Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sumartónleikar í Listasafni Siguijóns Kammerperlur TRIO Nordica heldur tónleika í Listasafni Sig’urjóns þriðjudag- inn 20. júní kl. 20.30. Tríóið er skipað þeim Auði Hafsteinsdótt- ur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström sem er sænsk- ur píanóleikari. Tríóið var stofn- að haustið 1993 og hefur leikið viða i Evrópu og Bandaríkjunum síðan en auk þess hefur það ný- lega lokið við að hljóðrita geisla- disk með rómantískum tríóum sem mun koma út í haust. A efnisskrá tónleikanna á þriðjudag, sem eru aðrir í röð sumartónleika Listasafns Sigur- jóns, verða tvö píanótríó, annars vegar eftir Brahms í c-moll og hins vegar eftir Beethoven, op. 70 nr. 2. Auður Hafsteinsdóttir segir þessi tvö verk vera tvær af perlum kammertónlistarinn- ar. „Bæði verkin eiga það sam- eiginlegt að vera full af and- stæðum, þ.e. kraftur og glæsi- leiki fer saman við lýrískan und- irtón. Bæði verkin eru mjög krefjandi að þessu leyti. Brahms er í miklu uppáhaldi hjá okkur og er tríóið hans líkast til eitt af fallegustu verkum sem við höfum leikið." Auður segir að framundan hjá Trio Nordica sé fjöldi tónleika í Evrópu og munu þær einnig leika á tónlistarhátíðum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Hún segir að þeim hafi gengið mjög vel að koma sér á framfæri erlendis og hér heima, „það er auðveld- ara fyrir tríó að koma sér á framfæri en fyrir þá sem starfa einir; ég veit ekki hvers vegna nema ef vera skyldi að það er mun skemmtilegra að vinna í samstarfi við aðra og því verður starfið allt miklu auðveldara." TRIO Nordica. Bryndís Halla, Mona og Auður, BÚLGARSKI listamaðurinn Christo Javacheff hefur enn einu sinni hafist handa við óvenjulegt verkefni, að pakka inn þinghúsinu í Berlín, Reichstag. Hann hefur lagt drög að því síðustu 24 ár og kostnaðurinn er áætlaður 7,1 míllj- ón dala, um 450 milljónir ísl. kr. Segir hann þetta vera merkasta verk lífs síns. Ekki leikur vafi á því að það verður mikið sjónarspil að sjá þeg- ar sextíu klettakiifrarar fara upp veggi þinghússins, sem stendur eitt og sér þar sem áður var hluti Berlínarmúrsins. Þegar upp er komið munu sextíumenningamir láta 60 tonn af silfurlitu gerviefni með silkiáferð falla niður eftir þaki og veggjum byggingarinnar. Umfang efnisins myndi nægja til þess að þekja ljórtán fótboltavelli. Efnið verður bundið utan á þinghúsið með 15 km af bláu reipi. Gert er ráð fyrir að verkið standi uppi í 21 dag og að allt að fjórar milljónir manna muni fylgjast með. Mun byggingin helst minná á silfurlitan risapakka í miðri höf- uðborg hins sameinaða Þýska- lands. En listamaðurinn sér annað og meira fólgið í því að pakka þýska þinghúsinu inn. „Draumur mun taka á sig mynd,“ segir hann. „Raunveruleikinn mun ýta hug- myndafluginu til hliðar. Efnið mun líta út eins og silki. Það hreyfist og fellingarnar verða um metra djúpar. Sólin mun leika í þeim. Hvert ský mun breyta myndinni. Þegar vindurinn blæs munu ný form birtast. Á nætumar mun tunglsljósið endurspeglast í því. Þetta verður yfirþyrmandi." Að eiginkonunni ógleymdri En draumur hvers birtist Berlín- arbúum? Eiginkona Christos til 37 ára, Jeanne-Claude, er að minnsta kosti ekki í vafa, að því er fram kom í viðtali við Die Zeit nýlega. „Þetta er ekki verkefni Christos, heldur Jeanne-Claude og Christos. Við höfum ákveðið að verða ein persóna og við vonum að þú [blaðamaðurinn] gerir lesendum þínum það ljóst. Ef þú heldur áfram að tala aðeins um Christo er þessu samtali lokið. Dyrnar eru þama.“ Með öðmm orðum, Javacheff- hjónin telja sig hafa gert mistök með því að leggja áherslu á nafn Christos. Þau hafa ákveðið að hætta því, enda liggur lífsstarf beggja að baki. Hjönin búa í fjögurra hæða húsi í SoHo í New York. Þau eiga ekki bfl, fara aldrei í frí, ekki einu sinni helgarfrí og vinna að jafnaði 18 stundir á dag. „Líf okkar er list. Við vinnum fyrir listina 18 Silfurlitur risapakki Búlgarski. listamaðurinn Christo Javacheff og eiginkona hans, Jeanne- Claude, hyggjast verja um 450 milljónum kr. til að pakka Reichstag, þýska þinghúsinu, inn í silfurlitt gerviefni. Þau telja þetta vera merk- asta verk lífs síns. Draumur þeirra tekur nú á sig mynd. CHRISTO við líkan af innpökkuðu þinghúsinu: „Draumur mun taka á sig mynd. Raunveruleikinn mun ýta hugmyndafluginu til hliðar.