Morgunblaðið - 10.06.1995, Page 3

Morgunblaðið - 10.06.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 C 3 Munkurinn hækkar ítign CHICHESTER Festival-leikhúsið. Listræn stjóm Chichester Festival-leik- hússins er nú í höndum stórleikarans Dereks Jacobis. Sveinn Haraldsson heldur hér áfram umfiöllun sinni um breskt leikhús- líf og lýsir því hvemig hann heillaðist af leik Jacobis í Hadrian YII. TÓRLEIKARINN Derek Jacobi hefur nú tekið að sér listræna stjóm á Chic- hester Festival-leikhúsinu og sýnir þar stjömuleik í aðalhlut- verkinu í leikritinu Hadrian VII. Það er gaman að sjá tilþrifm hjá þessum stórleikara eftir rislítinn leik hans í sjónvarpsþáttunum um munkinn Cadfael í vetur sem leið. Meðal listamanna sem munu vinna við leikhúsið undir hans stjóm á þessu leikári era Lauren Bacall, Ian Ric- hardson, og leikskáldin Alan Ayckbourn og Harold Pinter. Ayckbourn mun leikstýra eigin verki og Pinter mun hvort tveggja leika og leikstýra, auk þess sem leikrit eftir hann verð- ur sett á svið. Chichester er smábær á enska vísu, með milli tutt- ugu og þrjátíu þúsund íbúa, þó hún teljist „city“ samkvæmt enskri mál- venju (aðsetur biskups). Leikhúsið þjónar þó miklu stærra svæði og borgirnar Southampton, Portsmo- uth og Brighton era allar í innan við klukkustundar akstur frá Chi- chester. Leikhúsið í Chichester er hugar- fóstur Leslie Evershed-Martins sem varð til á köldum vetrardegi árið 1959 þegar hann var að horfa á sjónvarpsþátt um Shakespeare Memorial-leikhúsið í Stratford í Ontario í Kanada. Hann lagði á það áherslu frá byijun að aðalleik- sviðið yrði einhverskonar nú- tímaútgáfa af fom-grísku leik- rými, þar sem áhorfendur um- kringdu lítillega upphækkað sviðið á þijá vegu. Evershed-Martin taldi að leikskáldum og öðra leikhús- fólki ætti að gefast kostur á að setja upp verk við þessar aðstæður í að minnsta kosti einu leikhúsi í Englandi. Við þessa grann- hugmynd bætti hann einu mikilvægu atriði; að í aðal- salnum ættu að vera sæti fyrir a.m.k. 1.400 áhorf- endur, nóg til að hægt væri að greiða leikurum í hæsta gæðaflokki. Fyrsta framsýningin var 5. júlí 1962, þremur og hálfu ári eftir að hugmynd- inni skaut upp í kolli braut- ryðjandans. Fjögur fyrstu árin var leikhúsið undir stjórn leikarans og leik- stjórans Laurence Oliviers. Leik- hópurinn sem myndaðist í kringum hann varð kjarninn að Enska þjóð- leikhúsinu (National Theatre). Undir stjóm Oliviers voru mörg ný verk sett á svið en smám saman hallaði undan fæti og svo var kom- ið áður en Jacobi tók við taumunum að flestar sýningar vora endurapp- færslur verka sem höfðu gengið vel annarsstaðar. Jacobi sem Frederick Rolfe. Stundum gekk hann enn lengra, sæmdi sjálfan sig aðalstitli og kall- aði sig Frederick Baron Corvo. ímyndun og veruleiki DEREK Jacobi og James Maxwell í hlutverkum sínum. Árið 1989 var vígt minna leik- svið í húsnæði rétt við aðalleikhús- ið sem tekur um 250 manns í sæti og er nefnt Minerva Studio- leikhúsið. Þar hefur verið rekið sjálfstætt leikhús meðan leikárið stendur í aðalleikhúsinu og hýstar farandsýningar á veturna. Dýrðarljómi Þegar fréttist um ráðningu Der- eks Jacobis í stöðu listræns stjóm- anda bæði á