Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÞETTA eru nýúrskrifuðu leiðsögumennirnir og á myndinni eru einnig Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri og Birna G. Bjarnleifsdóttir, umsjónarmaður leiðsögunámsins. 32 nýir leiösöflumenn FYRIR stuttu útskrifaði Leiðsögu- skóli íslands 32 nýja leiðsögumenn. Námið er heils vetrar nám á há- skólastigi og kennslan fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Kennslan skiptist í tvær sam- felldar annir þar sem kenndur er almennur fróðleikur á fyrri önn, s.s. jarðfræði, íslandssaga, bók- menntir, listir o.fl. Nemendur æfa sig í að flytja fyrirlestra á erlendum tungumálum og læra skyndihjálp. A síðari önn er kennt um helstu ferðmannastaði landsins, farið á hestbak, farnar æfingaferðir og loks er farin hringferð um landið. Umsóknir um leiðsögunám fyrir næsta vetur þurfa að berast skólan- um í ágúst og kennsla hefst í sept- ember. ■ Riksjár- kariar í verkfall ÞÓ verkföll ýmissa stétta í Bangla- desh séu nær daglegur viðburður þótti það í frásögur færandi í síð- ustu viku þegar ökumenn hjóla- vagna ákváðu að fara í tveggja daga verkfall. Riksjáar, eins og hjólin eru köll- uð, eru algengustu farartæki í land- inu og síðan koma svokallaðar mini- leigubílar, sem helst má líkja við yfirbyggð mótorhjól. Þar sem riksjárökumenn ákveða sjálfir sinn taxta var í rauninni lítið við þessu að gera og talsmaður stjórnarinnar sagði að hún hefði enga lögsögu í málinu. Á hinn bóginn skapaðist ofboðs- legt vandræðaástand bæði í höfuð- borginni Dhaka og víðar þessa daga því menn komust ekki leiðar sinnar fyrr en seint og um síðir og almenn- ingsvagnar önnuðu ekki nema broti Morgunblaðið/JK FRÁ höfuðborginni Dhaka en þar starfar aragrúi riksjá- rökumanna af þeim sem þurftu að komast úr og í vinnu. Riksjárkarlar samþykktu að hækka taxta á hvern stundarfjórð- ung um 15 krónur og talsmaður þeirra sagði að enginn hefði gert athugasemdir við það, enda mætti nú öllum vera ljóst hversu mikil- vægir þeir væru.Bangladesh er eitt fjölmennasta ríki heims en þar eru líklega hvað fæstir bílar. ■ PóHand varingaverðast fyrir ferðamenn í NORSKA blaðinu Aftenposten segir frá því að Pólland tróni efst eða ofarlega á ýmsum Iistum yfír þau lönd þar sem ferðamenn eigi helst á hættu að verða rændir eða verða fyrir líkamsárásum. Fleiri Austur-Evrópulönd þykja einnig varhugaverð að þessu leyti. Næst á eftir Póllandi koma Ungveijaland og Suður-Afríka og 20. hver ferðamaður getur átt á hættu að verða fyrir árás eða vera rændur. Nýjasta rannsóknin sem Aftenposten vitnar í er úr bresku ferðariti Holiday Which? Tíðni ránaogárása á ferðamenn í nokkrum löndum Ungverjaland I Sudur-Afríka I Marokkó LZZ33'°°/o Gambía L' .,.il2'8% ísrael í 12.6% //a/fad2'2”/. ThailandUMW Grikkland (meglnl.) LU1'3% TyrklandM'W' Karabísku eyjarnarQo.2% Spánn [1 o,6% Portúgal Qo,4% KanaríeyjarQ o,4% Frakkland 00,4% Bandaríkin Q o,3% Majorka Q o,3% /fýpor Q 0,2% Grísku eyjarnar | 0,1% og nær aðeins yfir breska ferða- menn. Þá eru Pólland, Tékkland og Gambía þau lönd þar sem hætta á þjófnaði er mest. í Pól- landi skyldu menn á bílaleigubíl- um gæta sín sérstaklega. í töflun- um hér á eftir má sjá hvar menn skyldu hafa hvað mestan vara á og hvers konar glæpi er verið að tala um. ■ Tíðni þjófnaða frá ferðamönnum í nokkrum löndum Tékkland CI a.7%1 Gambía C t.