“ JEANNE-Claude og Christo leggja drög að regnhlífaverkinu sem sett var upp í Kaliforníu árið 1987. tíma á dag,“ segir Christo í sam- tali við The European. „Ég flýði heimaland mitt tií þess að verða listamaður og án listar væri ég búinn að vera.“ Neitar að fara til heimalandsins Christo fæddist í búlgörskum smábæ árið 1935. Faðir hans átti vefnaðarvöruverksmiðju en móðir hans var listhneigð og er hún sá að sonurinn gat teiknað, kom hún honum f einkakennslu, þá sex ára gömlum. Hann segist hafa hrifist af sameignarstefnu Sovétmanna, sem hafi megnað að koma listinni út úr stöðnuðum sýningarsölum og út á götumar. En þegar stalínisminn barst til Búlgaríu voru eignir fjölskyldunn- ar gerðar upptækar. Faðir Christ- os var handtekinn, ákærður fyrir skemmdarverk og komst naum- lega hjá aftöku. „Þetta var hræði- legur tími. Ég fékk ekki að fara í skóla og veggir hússins okkar voru útkrotaðir: „Hér búa svikar- ar“,“ segir Christo sem enn þann dag í dag neitar að snúa aftur til Búlgaríu. Hann hélt til Tékkóslóvakíu, þar sem fijálsræði var meira. Hann var. í borginni þegar rússneski herinn braut á bak aftur fijáls- ræðisöfl í Búdapest í Ungveija- landi. Sá atburður sannfærði hann endanlega um að hann vildi ekki búa við kommúnisma. Hann mút- aði járnbrautarstarfsmanni til að koma sér f lest sem_ var á leið vestur yfir járntjald. „Ég hélt vest- ur til þess að verða listamaður." Myndir af hinum ríku Christo stundaði listnám í Vín og Genf áður en hann komst til Parísar. Þar komst hann í kynni við búlgarskan hárgreiðslumeist- ara, sem kynnti hann sem efnileg- an málara fyrir hinum ríku og frægu. Christo gerði m.a. myndir af Valéry Giscard d’Estaing og fjölskyldu hans, en dag einn var hann beðinn um að mála herfor- ingja, Guillebon að nafni og þar kynntist hann verðandi eiginkonu sinni og dóttur Guillebons, Jeanne- Claude. Á þessum árum var Christo far- inn að gera tilraunir með að pakka inn hlutum á borð við flöskur og kassa. Fyrsta „stóra“ verkefnið hans var hins vegar þegar hann reisti annan Berlínarmúr úr olíu- tunnum á Rue de Visconti í París. Þetta var árið 1962, árið eftir að Berlínarmúrinn var reistur. I kjölfarið fylgdu stærri verk- efni. Christo öðlaðist alþjóðlega frægð árið 1968 er hiánn sýndi „loftpakka" sinn, 5.600 kúbik- metra að stærð í Þýskalandi og skömmu síðar pakkaði hann inn hluta af strandlengju við Sydney í Ástralíu. Meðal þess sem hann hefur pakkað inn má nefna fjöl- mörg minnismerki og hús, ellefu eyjar undan Flórídaskaga og Point Neuf-brúna í París, auk þes sem hann kom 3.100 regnhlífum fyrir í Japan og í Bandaríkjunum. Rýnt í merkingu verksins Hið innpakkaða þinghús er þó án efa stærsta verkefni hjónanna, enda hefur engin hugmynd þeirra hlotið svo óskipta athygli fjöl- miðla. Síðastliðin 24 ár hefur þau dreymt um þetta verk, sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Kostn- aðurinn er metinn á um 450 millj- ónir kr. en allar tekjur af sölu á öðrum listmunum Christos renna til verksins. Þá hafa listfræðingar og stjórn- málafræðingar verið ólatir við að leggja æðri merkingu í verkið en Christo hefur sjálfur viljað láta uppi. Talað hefur verið um að hið innpakkaða þinghús tákni „geð- lausn“ Þýskalands og nýtt upphaf. Aðrir telja verkið tilraun til þess að fela hina svörtu bletti í sögu Þýskalands. Sjálfur segir Christo að fyrst og fremst sé um að ræða það hversu langt listrænt frelsi geti leitt menn. „List okkar verður ekki hér að eilífu. Enginn getur keypt hana. Enginn getur átt hana. Hún verður einungis til fyr- ir tilstilli og vilja okkar. Enginn forseti, enginn ráðherra hefur styrkt hana. Hún þjónár engum tilgangi. Hún er algerlega fijáls.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.