stóra og litla sviðinu tók áhugafólk um leiklist að vona að leikhúsið í Chichester myndi rétta úr kútnum. Þeim virðist ætla að verða að von sinni því að gagn- rýnendur era himinlifandi og tala um að af verkefnaskrá Jacobis stafi dýrðarljómi! Verkin era talin upp í hér að neðan Túlkun Jacobis á aðalhlutverk- inu, Fr. William Rolfe, í Hadrian VII hefur einnig hlotið mikið lof gagnrýnenda. Öll sterkustu lýsing- arorð enskrar tungu eru notuð um hana, terrific, sparkling, breath- taking, utterly absorbing (frábært, leiftrandi, hrífandi, gersamlega heillandi), og því spáð að uppfærsl- an verði færð til „West End“ í London áður en langt um líður og leikritið sett upp aftur í New York. Leikritið Hadrian VII eftir Peter Luke er byggt á veruleika og ímyndun sama manns. Réttu nafni hét hann „Slíkir Frederick William Rolfe areru og var fæddur í austur- hveriu hluta Lundúnaborgar ________ árið 1860. Veraleiki hans var að mörgu leyti skapaður af honum sjálfum í mun ríkari mæli en flest okkar ná að móta okkar eigin heim. Sem dæmi má nefna að hann skrifaði nafn sitt iðulega Fr Rolfe í því augnamiði að þeir sem það læsu drægju þá ályktun að styttingin Fr á Frederick væri titill hans sem kaþólsks prests (Father), en hann hafði verið rek- inn úr fleiri en einum prestaskóla. Peter Luke tvinnar saman ímyndun og veraleika og semur verk sem fjallar um sjálfsmynd mannsins ög ímynd hans út á við. Að hve miklu léyti getum við skap- að okkar eigið sjálf? Að hve miklu leyti taka aðrir sköpun okkar trú- anlega? Frederick Rolfe, sem var mikil- virkur rithöfundur, samdi skáld- sögu sem kom út 1904. Skáldsag- an Hadrian the Seventh er að mikl- um hluta sjálfsævisaga hans nema hvað þar sem draumar hans steyttu á skeri í raunveraleikanum rætast þeir farsællega í sögunni. Peter Luke leikur sér að þessum staðreyndum, leikritið hefst þar sem Frederick Rolfe býr við örbirgð í leiguhjalli í London, eins og sögu- persóna hans sjálfs, en röð tilvilj- ana veldur því að hann rís undra- skjótt til metorða innan kaþólsku kirkjunnar og endar líf sitt sem píslarvottur eftir stuttan en árang- ursríkan feril sem páfí. Uppfærslan á verkinu í Chich- ' ester ýtir undir skynjun áhorfand- ans á þeim þáttum verksins sem gerast í veruleikanum sem gráum hversdagsleika annarsvegar og hinsvegar Rómaborgarhlutanum sem draumkenndri ímyndun. Ýtt er undir þetta með gífurlega áhrifamikilli notkun á gylltri sviðsmynd og rauðum búningum kardínálanna í háborg kaþóls- kunnar í mótvægi við berangurs- lega kytra einstæðingsins. í upp- hafí verksins má segja að sé á sviðinu einn stóll og Derek Jacobi. En hann fyllir gersamlega upp í rýmið þegar hann hefur upp raust sína. Hvílíkur framburður, hvílík framsögn - hvílíkt úthald. Áhorf- andinn trúir því ekki eitt augna- blik að atburðirnir á sviðinu eigi sér stað í raun og vera. Þessi leik- ur er langt yfir slíkar kröfur haf- inn. Gagnrýnendur hafa haldið því fram að verkið hafi verið vanrækt frá því að það var fyrst sett upp árið 1967. En þetta er ekki verk sem er auðvelt í uppsetningu. Aðal- hlutverkið krefst stjömuleiks, leik- ara sem megnar að halda gervallri sýningunni uppi, enda stendur hún eða fellur með honum. I skemmstu máli sagt stendur Jacobi vel undir væntingunum, en slíkir leikarar --------- era ekki á hverju strái. leikar- Hlutverk aukaper- ekkiá sóna er að aðstoða við strái.