Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Murdoch hækkar verðið á Sun London. Reuter. FYRIRTÆKI Ruperts Murdochs hefur hækkað verðið á dagblaðinu Sun í 25 pens úr 23 pensum vegna hækkaðs verðs á dagblaðapappír, en hyggst ekki hækka The Times í verði að sinni. Murdoch lækkaði verðið í 20 pens í júlí 1993 og hefur opinberlega látið í ljós von um að tveggja ára verðstríði linni. The Times kostar 20 pens, en er um þessar mundir selt á kynning- arverði upp á 10 pens. Hlutabréf í Mirror Group, sem gefur út Daily Mirror, hafa hækkað um 3 1/2 pens í 137 1/2 pens, þar sem verðstríði virðist lokið. Mirror kostar 27 pens. The Times á 20 pens Af vönduðu blöðunum er Daily Telegraph söluhæst, en The Times er í öðru sæti. Murdoch lækkaði verðið á The Times fyrst í 30 pens úr 45 pensum og síðan í 20 pens í júní 1994 þegar Daily Telegraph lækkaði sitt verð í 30 pens úr 48 pensum. Verðstríðsaðferð Murdochs átti rætur að rekja til þess að sala Sun hafði minnkað. Sérfræðingar segja að aðferðin virðist hafa verið göll- uð, en hækkunin á verði dagblaða- pappírs hafi gefíð Murdoch færi á að draga í land án þess að bíða álitshnekki. ------»■■■♦.♦---- New York Postkært YFIRVÖLD vinnumála hafa kært New York Post, blað Ruperts Murdochs, sem er sakað um að hafa með ólöglegum hætti rekið tæplega 300 starfsmenn, sem voru í verkfalli, og neita að viðurkenna stéttarfélög ritstjórnarstarfs- manna. Murdoch er einnig sakaður um að hafa gert „verulegar" breytingar á launum, vinnutíma og aðstöðu starfsmanna. Blaðamenn, ritstjórar og skrif- stofumenn Post lögðu niður vinnu 27. september 1993, nokkrum mán- uðum eftir að dótturfyrirtæki Murdochs, News America Publis- hing, tók við rekstri blaðsins. Hinn 1. október sama ár rak dótturfyrirtækið verkfallsmennina. Samkvæmt alríkislögum er ólöglegt að reka verkfallsmenn. Stéttarfélagið Iofaði þá að aflýsa verkfallinu án skilyrða, en boðinu var hafnað. Blaðið rak 275 starfs- menn, en hefur endurráðið um 75. ------»■■♦■♦----- BAogKLM með augastað á Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. BRITISH Airways og KLM íhuga samstarf við óskráða flugfélagið Transwede í Svíþjóð að sögn Svenska Dagbladet Samstarfið var tekið til athugun- ar vegna ákvörðunar SAS og Luft- hansa um samstarf. Að sögn markaðsstjóra Transwede, Lars Berglöf, hafa eng- ar beinar samningaviðræður farið fram, en hann telur að Transwede hefði ótvíræðam hag af samstarfi við öfluga alþjóðlaaðila. Transwede einbeitir sér að innan- landsflugi og leiguflugi, en heldur uppi ferðum til London og öðru nillilandaflugi. Lægra verð á tölvum frá Apple Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækið hefur lækk- að verð á nokkrum tölvum um 18% til að grynnka á birgðum áður en nýjar og fullkomnari Power Macint- osh tölvur koma á markað. Nýju tölvurnar munu kosta innan .við 2.000 dollara. Power Mac 6100/66 með geisladrifi mun kosta 2.629 dollara og lækkar úr 2.759 dollurum. Verð á Power Mac 8100/110 lækkar í 5.799 dollara úr 6.379 dollurum. PowerBook 520c munu kosta á bilinu 2.069-4.449 dollara miðað við 2.289-4.999 dollarar áður. Scott Miller frá rannsóknarfyrir- tækinu sagði að með nýju gerðun- um gætu Mac-tölvur orðið fýsilegri kostur. Valdið hefði erfiðleikum að notendur hefðu horfið frá Mac-tölv- um og tekið upp einkatölvur með Windows-kerfi. Nýju gerðirnar mundu hamla gegn þessu. ------»■-»--♦---- Microsoft ver ráðgert bein- línukerfi Seattle. Reuter. MICROSOFT-fyrirtækið hefur var- ið fyrirætlanir um beinlínukerfi vegna aukinna rannsókna yfirvalda og gagnrýni frá keppinautum. Fyrirtækið kveðst veita alla þá