Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR2.JÚNÍ1995 "7 MORGUNBLAÐIÐ Ifa.. DAGLEGT LIF Þau eru að gera jarðvegsbæti og læra að flokka sorp NEMENDUR 6-N í Lauganesskóla hafa fengið óvenju lifandi kennslu í tengslum við athyglisverða tilraun í umhverfismálum, sem átt hefur sér stað undanfarið eitt og hálft ár innan bekkjarins. Hugmyndin kom frá Sig- ríði Pétursdóttur kennara, sem sá til þess að komið var fyrir tveimur mis- munandi safnkössum á lóð skólans, einum opnum og öðrum lokuðum, sem nem- endur setja lífrænan úr- gang í. Er árangur farinn að koma í ljós, því þegar kíkt er ofan í lokaða kass- ann sést að jarðvegsmynd- un er komin vel á veg en í opna safnkassanum er nið- urbrot jarðvegsúrgangsins eða moltunnar kominn tölu- vert styttra. „Hugmyndina að lokuðum safn- kassa sá ég í Noregi og langaði til að prófa þessa aðferð hér. Skóla- stjórnendur tóku vel í hugmyndina og sótt var um styrk til þróunarsjóðs grunnskóla. Mig langaði til að það yrði hluti af daglegu lífí nemenda að fara vel með verðmæti. Einnig að þau hugsuðu til þess þegar þau standa við ruslafötuna að þau eru með verðmæti í höndunum," sagði Sigríður. Það sem í upphafi hljómaði svo hófsamt hefur heldur betur hlaðið utan á sig, því að nú flokka nemend- ur tiu bekkja af nítján rusl daglega og setja í safnhaugana. Námið verður llfandi Áhrifanna af verkefninu gætir víða, því það tengist fjölda náms- greina. Aðspurð segja krakkarnir að þeim finnist námið miklu skemmti- legra þegar þau eru að fást við raun- „Mig langaði til að þaö yrdi hluti aff dag- legu lífi nem- enda að fara vel með verðmæti." verulegt verkefni, sem hefur sjáan- legan tilgang. Þannig fengu þau smíðakennar- ann, Kristján Kristjánsson, til að hjálpa sér að smíða og setja saman kassana í handmenntatímum. í lestr- artíma lásu þau bókina Landið, um- hverfið og við eftir Ara Trausta Guðmundsson og Grænu bókina, sem er þýdd úr er- lendu tungumali, í stað hefð- bundins námsefnis. Upp úr þeirri bók voru unnar rit- gerðir, sem nemendur fluttu fyrir bekkinn, en auk þess horfðu þeir á myndbönd um umhverfismál. Hliðarspor stigið í líffræði var fjallað um hringrás náttúrunnar á auð- skiljanlegri hátt. „Þau skilja hring- rásina mun betur með því að hafa hana fyrir augunum. Og hver segir að þau þurfi endilega að lesa fyrir- fram ákveðnar sögur í lestrartímum? spyr Sigríður þegar hún er spurð hvenær tími hafi verið til að sinna þessu verkefni. „Það er svo auðvelt að tengja umhverfísmál inn í fjölda námsgreina og meðan við erum að vinna að skýrslugerð þessa viku sleppum við lesgreinum en vinnum þær upp þess á milli. Þau eru síst komin styttra í námi en aðrir nemendur hér," bætir hún við. Föndrað úr úrgangsef num í umræðum, sem sköpuðust í bekknum þegar blaðamaður kom í heimsókn, um hvað væri skemmtileg- ast við verkefnið kom í ljós að jóla- föndrið hafði vinninginn hjá flestum. í stað þess að búa til venjulegt jóla- Morgunblaðið/Þorkell NEMENDUR söíndu leikþátt um umhverfismál sem þeir fluttu fyrir aðra nemendur skólans. MUNIR gerðir úr pappahlutum. skraut létu þau hugmyndaflugið ráða og bjuggu til alls kyns hluti úr pappa, kornflekspökkum, jógúrt- og skyr- dósum, svo dæmi séu nefnd. - Hvað ætlið þið að gera við jarð- vegsbætinn? „Selja hann," svöruðu nokkur í bekknum að bragði. „Fara með hann í Katlagil," heyrð- ist í Helga og í ljós kemur að kenn- arafélag Lauganesskóla á hús og stórt land í Helgadal í Mosfellsbæ, SVONA flokka nemendur 