Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 B 5 Kaldari sjór en dæmi eru um frá upphafi mælinga Hætta á að svalsjórinn hafi slæm áhrif á lífríkið í LEIÐANGRINUM mældist sjórinn undan Norðurlandi aðeins 0-1 gráðu heitur og er það mikil breyting frá undanförnum íjórum árum þegar innstreymi hlýsjávar á Norðurmið mældist 3-4 gráður. Annars staðar við landið er hiti og selta einnig í lægra lagi og upphitun í yfirborðs- lögum er lítil en fer vaxandi. „Gróð- urfar“ er þó víða töluvert og átu- magn yfir meðallagi. Leiðangurinn var farinn í maí og byq'un júní á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Rannsókna- menn voru tíu auk Svend Aage. Athuganir voru gerðar á 160 stöðum umhverfis landið, bæði á landgrunn- inu sjálfu og utan þess. Almennt ástand sjávar var kannað og mæld útbreiðsla og magn þörungagróðurs á íslenskum hafsvæðum. Auk hefð- bundinna rannsókna fóru fram hita- og seltumæiingar á Breiðafirði og mælingar á koltvísýringi í sjó á ýmsum stöðum. Þá var stórverkefni í straummæl- ingum ýtt úr vör þegar tíu rekduflum var hent í sjóinn við sunnan- og vestanvert landið. I Ieiðangrinum var einnig safnað gögnum um veðurfar fyrir Veðurstofu Islands og sjósýn- um fyrir Geislavarnir ríkisins. Svalsjór ríkjandi fyrir norðan Helstu niðurstöður vorleiðangurs- ins um ástand sjávar og svifs voru þær að selturíki hlýsjórinn suður og vestur af landinu var 5-7 gráða heit- ur eða undir meðallagi. Svend segir að hlýsjávarins hafi ekki gætt undan Norðurlandi en þar hafi ríkt kaldur svalsjór norðan úr hafi, jafnt á grunnslóð sem dýpra og víðar og í meira mæli en áður hafi mælst. „Svalsjórinn var um 0-0,7 gráða heitur og er það jafnvel nokkrum brotum kaldara en í vetur þegar mörgum-þótti nóg um. Á landgrunn- inu náði svalsjór- inn állt austur fyr- ir Austurland, að Lónsbug. Auk þess mældist ískaldur pólsjór á Húnaflóasvæðinu en hitastig hans var minna en mín- us ein gráða. Þetta eru mikil umskipti ef miðað er við síðastliðin ijögur ár þegar innstreymi hlý- sjávar var í góðu lagi.“ Tangarsókn pólsjávarins Að sögn Svends hefur sjónum í kringum landið verið skipt í þrjá flokka miðað við hitastig. Hlýsjór er 3-7 gráða heitur en svalsjór 0-2 gráðu heitur. Pólsjór er þar fyrir neðan og frýs við -2 gráður. „Það má segja að á íslandsmið sæki einkum tvejr hafstraumar. Annars vegar kaldir straumar að norðan og hlýi sjórinn að sunnan. Með hlýja sjónum getur líka gætt áhrifa frá köldum straumum frá miðunum við Labrador og Vestur- Grænland og blandast hlýja sjónum sem kemur til landsins. Þannig get- ur verið um tangarsókn tveggja kaldra strauma að ræða. Svali sjór- inn fyrir norðan er í raun blanda af hlýsjó og pólsjó. Lagskiptingar gætir í hlýsjó og pólsjó en síður í svalsjó. Hann er alltaf til staðar djúpt norður af landinu og hefur borist alla leið upp að því í vor.“ Slæm áhrif á lífríkið Svend Aage segir að erfitt sé að segja til um ástæður fyrir svölum sjó og þar geti margt átt hlut að máli. „Það er freistandi að draga þá ályktun að hinar langvarandi norðanáttir, sem hafa verið ríkjandi Fyrstu niðurstöður eru nú komnar úr vorleið- angri Hafrannsóknastofnunar og sýna þær kald- ari sjó á Norðurmiðum í ríkari mæli en dæmi eru um í samsvarandi rannsóknum, sem hófust árið 1949. Kjartan Magnússon ræðir við Svend Aage Malmberg, haffræðing hjá Hafrannsóknastofnun, um leiðangurinn og hugsanleg áhrif svalsjávarins á lífríkið í hafinu. í vetur og vor, hafi þarna áhrif á. Ríkjandi kuldi í loftslagi kemur að lokum fram í kaldari sjó. Segja má að það ríki enn vetur á Norð- urmiðum og gæti það ástand ríkt fram eftir sumri. Þrátt fyrir aukinn yfirborðshita og inn- streymi hlýsjávar að sunnan tekur það sjó- inn undan Norðurlandi nokkra mánuði að hlýna svo nokkru nemi. Svalsjórinn er óvistleg- ur og ég efast um að hann sé nokkuð skárri en pólsjór. Því er mikil hætta á því að svalsjórinn hafi slæm áhrif á lífríkið og nytjastofnana. Til dæmis