Morgunblaðið - 10.06.1995, Side 5

Morgunblaðið - 10.06.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10.JÚNÍ 1995 C 5 Yfirlitssýning á málverkum og skúlptúrum Georgs Baselitz í New York Málverk af hetjum og önnur á hvolfi Fyrsta stóra yfirlitssýning á málverkum og skúlptúrum þýska listamannsins Georgs Baselitz stendur nú í safnbyggingu Guggen- heim á Manhattan í New York. Einar Falur Ingólfsson skoðaði sýninguna og segir frá listamanninum SPÍRALLINN frægi í safn- byggingu Guggenheim á Manhattan, er um þessar mundir undirlagður af meira en 100 málverkum og skúlptúrum þýska listamannsins Georgs Baselitz. Þetta er fyrsta stóra yfirlitssýningin á verkum hans í Bandaríkjunum, og hefur mörgum listunnandanum þótt tími til kominn að Baselitz yrði sýndur slíkur sómi hér vestanhafs, en verk annarra kunnra forystusauða ný-expressjóníska málverksins þýska, eins og Gerhard Richters, Anselm Kiefers og Sigmar Polke, voru sýnd á viðlíka hátt hér fyrir þó nokkrum árum síðan. En myndir Baselitz hafa reynst umdeildari en þessara kollega; þrátt fyrir að verk hans rjúki út og stundum fyrir meira en milljón dali, og að ekkert samtímasafn geti án fleka eftir hann verið, þá segja sumir hann hefðbundinn og gamaldags málara, sem feli þá staðreynd með því að sýna myndir sínar á hvolfi. Hvað sem neikvæðri gagnrýni um Baselitz líður, þá er hann óneit- anlega einn af afkastamestu og kunnustu myndlistarmönnum Evr- ópu og hefur verið í sviðsljósinu í rúma þtjá áratugi, eða allt frá því að saksóknari íjarlægði tvö mál- verk af fyrstu sýningu hans í Berl- ín árið 1963 og reyndi að fá lista- manninn dæmdan fyrir klám og siðleysi án árangurs. Georg Baselitz fæddist í sveitaþorpi í Saxlandi árið 1938, þorpi sem stóð eftir síðari heimsstyijöld- ina innan austur- þýsku landamæranna og nærri þeim pólsku. Myndlistarnám hóf hann í austurhluta Berlínar 1956, en eftir að hafa komist upp á kant við íhaldsama lærifeður sína komst hann inn í Akademíið í Vestur-Berlín, þar sem hann eyddi um- talsverðum tíma í að stúdera kenn- ingar Kandinskys og Malevich. Hann hafnaði ríkjandi evrópskum abstraktstílum þess tíma, leitaði meðvitað að einhveiju fersku og ögrandi og fann sína leið eftir að hafa kynnst nýja ameríska mál- verkinu; verkum listamanna eins og Polloc.k, De Kooning og Gus- ton. Fyrstu málverkin sem hann sýndi þóttu ágeng og ruddaleg, en Baselitz hélt ótrauður áfram og naut þegar í stað mikillar at- hygli í listheiminum evrópska. Arið 1965 hóf Baselitz að mála flokk mynda sem kenndar eru við „hetjur" eða „nýja manngerð". Þetta eru áhrifamiklar myndir af mönnum sem vafra tötralegir um berangurslegt og hijóstrugt lands- lag, byggðir á erkitýpum úr þýskri rómantík og Rússlandi fyrir bylt- ingu. Myndirnar eru hetjulegar en um leið má lesa út úr þeim ádeilu á heimsstyijaldirnar og ríkjandi gildi í stríði. Heiti þeirra eru til dæmis Skáldið, Með rauðan fána, og Uppreisnarmaður. í þessari myndaröð birtist þekking Baselitz á evrópskri sögu sem og meðvit- und um abstraktlist, en þær eru um leið sjálfsmyndir af listamanni sem var meðvitaður um uppruna sinn og með metnað til að skapa nýja tegund málverks í Þýskalandi. Ári síðar, 1966, hóf hann að mála myndir sem eru mun meira ab- strakt. Þar er líkams- hlutum manna og dýra eins og splæst saman á brota- kenndan hátt og við brotin bland- ast hlutar af landslagi. Róttækasta breytingin á ferli og stíl Baselitz átti sér svo stað 1969, þegar hann tók að sýna fyrirmyndirnar — landslag, fígúr- ur og uppstillingar — á hvolfi. Á þennan hátt bað hann bæði sjálfan sig og áhorfendur að endurskoða grunnhugmyndirnar bak við það að mála mynd. Hann komst að því að besta leiðin til að frelsa myndina frá innihaldinu, hvort sem það væri módel, portrett eða landslag, væri að mála hana á hvolfi. „Hefðaveldið sem hefur komið himninum fyrir að ofan og jörðinni að neðan er, hvemig sem á það er litið, ekkert annað en vani,“ sagði Baselitz. „Vjð höfum vanist þessu en þurfum ekki að trúa á það.