Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 161,1 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 50,2 tonn á 90,85 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 32,8 tonn á 81,30 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 78,2 tonn á 95,26 kr./kg. Af karfa voru seld 18,0 tonn. í Hafnarfirði á 95,08 kr. (3,41), á Faxagarði á 50,78 kr./kg (5,81) en á 94,93 kr. (8,71) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 34,2 tonn. í Hafnarfirði á 52,57 kr. (8,41), á Faxagarði á 37,19 kr. (7,01) og á 48,90 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (18,91). Af ýsu voru seld 16,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 133,41 kr./kg. Kr./kg 70 60 Júní 18.VI19.V I20LV i 21.vr22.vr23.v 30 Þorskur m——m Karfi Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 116,9 tonn á 144,17 kr./kg. Þaraf voru 19,8 tonn af þorski seld á 110,60 kr./kg. Af ýsu voru seld 24,9 tonná 135,39 kr./kg, 34,8tonnaf kola á 165,71 kr./kg, 3,8 tonn af grálúðu á 197,72 kr./kg. og 1,1 tonn af karfaá 132,95 kr. hvert kíló. Aflinn úr Norður-Kyrrahafi skiptir fiskiðnaðinn miklu Nokkrar líkur á minni veiði og hækkandi verði NORÐUR-KYRRA- HAFIÐ gefur aðeins um 5% af heimsaflan- um eða um 4,7 til 5,7 milljónir tonna af um 100 milljóna heildarafla. Samt sem áður hefur aflinn af þessu hafsvæði, sem er fyrst og fremst alaskaufsi, lýsingur og kyrrahafsþorskur, gífurleg áhrif á gang mála í fiskiðnaði Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Aflinn byggist fyrst og fremst á alaskaufsa, en deilur hafa staðið um veiðar á tveimur alþjóðlegum hafsvæðum, „Kleinuhringnum" og „Hnetuholunni", eins konar smugum í Beringshafí og Okhotskhafi. Rússar og Bandaríkjamenn hafa náð að stöðva, að miklu leyti, of- veiði á þessum slóðum. Rússar eru að stöðva veiðar Pólveija og Kín- veija í Okhotskhafi, en floti þeirra af skipum, sem flaka og frysta um borð, er ekki nægilega öflugur til að fylla í skarðið, sem þessar þjóðir skilja eftir sig. Eftirspurn eftir flök- um af alaskaufs fer vaxandi og því má búast við hækkandi verði á af- urðum úr alaskaufsa, ufsa og lýs- ingi, þegar líður á sumarið. Þessar upplýsingar komu fram á Evrópsku sjávarafurðaráðstefnunni, sem haldin var í Brussel í vor, sam- hliða Evrópsku sjávarafurðasýning- unni. Eftirfarandi yfirlit yfir stöðuna í Norður-Kyrrahafi er byggt á er- indi Þjóðveijans Ulrich Nussbaum, sem hann flutti á ráðstefnunni. Fiskveiðistjórn ábótavant Nussbaum bendir á, að hafsvæðin sem mestu máli skipta í norðanverðu Kyrrahafi, séu Beringshaf og Ok- hotskhaf. Þar hafi fiskveiðistjórn verið afar ábótavant og því sé erfítt að gefa raunsanna mynd af því, sem þar eigi sér stað. Hann gerir þó ráð fyrir því að afli muni dragast saman frá því, sem áður var. Alaskaufsinn og lýsingurinn eru að ryðja öðrum hefðbundnari físk- tegundum út af vestrænum mörk- uðum og veldur þar bæði stopult framboð á þorski og hátt verð á honum og atlantshafsufsa. Því er alaskaufsinn að ryðja atlants- hafsufsanum út af þýzka markaðn- um fyrir tilbúna fiskrétti, einkum fiskifingur og kökur ýmiss konar. Alaskaufsinn hefur einnig komið í stað þorsks í þessari vinnslu og lýs- ingurinn vinnur stöðugt á. Þrískipt svæði Skipa má Norður-Kyrrahafí í þijú meginsvæði, þar sem þijár þjóðir koma mest til sögunnar. Þar er Norður-Ameríka, fyrst og fremst í Beringshafi og meðfram ströndum Alaska, Rússar og þriðji hópurinn, sem stundar veiðar á svokölluðum alþjóðlegum hafsvæðum, Kínveijar, Kóreubúar og Pólveijar. Fiskveiðistjórnun innan fískveiði- lögsögu Bandaríkjanna er sérstök, Færeyjar en þar er ufsavertíðinni skipt í tvö tímabil og á milli verksmiðjuskipa og landvinnslu, þar sem allir kepp- ast við þar til heildarhármarki er náð. Bandaríski flotinn vinnur meðal annars surimi, blokkir af fítufláðum alaskaufsaflökum, venjulegar blokkir og marning, en Bandaríkja- menn eru nánast einir um surimi- framleiðslu á þessu svæði. 