson hefur haft þrívíddarskynið í lagi, en slíkt var fremur óvenjulegt hjá leikmönn- um og raunar alveg á mörkunum þjá lærðum listamönnum í þá daga.“ Unni er gamla teikningin afar hjartfólgin og segist aldrei myndi láta hana af hendi. „Tvær fálka- myndir rúmast alveg prýðilega hjá mér,“ segir hún og bíður spennt eft- ir að fá gömlu myndina úr viðgerð. ■ vþj Gulrætur o g beta-karótín HINIR staðföstu, sem gæða sér fremur á gulrótum, brok- kólí eða öðmm beta-karótín- ríkum fæðutegundum í stað sætinda á milli mála, ættu að gleðjast yfir nýjustu upplýs- ingum í bandaríska heilsurit- inu Prevention. Þar er haft eftir Dr. John Erdman, sérfræðingi um beta- karótín og yfirmanns næring- arvísindadeildar háskólans í Illinois, Urbana, að til þess að beta-karótínið komist betur í gegnum þarmavegginn og í líkamann sé betra að neyta þess með fitu. Þijú til fimm grömm af fitu segir hann duga og mælir með smáflís af fitulitlum osti eða tveimur teskeiðum af fitu- snauðri ídýfu. Dr. Erdman segir að á fastandi maga sé harla lítið gagn í gulrótunum einum og sér. Hann hvetur þó ekki til að gefa slíka neyslu upp á bátinn, því allt græn- meti innihaldi næringarefni, sem ekki þurfi að bæta upp með fitu, auk þess sem það sé trefjaríkt. p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.