Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 C 3 Létt og lipurt MYNPllST Tryggvagata 15 DÚKRISTUR/ STEINÞRYKK Kjartan Guðjónsson Opiðfrál4-18alladagatil2.júli. ' Aðgangur ókeypis FÉLAGIÐ íslenzk grafík er loks að rumska og blása til athafna á vinnuvettvangi, .því að innan skamms tekur til starfa fyrsta opna grafíkverkstæðið á íslandi, sem mun marka mikil tímamót ef rétt er haldið á málum. Verkstæðið er til húsa á annarri hæð að Tryggvagötu 10, en vel að merkja á horninu sjávarmegin við Miðbakkann. Fæstir munu sennilega gera sér grein fyr- ir því, hvað hér er að gerast, eða réttara getur gerst, því að eftirleiðis munu íslenzkir myndlistarmenn væntanlega geta gengið að hinum ýmsu þáttum grafískra lista ef þeim býður svo við að horfa. Hingað til hafa ís- lenzkir grafíklistamenn unnið hver í sínu homi, en það er ekki rétti vettvangurinn að öllu leyti, því sú reynsla sem menn öðlast við vinnu á verkstæðum er alveg sérstök og flyst aldrei í heimahús. Hér er einfaldlega um að ræða að ménn skiptist á reynslu, læri hver af öðmm og njóti að auki kunnáttu lærðra fagmanna. Það var einmitt þetta sem mér gekk fyrst og fremst til, er ég hóf að miðla brota- kenndri reynslu minni forðum daga, og tók þá mið af grafíska skólanum við listakadem- íuna í Kaupmannahöfn, en því miður gekk dæmið þá ekki að fullu upp fyrir fmmstæð viðhorf og vanþroska þeirra er síst skyldi. Það var fyrir rúmum 40 ámm, að sjö myndlistarmenn stofnuðu félag í þeim til- gangi að vinna að kynningu og eflingu grafík- lista á íslandi. Var þar stigið stórt skref í framfaraátt þótt minna yrði úr en skyldi og sumir þeirra teljast aldrei hafa verið virkir í grafíkinni. Einn þessara listamanna var Kjartan Guð- jónsson, annálaður teiknari, en hann varð ekki virkur fyrr en löngu seinna og virðist „Með höfuðfat" mest hafa unnið að grafík á ámnum 1978-89. Allt um það fer vel á því að einn þessara stofnenda sé fyrstur til að sýna í litlum sal út frá verkstæðinu. Hins vegar er það mitt mat, að sýningastarfsemi og innrömmunartil- tektir eigi að mæta afgangi, en fyrst og fremst beri að koma verkstæðinu í gagnið og leitast við að skapa þar upplífgandi vinnu- andrúm, sem er einmitt aðall margra slíkra verkstæða úti í heimi. Sá árangur er skilar sér er fram líða stundir gæfí svo frekar til- efni til sýningarathafna. Það sem Kjartan hefur tínt til hefur sést áður að meginhluta, og handbragðið er gamalkunnugt. Kannski hugsar hann full mikið í fríhendisteikningunni, því að önnur lögmál og sértækari ráða ríkjum í grafík- inni, t. d. hinar sterku og afdráttarlausu andstæður, en það fer líka eftir því í hvaða miðil er unnið hveiju sinni og er áferðin sýnu önnur í tréristu en dúkskurði, og svo er tré- stunga alveg sér á báti, eti þar myndi fjöl- þætt tækni Kjartans vafalítið njóta sín vel. Það er svo enginn vafi á því, að Kjartan er einn þeirra listamanna sem eiga mikið erindi inn á svið grafíktækninnar, og gott ef hún er ekki einmitt sniðin fyrir hann, vegna hinn- ar sérstöku teiknigáfu. Það voru svo einmitt myndir skarpra and- stæðna milli ljóss og skugga er höfðuðu eink- um til mín á sýningunni, eins og t.d. „Sveit- in“ (3), „Með höfuðfat" (8) og „Bláa stofan" Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Kristinn VIERA Gulázsiová organisti og Gunnar Kvaran sellóleikari munu m.a. leika Air eftir Bach í Seltjarnarneskirkjunni. Tvær svítur og fjórar perlur ÞAÐ ER gaman að spila Bach og þótt hann sé einkar erfiður við- fangs læt ég mig hafa það,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari sem heldur tónleika ásamt Vieru Gulázsiová, organista, í Seltjarn- arneskirkju, þriðjudaginn 20. júní kl. 20.30. Tónleikamir era haldnir til styrktar orgelsjóði kirkjunnar en ætlunin er að vera með reglulegt tónleikahald á meðan á fjáröflun til orgelkaupa stendur. Kirkjan hefur í hyggju að kaupa 18 