Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 1
JMtargmtlrlfifeift • Munkurinn hækkar í tign/3 • Málverk af hetjum/5 • Maðurinn sem tengdi gítarinn/8 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING USTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 BLAÐ{ SIGRÚN Iljálmtýsdóltir og Barnakór Grensáskirkju sam- eina kraftana á tónleikum í Grensáskirkju á mánudags- kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni er sígild íslensk tónlist, gospel- og kirkjutónlist auk laga úr söngleikjum. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Pálmadóttir. Barnakór Grensáskirkju er ekki óvanur því að starfa með Diddú og Bamakór Grensás- kirkju Morgunblaðið/Sverrir landskunnum listamönnum en á liðnu ári kom hann fram á tón- leikum með Kristjáni Jóhanns- syni á Ítalíu. Tónleikarnir leggjast vel í Diddú enda segir hún að það sé alltaf jafn gaman að syngja með börnum. „Það er svo mikil einlægni og tærleiki sem ein- kennir þau. Ég vona bara að ég spilli engu!“ Feneyjartvíæringurinn 100 ára: Línudansinn í Junga Feneyjar. Morgunblaðið Feneyjartvíæringurinn opnar á morgun í 100. skipti. 134 myndlyst- armenn frá 51 landi sýna. Líkt og svo oft áður hefur undirbúningur og skipulag ekki gengið átakalaust fyrir sig og á síðustu stundu var reynt að fresta opnuninni um mán- uð _en allt gekk upp á endanum. íslenski skálinn lýsir að þessu sinni Birgi Andrésson nýlistamann verk Birgis Andréssonar ný- listamanns sem byggir sýn- ingu sína í kringum íslenska menningararfleifð verk nátt- úrunnar og mannanna verk. En það er ekki aðeins mynd- list sem Feneyjar eru barma- fullar af þá mánuði sem sýn- ingin stendur yfir, heldur eru um leið haldnar ýmisskonar aðrar listahátíðir m.a. leiklist- ar og balletthátíð auk málþinga. Einnig koma hingað margir frægir og friðgestir. Sá sem mesta athygli vakti í gær var Díana prinsessa sem heimsótti m.a. breska skálann og sýningu ungra breskra listamanna. Aðalsýningarsvæðið er í stórum garði sem stendur við lónið, þar eru margir sýningarskálar einstakra landa auk þess sem haldnar eru fleiri sýningar víðsvegar um Fe- neyjar. Á vappinu fyrir framan garðinn fljóta listaverk sem strax leiða gestinn inn í heim myndlistar- innar. Á besta stað fyrir miðjum garðinum er ítalski skálinn og rétt fyrir framan hann er sá íslenski. Staðsetning íslenska skálans gæti ekki verið betri. íslenski skálinn er teiknaður af fínnska arkitektinum Alvar Aldo, óregluleg bygging úr tré sem nú er hvít og blámáluð. Um tíma var talað um að rífa skálann en nú hefur hann verið friðaður og gerður upp. Að sögn Beru Norðdal, forstöðu- manns Listasafns íslands og for- manns íslensku sýninganefndarinn- ar hefur ísland haft skálann á leigu í rúm 10 ár og skapast hefur stöðug- leiki í kringum íslensku þát- tökuna. Danir eru með eigin skála en Svíar, Norðmenn og Finnar eru saman um skála. Bera sagði engan vafa á að það kæmi mun betur út fyrir Islendinga að vera með eigin skála því það hefur sýnt sig að með örðum væri erfítt að ná fram nægilega sterkum svip og íslenska framlagið. Auðvitað keppti ísland ekki við stóru löndin en með því að vanda valið á íslenska framlaginu og sýna þá fyöl- breytni sem væri í íslenskri myndlist næðist góður árangur. Bera undirstrikaði að árangurinn skilaði sér ekki með einni sýningu heldur fælist í að skapa athygli með því að vera með ólíkar sýningar frá ári til árs. Listamenn eins og Erró og bræðumir Kristján og Sigurður Guðmundssynir hefðu dregið að sér athygli og um leið að íslenskri mynd- list. Smám saman væri farið að taka íslendinga alvarlega sem myndlist- arþjóð. Meðal sérfræðinga