Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 14.JÚNÍ1995 BLAÐ Mendingar umsvifamiklir í fiskvinnslunni í Uganda Tvö fiskvinnslufyrirtæki við Viktoríuvatn í eigu íslendinga ÍSLENDINGAR eru að verða um- svifamiklir í fisk- vinnslu við Viktor- íuvatn í Uganda. Einar Harðarson á þar nú þegar eina fiskvinnslustöð^ sem hann rekur, og er auk þess framkvæmdastjóri annarrar. Nokkur hópur íslendinga undir forystu Júlíusar Sólnes, prófessors, og Inga Þorsteinssonar, ræðismanns íslands í Nairobi í Kenya, hafa fest kaup á frystihúsi við vatnið fyrir um 1,1 milljón dollara, tæpar 70 milljónir króna. Árlega veiðast rúmlega 500.000 tonn af fiski í Viktór- íuvatni, mest nílarkarfi, og er fiskurinn fluttur ferskur og frystur á markaði í Evrópu. Einar Harðarson fór utan til Uganda fyrir tæpum tveimur árum og á nú skuldlaust fiskvinnslufyrirtæki, sem kaupir fisk af heimamönnum og vinn- ur, ýmist ferskan til útflutnings eða frystan. Hann er með nokkra báta í fiskflutningum frá eyjum úti á vatn- inu, þar sem fiskurinn er veiddur, í land til vinnslu, meðal annars íslenzka plastbáta, sem hugsanlega verða einn- ig notaðir til veiða. Fyrirtæki Einars heitir Icefish og er í Entebe, en að auki er hann framkvæmdastjóri ann- ars, sem heitir Greenfields. „Þetta er allfrábrugðið því, sem maður var að gera heima," segir Einar Margrét A Jóns- dóttir í Ostende Hafrannsóknir Sjávarkuldinn fyrir Norðurlandi Markaðsmál Aflinn úr Norður- Kyrrahafi skiptir fiskidnaðinn miklu í samtali við Verið. „Hér rekur maður skuldlaust fyrirtæki í sjávarútvegi, en það er líklega anzi fátítt heima. Við erum að vinna að bættri meðferð á fiskinum hérna, en venjan hefur verið sú að fiskurinn er fluttur óísaður og óaðgerður í land við slæmar aðstæður og kom hann oft um 25 stiga heitur til vinnslu. Við erum að taka upp flutn- ing á fiski ísuðum í kör og kassa og bætt meðferð skilar sér strax í betri afkomu við vinnsluna. Fiskurinn á markaö í Evrópu Afkastagetan hjá okkur er um 15 tonn á dag og er þá unnið á tveimur vöktum alla daga vikunnar. Við flökum fiskinn og pökkum og flytjum mest af honum ferskum inn á markaði í Evr- ópu, svo sem Frakkland, Holland, Belg- íu og Þýzkaland. Þetta er mest nílar- karfi og „tilapia", sem hvort tveggja er ágætis matfiskur. Þess má svo geta að sjávarafurðir voru önnur stærsta útflutningsafurð Uganda í fyrra og verður líklega sú stærsta í ár," segir Einar Harðarson. Mlkilla úrbóta þörf Samkvæmt heimildum Versins, er frystihúsið sem íslenzki hópurinn hefur fest kaup á, í borginni Jinjsa. Þar var blómlegur iðnaður áður fyrr, einkum fyrir tilstilli Indverja, en Idi Amin, fyrr- um einræðisherra landsins rak þá úr landi. Á tímum hans var byggt vandað frystihús í borginni fyrir tilstilli ítala og kostaði það langleiðina í 900 milljónir króna, þegar það var byggt. Illa var staðið að rekstri þess og var honum hætt fyrir nokkrum misserum. Mikilla endurbóta er þörf í húsinu áður en það getur hafið starfsemi að nýju og reiknað er með að þær kosti allt að 250 milljónum króna. LINAIM STOKKUÐ I BLIÐUNIMi • ELSA