til 21 raddar orgel og segir Gunnar að hver rödd kosti að jafnaði eina milljón. Efnisskrá tónleikanna er byggð upp þannig að Gunnar Kvaran mun leika tvær einleikssvítur eft- ir J.S. Bach sem mynda eins kon- ar umgjörð um fjögur lög fyrir selló og orgel sem Gunnar segir að megi sannlega kalla perlur. Fyrst þessara perla er Ave Maria eftir Bach-Gunoud. Ave Maria er eins konar hugleiðing sem franska 19. aldar tónskáldið Gunoud samdi við fyrstu prelúdíu J.S. Bach úr Das wohltemperierte Klavier. Síðan verður leikið hið kunna verk Bach, Air, úr hljóm- sveitarsvítu nr. 3 i D-dúr. Söngur fuglanna er katalónskt þjóðlag sem var í miklu uppáhaldi hjá spænska sellósnillingnum, Pablo Casals. Verkið verður flutt í út- setningu Casals en að sögn Gunn- ars lauk hann öllum sínum tón- leikum á þessu lagi. Miðhlutatón- leikanna lýkur svo á laginu Svan- urinn eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saens sem er úr stærra verki hans, Hátíð dýranna. Gunnar segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þau Viera leiki saman á tónleikum en þau hafa leikið saman við kirkjuathafnir áður. Viera, sem er frá Tékklandi en af ungverskum ættum, er org- anisti Seltjarnarneskirkju. Hún hefur dvalið hér á landi við tón- listarstörf í fjögur ár og talar reiprennandi íslensku. „Það er mér sérstök ánægja að fá að spila Bach sem er i miklu uppáhaldi þjá mér. Það er og dýrmæt reynsla að fá tækifæri til að vinna með jafnfærum sellóleikara og Gunnari.“ Gunnar og Viera segja að efnis- skrá tónleikanna hafi verið miðuð við að sem flestir gætu notið þeirra. „Við vildum ekki hafa þetta mjög þunga dagskrá og blönduðum því saman vel þekkt- um lögum og einleikssvítum Bach. Þetta verður umfram allt Iétt og skemmtilegt," segir Gunnar að lokum. Lofsamlegir dómar um Tómas í MAÍHEFTI banda- ríska tónlistartímarits- ins Cadence er fjallað lofsamlega um hljóm- plötu Tómasar R. Ein- arssonar Joumey to Iceland, en í febrúar var einnig fjallað um aðra hljómplötu Tóm- asar, Landsýn. Cadence er mánað- arrit sem komið hefur út í tæp tíu ár og fjall- ar um ýmsar gerðir tónlistar, helst jass- tónlist og blús. í febrú- arhefti tímaritsins fjallar gagnrýnandinn Robert Iannapollo um breiðskífuna Landsýn, sem Jazzís gaf út á síðasta ári. Hann hefur orð á því að erfitt sé fyrir sig að skilja menningarlegt samhengi plötunnar, þar sem hann skilji ekki textana og engar þýðingar séu fyr- ir hendi, en það komi ekki svo mjög að sök, því tónlistin sé upp full með kímni og framleika. „Hún sveiflast frá geggjaðri kabarett- stemmningu, S.S. Montclare og Þú ert, í reykfylltan aftanjass, Minn munnur syngur, í orgelkombó, Nóta, í sérkennilega óperastemmu, Hvíslað að vegg, með viðkomu á svo til öllum stöðum þar á milli.“ Iannapollo hefur orð á því að flestir tónlistarmennirnir séu eflaust óþekktir bandarískum hlustendum, utan Frank Lacy. „Bassi [Tómasar] Einarssonar er akkeri tónlistarinnar en það era úsetningar hans sem gefa tónlist- inni sinn sérstaka blæ. Hann virðist sníða hveija útsetningu að einleikararanum (og eflaust að ljóðinu líka). Tenórsaxófónleikur Rúnars Georgssonar í Nótu er einmitt hæfi- leg blanda af jarð- bundinni íhygli (ekki ósvipuð Lockjaw Da- vis) og fellur vel að takföstum Hammond- orgelleik [Þóris] Bald- urssonar." íslandsferð í maíhefti Cadence er fjallað um eldri breiðskífu Tómasar, Joumey to Ice- land, sem kom út 1991. Plötudóm- arinn heitir Carl Baugher og hann segir diskinn afskaplega vel heppn- aðan. „Tónsmiðurinn og bassaleik- arinn [Tómas] Einarsson hefur sett saman trausta dagskrá í þematísku jafnvægi og afslappaðri sveiflu. Trombónuleikur [Franks] Lacys er skemmtilegur, en flokkurinn allur leikur af þjálfaðri hagvirkni. Hlust- ið til að mynda á lagið með því viðeigandi nafni Lazin’, þar sem heyra má hvemig flokksmenn nár upp sveiflu án þess að flýta sér; sjálfsöraggir