um myndlist, einkum á meginlandinu væri áhugi á íslenskri myndlist og hann væri árangur margra ára kynningarstarfsemi. Bandaríski skemmtanaiðnaðurinn harkalega gagnrýndur fyrir að ala á ofbeldi og óhugnaði Markaðssetning hins illa MARGIR hafa orðið til að gagnrýna skemmtanaiðnaðinn í Bandaríkjunum fyr- ir að ala á ofbeldi og óhugnaði í verkum sínum. í Herald Tribune segir að Bob Dole, sem hyggur á forsetaframboð fyrir Repúblikanaflokkinn, hafi gert það að meginbaráttumáli sínu í framboðsslagnum að vinna gegn þessari „markaðssetningu hins illa“ eins og hann tók sjálfur til orða í ræðu á bandaríska þinginu. Herferð gegn Time Warner Raunar hefur fyrrverandi menntamála- ráðherra Bandaríkjanna, William J. Ben- nett, sett af stað herferð gegn útgáfufyrir- tækinu Time Warner, sem einkum gefur út kvikmyndir og tónlist og margir telja eiga mesta sök á því hvemig ástatt er í skemmtanaiðnaðinum. Það var Time Wamer sem stóð á bak við rapphljómsveit- ina, 2 Live Crew, sem voru sýknaðir af dómi sem þeir hlutu fyrir ósæmilega texta- gerð árið 1990. Það var Time Warner sem gaf út lag rapparans Ice-T, „Cop Killer“, sem olli miklu uppþoti í bandarísku þjóð- lífi. Það var Time Wamer sem gaf út myndabók Madonnu, „Sex“. Það var Time Warner sem stóð fyrir þættinum, „The Jenny Jones Show“, sem var harðlega gagnrýndur fyrir að leiða einn gesta sinna saman við samkynhneigðan aðdáanda sinn sem hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða. Fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Time, John Leo, segir Time Warner vera helsta spellvirkjan í bandarískri menningu, „eng- inn vill koma á ritskoðun en þetta snýst um að fyrirtækin viðhafi ábyrg vinnu- brögð.“ Nokkrir blaðamenn hjá fyrirtæk- inu segja þetta allt saman snúast um peninga og að þeir blygðist sín fyrir það. Stjómarformaður tónlistardeildar Time Warner, Michael Fuchs, sakar hins vegar Dole um að hafa gert menninguna að pólitísku þrætuepli og mála ástandið í of sterkum litum. Hann segir að dónaskapur og ýmis hroði í bandarískri textagerð sé einungis ávöxtur málfrelsis sem menn verði að læra að sætta sig við. Dole hefur einkum veist að myndum eins og „Natur- al Born Killers" og „True Romance“ og hljómsveitum á borð við Cannibal Corpse, Geto Boys og áðumefnda 2 Live Crew. Starfslið hans hefur hins vegar viðurkennt að hann hafi hvorki séð myndirnar né heyrt tónlist tiltekinna hljómsveita. Hámark hræsninnar Viðbrögð kvikmynda- og tónlistar- manna hafa verið hörð við gagnrýni Dole. Stjómarformaður Warner Bros. Records, Danny Goldberg, spyr hvers vegna fyrir- tækið ætti að taka mark á miðaldra fólki sem hefur ekki áhuga á þessari tegund tónlistar, hefur aldrei hlustað á hana og neitar auk þess að taka skoðanir þeirra sem hafa áhugann og hafa hlustað, til greina. „Þótti miðaldra fólki gaman að tónlistinni sem þú hlustaðir á þegar þú varst unglingur?“ Oliver Stone, leikstjóri kvikmyndarinn- ar „Natural Born Killers", segir það há- mark hræsninnar hjá Dole að kenna Holly- wood um allt ofbeldið í Bandaríkjunum um leið og hann hefur sjálfur talað fyrir því á þinginu að aflétta banni við vopna- eign almennings sem nýlega hefur verið komið á þar. Clive Barker, sem gert hefur bíómyndir eftir sögum sínum, „Hellraiser", segist ekki ætla að veija ýmsan þann ósóma sem er framleiddur í Bandaríkjunum og er greinilega einungis framleiddur með gróðasjónarmið í huga. „En við getum bara ekkert gert við þessu því það er hveijum listamanni heimilt að fjalla um ofbeldi og aðrar dökkar hliðar mannlífsins ef honum sýnist svo.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.