Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Sturla Birgisson valinn matreiðslumeistari ársins 1995 UM SÍÐUSTU helgi var valinn matreiðslumeistari ársins og það var Sturla Birgisson, matreiðslu- maður í Perlunni, sem hlaut titilinn. í öðru sæti varð Örn Garðarsson, matreiðslumaður hjá Glóðinni í Keflavík, og í 3. sæti Ingvar Svendsen, matreiðslumaður á Lækjarbrekku. Þetta er í annað sinn sem keppn- in er haldin og fór hún fram í þrjá daga í Matreiðsluskólanum okkar í Hafnarfirði. Alls tóku 24 mat- reiðslumenn þátt í undirbúnings- keppni og sendu inn uppskriftir. Síðan voru 18 valdir úr sem elduðu fyrir dómara föstudag, laugardag og sunnudag. Félag matreiðslumanna og heild- verslun Ásbjörns Ólafssonar stóðu að keppninni og áttu þátttakendur að elda aðalrétt og eftirrétt. Skil- yrði var að aðaluppistaðan í aðal- rétti væri lambahryggur og í eftir- rétti skyr eða rjómaostur. Dómendur voru fimm talsins, Sigurvin Gunnarsson, Ásgeir Helgi Erlingsson, Ragnar Wessman, Reinhold Metz frá Þýskalandi og Niels Aage Hansen frá Danmörku. Verðlaunameistararnir þrír gáfu Daglegu lífi góðfúslega eina upp- skrift hver. Sturla Birgisson matreiðslumeistari ársins 1995 Ostaterta meó ferskum villijaröar- berjum og skyr- sorbet Villijarðarberjahlaup 100 g villijarðarberjamauk 40 g sykur 5 g matarlím Villijarðarberjamauk og sykur sett í pott og suðan látin koma upp. Matarlím er brætt og sett út í jarð- arberjamaukið og kælt. Jarðarberjatekrem 1 grisja jarðarberjate 5 eggjarauður 30 g sykur 150 ml mjólk % vanillustöng Mjólk, jarðarberjate og vanillusósa sett í þott og suðan látin koma upp. Eggjarauður og sykur hrært vel saman og sett út í heita mjólk- ir o 9 Ljósmyndir/Kristján Sæmundsson Ingvar Svendsen 3. sæti, Sturla Birgisson matreioslumeist- ari ársins 1995, Örn Garðarsson 2. sæti. Vatn, komsýróp, sítrónusafi og sykur soðið saman og kælt. Skyri blandað saman við og Bols-líkjör hellt út í. Fryst í sorbet-vél. Sykurkarfa 500 g sykur 200 ml vatn 150 ml rjómi 25 g glúkós 500 g vatn 50 g kornsýróp 200 g sykur Sykur og vatn er soðið saman. Soðið upp í 152 gr. Pottur tekinn af og dýft í kælt bað til að stoppa hita. Teskeið dýft í sykur og látið leka á olíuborna ausu. Kælt og tekið af ausu. Villijarðarberjaostafrauð Rjómaostur er þeyttur í hrærivél. Þeytt vel. Eggjarauður og sykur þeytt saman í mat- vinnsluvél. Matarlím bleytt upp í köldu vatni og brætt. Matarlím sigt- að í eggjarauður og bætt í rjómaost. Jarðarberjamauki er hellt út í rjómaost og jarðar- berjafrauði er sprautað í plast hringi og sett í kæli. Pistasíukex 40 g kransamassi 145 g pistasíur 500 g skyr 100 g rjómaostur 90 g flórsykur safi úr einni sítrónu 30 g sykur 2 eggjahvítur 2 msk. Bols Gull-líkjör 4 matarlímsblöð 1 eggjahvíta 200 g villijarðarberjamauk 60 ml rjómi 75 g hveiti Pistasíur og flórsykur maukað í matvinnsluvél. Eggjahvítum kransamassa, hveiti og rjóma hellt út í. Kreminu smurt á bökunar- plötu. Bakað við 185C Í4 mínútur. Tekið út og mótað utan um plast- rör. Seldi bílinn og hélt á vit ævintýranná EFLAUST hefur marga íslendinga dreymt um að sigla um suðræn höf á skemmtiferðaskipi í öllum þeim „lúxus", sem nútíma fley hafa upp á að bjóða. Sumir láta dagdrauma duga en nokkrir hafa látið drauminn rætast. Hún Elfa Björk Björgvins- dóttir hefur innbyggða ævintýraþrá enda hefur hvert ævintýrið rekið annað síðan hún ákvað með stuttum fyrirvara að selja bílinn og freista gæfunnar úti í hinum stóra heimi. Nú siglir hún um Karíbahafið á Norway, flaggskipi Norðmanna og tekur þátt í að gera farþegana sem ánægðasta. Elfa Björk er 27 ára gamall Kefl- víkingur, lærði til þjóns hér og eftir að hún útskrifaðist 1991 starfaði hún á Glóðinni í Keflavík og á Flughótel- inu. í ársbyrjun 1992 ákvað hún að bregða sér til Noregs í 2ja vikna þjálfunarbúðir sem þjónar hvað- anæva að úr heiminum sækja. Og þar hitti hún franska kærastann sinn Jean-Luc með þeim afleiðingum að tíu dögum eftir Noregsferðina hafði ELFA Björk Björgvinsdóttir vinnur nú sem þjónn um borð í norska skemmtiferðaskipinu Norway, sem siglir um Karíbahafið. VINNUFELAGARN labba um með dry Norway sem er á 1 -ÍT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.