“ skapa heildarmynd ’ af persónunni Frederick Rolfe. Leikaramir standa sig allir vel í stykkinu nema hvað John Savident skýtur aðeins yfír markið í túlkun sinni á Ragna kardínála. Túlkun Dereks Jacobis stendur þó upp úr og er gaman að sjá jafn stórkostlegan leikara kljást við jafn veigamikið hlutverk sem spannar allan tilfínningaskal- ann frá örvæntingu biturðarinnar til alltumfaðmandi kærleika al- valdsins. I ) I Verkefnaskrá Chichester e Hadrian VII eftir Peter Luke í leikstjórn Terry Hands er sýnt 26. apríl-29. júní. Aðalhlutverkið er að sjálf- sögðu leikið af Derek Jacobi. e Hobson’s Choice eftir Har- old Brighouse undir stjórn Frank Hauser er sýnt 3. maí- 20. júlí. Verkið var fyrst sett upp 1916 og er eina verk höf- undar sem staðist hefur tímans tönn. • The School for Scandal eft- ir Richard Brinsley Sheridan. Leikritið er gamanleikur sem var fyrst settur á svið 1777 og er löngu orðinn klassík í Englandi. Richard Cottrell stýrir þessari uppfærslu og meðal leikenda eru Honor Blackman og Ian Carmichael. Sýningar munu standa 5. júlí- 14. september. • Aurasálin (The Miser) eftir Moliére er sýnd 26. júlí-16. september. Leikstjóri er Nich- olas Broadhurst og með aðal- hlutverkið fer Ian Richard- son. • Heimsóknin (The Visit) eft- ir Diirrenmatt er sýnd 21. september-7. október. Með aðalhlutverkið fer hin aldna Hollywood-stjarna Lauren Bacall. Ofangreind verk eru öll sýnd á aðalsviðinu en eftirtal- in á því litla: • Nýlokið er sýningum á Tak- ing Sides eftir Ronald Har- wood í leikstjórn Harold Pint- er. Sjá umfjöllun í menningar- blaði Mbl. sl. laugardag (bls. 4 C). • A Word from Our Sponsor eftir Alan Ayckbourn og í leikstjórn höfundar verður sýnt 7. júní- 8. júlí. Ayckbo- urn er eitt þekktasta leikskáld Breta í dag. • Playing the Wife eftir Ron- ald Hayman undir stjórn Ric- hard Clifford fjallar um upp- setningu Strindbergs á eigin leikriti um fyrsta hjónaband hans. Derek Jacobi verður þarna í aðalhlutverki og má vænta tilþrifa í túlkun hans á hinu sveiflukennda leikskáldi. • Rúsínan í pylsuendanum er ný uppsetning á The Hot House eftir Harold Pinter í leikstjórn David Jones. Pinter er einnig einn af leikendun- um. Leikritið verður sýnt 17. ágúst- 9 .september. • Lestina rekur svo Monsieur Amilcar eftir Yves Jamiaque í leikstjórn Tim Luscombe. Aðalkvenhlutverkið er í hönd- um Penelope Keith. Miðar kosta frá 6,50 pund- um upp í 22,50 pund. Sýningar eru alla daga nema sunnu- daga og hægt að panta miða í síma (0)1243 781312. Hægt er að panta gistingu og miða saman í síma (0)1243 539435. Chichester er 70 mílur frá London og er auðveldast að komast þangað með lest (skipti nauðsynleg). Heimildir: Leikskrá með Hadrian VII; Leikdómar í Financial Times, The Times; Evershed-Martin, Leslie, How the Chichester Festival Theatre Began, 1987; Luke, Peter, Hadrian the Seventh (fæst t.d. í Bókabúð Sigfúsar Eymundsonar); Rolfe, Fr. (FV. Baron Corvo), Hadrian the VII.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.