samvinnu, sem um sé beðið, í rann- sókn bandaríska dómsmálaráðu- neytisins á fyrirætlunum Microsoft um að fella fyrirhugað beinlíukerfi inn í Windows 95 notendaskilin, sem koma á markað í ágúst. Notendur skilanna eiga að kom- ast í samband við beinlínukerfið með einu handtaki og keppinautar segja að það veiti Microsoft órétt- mæta yfirburði. Dómsmálaráðuneytið í Washing- ton hefur krafið America Online og fleiri beinlínuþjónustur um upplýs- ingar um viðskiptahætti þeirra og það bendir til þess að ákveðið hafi verið að herða skriðinn á rannsókn- inni áður en Windows 95 notenda- skilin verða sett á markað 24. ágúst. Símamarkaðurinn í Stokkhólmi í mikilli gerjun um þessar mundir l Le Bourget flugvöllur Selne-St-Denis PARÍS NÝJUNGAR Á FLUGSÝNINGUNNI í PARÍS ■ 41. alþjóðlega flugsýningin á Le Bourget flugvelli stendur nú yfir meö alls um 1.630 sýnendum frá alls 41 þjóölandi sem sýna 220 tegundir á um 73 þúsund fermetra svæöi. Ariane 5 Verður væntanlega skotiö á loft í jómfrúar- ferö sína 29. nóvember. Eftirlíking í fullri stærö, alls um 50 metra hátt, er til sýnis fyrir framan loftferöasafniö. ▲The Airbus A300-600 ofurflutningavél Beluga er stærsta almenna vöruflutningavél heims, meö alls um 1400 rúmm. flutningsrými. Hún getur flutt heiia Airbus farþegavél, ósamsetta. B2 sprengjuflugvél ▲ Hemaðarleyndarmál þar til núveriö og gerö úr þannig efni aö vélin er nær ósýnileg á ratsjárskjám. Hörð samkeppni á flugsýningunni í París Le Bourget. Reuter EVRÓPSKIR og bandarískir flugvéla- framleiöendur heyja meö sér haröa samkeppni á 41. flugsýningunni i París þessa dagana. Boeing-flugvéla- verksmiöjurnar hófu leikinn meö þvi aö skýra frá pöntunum í 12 flugvélar aö verðmæti 564 milljónir dollara. Sólarhring síöar tilkynnti Airbus Industries, helzti flugvélaframleiö- andi Evrópu, tvær nýjar pantanir. British Aerospace mun staðfesta samkomulag viö Saab í Svíþjóö um aö selja orrustuþotu sænska félags- ins, JAS 39 Gripen. Geimflaugafyrir- tækiö Arianespace sýnir Ariane 5, sem getur komiö tveimur gervihnött- um á braut i einni ferö. Athygli flestra hefur beinzt aö stolti Boeing, B777, hinni nýju tveggja hreyfla breiöþotu - þeirri stærstu í heimi - sem hefur veriö fimm ár í smíöum. Framleiöslan hefur kostaö margar milljónir dollara og þotan er eltt helzta vopn Boeings í baráttu fyrirtækisins fyrir því að auka markaöshlutdeild sína í heiminum í tvo þriöju úr 60% nú. Airbus hefur um 30% markaðshlutdeild og vlll leggja undir sig helminginn af markaðnum fyrir áriö 2000. Airbus heldur því fram aö B777 sé dýrari í rekstri og þyngri en ein af A330 tveggja hreyfla þotum fyrirtækisins. Vísir þess sem verður 1998 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. A SÍMAMARKAÐNUM í Stokk- hólmi eru rúmlega tuttugu aðilar um hituna, þar á meðal bæði Sænsku járnbrautirnar, verktaka- fyrirtæki, tölvukerfi borgaryfir- valda og kapalfyrirtæki, auk hefð- bundinna símafyrirtækja. Síma- markaðurinn í Stokkhólmi gefur vísbendingu um þá samkeppni, sem einkennir þennan markað víða um heim og sem mun ríkja í Evrópu, eftir að evrópski markaðurinn verð- ur gefinn fijáls 1998. Svíþjóð er komin langt með að afnema fyrri höft símamarkaðarins og því nota ýmis fyrirtæki markaðinn í Stokk- hólmi sem nokkurs konar æfinga- völl, áður en sjálf aðalkeppnin hefst 1998. Símasamskipti ekki aðeins í gegnum símakerfið Stokkhólmsmarkaðurinn er fróð- legt rannsóknarefni, því hann gefur meðal annars bæði vísbendingu um það hve símatækninni hefur fleygt fram og eins að lítil símafyrirtæki geta sérhæft sig í ákveðinni tegund þjónustu fyrir sérhæfðan hóp, eink- um fyrirtæki. Fyrir