10O sklp að jaf naði í „smugunum" Um 80 til 100 verksmiðjuskip eru að jafnaði á veiðum á alþjóðlegu miðunum, „smugunum" og eru það mest skip frá Kóreu, Póllandi og Kína, en einnig frá Tævan. Þessi skip vinna aflann um borð, ýmist í flakablokkir eða heilfrystingu. Yfir- leitt er þarna um að ræða gömul og úrelt skip, sem byggja afkomuna á magni í einfaldri vinnslu á físki, sem síðan er unninn frekar í landi. Tækjabúnaður er af skornum skammti og hreinlæti við vinnsluna ábótavant. Því munu útgerðir þeirra verða í verulegum vandræðum með að upp- fylla kröfur Evrópusambandsins um vinnslu og eftirlit sjávarafurða, sem ætlunin er að flytja þangað inn. Kínversku skipin eru verst á vegi stödd, en þau pólsku heldur betur. Hins vegar ríkir óvissa um fram- vindu mála á aiþjóðlegu hafsvæðun- um og meðan svo er leggja þessar þjóðir ekki út í endurnýjun á flota þeim, sem þar hefur lifíbrauð sitt. 27.000 krónur fyrir tonnið Að magni til byggist framleiðsla Rússa enn á heilfrystingu til frekari vinnslu í landi, en endurnýjun á flota þeirra á sér þó stað, meðal annars í samvinnuverkefnum við aðrar þjóðir, svo sem íslendinga, og greiða þeir þá fyrir endurbætur á skipunum með fiski. Heilfrysti fiskurinn fer hins vegar mikið til Kóreu og Kína í vöruskiptum og er verðið fremur lágt, eða um 420 dollarar tonnið, landað í höfn í Kína í upphafi þessa árs, innan við 27.000 krónur. Af- koma rússneska flotans á þessum slóðum byggist meira á vinnslu hrogna úr alaskaufsanum en flökun, en án þeirra tekna er talið að útgerð- in gangi ekki upp. Einkavæðing Nú er lög mikil áherzla á einka- væðingu rússneska flotans. Árið 1992 voru útgerðirnar 525 og voru 402 þeirra í eigu hins opinbera. Á síðasta ári var fjöldi útgerða talinn 560, en aðeins 120 í eigu hins opin- bera, sem borgar ekki lengur með útgerðinni eins og áður tíðkaðist. Þar sem útgerðin þarf nú að standa á eigin fótum er tilhneiging til að gera út nýtízkulegri en minni skip, sem eru ódýrari í rekstri. Því er fyrir dyrum veruleg endurnýjun rússneska flotans, en íjármögnun óviss. Meðan á því stendur og veið- ar annarra þjóða í Hentuholunni, „smugunni" í Okhotskhafi, verða stöðvaðar virðist því ljóst að minna kemur af fiski af þessu hafsvæði og verð á alaskaufsa og lýsingi gæti hækkað. Sú hækkun gæti þok- að upp á undan sér verðinu á öðrum hvítfíski eins og ufsa og þorski. Fá mikid af fiski af erlendum togurum MIKIÐ hefur verið um landanir erlendra tÓgara í Færeyjum að undanförnu. Er þar bæði um að ræða þýzka og norska togara, sem einkum leggja ufsa þar upp til vinnslu. I síðustu viku landaði norsk- ur togari um 100 tonnum af ufsa við Saltangará og þýzki togarinn Harengus landaði sama magni þar. Þá höfðu bæði brezkur og þýzk- ur togari falazt þar eftir löndun í þessari viku. Einnig lönduðu norsk- ur togari og annar þýzkur um 100 tonnum hvor í Fuglafirði í síð- ustu viku. Loks má nefna að úthafskarfi af Reylganeshrygg hefur haldið uppi mikilli atvinnu á Suðurey. Heildarafli íslendinga 1969-1994 Virði aflafengs í þorskígiidum 1965-1994 1970 1975 1980 1985 1990 1994 Þús. tonn 1965 1970 1975 Síldaraflinn 1968-1994 I3iu I aixt I juu I90d I99U I: u. Mikil aukning síldarafla SÍLDARAFLI hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin, og nú þegar veiðar úr norsk-íslenzku síldinni eru hafnar, eykst aflinn enn. Veiðin hefur byggzt á Suðurlandssíld- inni síðustu tvo áratugina, en stofninn var byggður markvisst upp með stjórn á veiðunum. Síð- ustu árin hefur þessi stofn verið að gefa af sér um 120.000 tonn og í fyrra bættust 20.000 við af þeirri norsk-íslenzku. Við getum nú veitt allt að 200.000 tonn af þeirri síld í sumar og gera má ráð fyrir um 120.000 tonna veiði af Suðurlandssíld- inni. Því stefnir í meira en 300.000 tonna veiði, sem er magn, sem ekki hefur sézt hér í áratugi. Lóðna Loðnuaflinn 1968-1994 1994 VEIÐAR á Ioðnu hafa alltaf ver- ið sveiflukenndar og hefur afl- inn farið úr nánast engu, þegar verst hefur látið, í milljón tonn í beztu árunum. I fyrra veiddust um 750.000 tonn, sem reyndist 20% samdráttur frá árinu áður, þegar 940.000 tonn bárust á land. Verðmæti aflans í fyrra var 3,2 milljarðar króna, en 3,7 árið áður. Mest af Ioðnunni fer til vinnslu á Austfjörðum, eða rúmur þriðjungur og 28% voru unnin á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.