Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 B i VIÐSKIPTI * Aukinn áhugi á norrænni auglýsingahátíð og Islendingar hvattir til frekari þátttöku Flestir þeir stóru með NORRÆN hátíð fyrir auglýsinga- kvikmyndir er haldin á hverju ári í Helsingborg í Svíþjóð og til þessa hafa fáar íslenskar myndir verið sendar í keppnina. í ár munu þó lík- lega fiestar stóru augiýsingastofurn- ar senda myndir á hátíðina. Einn aðstandenda hennar, Anders Engs- tröm, kom hingað til lands fyrir skömmu tii að kynna hana fyrir ís- ienskum auglýsingastofum og kvik- myndagerðarmönnum. Hátíðin var fyrst haldin árið 1987 og nú er hún haldin í byijun septem- ber ár hvert. Auglýsingastofur í Helsingborg halda hátíðina í sam- vinnu við norræn samtök auglýsinga- stofa. Engström sagði, í samtali við Morgunblaðið, að á hveiju ári væru 4-500 auglýsingar sendar í keppnina frá öllum Norðurlöndunum og þar af kæmust um níutíu í undanúrslit. Dómnefnd velur síðan bestu auglýs- ingu ársins og úthlutar einnig verð- launasvönum úr gulli, silfri og bronsi en það eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur. Megintilgangur hátíðarinnar er að koma norrænum auglýsingamynda- framleiðendum á framfæri og segist Engström gjarnan vilja sýna fleiri íslenskar myndir á henni. „Þeir sem ætla að ná árangri utan heimamark- aðar þurfa að kynna sig. Þær ís- lensku auglýsingar sem ég hef séð hafa verið áhugaverðar og sambæri- legar að gæðum við hinar skandinav- ísku. Island er lítill markaður og það er eftirtektarvert hvað íslendingar framleiða margar góðar auglýsingar fyrir mun minna fé en annars staðar tíðkast. Frá árinu 1991 hafa íslend- ingar alls sent 26 auglýsingar til þátttöku og 1992 komust tvær þeirra í undanúrslit. Önnur þeirra var aug- lýsing um eyðni, gerð af ísiensku auglýsingastofunni, og hlaut hún verðlaun fyrir bestu kvikmyndatök- una.“ Aukinn áhugi Islendinga Hallur Baldursson, formaður SÍA, segir að áhugi íslenskra auglýsinga- stofa á _ hátíðinni sé heldur að glæðast. í fyrra hafi aðeins 2-3 stof- ur sent myndir á hátíðina en nú heyr- ist honum að flestar af stóru stofun- um átta ætli að taka þátt í henni og senda samtals um tuttugu myndir. Engström leggur áherslu á mikil- vægi hátíðarinnar fyrir norræna aug- lýsingaiðnaðinn. „Norðurlandabúar hafa að miklu leyti sameiginlega menningu og svipað skopskyn en það skiptir miklu máli í auglýsingagerð. í hinni sífelldu samkeppni sem hin norræna menning er í við aðra menn-' ingarheima verður ekki fram hjá því litið að sjónvarpsauglýsingar eru mikilvægur hluti fjölmiðlunar nútím- ans. Auglýsingahátíðin er því góður Jón Svavarsson SVAVAR Helgason, eigandi Skíðaskálans, fyrir utan skálann ásamt starfsfólki sínu. SVAVAR Helgason rúmlega fertugur framreiðslumaður, er nýr eigandi Skiðaskálans í Hveradölum og fóru eigenda- skiptin fram þann 12. mars síð- astliðinn. Hann hyggst m.a. láta reisa hótelviðbyggingingu í tengslum við skálann. Svavar hefur starfað sem framreiðslumaður undanfarin 20 ár auk þess sem hann hefur staðið í verslunarrekstri. Birgir Stefánsson er veitingastjóri skálans en undanfarin 18 ár hefur hann starfað á Hótel Holti, nú síðast sem aðstoðar hótelstjóri. Hótelrekstur í burðarliðnum Að sögn Svavars eru ýmsar nýjungar á döfinni í rekstri Skíðaskálans. Meðal annars er fyrirhugað að reisa hótel við hlið skálans með um 30-40 her- bergjum. Frumdrögum að teikningum hússins er lokið og er ætlunin að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári. Kostn- aðaráætlun liggur ekki enn fyr- ir en aðspurður segist Svavar vera bjartsýnn á þennan rekstur og óhræddur við þá samkeppni sem fyrir er á þessum markaði. Þá er einnig verið að athuga möguleikann á því að koma upp skíðaaðstöðu við skáiann á ný, en lyfturnar sem verið höfðu þar til margra ára voru teknar niður fyrir tveimur árum vegna mikils snjóleysis árin þar á und- an. Svavar telur þó enga ástæðu til svartsýni í þeim efnum enda hafi allt verið á kafi í snjó nú síðastliðinn vetur. Að sögn Svavars er ætlunin að starfrækja fyrirtækið á breiðara sviði en verið hefur Breytingar í Skíða- skálanum í Hvera- dölum fram til þessa. Auk hótelrekst- urs og hugsanlegs reksturs skiðasvæðis sé ætlunin að bjóða upp á margvíslega aðstöðu til útivistar á svæðinu í kringum skálann. Útivist og veitingar í sumar verður starfrækt hestaleiga við skálann í sam- vinnu við Eldhesta í Hvera- gerði. Að sögn Svavars er hér um nýjung á ferðinni og sé ætl- unin að halda þeirri þjónustu áfram. Þá er boðið upp á skipu- lagðar vélsleðaferðir að vetrar- lagi sem Bílaleigan Geysir sér um i samstarfi við skíðaskálann. Þá eru einnig í boði ýmsir aðrir möguleikar. “Hér í kring eru mjög skemmtilegar göngu- leiðir sem fólk getur nýtt sér og jafnframt hefur verið unnið að endurbótum á búningsað- stöðu, gufuböðum o g heitum pottum við skálann. Það er því tilvalið fyrir fólk að koma og njóta útiveru hér í kring og síð- an kvöldverðar eða kaffihlað- borðs hjá okkur á eftir.