-muæw Pólland C Indland □ mum Marokkó C mxm Túnis □ -15,1«*/. Kenya□ J4,9% Fyrrv.Sovétlýðv. 1 /*|4.3% Ítalía C 14,1% Tyrkland E j~|3,6% Karab. eyjarnar C 33,4% Indónesía [Z 13.3% Búglaría □ |3.2% Hongkong 1 |3,2% Snánn 1 ■s,2% Thailand 1 ~13,2% Helstu hættustaðir Á götum úti [ Hótelið! Bíllinn t Leiguíbúð [ Flugvöllurinn I Ströndin Bs% 15% 13% 11% 7% SIS fjðlgar flugferðum til Hafiar í FRÉTTATIL- KYNNINGU frá SAS kemur fram að ákveðið hefur verið að bæta einu flugi til viðbótar við í sumar frá Keflavík til Kaup- mannahafnar og eru þvl fjórar ferð- ir alls á viku. Þriðjudaga og föstudaga er brott- för frá Keflavík kl. 16.15, laugardaga kl. 13.30 og fram til 12. ágúst verð- ur önnur ferð, á laugardögum kl. 16.45. Seinni laugardagsvélin kemur hingað frá Narssarsuaq. ■ Sðlarleikur við sjóndeildarhringinn í STARFI sem leiðsögumaður fer ekki hjá því að maður kynnist ólíku fólki á ferðum sínum og lendi í mis- munandi aðstæðum. Það rifjast upp fyrir mér skemmtilegt atvik sem gerðist á Laugum í Reykjadal í júlí s.l. sumar. Það er gott dæmi um það hvemig ferðaþjónusta þróast. Á meðan við dvöldum í dalnum var jafnan sól og blíða og á kvöldin sló gullnum roða á himininn. Við komum til Lauga frá Egilsstöðum og fórum Tjömesið svo farþegarnir vissu að það var ekki langt út að ströndinni og miðnætursólinni. Par í hópnum kom til mín annað kvöldið okkar þarna þegar það stefndi í sama stórkostlega sólsetur og kvöldið áður og bað mig að útvega þeim leigubíl út á Tjömes. . Ég sagðist athuga hvort það væri ekki hægt að semja við einhvern á staðnum um að keyra þau. Það reyndist auðsótt, þegar það var ljóst bættust tveir við svo það varð fullur bíll. Þegar þetta spurðist út vildu þrír í viðbót fara líka. Það tókst að útvega annan bíl en þar sem það var eitt laust sæti fékk ég að fljóta með. Við fómm af stað upp úr kl. 23. Við fórum yfir tún og gegnum gaddavírshlið þar til við vorum kom- in út á ysta oddann. Drifum okkur út úr bílnum og héldum fram á bjarg- brún en þar vora tugir metra niður í sjó. Upphafsmaður ferðarinnar kom í humátt á eftir okkur með stóran taupoka á bakinu. Þegar allir vora komnir dró hann tíu staup upp úr pokanum og vlnflösku og skenkti okkur ásamt „þristi“. Hann hafði beðið sérstaklega um íslenskt sælgæti I sjoppunni á Laug- um. Þama stóðum við norður undir Ishafi klukkan að ganga eitt að nóttu, skáluðum I rauðvíni og borðuð- um íslenskt sælgæti. Einhveijum varð að orði að nú vantaði bara rönd- ótta sólstóla svo við gætum komið okkur vel fyrir. Horft á sólarlelk vló sjóndeildarhringinn Enn átti sólin eftir nokkum spöl niður að sjóndeildarhringnum. Við þóttumst hafa reiknað út að sólin ætti að byija að koma upp um hál- feitt en það stóðst engan veginn. Við biðum til klukkan að ganga tvö. Þá hafði sólin sigið nokkuð niður fyrir sjónarröndina en það sáust eng- in merki þess að hún væri á leiðinni