Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 B 5 VIÐSKIPTI Mikilvægt skref fyrir okkur að tengja saman þá þekkingu sem er til staðar á ein- um stað. þannig að fermetrum fækkar strax um 340. Um leið og útibú verður opnað á neðstu hæð húss- ins verður útibúinu í Bankastræti breytt í afgreiðslu til reynslu, en verði því endanlega lokað fækkar fermetrum enn um 400-600. Þá eru uppi hugmyndir um að flytja lager bankans á Kirkjusand, sem þýddi 300 fermetra fækkun til viðbótar. Húsnæði bankans gæti því minnkað um á annað þúsund fermetra þegar upp er staðið, að sögn Sigurveigar. Framkvæmdastj órar nálægt sínu fólki Bankastjórn íslandsbanka er ekki á einum stað í húsinu, eins og tíðkast hefur hingað til hjá íslenskum fjármálastofnunum. Valur Valsson, bankastjóri, hefur komið sér fyrir í fremur lítilli og látlausri skrifstofu á fímmtu hæð. Framkvæmdastjórarnir eru síðan dreifðir um húsið og staðsettir í nágrenni við sínar deildir. „Bankastjórnin skiptir mjög greinilega með sér verkum og það var talið hagkvæmt að menn væru nálægt sínu fólki,“ segir Sig- urveig. í því rými sem áður hýsti for- stjóraskrifstofu Sambandsins og fundaherbergi Sambandsstjórnar hefur reikningshald og áætlana- gerð bankans komið sér fyrir. Rúmt var um stjórnendur Sam- bandsins og reyndist unnt að koma fyrir 25 herbergjum þar sem áður voru 14 herbergi. Vel viðunandi arðsemi af fjárfestingunni Þá vekur það athygli að ís- landsbankamenn nefnt fundarher- bergin í húsinu eftir nokkrum kennileitum í Laugarnesinu. Þannig heitir bankaráðsherbergið Ráðagerði, bankastjórnarherberg- ið, Klettur, en matsalurinn er nefndur Skarfasker. Önnur her- bergi hafa verið nefnd Engey, Akurey, Fjaran, Tjörnin, Lækjar- bakki, Krossgarður svo dæmi séu tekin. Þá verður turnherbergið notað undir fundi en barinn sem settur var þar upp í tíð Sambands- ins verður fjarlægður. En skyldu menn hafa reynt að áætla hvað það hefði kostað bank- ann að byggja sambærilegt hús? 4. hœb 2. hœb 1. Sigurveig bendir á að staðan sé þannig á fasteignamarkaðnum um þessar mundir að atvinnuhúsnæði sé almennt selt undir kostnaðar- verði. „Það var mjög óhagkvæmt fyrir bankann að eiga Holiday Inn og hann sparaði mikið á því að koma hótelinu í verð ásamt því að sameina höfuðstöðvarnar. Hins vegar er snúið að verðmeta hús- næðið, því þá þarf að taka tillit til þess að fyrir það var greitt í öðru húsnæði sem var erfitt í sölu. Við gerum ráð fyrir því í kostnað- aráætlun að arðsemin af fjárfest- ingunni sé mjög vel viðunandi til viðbótar við þá hagræðingu sem næst fram.“ 3. Munum undrast það hvernig hægt var að hafa starfsem- ina á jafnmörg- um stöðum 5. hœb ana er sú að fjárstýring og Verð- bréfamiðlun VÍB eru sameinuð í eina yiðskiptastofu,“ segir Egg- ert Ágúst Sverrisson, forstöðu- maður fjárstýringar. „Það er eng- in tilviljun að við ákváðum að gera þetta. Þróunin í heiminum er sú að þessi starfsemi sem á margt sameiginlegt er að samein- ast á einu vinnusvæði. Ástæðurnar eru tvíþættar. í fyrsta lagi byggist öll þessi starf- semi á markaðsvöxtum, hvort sem menn eru að vinna á gjald- eyrismarkaði, almennum pen- ingamarkaði eða verðbréfamark- aði. Væntingar manna um þróun á gjaldeyris- og fjármagnsmark- aði byggjast að miklu leyti á vöxt- um. Þetta á sérstaklega við núna, þegar við erum að bjóða við- skiptavinum bankans framvirka samninga sem og skiptasamn- inga og vilnanir (options). Grund- völlurinn að þessum samningum byggist á verðbréfamarkaðnum. Þess vegna er það mjög mikil- vægt skref fyrir okkur að tengja saman þá þekkingu sem er til staðar hjá sveitinni á einum stað.“ Getum veitt betri þjónustu Með flutningi Verðbréfamiðlun- ar VIB í höfuðstöðvamar skapast möguleikar á mun nánara sam- starfi fjárstýringar Islandsbanka og verðbréfamiðlunarinnar. Þetta segja íslandsbankamenn að marki tímamót í ijármálaviðskiptum hér- lendis. „Mesta breytingin við flutning- „í öðru lagi eigum við von á því að með sameiginlegri við- skiptastofu getum við í framtíð- inni veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu. Við munum leggja aukna áherslu á lausnir fremur en einstaka þjónustuþætti. Fyrir- tæki eru í vaxandi mæli að leita eftir lausnum fremur en aðstoð við að leysa einstök mál. Með því að hafa starfsemina á einum stað teljum við okkur miklu betur í stakk búna til að þjóna viðskipta- vinum. Sennilega munum við undrast það í framtíðinni hvernig hægt var að hafa starfsemi bankans á jafnmörgum stöðum og var áður. Það er sérstaklega mikilvægt fyr- ir okkur í viðskiptastofunni að vera í námunda við deildir eins og alþjóðadeild, lánaeftirlit og aðra starfsemi VÍB. Mér finnst að það hafi verið geysilega vel að verki staðið við undirbúning flutninganna og allir vera mjög ánægðir með nýjar höfuðstöðvar á Kirkjusandi," sagði Eggert. Seagate er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Hágæðadiskar á betra verði Hvernig sendibíl þarftu ...nákvæmlegal LDV sendibíllinn er fáanlegur frá framleiðanda sem: Hefðbundinn sendibíll, sjúkrabíll, verkstæóisbíll, tankbíll, ísbíll, björgunarbíll, háþekjubíll, gámabíll, með kælikassa, smárúta og vinnuflokkabíll. Auk þess er í boði svo margbreytilegur aukabúnaður, að líkur þess að þú fáir sendibíl með nákvæmlega þeim eiginleikum sem þú kýst, eru mjög miklar. VELAR& ÞJéNUSTAhF JARNHALSI 2. 110 REYKJAVIK. SIMI 587 6500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.