“ segir Svavar. Á þjóðlegum nótum Skíðaskálinn býður upp á nýtt hlaðborð, svokallaða Saga- veislu. Hér er á ferðinni þjóð- legur matur og klæðist starfs- fólk skiðaskálans þjóðbúningum ogþjóðlegu skarti í þessuin veislum. Eingöngu er um að ræða veislur fyrir stærri hópa. “Við vorum með fyrstu veisluna fyrir hóp af heilaskurðlæknum frá 16 löndum sem staddir voru hér á landi á alþjóðlegri ráð- stefnu. Við tókum á móti þeim á hestbaki við þjóðveginn og riðum síðan á undan þeim í hlað- ið og tókst veislan í alla staði mjög vel.“ Meðal annarra uppákoma er harmónikkutónlist og hefð- bundin pianótónlist undir mat. “Það má segja að skíðaskálinn sé mjög sérstakur vinnustaður. Hér er andrúmsloftið afslappað og má segja að streitan líði úr fólki er það kemur uppeftir. Hér eru gestirnir aldrei óánægðir heldur fer fólk alltaf ánægt frá okkur.“ segir Svav- ar. 60 ára afmæli framundan Skíðaskálinn í Hverdölum var reistur árið 1935 og verður því 60 ára á þessu ári. Gamla húsið brann veturinn 1990 en fljótlega var liafist handa við endurbygg- ingu skálans og var nýja húsið, sein er norskt bjálkahús, tekið formlega í notkun þann 17. júní 1992. Svavar segir að ætlunin sé að halda með veglegum hætti upp á þessi tímamót og nmn sérstök dagskrá verða í gangi allan septembermánuð í tilefni þeirra. Morgunblaðið/Sverrir. ANDERS Engström sýnir hér norrænar verðlaunaauglýsingar síðustu ára. vettvangur fyrir auglýsingastofur til að bera framleiðslu sína saman og bæta sig.“ SÍA tilnefnir tvo menn í dómnefnd hátíðarinnar og í ár urðu þeir Ástþór Jóhannsson, hjá Góðu fólki, og Björn B. Björnsson, hjá Hugsjón, fyrir val- inu. Þátttökugjald er um sautján þúsund íslenskar krónur fyrir hveija mynd. Allar nánari upplýsingar veit- ir Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri SÍA. íslenskir verk- takarlíta til Grænlands ÍSLENSKIR verktakar hafa áhuga á að kynna sér nánar forval verktaka vegna flugbrautarframkvæmda í Grænlandi. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær er um að ræða bygg- ingu sjö flugvalla í Græniandi í tveimur áföngum. Áætlað er að fyrri áfanga ljúkið árið 1998 og þeim seinni árið 2002. Heildarkostnaður er áætlaður nálægt einum milljarði danskra króna. Flugmálayfirvöld á Grænlandi hafa boðið þeim verktökum og verk- takahópum sem hafa áhuga, að taka þátt í forvali vegna útboðs bygging- ar flugvaila í fyrri áfanga. Umsókn- ir þurfa að berast fyrir miðjan júlí nk. „Við erum einmitt að ræða þetta mál,“ sagði Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri íslenskra aðal- verktala hf., þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Stefán sagði Islenska aðalverktaka talsvert lengi hafa fylgst með þróun þessara mála í Grænlandi. „Við vissum af þessu verkefni í fyrra og það er al- veg ljóst að við höfum mikinn áhuga á því. Nú er næsta skref að kynna sér forvalsgögnin," sagði Stefán, og ennfremur að það mætti telja mjög líklegt að félagið sendi inn umsókn um þátttöku í forvalinu. Oskað eftir gögnum Jónas Frímannsson, verkfræðing- ur hjá Istaki hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að þar væru menn nýlega búnir að senda eftir frekari gögnum um málið. „Þetta er greini- lega stórt og áhugavert verkefni,“ sagði hann. „Við höfum áhuga á að skoða það nánar, en það er ekki hægt að segja meira um málið á þessu stigi.“ „Við höfum þegar óskað eftir því að fá send gögn um málið," sagði Sigurður Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar-Colas hf., aðspurður um áhuga fyrirtækisins á flugbraut- arframkvæmdunum í Grænlandi. „Við munum kynna okkur málið vandlega. Það kemur síðan í ljós hvort þetta verkefni hæfir okkur.“ Ólafur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Valar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar hefði málið ver- ið rætt og áhugi væri fyrir hendi en málið. væri ekki komið lengra. Hann sagði líkur á að félagið sækti um þátttöku í forvalinu í einhverri mynd, jafnvel með fleiri aðilum. Nýir bílar frá U.S.A. V - 8220 ha. - lúxusleðurinnrétting - fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara ásamt öllum þeim búnaði er prýtt getur Grand Cherokee. Vagnhöfða 23, sími 587 0587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.