Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI STARFSMENN íslandsbanka bera saman bækur sínar á fundi í nýja bankaráðsherberginu í aðalstöðvum íslandsbanka á Kirkjusandi. * Fyrsta áfanga í flutningum Islandsbanka í nýjar höfuðstöðvar brátt lokið MEÐ eignaskiptum á Hótel Holiday Inn og Kirkjusandshúsinu í bytjun ársins tókst ís- landsbanka í senn að losna út úr óhagkvæmum hótelrekstri og sameina höfuðstöðvar sínar og dótturfélaga sinna í nútímalegri skrifstofubyggingu. Unnið hefur verið að því að aðlaga húsnæðið þörfum bankans frá þeim tíma og eru starfsmenn stoðdeilda þessa dagana að koma sér fyrir í húsinu við Kirkjusand. Hingað til hefur þessi starfsemi bankans verið á fímm stöðum í Reykjavík með tilheyrandi óhag- ræði. íslandsbankamenn eru afar ánægðir með nýju aðstöðuna, enda hefur komið á daginn að mjög var vandað til verks við end- urbyggingu hússins á sínum tíma. Húsið var upphaflega byggt sem frystihús og er 133 metrar á lengd og 15 metrar á breidd. í því eru fjórar hæðir og ris, en það mun verða vinnustaður 190 starfs- manna íslandsbanka og dótturfé- laga. Kirkjusandur á sér merka sögu, sem hefur verið rifjuð upp í tilefni flutninga íslandsbanka. Nafnið kemur fyrst við sögu árið 1379, en það gæti þó verið eldra, því kirkja var í Laugamesi allt frá árinu 1200 til loka 18. aldar. Upp úr síðustu aldamótum hófst salt- fískverkun á Kirkjusandi á vegum Th. Thorsteinssonar og Zimsens. Á árunum 1950 til 1956 byggði Tryggvi Ófeigsson síðan þar hvert fískvinnsluhúsið af öðru. Sambandið breytir frysti- húsi í skrifstofuhús Árið 1954 hóf Tryggvi bygg- ingu á stóru frystihúsi niður við fjöruborðið og síðar byggði hann langt og mjótt íshús beint fyrir framan. ísfélag Vestmannaeyja keypti Kirkjusand af Tryggva eft- ir Vestmannaeyjagosið árið 1973 og átti húsið á þriðja ár. Þá var það selt Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og fleirum. Á árinu 1988 voru framkvæmd- ir komnar á fullan skrið við að breyta húsinu í skrifstofuhús und- ir nýjar höfuðstöðvar Sambands- ins. ísframleiðsluhúsið var rifíð en frystihúsinu breytt í skrifstofu- byggingu um leið og risið var hækkað. Það tók hins vegar að halla verulega undan fæti hjá Sambandinu um svipað leyti og húsnæðið var orðið fullbúið. Sam- bandið varð síðan að láta af hendi eign sína í húsinu í skuldaskilum við Samvinnulífeyrissjóðinn. Fyrstu deildir íslandsbanka fluttu inn um páskana og gert er ráð fyrir að allar stoðdeildir nema lögfræðideild verði fluttar inn eft- ir þar næstu helgi. Seinni áfangi flutninganna verður í haust og þá munu starfsmenn Verðbréfa- Fjármálamiðstöð á Kirkjusandi Mikil ánægja ríkir meðal starfsmanna íslandsbanka með aðstöðuna í hinum glæsilegu höfuðstöðvum sem skapar í senn mikla hagræð- ingu o g nýja möguleika á þjónustu. Krístinn Bríem skoðaði nýju húsakynnin og kynnti sér hvaða þýðingu sameining höfuðstöðv- anna hefur fyrir bankann FISKVERKUNARSTÖÐIN á Kirkjusandi fyrr á árum. Skemmtilegt að vera kominn aftur TRYGGVI Pálsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, á fjöl- margar æskuminn- ingar sem tengjast Kirkjusandshúsinu enda var það reist á sínum tíma af afa hans, Tryggva Ófeigssyni, forstjóra Júpiters hf. og Mars hf. Þar var rekin umfangsmikil fisk- vinnsla og hafði fyr- irtækið hundruð manna í vinnu þegar mest var. Tryggvi vann um tíma í fiski í húsinu en lengst af var hann þó á togurum fyrirtækisins og sendill á skrifstofunni í Aðal- stræti. Hann var helsti hvata- maður þess að ráðist var í að rita Tryggva sögu Ófeigssonar sem kom út árið 1979. „Afi minn var með mikla starf- semi hérna og margir muna eft- ir að hafa verið hér í vinnu, annaðhvort sem fastir starfs- menn eða tímabundið," segir Tryggvi Pálsson. „Mjög margir námsmenn voru hér í vinnu og ég var t.d. með í að vinna hum- ar. Á fyrstu tveimur hæðunum var frystingin. Á hæðinni sem ég er á núna var m.a. sjólaxverk- smiðja sem afi minn reyndi að nýta þeg- ar minna var að gera í annarri verk- un til að halda betur í gott fólk. Svo voru efri hæðimar að hluta til leigðar út. Hér var fatagerð og Jakob