nokkrum árum virtist svo sem gömlu og grónu símafyrirtækin, sem voru ríkisfyrir- tæki, gætu horft óhrædd fram á veginn. Enginn aðili gæti um langa hríð keppt við þau nema að tak- mörkuðu leyti því þau ættu sjálft kerfið, línurnar og miðstöðvarnar, sem útheimta stjarnfræðilegar fjár- festingar. En tæknin skaut þeim ref fyrir rass. Nú er hægt að nota ýmsa aðra tækni til símasamskipta. Telia, sænska hliðstæða Pósts og síma, var fyrir fjórum árum eitt um hituna. Nú eru um tuttugu aðilar, sem slást um markaðinn, auk jafn- margra svokallaðra „call-back“ fyr- irtækja. Sjónvarpskapla má nota til sima- samskipta, því Ijósleiðarakaplarnir geta jafnt flutt sjónvarpsefni og símasamskipti. Kaplarnir geta verið í eigu sjónvarpsstöðva, en til dæm- is einnig í eigu járnbrautanna, sem geta lagt þá meðfram járnbrautar- teinunum. í öðru lagi er útvarps- tækni. Hún er notuð fyrir farsíma, en hana má einnig nota til að tengja heimili og vinnustaði við símstöðv- arnar. Og í þriðja lagi gæti Inter- net orðið samkeppnisaðili á þessu sviði eins og víðar. Til er forrit sem gerir það að verkum að hægt er að tala í gegnum Internetið. Eftir bytjunarörðugleika er það nú orðið nógu fullkomið til að hægt sé að halda uppi samtölum. Forritið kost- ar ekki nema 59 Bandaríkjadali, eða tæplega 3.800 íslenskar krónur. Reyndar þarf öfluga tölvu með mótaldi og hljóðkorti, en slíkt er ekki lengur sjaldséð, svo sá markað- ur gæti blómstrað. Og þá verða millilandasímtölin reglulega ódýr, því eins og önnur Internet-sam- skipti fara þau fram á staðartaxta. Svo tekið sé íslenskt dæmi kostar klukkutímasamtal frá Reykjavík til New York á næturtaxta 3.870 ís- lenskar krónur (mínútugjaldið er 64,50), miðað við 28 krónur og 25 aura (upphringin kostar 3,32 krón- ur og mínútugjaldið er 42 aurar) í gegnum Internetið. Allt þetta þurfa símafélögin að hafa I huga og þá má ekki gleyma að símasamskipti geta verið samtöl, fax- og tölvu- sendingar og á endanum vísast sjónvarpssendingar líka. Sænski markaðurinn: Þróaður og að mestu haftalaus Ein meginástæðan fyrir áhuga símafyrirtækja á Stokkhólmi er að Svíar eru almennt vel símavæddir og eins að Svíar eru komnir vel á veg með að losa um höft á síma- markaðnum. Fyrirtæki eins og Brit- ish Telecom, France Telecom, Sin- gapore Telecom, Cable & Wireless og AT&T hafa öll komið sér fyrir á markaðnum og æfa sig í að stunda evrópsk viðskipti, auk þess sem þau geta haft auga hvert á öðru í þessu umhverfi. Samþjöppun fyrirtækja í Stokkhólmi gerir markaðinn áhuga- verðan, þvi símafyrirtækin gera einkum út á að bjóða fyrirtækjum að sjá um öll þeirra símaviðskipti. Auk stóru og stöndugu fyrirtækj- anna skjóta mörg minni fyrirtæki upp kollinum, einkum „call-back“ fyrirtækin og gera þeim stóru gramt í geði á utanlandsmarkaðnum, sem er sá arðvænlegasti. Fyrirtækin reka starfsemina frá Bandaríkjunum. Viðskiptavinurinn gerist áskrifandi og fær aðgangsnúmer. Þegar hann þarf að hringja til útlanda hringir hann í bandaríska fyrirtækið, gefur- upp númerið sitt, leggur á og fær strax upphringingu frá tölvu banda- ríska fyrirtækisins, sem afgreiðir símtalið. Taxtinn er svo eins og fyr- ir bandarískt millilandasamtal, sem er mun lægri en sá sænski. Á þess- um markaði er samkeppnin mjög hörð, fyrirtækin eru oft lítil og þau koma og fara. Þó samkeppnin sé hörð fyrir Teliu og aðstæður allar nýjar er enginn vafi á að hún er fyrirtækinu góður undirbúningur undir nýjar aðstæður á evrópska símamarkaðnum 1998. Ogfyrirönn- ur lönd og fyrirtæki er Stokkhólmur vísbending um það sem koma skal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.