upp aftur. Þetta gekk ótrúlega hægt en allt I einu færðist íjör I leikinn því sólin rúllaði eins og bolti eftir sjóndeildar- hringnum og hvarf bakvið Lundey. Gat verið að við misstum af aðal sjón- arspilinu eftir allt saman? Nei, auð- vitað ekki. Brátt kom logandi eld- hnötturinn rúllandi hinum megin við eyjuna. Áfram biðum við sem dáleidd á meðan náttúran ómaði af söng. Uti á melunum sungu mófuglar þýða nætursöngva á meðan léttar bárar léku við klettavegginn og æðakoll- umar kvökuðu samstillt og taktvisst til að halda ungunum sínum saman I hóp. Hvert sinn sem við fórum út á bjargbrúnina hækkuðu þær róminn og syntu frá ströndinni en vögguðu til baka á öldunum þegar við hurfum þeim sýn. Af og til flaug hópur æða- steggja yfir sjávarmálinu með hljóm- fögram þyt en I fjarska heyrðist I bát sem sigdi inn til Húsavíkur. Þessi dvöl þama er ógleymanleg. Félagar mínir hefðu verið tilbúnir til að borga mikið fyrir þessa upplifun. Þeir sögðu að í Noregi og Svíþjóð keyptu menn miðnætursólina dýru verði. Næsta dag var sagt frá af svo miklum fjálgleik að það kvöld fór enn einn hópur út á Tjömes að horfa á sjónarspilið. Köld böö Við íslendingar eram ekkert sér- lega gefnir fyrir að baða okkur I sjón- um eða köldum ám og lækjum. Við kjósum heldur heitar laugar. Norður- landabúar sem ekki eiga slíkar ger- semar hafa orðið að venja sig við köld böð. Það má segja um norsku flallgöngukonuna sem var I einni ferðinni með mér I sumar. Hún var um sjötugt, mjög grönn, um einn og áttatíu á hæð og nokkuð lotin I herðum. Langleit, mjög brún og veðurbarin I andlitinu. Hún var jafnan I ljósbláum velúrhnébuxum og jakka I stíl. Bakpokinn Var sem gróinn á bakið á henni og I honum hékk drykkjarmál úr tré sem merkt var Norsk Vandrarlag. Þær vora fjór- ar saman vinkonumar og allar þann- ig útbúnar að þær virtust vera við- búnar að klífa næsta tind. Fyrir neðan Hvalsnesskriður, nokkra áður en komið er að Þvottá, er mjög falleg sandströnd undir þver- hníptum klettunum. Það er hægt að komast niður á hana þegar vegurinn lækkar í skriðunum. Þarna er gott að ráfa um I góðu veðri, sitja I heit- um sandinum eða bleyta tæmar I sjónum. Þennan dag var hitabylgja á Austurlandi og hitinn varð mestur 26 stig á Egilsstöðum. Þama var engu að síður gott að vera þó hitinn væri ekki nema um 20 stig. Vinkonan, sem við kölluðum síðan hafmeyjuna, hvarf allt I einu gegnum sprungu við klettasnös sem stóð þverhnípt fram I sjóinn. Hún var I hvarfi góða stund. Þegar hún svo kom til baka eftir að hafa troðið sér I gegnum spranguna lék sælubros um varir hennar. Handan klettanna var lítið lón og þar hafði hún baðað sig nakin. Hún tók böð af þessu tagi langt fram yflr hveravatnið og lét ekki staðar numið við þetta. Þegar við komum I Skaftafell var enn sama blíðan. Uppi við Svartafoss vissum við ekki fyrri til en að „hafmeyjan" stóð á nærbuxunnum einum saman og lagðist I lækinn svo höfuðið eitt stóð upp úr. Hún lét sannarlega ekk- ert tækifæri ónotað til að stunda böðin sín. ■ Steinunn Harðardóttir Höfundur vinnur hjá Ríkisútvarp- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.