Reynisdót t ir gerir út trilluna Halldóru ásamt manni sínuin. Hún notaði veðurblíðuna, Morgunblaðið/Ágúst loksins þegar sumarið kom i Nes- kaupstað, til að stokka Mhuna ú l i undir húsvegg. Fréttir Aukning hjá Borgarplasti • FYRSTU fjóra mánuði ársins jókst innanlandssla á fiskkörum sem Borgarplast hf. á Seltjarnarnesi fram- leiðir um 17% og útflutning- ur jókst um 5% miðað við sama tíma í fyrra. Síðan Borgarplast hf. fékk ISO vottun árið 1993 hefur ver- ið stöðug veltuaukning hjá fyrirtækinu og árið 1994 var aukningin 70% milli ára, að sögn Guðna Þórðar- sonar framkvæmdastjóra Borgarplasts hf. Hefur aukningin i útflutningnum aðallega verið á Banda- ríkjamarkað./2 Meira aflaðist af þorski í maí • BOTNFISKAFLINN í maímánuði nýliðnum varð alls rúmlega 58.600 tonn, sem er um 1.600 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Þorskafli nú varð 15.924 tonn, sem er rúmum 300 tonnum meira en í fyrra. Þorskafli togara í maímánuði varð 2.800 tonn, þorskafli báta 4.235 tonn og þorskafli smábáta 8.891 tonn. Heildarafli smábát- anna nú varð 11.184 tonn á móti 9.682 í fyrra./7 Namibía eykur verðmætin • VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða frá Namibíu jókst verulega á siðasta ári, meðal annars vegna hærra verðs fyrirlýsing og tttnfisk og þrá t i fyrir, að ekki hafi tekist að ná öllum lýsings- kvótanum./7 Kvótakerfi Nýsjálendinga • Á ÁRUNUM fyrir 1986 voru fiskveiðarnar við Nýja Sjáland stundaðar með sama hætti og almennt gerðist og gerist víða enn. Sjómenn komu með aflann að landi og létu sig síðan litlu skipta hvað um hann yrði. Þeim fannst nóg að fá greitt fyrir hann, vinnsla og sala var ekki þeirra mál. Veiðar og markaðs- setning voru sitt hvað. Brezka sjávarútvegsblaðið Fishing News birti nýlega úttekt sína á fiskveiði- stjórnunni við Nýja Sjáland og er eftirfarandi frásögn byggð á henni./8 Markaðir 35% aukning rækjuafla 1994 • RÆKJUAFLI okkar ís- lendinga hefur aukizt gífur- lega nú ár frá ári. Á því síðasta varð rækjuaflinn alls 72.800 tonn, sem er rúmlega 35% aukning frá árinu áður. Fyrir aðeins þremur árum var rækjuafl- inn innan við 40.000 tonn og sé farið rúm 10 ár aftur í tímann er aflinn aðeins um 10.000 tonn. Verðmæti rækjuaflans hefur aukizt um 25% milli ára og var það í fyrra rúmir 7 milljarðar króna. Rækjan er að lang- mestu leyti unnin á Vest- fjörðum og Norðurlandi, eða 75% aflans. Rækjuaflinn 1968-1994 Þús. tonn fifÖ rfl 1970 1975 1980 1985 19901994 Samdráttur í grálúðuafla Grálúðuaflínn 1969-1994 1970 1975 1980 1985 1990 1994 • MIKLAR sveiflur hafa einnig verið í grálúðuafla okkar. Veiðin vlár lítil sem engin fram til ársins 1976, en upp úr því fór hún í 30.000 tonn og hélzt þannig um l.íma. Siðan jókst sóknin verulega og veiðin náði há- marki í tæplega 60.000 tonn- um 1991. Síðustu ár hefur aflinn verið í kringum 30.000 tonnin á ný, en minnkað ár frá ári. Milli síð- ustu ára nam samdrátturinn um 18,5%. Verðmæti aflans í fyrra varð 3,9 milljarðar á móti 4,7 1993, sem er 15,5% samdráttur./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.