5-N ruslið í skólastofunni. en þangað fara nemendur gjarnan að vori og hausti. „Hvernig væri að selja skólanum hann í tilefni 60 ára afmælisins?" stakk Ýmir upp á og fékk jákvæð viðbrögð nema hjá Sigríði, sem benti Finnski arkitektinn Juha Lei- viská ásamt Margréti Dana- drottningu sem veitti verð- launin. Ein af byggingum Juha Leiviská Finnskur arkitekt hlaut 17 milljónir í verðlaun fyrir hönnun sína DONSKU Carlsberg arkitekta- verðlaunin voru veitt nýlega og að þessu sinni var það finnski arkitektinn Juha Lei- viská sem fékk 1,5 milljónir ÐKR (nálægt 17 milljónum ÍKR) í verðlaun fyrir hönnun sína. Margrét Danadrottning veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1992 og fékk þau japanski arkitektinn Tadao Ando. Þetta eru ein eftirsóttustu verðlaun sem arkitektar geta hlotið fyrir vinnu sína og var forsvarsmönnum áttatíu fag- tímarita boðið að benda á verð- uga verðlaunahafa. Valið stóð um 64 arkitekta frá 23 þjóð- löndum. ¦ Kúnstbróderaði mynd af hvítum fálka eftir málverki, sem birtist í Lesbók FALKAR eru Unni Guðjónsdóttur, 82ja ára, ekki hugleiknari en aðrar dýrategundir, en tengjast þó óbeint fyrstu minningum hennar úr for- ¦Q eldrahúsum. Þar á bæ hékk Jg -\ ætíð blýantsteikning af íslenska '- ¦ fálkanum upp á vegg. Þegar íi^ Unnur var 5 ára voru foreldrar ^^ hennar látnir og hún fór j fóst- 4C ur til föðursystur sinnar. í pússi C| sínu hafði hún erfðagóssið; l^\ fálkamyndina og sófaborð. ftíi „Frænka pakkaði myndinni SE dyggilega inn og geymdi hana þar til ég gifti mig árið 1934. Síðan þá hefur fálkinn ætíð skipað vegleg- an sess á heimilinu. Myndin var orð- in illa farin, þannig að ég tók mig til í fyrra og bað frænda minn, Viktor Smára Sæmundsson, forvörð í Lista- safni íslands, að athuga hvort ekki mætti hreinsa hana og laga." Fálkalaust var heimilið ekki lengi, því skömmu eftir að teikningin fór í viðgerð, birtist mynd af hvíta ís- landsfálkanum á forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins. Unni þótti myndin forkunnarfögur og sá strax mögu- leika á að fá hana inn í stofu tii sín. Ekki þó frummyndina, því sú er varð- veitt í Het Prinesenhof-safninu í Delft í Hollandi. Mlkll hannyrðakona Þar sem Unnur hefur alla tíð ver- ið ötul hannyrðakona, eins og heim- ±11 hennar og eiginmannsins, Guð- mundar J. Kristjánssonar, meina- tæknis, ber glögglega merki, vissi hún að slíka mynd mætti kúnstbród- era. í þjónustumiðstöð aldraða, við Aflagranda þar sem þau hjónin búa, hittast íbúarnir nánast daglega og fást við listiðju af ýmsu tagi. Sumir mála, teikna, sauma, ryja og prjóna og aðrir gera sitt lítið af hverju. Unnur bað handavinnukennarann að ljósrita Lesbókarmyndina í u.þ.b. fjórfaldri stærð og teikna útlínurnar á hörefni. „Þá var mér ekki iengur neitt að vanbúnaði að hefjast handa. Ég fór út í búð, valdi litina í samráði við afgreiðslustúlkuna og hef verið óskaplega iðin við að sauma í vetur." Gamll fálklnn og hlnn nýl Guðmundur segir að Unnur hafí oft verið sest við saumaskapinn fyrir klukkan sex á morgnana.....nema hún hafi ekki viljað missa af að hitta hann Gísla, sem ber út Moggann til okkar," bætir hann við svolítið stríðn- islega. Þótt Unnur telji Gísla hinn vænsta mann, segir hún að fálkamyndin hafi verið ástæðan fyrir því hversu árrisul hún var, enda hafí hún verið ákveðin í að ljúka við myndina fyrir sýningu, sem sett var upp um miðjan maí í þjónustumiðstöðinni. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.