“ Þótt að hann hafi síðan málað myndir sínar á hvolfi, þá hefur hann haldið áfram að gera tilraunir: 1972 fór hann að mála með fingrunum („til að vera í beinni snertingu við það sem ég vil ná fram“), árið 1977 að mála á krossvið,. og síðan tók hann að höggva í viðinn sem hann hafði málað á. Kringum 1980 byrjaði Baselitz að gera tilraunir með skúlptúr og hefur sinnt því síðan. Vinur hann í stóra trédrumba, og hakkar í þá mannsform og hausa með öxum og vélsögum, og rýður svo á þá lit sem kallast á við kraftmiklar pensil- eða fingrastrokur málverk- anna. Þegar rölt er upp spíral Guggen- heimsafnsins, þá blasir þessi þróun við áhorfandanum. Fyrst gefur að líta myndir námsáranna, þær ögrandi og kynferðislegu, þá hetjumyndirnar, þær af uppbrotnu fígúrunum og svo er allt komið á hvolf: fyrst myndir af nöktum Það má finna myndir sem eru jafnvel verri en mínar LUDWIG Richter á leið til vinnu, 1965, 162x130 sm. APPELSÍNUÆTA, júní 1981, 146x114 sm. módelum, nokkrar af örnum, fólk á baðströndum, portrett, menn að drekka úr flöskum eða borða app- elsínur. Þarna eru áhrifamikil málverk af höndum sem halda á brennandi húsum, og önnur æði stór í sölum efst, eins og Háðið, frá 1984, sem er af þremur mönn- um og sá í miðið Kristfígúra. Lit- irnir eru oft sterkir og kraftmikl- ir, og bornir á strigann með látum. Sú staðreynd að meginhluti mynd- anna er á hvolfi vekur margar hugsanir með áhorfandanum, og víst hefur listamaðurinn rétt fyrir sér í því að athyglin beinist í auknu mæli að handbragðinu og raun- veruleikinn er móttekinn á nýjan hátt; en þegar myndirnar eru svona margar þá kann þetta líka að verða einhæft stílbragð sem mætti bijóta upp. Gagnrýnendur fjölmiðla í New York hafa fagnað þessu tækifæri til að sjá þetta mörg verk evrópsks stórspámanns hér saman komin. Annars þykja nokkrir annmarkar á sýningunni, eins og sá að hún missir kraft um miðbikið þar sem eru myndir fyrstu áranna sem Baselitz málaði á hvolfi, myndirn- ar þykja einnig mjög missterkar, og þá þykir slæmt að ekkert sé sýnt af pappírsverkum eða grafík- inni sem er stór hluti af höfundar- verki listamannsins. Georg Baselitz situr hinsvegar í kastala sínum í Saxlandi, 700 ára gömlu klaustri, og hefur litlar áhyggjur af því hvaða gagnrýni verk hans fá hér i Bandaríkjunum. En þrátt fyrir að hann sé dáður í Þýskalandi, þá hefur hann líka hlotið sinn skerf að harðri gagn- rýni þar. Sumir rýnendur eru mjög óhressir með nýrri verk hans, segja þau formlaus og svo fjand- samleg hefðbundinni fagurfræði að þau séu hreinlega ljót. Dagblað- ið Die Zeit segir hann ofmetnasta málara Þýskalands. Baselitz segist fagna svona ummælum og oftar en einu sinni hefur hann lýst sjálfum sér sem hæfileikalausum listamanni. Ein- hveiju sinni var þrýst á hann að veija list sína og þá sagði hann: „Það má finna myndir sem eru jafnvel verri en mínar.“ Aðrir lofa list hans, eins og Norman Rosenthal hjá Royal Ac- ademy í London. Hann segir Base- litz mesta málara sinnar kynslóðar í Evrópu og að hann hafí tekið „mikilvæg tákn og fyrirmyndir úr miðevrópskri menningu, eins og tréð, skóginn og veiðivörðinn, hundinn, björninn og örninn, brot- ið þau upp og sett á hvolf til að gera þau skýrari og skoða þau í einlægni.“ Baselitz kveðst halda sig við mótíf sem kunn eru úr listasög- unni og einnig nokkur sem tengj- ast þýskri sögu, en fyrirlítur alla hugmyndafræði og þvertekur fyrir að hægt sé að finna pólitíska eða félagslega merkingu í myndum sínum. Hann segir að hlutverk list- ar í samfélaginu sé: „Það sama og góðir skór, og ekkert annað.