gæti dregið úr vexti loðnunn- ar og stofninn jafnvel minnkað. Slíkt kæmi fljótlega fram hjá öðrum stofnum, sem lifa á loðnunni, til dæmis þorskinum. Svalur sjór gæti einnig dregið úr viðkomu nytjastofn- anna þegar seiðin rekur í hann úr Svend Aage Malmberg MAGNÚS Daníelsson, efnafræðingur á Hafrannsóknastofnun, og Leifur Vigfússon, háseti á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds- syni, búa sig undir að varpa rekdufli fyrir borð. kiakinu við sunnanvert landið." Mikil áta Þörungagróður var allnokkur á landgrunninu vestan lands og norð- an en iítill fyrir Austur- og Suður- landi. Átumagn var töluvert á flest- um stöðum umhverfis landið, sér- staklega úti af Norðvestur- og Norð- austurlandi. Þá var mjög mikil áta úti af Suðvesturlandi. Átan skiptist í hlýsjávar- og kaldsjávartegundir í góðu samræmi við ástand sjávar. Næringarsölt voru svo í samræmi við þörungagróður, yfirleitt há á gróðurlitlum svæðum en lág á gróð- urmeiri svæðum. Djúpt út af Norðaustur- og Aust- urlandi fannst kaldur Austur- íslandsstraumur, svokölluð köld tunga sem heldur sig á þessum slóð- um. í þessum straumi var selta til- tölulega há og bendir það ekki til að hafís berist úr þeirri átt en mikil selta og hafís fara sjaldnast saman. Jafnframt var áta þar að venju mik- il, sem heldur gróðri í skeljum. „Áður fyrr var hlýsjó nær alltaf að finna undan Norðurlandi á vorin. Á ofanverðum sjöunda áratugnum breyttist Austur-íslandsstraumurinn úr svalsjávarstraumi í pólsjávar- straum, það er að segja seltan lækkaði. Hafís fylgdi i kjölfarið næstu árin og breytingar á göngum norsk-íslensku síldarinnar enda er pól- straumur bæði kaldur og ætissnauður. Ekki er unnt að spá nokkru um hvort sama ferli sé að eiga sér stað nú eða hvort þetta svala vor sé aðeins stök undar- tekning. Slíkt hefur gerst áður, segir Svend Aage.“ Leiðangursmenn komust í skilin milli hins kalda Austur- íslandsstraums og hlý- sjávar í Noregshafi djúpt úti af Áusturlandi eða handan við Jan Mayen-hrygg og þar fundu þeir síld. „Við fundum hana austar og sunnar en í fyrra og í minni mæli. Þar var aimennt lítið af þörungagróðri en mikið af rauðátu í heita sjónum og pólátu í hinum kalda. Það er ólíklegt að síldin eigi eftir að nálgast landið frekar en hún gæti leitað áfram norður, í átt að Jan Mayen, eins og í fyrra.“ Straum- mælingar stórauknar í leiðangTÍnum var einnig hugað að lögnum fyrir straummælingar og svonefndar setgildrur á nokkrum stöðum í hafinu við land- ið. Þá var stór- verkefni í straummæling- um hrundið af stað þegar tíu rekduflum var varpað út á jafn- mörgum stöðum við sunnan- og vest- anvert landið. Um er að ræða sam- starfsverkefni Hafrannsóknastofn- unar og bandarískrar hafrannsókn- arstofu og verður kostnaði við verk- efnjð væntanlega skipt til helminga. Áformað er að varpa út tíu duflum ársfjórðungslega næstu þrjú árin. Þeim er ætlað að athuga yfirborðs- strauma og verður fylgst með þeim frá gervihnöttum. Efsti hluti rekduf- lanna er blár og hvítur og vel sýni- Iegur. Svend Aage biður sjófarendur um að láta þau í friði en láta vita til Hafrannsóknastofnunar ef þau laskast. Svend segist binda miklar vonir við straummælingarnar enda sé það nú í fyrsta sinn sem stofnunin nýti slíka tækni af alvöru. „Hingað til hafa aðeins örfá rekdufl verið notuð til straumrannsókna á íslandsmiðum og hafa þau vissulega gefið gagnleg- ar en þó heldur strjálar vísbending- ar. Nú er hins vegar stefnt að fjöl- mörgum duflum, um 120 talsins, varpað út kerfisbundið með ákveðnu millibili í þrjú ár og munu þau vafa- laust gefa okkur mun traustari upp- lýsingar um feril hafstraumanna í kringum landið en við höfum átt kost á hingað til.“ HITASTIG sjávar á 50 metra dýpi í maí-júní 1994 25" 20" 15" . 0° .// : J /1 0° °" ■ í. / /• n r . f 0 /h l/d 66" (L f 1995 A /Jj ' 5° 64' 7° C/~ / ! / f HITASTIG sjávar á 50 metra dýpi í maí-júní 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.