og afslappaðir en aldrei kæralausir." Síðar segir að Tómas hafi unnið vel heimavinnuna, lagasmíðarnar séu vel sniðnar að einleikuram og hann sé bjargfastur bassaleikari. I lokin hvetur Baugher lesandann til að kaupa sér diskinn án tafar. Nýjar bækur • SAGA Menntaskólans í Kópa- vogi 1983-1993 er eftir Ingólf A. Þorkelsson fyrrverandi skólameist- ara. Aðalefni bókarinnar skiptist í tíu kafla sem fjalla um skólasamning- inn frá 1983, kennslukerfí skól- ans, húsnæðismál- in, félagslíf nem- enda, fornámið, ferðafræðina, vaxtarbroddinn í starfi skólans á tímabilinu, kenn- araverkföllin á níunda áratugnum, skólanefnd og afmælishátíðir. Auk þess eru tveir kaflar sem hafa að geyma skrár starfsfólks og stúdenta. Meðal kafla sem höfundur telur að eigi erindi við fleiri en MK-inga eina nefnir hann kafla um kennara- verkföllin: „Þar rek ég orsakir og afleiðingar átakanna og dreg enga dul á mínar skoðanir enda ber ég einn ábyrgð á þeim“. Útgefandi er Menntaskólinn í Kópavogi. Bókin, sem er prýdd fjöida mynda, er280 bls. prentuðhjá G. Ben. Eddu. • TVÆR nýjar bækur í smábóka- flokknum „Tilgjafa -tilað eiga“ eru komnar út. í kynningu segir: „í bókunum er safn tilvitnana um afmarkað efni og era þær tilvaldar sem vinargjöf og einnig má nota þær sem gjafakort, því gert er ráð fyrir að skrifað sé í þær fremst." Bækurnar sem nú koma eru: Alveg einstök amma og Alveg einstakur sonur. Áður hafa komið út í sama flokki: Alveg einstök dótt- ir, Alveg einstök móðir, Alveg ein- stakur vinur og Hlotnist þér ham- ingja. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. í Reykjavík gefur út. Óskar Ingimars- son íslenskaði. Bækurnar eru prent- aðar í Ungverjalandi og kostar hver þeirra 750 kr. Hvað varð um þig, Joe Di Maggio? KVIKMYNPIR Rcgnboginn LITLA ÚRVALSDEILDIN (LITTLE BIG LEAGUEj'A Leiksljóri Arthur Schleinman. Hand- rítshöfundur Gregory K. Pincus og Arthur Sclileinman. Aðalleikendur Luke Edwards, Timothy Busfield, John Ashton, Ashley Crow, Kevin Dunn, Jason Robards, Jr., Dennis Farina. Bandarísk. Castle Rock 1994. ÞÓ HELLIST yfir oss bíómyndir um þjóðarsportið ameríska, hafnar- boltann, kunnum við á því lítil skil. Ekki bætir úr skák að myndirnar hafa verið fremur ómerkilegar, Litla úrvalsdeildin hvað slökust og geldur þess að vera sú síðasta af nokkrum um þessa íþrótt sem aldr- ei hefur náð umtalsverðri fótfestu hérlendis ef undan era skildir lei- kvellir bernskunnar. Ókunnugleiki er þó ekki versti agnúinn hér held- ur afleitur, fyrirsjáanlegur sögu- þráður þar sem búið er að gera 12 ára gamlan sætabrauðsdreng (Luke Edwards) að hetju dagsins. Hann erfír eftir afa sinn (Jason Robards, Jr.) Minnesota Tweins, úrvalsdeild- arlið í hafnarbolta, með manni, mús og mannvirkjum. Snáðinn fer nú hamförum, hættir að hoppa parís og dorga lækjalontur að hætti jafn- aldranna en rekur þjálfarann eftir heldur slakt gengi og tekur sjálfur um stjómartaumana. Gerist skelfir tóbakstyggjandi mannvals hafna- boltans sem elska hann allir að lok- um. Jakk. Er von að uppí hugann komi ljóðlína Simons og Garfun- kels, „Hvað varð um þig, Joe Di Maggio?“ Þetta er alltsaman veimiltítulegt draumóraragl, eins fjarri og hugs- ast getur kempunni Di Maggio og öðrum þeim úrvalsmönnum sem gert hafa hafnaboltann að þvi sem hann er í dag í bandarísku þjóðlífi. Edwards (sem eftir útlitinu að dæma gæti verið sonur Roberts Evans) er ótrúverðugur í leiðtoga- sætinu, svo ekki sé meira sagt. Vangaveltur um ábyrgð og stöðu smásveina yfirborðskenndar. Litla úrvalsdeildin er lítið fyrir okkar smekk enda tæpast hugsuð til út- flutnings. Til að bæta gráu ofaná svart er svo aðalkarlhetjan leikin af Timothy Bushfield, sem er kvik- myndahúsgestum minnisstæður úr titilhlutverkum mynda sem kenndar voru við bekkjarbjálfa („nerds"), og hafði það sem til þurfti. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.