“ Hann hefur skapað verk sem hrífa og eru falleg, en meirihluti þeirra er þó hrár og grófur. Baselitz seg- ir það hafa með bakgrunninn að gera: „Það sem þú upplifir mótar auðvitað sýn þína á heiminn. Ég var barn þegar ég sá hryllinginn í Dresden og þjáningarnar eftir stríðið. Ég var enn mjög ungur þegar mér var sagt af fávísum hugmyndafræðingum að ég gæti ekki málað neitt nýtt, því það hent- aði ekki pólitískum þörfum þeirra. Ég brást mjög aggresíft við því öllu saman. Kannski er það ástæð- an fyrir því að ég á í vandræðum með fegurð. Hundrað sinnum hef ég málað konuna mína og égiield að sumar myndanna séu mjög fín- ar, en alltaf segir hún: Af hveiju geturðu aldrei gert mig fagra?“ Baselitz segir listamenn þurfa að hafna öllu sem þeim er kennt og að sem betur fer hafi hann gert það. „Ég er upptekinn af andófi,“ segir hann. „Listasagan er heldur ekki bein eins og vísinda- sagan, þar sem allt er byggt á því sem á undan kom. List er saga höfnunar á því gamla og leit að nýju upphafi. Og það er það sem ég reyni að gera.“ MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjarni Hinriksson og Kristján Steingrímur Jónsson fram í miðjan júní. Safn Asgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stillinn í list Ásmundar fram á haust Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu fram eftir sumri. Gerðarsafn Grímur Marinó Steindórsson sýnir til 18. júní. Verk Gerðar Helgadóttur til 16. júlí. Galleri Stöðlakot Soffía Sæmundsdóttir sýnir til 20. júní. Gallerí Umbra Ulla-Maija Vikman sýnir til 21. júní. Listhús 39 Margrét. Guðmundsdóttir sýnir til 26. júní. Við Hamarinn Þóra Þórisdóttir sýnir til 18. júní. Nýlistasafnið 10 myndlistarmenn sýna til 25. júní. Snegla Listhús Slæðudagar til 16. júní. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Gallerí Sólon íslandus Myriam Bat-Yosef sýnir til 25. júní. Listhúsið Laugardal Ólafur Oddsson sýnir til 19. júní. Hafnarborg „Stefnumót listar og trúar“ til 26. júní. Þjóðminjasafnið Sýn. á óþekktum ljósmyndum eftir Bjama Kristinn Eyjólfsson. Hallgrímskirkja Kirkjulistavika; Myndlistasýning bama úr Myndlistaskólanum í Reykjavík. Sýning textíllistakonunn- ar Else Marie Jakobsen. Mokka Harpa Árnadóttir sýnir til 20. júní. Gallerí Greip Börkur Arnarson og Svanur Krist- bergsson sýna til 13. júní. Gallerí Fold Dósla, Hjördís og Örn Ingi sýna til 25. júní. Tryggvagata 15 Kjartan Guðjónsson sýnir til 30. júní. Norræna húsið Umhverfislist í salarkynnum og um- hverfi hússins til 9. júlí. Gallerí Sævars Karls Þóra Sigurðardóttir sýnir. TONLIST Sunnudagur 11. júní „Sólisti á Sólon“; Guðni Franzson á Sóloni íslandusi. Orgeltónleikar Gill- ian Weir í Hallgrímskirkju kl. 17. Mánudagur 12. júní Diddú og Bamakór Grensáskirkju í kirkjunni kl. 20.30. Þriðjudagur 13. júní Listasafn Sigurjóns Ólafssonar; Guð- rún Birgisdótir, Martial Nardeau og Pétur Guðmundsson. Fimmtudagur 15. júní Requiem og Litanía eftir Mozart í flutningi Sólrúnar Bragadóttur, Hrafnhildar -Guðmundsdóttur, Gunn- ars Guðbjörnssonar og Magnúsar Baldvinssonar, Mótettukórs Hall- grímskirkju og Sinfóníuhljómsveitar Islands undir stjórn Harðar Áskels- sonar kl. 20. Við sálumessuna er dansatriði eftir Nönnu Ólafsdóttur. Föstudagur 16. júní Requiem og Litanía Mozarts kl. 20. Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 10. júní. Taktu lagið, Lóa! lau. 10. júní, fim, fös. Kvennaskólaævintýrið sun. 11. júní, mán. Kaffileikhúsið Herbergi Veroniku sun. 11. júní, fim, fös. Möguleikhúsið Mitt bælda líf lau. 10. júní, þri. Kirkjulistahátíð Siðasta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms sun. 11. júní kl. 20. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.