Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 C 7 Ljósmyndir/EKJ TIBOR við ungverskan postulíns ofn. KÚREKAR í kóngabláum skikkjum í þrennt: Hús fátæka fólksins hefur moldargólf og hús ríka fólksins með verönd og trégólf. Millistéttin hefur trégólf en enga verönd. Þetta er safn með sá! og Evrópa fyrir hundrað árum birtist ljóslifandi. Býflugnabú og vínþrúguhús í garðinum og fjór- hjólavagninn á hlaðinu. Þeir voru frægir fyrir gerð fjórhjólavagna sem enn eru notaðir og það má meirað- segja mæta þeim á þjóðvegunum. Þarna eru líka sígaunabústaðir, niðurgrafnir í jörð. „Við erum að reyna að fá hingað ferðamenn," segir safnvörðurinn, „en flestir fara til Búdapest og hafa ekki áttað sig á hvað sveitin hefur uppá margt dásamlegt að bjóða. Það er ódýrara, meiri friður og upplagt fyr- ir þá sem vilja veiða.“ Við höldum áfram. Sólblómaakr- arnir punta uppá landið, sólblómin, blómin sem Van Gogh gerði ódauð- leg. Sólblómin eru eins og teikni- myndablóm eða af annarri plánetu. Bændafólkið að vinna á ökrunum, léttklætt í hitanum og syngjandi. Það má kaupa melónur og aðra uppskeru við þjóðveginn og ódýrara að kaupa þannig bejnt af bændunum. Leið okkar liggur gegnum þorp og borgir. Tibor kallar eina þeirra sósíal- istaborg. - Sjáðu blokkirnar. Sósíal- istablokkir. Hræðilegar. Það eru fá- einar svona iðnaðarborgir hér. Má ég þá biðja um þorpin þar sem mann- lífið er á rólegri nótum og blómin í regnbogans litum í görðunum. Við stöldrum við í Debrecen, sem er með stærri borgunum, háskólaborg sem hefur hetjuljóma, hún varð höfuð- borg þegar stjórnsýslan í Búdapest lamaðist í stríðinu. Þó hún sé stór- borg heilsar gamla fólkið á torginu mér einsog langþráðum* gesti. Kúrekar á kóngablá um sklkkjum Auðnin teygir sig svo langt sem augað eygir, endalaus slétta sem hefur furðuleg áhrif á tónlistarskynj- un mína. Mýrdalssandur Ungverja- lands, Púzstan. Maður breytist í lag- inu. Fer að langa til að gefa frá sér hljóð, kannski vegna þess að maður ímyndar sér að hljóðin heyrist langar leiðir. Hér var einusinni hafsbotn og skrautfiskar og undirdjúpagróður réðu ríkjum. Andi hafsbotnsins er hér enn og stúlkumar sem selja melónur við þjóðveginn em gamlar hafmeyjar og kynþokkafulli þjónninn á þjóðvegakránni dreymir haf á nótt- unni, dreymir hann sé fiskur. Við ökum lengra útí auðnina, sólin er steikjandi en tré sem hafa verið gróðursett meðfram veginum varpa verndandi skuggum. Ungveijar eru frægir fyrir reiðmennsku og hrossa- rækt og á Púzstunni blómstrar sú grein. Hér riðu kúrekar um héruð og sungu blús, sléttublúsinn, ein- manalegan söng sem barst langar leiðir. Þeir gættu hjarðanna klæddir kóngabláum skikkjum og vestum úr gæruskinni. Sýndu listir sínar á hest- baki á hátíðum. Nú gera þeir það fyrir ferðamenn sem sækja til Púzst- unnar, mest ríkir Ameríkanar og Þjóðvetjar. Frægasta „charda“ (þjóð- vegskrá) er í Hortobagy og þar felur sig rómversk bogabrú í sefgrænu sefi. Ég geng eftir bogabrúnni sem fellur inní landslagið og fer með frægasta eintal Hamlets fyrir þögn- ina og goluna í sefinu. Álftir láta sig fljóta á ánni dreymandi á svip. Við fáum okkur að borða á kránni. Mat- urinn er afbragð einsog alltaf í Ung- veijalandi, búinn til úr ást og sprott- inn_ úr fijósamri mold hafsbotnsins. Ég væri til að verða hér eftir og gista eina nótt og fá að hlusta á ungverska öræfaþögn. Á Púzstunni má sjá eyðibýli, garðurinn að kafna í blómum, bláum leander, rauðum gladíólum og vafningsviðurinn er að bijóta sér leið gegnum þakið. Það syngur í brunninum og héri skýst yfir veginn í ljósaskiptunum. Yndislegt olíuiltað vatn 1 Ungverjalandi er mikið um heilsuböð sem kunn hafa verið í ald- ir og Rudas-baðið í Budapest með radíumvirku vatni sem er heppilegt við taugasjúkdómum var í upphafi ætlað aðlinum og tignum gestum. Balatonvatn er umkringt baðstöðum og heilsulindum en í ferð minni heim- sótti ég Hajdúszoboszló sem er ekki langt frá Debrecen. Lindarvatnið er ríkt af málmsöltum og olíulitað. Ég hef auðvitað ekki kennt mér meins síðan (7-9-13) og leið einsog rúss- neskum rithöfundi frá síðustu öld og vantaði bara að fara í spilavíti á eftir. Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er rithöfundur. Ferð á Hrðar- skeldurokk- hátíðina EFNT er til hópferðar á Hróars- keldurokkhátíðina í Danmörku dag- ana 28.júní-2.júlí á vegum ferða- skrifstofunnar Samvinnu- ferða/Landsýnar. Þetta er í 25. skipti sem hátíðin er haldin og þar koma fram ýmsir þekktir tónlistar- menn að venju. Meðal þeirra eru The Cranberri- es, Van Halen, Page & Plant, Dizzy Mizz Lizzy og fleiri. Verð á mann, miðað við staðgreiðslu, er 39.910 kr. Innifalið í verði er flug, akstur til og frá flugvelli, aðgöngumiði á hátíðina, sem einnig er greiðsla fýrir tjaldstæði, og flugvallarskatt- ar. ■ AccommocUition m tcfl.md 'IwriKichiiiny^ortó in Islðtul Handbók yfir 300 gisti- staði komin út Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur starf síðla junímanadar FYRSTU námskeið Skíðaskólans í Kerlingafjöllum í ár verða 27. og 30. júní en alls verða þar 17 nám- skeið í sumar, þar af sjö um helg- ar. Auk hefðbundinnar svigkennslu verður kennt á gönguskíði fyrri hluta sumars og einnig á snjó- bretti sem hvað vinsælust eru nú. Þetta er 35. sumarið sem skólinn starfar því hann var stofnaður 1961. í Kerlingafjöllum eru margar ágætar gönguleiðir, langar sem stuttar og í sumaráætluninni er gert ráð fyrir gönguleiðum með leiðsögumanni á hveijum fimmtu- degi. Þá eru skíðamót á dagskrá og má nefna Kerlingafjallamótið í samhliðasvigi, snjóbrettamót og öldungamót í skíðagöngu og svigi. Fram kemur í sumarbæklingi Skíðaskólans að tíðar ferðir verða með snjótroðara að Snækolli eink- um um helgar. Heitir pottar bíða skíða- og göngufólks þegar það kemur af fjalli og greiðasala er á staðnum og bensín- og olíusala. Þá má benda á að í skólanum er hægt að fá leigðan allan skíðabúnað og snjóbretti. Ferðaskrifstofa íslands og um- boðsmenn víða um land veita allar upplýsingar um sumarstarfið og taka við bókunum. ÁNING - gististaðir á íslandi 1995 er komin út og er það handbók með upplýsingum um nær 300 gististaði á landinu og hvar þeir eru, og stutt- leg lýsing á hveijum og einum. Handbókin er einnig á ensku og þýsku. Hún mun liggja frammi á ýmsum þeim stöðum sem ferða- menn koma á, má þar nefna upplýs- ingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur og ýmsa áningarstaði. Útgefandi er Þórður Sveinbjörns- son og sagði hann að um 70% gisti- staða væru í handbókinni, þar með talin heimagisting og ferðaþjónusta bænda. Skrá er yfir flesta aðra sem ekki eru í bókinni nú á sérstökum stað í bókinni. Þórður sagðist vonast til að út- gáfan yrði árviss og upplýsingar yrðu þá alltaf endurnýjaðar og end- urbættar ef þurfa þætti svo að handbókin kæmi að því gagni sem að væri stefnt. Forsíðumynd er eft- ir Mats Wibe Lund og Páll Arnar Guðmundsson. Letra sá um útlit og Oddi hf. prentaði. ■ Kínverjar tak- marka gælu- dýrafjölda KÍNVERSK stjórnvöld hafa nú sett lög sem banna að fjölskylda haldi fleiri en eitt gæludýr. Þess skuli einnig gætt að hafa dýrin alltaf í bandi. Þegar lögin verða komin til framkvæmda geta menn sem óhlýðnast þessu átt von á þungum sektum og því að fá alls ekki að hafa gæludýr um einhvern ákveðinn tíma. Frá þessu segir í blaði japanska flug- félagsins ANA. Þar segir einnig að Kínveijar séu ekki óvanir ýmiss konar tak- mörkunum, t.d. því að það er lit- ið mjög alvarlegum augum ef lijón eiga fleiri en eitt barn. En einnig komi inn í málið að mikið hafi verið um það á síðasta ári að heimilishundar væru að flækj- ast um og hefðu 52 þúsund manns lagt fram kærur af því þeir höfðu verið bitnir af hund- um. Talið er að í Kína séu nú um 120 milljónir hunda. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.