Hafstein með sitt Solnaprent. Undir risinu á fimmtu hæð var leikfimisalur og danssalur. Þá voru hér verbúðir fyrir starfsmenn. Þetta var mjög stórt fyrirtæki með fimm togara þeg- ar mest var. Ég á ýmsar skemmtilegar minningar frá þessum tíma eins og fleiri. Mér er til dæmis minn- isstætt þegar ég tók þátt í pen- ingatalningunni inni i Aðal- stræti. Síðan fórum við oftast fjögur saman inn á Kirkjusand tíl að greiða út launin. Einn morguninn eftir að Is- landsbanki flutti inn í húsið hitti ég Braga Björnsson, sem var verkstjóri í salnum. Hann vinnur ennþá við frystigeymsluna í suð- urendanum sem Samskip leigir af bankanum. Þá átti ég fund nýlega með ráðgjafa sem er að vinna að út- tekt á ákveðnu fyrirtæki. Það kom í ljós að hann hafði leikið sér sem barn við húsið því fjaran var hér beint fyrir framan. Strákar stunduðu það að ná sér í slóg við húsið og veiða fyrir utan þar sem útstreymið var úr holræsinu. Það er mjög skemmtileg til- finning að vera kominn aftur í þetta hús. Það var vel byggt í upphafi og síðan voru lagðar háar upphæðir í að endurbæta það sem gerir það að verkum að Islandsbanki þurfti lítið að leggja í breytingar. Húsnæðið er mjög gott, bæði sterkt og bjart. Þá hefur verið nefnt að loftið hérna sé bæði hreint og gott. Það er einnig hægt að gleðj- ast yfir því að flaggskipin úr hinum mikla atvinnurekstri Júp- iters og Mars á landi og sjó eru ennþá í gangi. Annarsvegar er Kirkjusandur orðinn fjármáiam- iðstöð fyrir einkabankann og hins vegar er Júpiter enn í full- um gangi sem loðnuskip. Ég vann á Júpiter í þijú sumur og finnst gaman að því að gagnleg- ir hlutir sem minningar eru tengdar við skuli ennþá vera að skila sínu.“ Tryggvi Pálsson markaðs íslandsbanka og Glitnis flytja í húsið. Hentar íslandsbanka afskaplega vel „Húsið hefur reynst henta bankanum afskaplega vel og það eru allir ánægðir með sinn hlut. Útsýnið og umhverfið gefur fólki mikið. Hér er einnig gott loft og góð gólfefni þannig að fólki líður vel. Mér skilst á byggingamönn- um sem unnu að endurbyggingu hússins fyrir Sambandið að svo vel hafí verið staðið að upphaflegu byggingunni að varla þurfti að rétta af gólf frá einum enda til annars,“ segir Sigurveig Jónsdótt- ir, upplýsingafulitrúi íslands- banka. Hún segir að áætlanir um kostnað vegna flutninganna virð- ist ætla að standast, en hann er áætlaður um 80 milljónir króna. Þar sé fyrst og fremst um að ræða aðkeypta vinnu við að færa til milliveggi, en unnt hafi verið að nota húsgögn og annan búnað sem hafí verið fyrir í eigu bank- ans. Eftir undirritun makaskipta- samings íslandsbanka og Sam- vinnulífeyrissjóðsins 6. janúar si. var því lýst yfir að bankinn hygð- ist fækka fólki við flutningana og ná fram verulegum sparnaði í rekstri. Sigurveig vildi ekki nefna ákveðnar tölur en sagði að áætl- anir gæfu til kynna að sparnaður- inn muni nema tugum milljóna króna árlega þótt hann komi ekki allur fram strax. „Sparnaður næst fram í ótal hlutum eins og póst- dreifingu, húsaleigu, fasteigna- gjöldum, ræstingu og mötuneyt- um. Póstmiðstöðin var áður í Ar- múlanum og það þurfi að flytja allan póst tvisvar á dag í hinar ýmsu deildir. Eftirleiðis þarf að- eins að flytja póst í útibúin. Þá hafa menn þurft að eyða miklum tíma í að fara á milli staða í bæn- um til að sækja fundi með tilheyr- andi bifreiðakostnaði. Starfsfólki hefur ekki verið fækkað beint í tengslum við flutn- ingana, enda hefur það verið stefna bankans að segja fólki helst ekki upp. Það er fremur reynt að færa til og hagræða þegar ein- hver hættir störfum að eigin ósk. Þess vegna má búast við ein- hverri fækkun þegar frá líður. Við reiknum jafnframt með að hagræðið af nýja húsnæðinu komi fljótt fram í bættri þjónustu og hraðari afgreiðslu á málum innan bankans. Það má nefna sem dæmi að tölvudeildin fær ritaraaðstoð frá starfsmannahaldi og rekstrar- deild, sem ekki var mögulegt áður,“ sagði Sigurveig. Húsnæðið í Kirkjusandi er sam- tals um 6.900 fermetrar. Sú starf- semi sem flyst þangað hafði áður til umráða um 7.240 fermetra,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.